Bæjarins besta


Bæjarins besta - 04.01.1989, Page 10

Bæjarins besta - 04.01.1989, Page 10
10 BÆJARINS BESTA Vestfjörðum auk tveggja þing- manna. Á fundinum kom m.a. fram að það væri ekki spurning hvort göng kæmu í gegnum Breiðadals- og Botnsheiðar heldur hvenær. Nýr skemmtistaður var opn- aður í mars, þar sem Félags- heimilið í Hnífsdal var áður til húsa. Skemmtistaðurinn sem hlaut nafnið Glaumbær var rek- inn þar um nokkurra mánaða skeið undir stjórn þeirra Ólafs J. Einarssonar og Snorra Bogason- ar, matreiðslumcistara. Martha Jörundsdóttir var kjörin ungfrú Vestfirðir á til- komumikilli skcmmtun sem fór fram í veitingahúsinu Uppsölum í byrjun mars. Fimm stúlkur víðs vegar af Vestfjörðum tóku þátt í keppninni og var mikil spenna í loftinu rétt áður en úrslit urðu kunn. Ríkismat Sjávarafurða stóð fyrir úttekt á um 100 hraðfrysti- húsum á landinu og í kjölfar hennar sendi ríkismatið frá sér skýrslu sem bar nafnið „Fisk- vinnsla til fyrirmyndar". Meðal þeirra fyrirtækja sem hlutu við- urkenningu frá ríkismatinu var FORRÉTTIR: Tónwt vodka krapi * * * Hleypt egg ineð kampavínssósu ★ ★ ★ Gratinerud hörpuskel með Im'tlauksbraúði ★ ★ ★ FISKRÉTTIR: Steinbítsrúllur með piparosti ★ ★ ★ Pönnusteiktur lax með sítrónusmjörsósu * * * K.1ÖTRÉTTIR: Grísasneiðar með vínberjum ★ .'★★' Kjúklingabringur með Tequilasósu ★ ★ ★ Piparsteik með piparsósu ★ ★ ★ EFTIRRÉTTIR: Heimalagaður regnbogais ★ ★ ★ Ostaterta með ferskum ávöxtum PANTIÐ BORÐ TÍMANLEGA Þann 18. maí sigldi Guðbjörg ÍS inn í ísafjarðarhöfn eftir gagngerðar breytingar sem framkvæmdar voru í Sichau skipa- smíðastöðinni í Bremerhaven. íshúsfélag ísfirðinga hf. í mars var gerð opinber niður- staða tveggja starfsmanna hjá rannsóknarstofnun fiskiðnaðar- ins á ísafirði á neysluvatni á ísa- firði. í þeirri rannsókn kom fram að drykkjarvatn á ísafirði var ónothæft. Meðal annars fundust 240 kólígerlar og 49 saurgerlar í einu 100 ml. vatnssýni sem tekið var í Hnífsdal. „Hér er mjög al- varlegt vandamál um að ræða sem unnið cr að finna lausn á“ sagði Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri í samtali við BB. Þorramótið á skíðum fór fram í mars eins og endranær. Mótið fór hið besta fram og unnu heimamenn til margra verðlauna eins og svo oft áður. Pá var í- þróttamaður ársins í Bolungar- vík útnefndur með pompi og pragt í Félagsheimilinu í Bolung- arvík. Sá sem hlaut þann titil að þessu sinni var sundmaðurinn góðkunni Hannes Már Sigurðs- son. Þetta var í annað sinn sem Hannes hlaut þennan titil. íþróttafélag fatlaðra á Vest- fjörðum var stofnað í mars og var fyrsti formaður þess kjörinn Gísli Hjartarson. Almennur safnaðarfundur í ísafjarðarsókn var haldinn í mars. Á fundinum gat um sóknarnefnd störf sín og undirbúning kirkjubyggingar. Safnaðarfundurinn mælti með uppfyllingunni fyrir framan nýja sjúkrahúsið sem kirkjulóð. Finnabær, nýr skyndibitastað- ur var opnaður í Bolungarvík í mars. Staðurinn sem stendur við Kirkjuveg 1 var í eigu Bjargar Jónsdóttur sem einnig hafði rek- ið Shell skálann í Bolungarvík. Finnabær hefur nú skipt um eig- endur. Apríl Föstudaginn 8. apríl frum- sýndi Leikfélag Bolungarvíkur sakamálaleikrit í léttum dúr, „Slétturekuna", í leikstjórn Oktavíu Stefánsdóttur, hinnar sömu og leikstýrði „Fimm kon- um“ á Flateyri. Nýr 53 tonna stálbátur bættist í flota ísfirðinga í maí. Það var Hulda ÍS sem smíðaður var í Svíþjóð. Eigandi bátsins er Arnór Sigurðsson, skipstjóri.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.