Bæjarins besta - 04.01.1989, Side 11
BÆJARINS BESTA
11
Vestfirska fréttablaðið, fyrsta
óháða fréttablaðið á ísafirði var
selt. Árni Sigurðsson stofnandi
blaðsins seldi það nýstofnuðu
fyrirtæki Grafíktækni hf.
Fjárhagsáætlun ísafjarðar-
kaupstaðar var samþykkt í apríl.
Megn óánægja var ríkjandi inn-
an menningarráðs ísafjarðar
með áætlunina, því að fé til
menningarmála hafði verið skor-
ið nokkuð við nögl að þessu
sinni.
Fimmtudaginn 8. apríl var
slökkvilið ísafjarðar kallað út að
Niðursuðuverksmiðjunni hf við
Sundahöfn. Eldur var laus við
kassastæðu sem stóð við vegg
hússins. Litlar skemmdir urðu á
húsinu. íkveikja var talin líkleg-
asta skýringin sem eldsupptök.
Mikill kraftur færðist í at-
vinnulífið í Bolungarvík í apríl.
Meðal annars kom Sólrún ÍS að
landi með um 100 tonn af rækju
eftir 20 daga túr, að verðmæti
um 10.5 milljónir króna. Þá var
einnig metafli hjá öðrum togur-
um og bátum og má nefna það
að Flosi ÍS frá Bolungarvík sló
að öllum líkindum met er hann
kom með 308 tonn að landi í
mars, mestmegnis steinbít.
Við samþykkt fjárhagsáætlun-
ar bæjarsjóðs ísafjarðar / var
ákveðið að selja öll hlutabréf
bæjarsjóðs í Flugleiðum. Bæjar-
sjóði bauðst tæplega 1,4 milljóna
króna tilboð í bréfin frá Fjárfest-
ingafélaginu hf og Hlutabréfa-
markaðnum hf. Ákveðið var að
taka tilboði Hlutabréfamarkað-
arins. Ekki var tekin afstaða til
tilboðs sömu aðila í hlutabréf
bæjarins í Eimskipafélagi fs-
lands hf.
„Þetta kom skemmtilega á
óvart“ sagði framkvæmdastjóri
Fjórðungssjúkrahússins á ísa-
firði er stofnuninni barst pen-
ingagjöf frá alþjóðlegum sam-
tökum í Luxemburg. Þar var um
að ræða 2.700 dollara gjöf frá al-
þjóðlegu samtökunum Inter-
national Bazar.
íþróttafélag fatlaðra á ísafirði
sendi stóran hóp íþróttamanna
til að keppa á íslandsmeistara-
mótinu í Boccia sem fór fram í
Laugardalshöll fyrir páskana.
Lið Isfirðinga stóð sig með ágæt-
um og lenti í þriðja sæti.
Útvegsbanki íslands hf á fsa-
firði var í apríl verðlaunaður fyr-
ir góðan árangur í rekstri. Fékk
bankinn í viðurkenningarskyni
veglegan verðlaunagrip sem
hinn landsþekkti gullsmiður Jens
Nítján bæjarstjórar, víðs vegar af landinu, héldu sinn árlega
fund á ísafirði í maí. Myndin er tekin af hópnum rétt áður en
hann lagði upp í útsýnisflug með Flugfélaginu Erni hf.
Mikið hreinsunarátak var gert á ísafirði í júní. Á myndinni
sjást tveir af höfuðpaurum átaksins, Jónas H. Eyjólfsson og
Þorbjörn Sveinsson, skoða ástand fyrir utan Djúpbátinn hf
ásamt Kristjáni Jónassyni, framkvæmdastjóra.
Guðjónsson hafði smíðað. Auk
þess fékk starfsmannafélag
bankans á ísafirði kr. 75.000.
Högni Þórðarson, bankastjóri
Útvegsbankans á ísafirði kvaðst
í samtali við BB vera mjög
ánægður með þessi verðlaun.
Sérstaklega þótti honum vænt
um að fá verðlaunagrip eftir
æskuvin sinn og nágranna, Jens
Guðjónsson, gullsmið.
Rörverk hf átti lægsta tilboðið
sem barst í byggingu nýs íþrótta-
hús á ísafirði. Tilboðið hljóðaði
uppá tæpar 43 milljónir króna.
Fyrir þá upphæð ætla Rörverks-
menn að steypa upp húsið og
ganga frá því að utan.
Nokkrir unglingar á ísafirði
tóku þátt í maraþondansi sem
fór fram í Sponsinu, æsku-
lýðsmiðstöð ísfirðinga. Ungling-
arnir dönsuðu samfleytt í 27
klukkustundir.
ísfirskir keppendur á Skíða-
móti íslands stóðu sig með prýði
Íetta árið sem og undanfarin ár.
sfirska liðið kom heim með 10
gull af 20 mögulegum. Einar
Ólafsson, göngumaður varð t.d.
fjórfaldur Fslandsmeistari.
Jón Friðgeir Einarsson var í
apríl kjörinn fyrsti kjörræðis-
maður Finnlands á Vestfjörðum.
Það var sendiherra Finnlands á
íslandi sem afhenti Jóni viður-
kenningarbréf þess efnis þann
12. apríl.
TIL SÖLU
Til sölu er efri hæð að Fjarðar-
stræti 17, ásamt hálfum kjallara.
Einnig hálft bil í veiðarfæra-
skemmu við Sundahöfn og 53
tonna nýr stálbátur.
Upplýsingar gefur:
Arnór Sigurðsson í
síma 3442
ItPPSAtlR * si ★ ^ (EmnSTAÐURÍ V BÆJARIM+
| Laugardagskvöld Diskótek frá kl. 23 - 3 Aldurstakmark 18 ár
T i i veir staðir á einum miða