Bæjarins besta - 04.01.1989, Qupperneq 6
6
BÆJARINS BESTA
Hærri skattar -
dýrara bensín og
- gengisfelling!
Ísafjarðarbíó
Dagana 5. jan - 9. jan
Vítisvélin
I auðnum Afganistan er
háð grimmileg barátta
innfæddra við vítisvélina
sem æðir um og tortímir
öllum sem á vegi hennar
verða. Rússneskir her-
menn þurfa ekki eingöngu
að sigrast á frelsisbarátt-
umönnum, heldur og
samvisku sinni..
Mögnuð spennumynd
Hrikaleg atriði
Aðalhlutverk: George
Dzundua, Jason Patric og
Steven Bauer- Leikstjóri:
Kevin Reynolds
Sýnd fimmtudagskvöld kl. 9
Sýnd föstudagskvöld kl. 9
D.O.A.
Þá er hún komin hér hin
frábæra spennumynd
D.O.A. en hún er gerð af
sputnikfyrirtækinu Touch-
stone sem sendirfrá sér
hvert trompið á fætur öðru,
þar á meðal „Good Morning
Vietnam". Þau Dennis
Quaidog Meg Ryan gerðu
þaðgott í „Innerspace".
Hér eru þau aftur komin í
þessari stórkostlegu mynd.
Sjáðu hana þessa!
Sýnd sunnudag ki. 9
^ Sýnd mánudag kl. 9
Ríkisstjórn Steingríms
Hermannssonar hefur birt
landslýð fagnaðarboðskap-
inn á nýju ári. Með aðstoð
margfrægra huldumanna
voru skattar hækkaðir og er
tekjuskattur í staðgreiðslu
nú 30.8% en útsvar 6.94%
að meðaltali yfir landið. Um
er að ræða nokkra hækkun
tekjuskattsins sem var
28.5% á fyrsta ári staðgreið-
slu. Þannig er nú staðgreið-
sla orðin 37.74% en var
35.2% á fyrra ári. Persónu-
afsláttur er nú 17.842 kr. á
mánuði en var 16.092 fyrir
áramót.
Að sögn kunnugra heldur
bann ekki í við lánskjara-
vísitöluna eins og upphaf-
lega var áætlað. Söluskattur
á matvæli var tekinn upp í
tíð fyrri ríkisstjórnar, þeirrar
sem Þorsteinn Pálsson
stýrði. Hann er nú 25% og
einnig kom til sérstakur
söluskattur á ýmsar þjón-
ustugreinar, bókhaldara,
lögfræðinga, fasteignasala
og annarra slíkra.
Vörugjald var lagt á með
lögum um svipað leyti og
tekjuskatturinn hækkaði.
íslenskir iðnrekendur bera
sig illa undan því. En hvaða
máli skiptir það? Að sjálf-
sögðu þarf að borga allan
rekstur velferðarþjóðfé-
lagsins. Um það geta allir
verið sammála að enginn
vill vera án velferðarinnar.
En spyrja má: Er velferð-
in rót vandans? Er ekki frek-
ar um að kenna of linum
tökum, því sem sumir vilja
kalla stjórnleysi eða jafnvel
óstjórn?
Alltof lítið hefur borið á
hugmyndum um að draga
saman í ríkisrekstri.
Bensín er
ekki brennivín
Á nýársdag hækkaði
bensíní verðium 12% ogfór
hljótt þar til að ljóst var að
ekki var mögulegt að birgja
sig upp. Það sem hækkaði
var skatthluti bensínverðs-
ins, svokallað bensíngjald. í
því tilfelli var það upplýst
að ekki hefði reynst mögu-
legt að hækka brennivín
vegna verðstöðvunarlaga.
Neysluvarning má ekki
hækka en skatta má hækka
þrátt fyrir verðstöðvun.
Þess vegna hækkar bensín
en ekki brennivín. Skilja
þetta allir?
En þar við sat ekki. Nú
hefur gengi krónunnar ver-
ið fellt um 4%. Mun það
hækka framfærsluvísitölu
um 1.5% að sögn viðskipt-
aráðherra.
Hér er rétt að staldra við.
Stjórnarandstaðan segir
þetta dæmi þess að ríkis-
stjórnin sé að öðlast skiln-
ing á vanda atvinnulífsins.
En ekki muni nógu langt
gengið. Sennilega er það
rétt. Ærleg gengisfelling
kann að koma útgerð og
fiskvinnslu til góða ef ekki
er skuldað í erlendum gjald-
miðli og vissulega er það
rétt, að mestu skiptir að
undirstaðan, rekstrar-
grundvöllurinn, sé fyrir
hendi.
Hann batnar ekki við til-
komu Atvinnutrygginga-
sjóðs útflutningsgreina.
Hann gæti batnað við rétta
gengisskráningu og litla
verðbólgu.
Þau atriði sem að framan
voru nefnd eru síður en svo
örugg tæki til að ná þessum
síðastnefndu markmiðum.
Til þess þarf eitthvað
meira en hærri skatta og
dýrara bensín. En vissulega
er engin töfraformúla til,
það er meinið.