Bæjarins besta - 08.03.1989, Page 5
BÆJARINS BESTA
5
Fjórðungssjúkrahiisið:
Flutt í nýja
sj úkrahúsið
á morgun
- þrátt fyrir óánægju starfsfólks
Formleg opnun á föstudag
Á fundi sjúkrahússtjórnar í
gærkvöldi tók vfirlæknir Fjórð-
ungssjúkrahússins á ísafirði
Kristinn Benediktsson sér frest,
til klukkan 10 í morgun til að
svara stjórn sjúkrahússins hvort
starfsfólk sjúkrahússins sam-
þykkti flutning á morgun eins og
til stóð.
„Við erum ekki sátt við þessa
dagsetningu þar sem við álítum
að forsendur þess samkomulags
sem gert var varðandi flutning
10. mars séu brostnar og lögðum
því fram tillögu til málamiðlun-
ar“ sagði Kristinn Benediktsson
yfirlæknir í samtali við BB
í gær.
„Pað var lofað að panta tæki fyr-
ir 7 milljónir króna fyrir þennan
dag en aðeins hefur verið pantað
fyrir 4,6 milljónir og af þeim
tækjum er aðeins helmingurinn
kominn þannig að við erum í
raun lítið betursett en í janúar.“
Fylkir Ágústsson formaður
sjúkrahússtjórnarinnar sagði í
samtali við BB í gær að stjórnin
teldi að þegar búið væri að leysa
út úr tolli og senda hingað þau
tæki sem búið væri að panta væri
kostnaðurinn kominn mjög ná-
lægt 7 milljónum.
Bæjarráði var gerð grein fyrir
þessum skoðanamun í gærdag og
sem fyrr segir ákvað stjórnin að
dagsetningin 10. mars skuli
standa.
Fylkir Ágústsson sagði í sam-
tali við blaðið í morgun að
starfsfólk sjúkrahússins hefði
fundað nú í morgun og tekið þá
ákvörðun að standa við bakið á
sínum yfirmanni, og hefja flutn-
ing sjúklinga kl. 13 á morgun, og
að formleg opnun yrði því kl. 15
á föstudag.
Snjóflóð:
Tveggja manna
saknað á Óshlíð
- allar tiltækar björgunarsveitir
leita vid erfiðar aðstæður
Allt tiltækt liö frá björgunar-
sveitunum Tindum í Hnífsdal,
Skutli, hjálparsveit Skáta ísa-
firði og björgunarsveitinni Erni í
Bolungarvík, leita nú tveggja
manna er lentu í snjóflóði á Os-
hlíð snemma í morgun.
Tildrög slyssins munu vera
þau að þrír menn voru á gangi á
Óshlíð á leið til ísafjarðar og
voru tveir þeirra á leið yfir eina
snjóskriðu er önnur kom niður
og hreif mennina með sér. Sá
þriðji komst naumlega undan
skriðunni. Hann komst til Bol-
ungarvíkur og lét vita að slysinu.
Slysið átti sér stað rétt utan við
Krossinn. Leit hófst um kl. 8 í
morgun og taka þátt í henni milli
50-60 manns.
Að sögn lögreglunnar á fsa-
firði eru aðstæður til leitar mjög
slæmar. Óshlíðin er öll á iði og
gengur á með rokum.
Haraldur L. Haraldsson, bæj-
arstjóri sem á sæti í almanna-
varnarnefnd ísafjarðarkaupstað-
ar sagði í samtali við blaðið í
morgun að fylgst væri mjög
grannt með þróun snjóflóðamála
innan bæjarmarka kaupstaðar-
ins. Oddur Pétursson snjóflóða-
varnarsérfræðingur bæjarins
hefði farið og skoðar aðstæður í
morgun en ekkert hefði komið
frá honum ennþá.
„Þessi mál eru alltaf í stöðugri
könnun. Allar aðstæður eru
skoðaðar með reglulegu milli-
bili. Ef hætta er talin á ferðum
verður gefin út tilkynning þess
efnis“ sagði Haraldur.
ARNAR G. HINRIKSS0N
Silfurtorgi 1 * ísafirði • Sími 4144
FASTEIGNAVIÐSKIPTI
ÍSAFJÖRÐUR
Hafraholt 22. Raðhús, um
140 m2 ásamt bílskúr, 4
svefnherbergi. Laust eftir
samkomulagi.
Silfurtorg 1. Fjögurra herb
íbúð á 3. hæð ásamt óinn-
réítuðu risi.
Strandgata 19a. Lítið einbýl-
ishús fjögurra herbergja og
eldhús. Laust eftir samkomu-
lagi.
Silfurgata 11. Fjögurra her-
bergja íbúð á 1. hæð. íbúðin
er laus og selst með hag-
stæðum kjörum.
Bakkavegur 27. 2x129 m2
einbýlishús. Laust eftir sam-
komulagi.
Sundstræti 25. Þriggja her-
bergja íbúð á 1. hæð.
Túngata 13. Tveggja her-
bergja kjallaraíbúð.
Sundstræti 29. Tveggja her-
bergja íbúð á 2. hæð í fjórbýl-
ishúsi.
Stórholt 13. Fjögurra her-
bergja íbúð á þriðju hæð
ásamt bílskúr.
Sundstræti 27. Þriggja her-
bergja íbúð á 1. hæð. Laus.
Sundstræti 35b. Lítið ein-
býlishús. Selst ódýrt. Laust
fljótlega.
Engjavegur 33. Tveggja
herbergja íbúð á neðri hæð.
Laus fljótlega.
Stórholt 11. Fjögurra her-
bergja íbúð á 2. hæð ásamt
bílskúr. Getur losnað fljótl.
Seljalandsvegur 30.175 m2
einbýlishús með innbyggð-
um bílskúr. 4 svefnherbergi.
Húsið er í góðu standi. Veð-
bandalaust.
Stórholt 13. Þriggja her-
bergja íbúð á 1. hæð. Laus
eftir samkomulagi.
Sólgata 5. Þriggja herbergja
íbúð. Laus fljótlega.
BOLUNGARVÍK
Ljósaland 9: Rúmlega 140
m2 einbýlishús ásamt bíl-
skúr. Laust eftir samkomu-
lagi.
Vitastígur 19. Þriggja her-
bergja íbúð á neðri hæð.
Laus 1. maí n.k.
Skólastígur 8. Þriggja her-
bergja íbúð á jarðhæð, sér
inngangur. íbúðin erlaus.
Stigahlíð 4. Tveggja her-
bergja íbúð á jarðhæð.
Hjallastræti 20. Rúmlega
100 m2 einbýlishús ásamt
bílskúr.
Hjallastræti 18. 120 m2 ein-
býlishús ásamt bílskúr.
Stigahlíð 4. Þriggja her-
bergja endaíbúð á 3. hæð.
Hafnargata 110. Tæplega
100 m2 álklætt einbýlishús.
Skólastígur 20. Fimm her-
bergja íbúð á tveimur hæð-
um í parhúsi.