Bæjarins besta


Bæjarins besta - 08.03.1989, Qupperneq 7

Bæjarins besta - 08.03.1989, Qupperneq 7
BÆJARINS BESTA Fegurðarsamkeppni: Fimm keppa um titilinn Ungfrú Yestfirðir Laugardagskvöldið 8. apríl n.k. fer fram á veitingastaðnum Uppsölum keppnin um fegurstu konu Vestfjarða, „Ungfrú Vest- firðir 1989“. Keppendur að þessu sinni eru fimm. Þær eru: Hafdís Jónsdóttir, Seljalandsveg 69, Isafirði, Lilja Ingólfsdóttir, Seljalandsveg 4a, ísafirði, Ás- laug Fjóla Magnúsdóttir, Tún- götu 20, Súðavík, Jóna Hrund Jónsdóttir, Hlíðarveg 26a, ísa- firði og Guðbjörg Hilmarsdóttir, Miðtúni 27, ísafirði. Keppnin sjálf verður laugar- dagskvöldið 8. apríl og hefst kl. 19 með því að tekið verður á móti gestum með fordrykk og konfekti. Um kl. 20 ganga kepp- endur og dómnefnd í salinn. Síð- an verður snædd þríréttuð mál- tíð. Þá verður tískusýning, þar sem keppendur sína fatnað frá versluninni Jóni og Gunnu, ísa- firði, íþróttafatnað frá Sport- hlöðunni, ísafirði og loðfeldi frá Eggert feldskera, Reykjavfk. Börn á aldrinum 3-7 ára sýna fatnað frá Legg og Skel, ísafirði. Stúlkur á aldrinum 13-15 ára sýna jazzballett fatnað frá „Dance France“ með nokkrum léttum og góðum danssporum. Síðan verða skemmtiatriði. Að skemmtiatriðum loknum munu stúlkurnar koma fram í sundbol- um og samkvæmiskjólum. Það verður svo um kl. 23 sem fegurð- ardrottning Vestfjarða 1989 verður krýnd. Að því loknu verður dansað til kl. 3 um nótt- ina. Aðstandendur keppninnar að þessu sinni eru veitingastaður- inn Uppsalir, Dagný Björk Pjet- ursdóttir, framkvæmdastjóri keppninnar og þjálfari stúlkn- anna, Hrefna Bjarnadóttir þjálf- ari, Hárgreiðslustofa Siggu Þrastar,sem sér um hárgreiðslu, Svanlaug Guðnadóttir í verslun- inni Krismu, sem sér um snyrt- ingu og Toppblómið,sem sér um skreytingar á lokakvöldinu. Styrktaraðilar keppninnar eru: Gullauga, sem gefur feg- urðardrottningu Vestfjarða handsmíðaða nælu, Flugleiðir ísafirði, sem gefa fegurðar- drottningu Vestfjarða farseðil ísafjörður - Reykjavík - ísa- fjörður, Sporthlaðan, sem gefur fegurðardrottningu Vestfjarða íþróttafatnað, Hljómtorg, sem gefur öllum keppendum hljóm- plötu að eigin vali, snyrtivöru- verslunin Krisma, sem gefur öll- um keppendum snyrtivörur og heildverslun Hafsteins Vil- hjálmssonar, sem býður öllum gestum upp á konfekt með for- drykknum. Hafdís Jónsdóttir, IS.ára nemandi í M.í. Foreldrar: Jón Guðni Pétursson og Est- er Hallgrímsdóttir. Áhuga- mál: Fatasaumur, líkamsrækt og tónlist. Áslaug Fjóla Magnúsdóttir, 18 ára starfstúlka á barna- heimili. Foreldrar: Magnús Steindórsson og Þóra Ragn- arsdóttir. Áhugamál: Ljóð- list, söngur, hundar og líkamsrækt. Jóna Hrund Jónsdóttir, 22 ára afgreiðslustúlka. Foreldr- ar: Jón Egilsson og Sjöfn Kristinsdóttir. Áhugamál: Ferðalög, handbolti, hestar og útilegur. Guðbjörg Hilmarsdóttir, 18 ára starfsstúlka á barnaheim- ili. Foreldrar: Hilmar Stein- grímsson oj> Þórdís Jóhann- esdóttir. Ahugamál: Skíði, hestar og ferðalög. Lilja Ingólfsdóttir, 21 árs starfsstúlka á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á ísafirði. For- eldrar: Ingólfur Eggertsson og Herborg Vernharðsdóttir. Áhugamál: Saumaskapur, ferðalög, að horfa á góða bíó- mynd, kettir, ballferðir og tónlist. Nýir Vestfirðingar: Hrafnhildur Haraldsdóttir og Guðjón Elí Sturluson, Hlíðarvegi 27, ísafirði, eign- uðust son þann 20. febrúar. Drengurinn var tæpar 16 merkur og 53 sm. Svanhildur Guðmundsdóttir og Björn Kristjánsson,Holta- brún 3, Bolungarvík, eignuð- ust dóttur þann 21. febrúar. Stúlkan var 3400 grömm og 52 sm. Birna Bragadóttir og Alfreð Erlingsson, Eyrargötu 8, ísa- firði, eignuðust son þann 22. febrúar. Drengurinn var 4050 grömm og 55 sm. Helga Friðriksdóttir og Smári Haraldsson, Miðtúni 33, ísa- firði, eignuðust son þann 3. mars. Drengurinn var 4300 grömm og 56 sm. ATVINNA Fólk óskast til afgreiðslustarfa. Vaktavinna. Til greina kemur að fólk skipti með sér vöktum. \Jís£sr Sími4306

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.