Bæjarins besta - 04.01.1989, Síða 3
BÆJARIJNTS BESTA
Bifreiðaskoðun íslands:
99
F áum lítið
að yitau
segja lögreglustjóri og fyrrverandi starfsmaður Bifreiðaeftirlitsins.
Aðili á Akranesi mun sjá um ökupróf fyrir Yestfirði
„Það eina sem ég veit er að
þetta nýja fyrirtæki hefur tekið
þetta húsnæði á leigu og mér hef-
ur verið sagt upp“ sagði Arnór
Jónsson fyrrverandi starfsmaður
Bifreiðaeftitlits ríkisins í samtali
við BB þegar hann var spurður
um á hvaða hátt fyrirkomulag
við skoðun bifreiða breyttist við
tilkomu hinnar nýju Bifreiðar-
skoðunar íslands, sem tekur við
starfsemi Bifreiðeftirlitsins.
Pétur Kr. Hafstein sýslumað-
ur og lögreglustjóri sagði í sam-
tali við blaðið að embættinu
Aramótin:
— tveir teknir grunaðir um ölvun við akstur
Mikið annríki var hjá lögregl-
unni á ísafirði eftir kl. 4 á nýárs-
dagsmorgun, um það leyti sem
skemmtistaðirnir voru að loka.
MikiII fjöldi beiðna barst um að-
stoð í heimahús vegna ölvunar
og óláta, það mikill að um tíma
var ekki hægt að sinna öllum
beiðnum sem bárust. „Þetta
kom eins og holskefla, allt á
sama tíma“ sagði Jónas H. Eyj-
ólfsson yfirlögregluþjónn í sam-
tali við BB.
Á götum úti var hins vegar
frekar rólegt og engin meirihátt-
ar óhöpp urðu. Tveir voru teknir
grunaðir um ölvun við akstur,
einn á Þingeyri og annar á ísa-
firði. Sá á Þingeyri hafði ekið
utan í tvo bíla og skemmt þá. Sá
á ísafirði hafði aftur á móti velt
bíl sínum niður í fjöru á Hnífs-
dalsvegi, rétt innan við Krók.
Að sögn sjónarvotts mun sá öku-
maður hafa setið með flöskuna í
hendi er lögreglan kom á vett-
vang.
Einn aðili gisti fangageymslur
lögreglunnar aðfaranótt nýárs-
dags og annar nóttina á eftir.
„Það má segja að helgin hafi
verið stórslysalaus. Hún fór bet-
ur en á horfðist“
Eyjólfson.
sagði Jónas
hefðu engar upplýsingar borist
um rekstur Bifreiðaskoðunar ís-
lands, utan það að borist hefði
bréf frá dómsmálaráðuneytinu
um framkvæmd ökuprófa.
Þar verður sú breyting á að
hér eftir mun umdæmisfulltrúi á
Akranesi sjá um öll ökupróf á
Vesturlandi og Vestfjörðum.
Pétur sagðist ekki sjá í fljótu
bragði að þjónustan gæti batnað
með þessum hætti.
Arnór Jónsson sagði þessa
breytingu fáránlega. „Það er lagt
í hendur þessa manns hvort hann
kemur hingað einu sinni í mán-
uði eða aðeins þegar einhver
ákveðinn fjöldi er kominn af
nemendum sem ætla að taka
próf“ sagði hann.
„Við höfum ekki fengið neitt
um þessi mál að vita nema það
sem maður hefur frétt í fjölmiðl-
um“ sagði Pétur Kr. Hafstein.
„Að vísu hefur verið gefin út
auglýsing í Stjórnartíðindum um
skráningu ökutækja, skoðun
þeirra og eftirlit þar sem fram
kemur að Bifreiðaskoðun ís-
lands taki frá áramótum við hlut-
verki Bifreiðaeftirlits ríkisins að
þessu leyti, þar á meðal álestur
ökumæla og óljóst er hvernig
framkvæmd þess verður hagað.
Það hefði verið eðlilegt að
lögreglustjórar hefðu fengið að
vita um hvernig þessi fram-
kvæmd ætti að vera, til dæmis til
að geta svarað þeim fjölmörgu
fyrirspurnum sem hafa borist
hingað. Það er allt á huldu um
ýmis atriði sem snúa að löggæsl-
unni, til dæmis varðandi eftirlit
og skoðun á ástandi ökutækja
við árekstur sem Bifreiðaeftirlit
ríkisins hefur annast. Það hefur
þurft að kalla bifreiðaeftirlits-
manninn hér á vettvang þegar
um meiriháttar árekstur er um
að ræða en við köllum náttúru-
lega engan á vettvang frá Akra-
nesi eða Reykjavík.“
n!
V erðhru
Stor rýmingarsala
20-50% afsláttur af öllum
vörum verslunarinnar næstu
daga vegna breytinga.
VINNUVER
Mjallargata 5
•S 3520