Bæjarins besta - 08.03.1989, Síða 8
8
BÆJARINS BESTA
Gallhörðustu bjóraðdáendurnir voru mættir fyrir utan ríkið nokkru fyrir opnun þann 1. mars.
Bjórinn:
„Heldéggangiheim...“
Vestfirðingar héldu upp á B-daginn án vandræða
Það hcfur líklega aldrei verið
jafnmikið að gera á miðvikudegi
Hestur og hesthús
til sölu
Til sölu er hesthús á
Búðartúni. Einnig er til
sölu hesturinn Mósi sem
er 9 vetra klárhestur
með tölti, mjög gæfur
og góður.
Reiðtygi gætu fylgt.
Upplýsingar í S 4030.
í ríkinu á ísafirði og 1. mars síð-
astliðinn. A einum degi seldust
16.000 dósir af bjór og 3.840
dósir voru sendar á staði utan
ísafjarðar. Og á föstudag var öll
fyrsta sendingin uppseld, 960
kassar.
Alhörðustu bjóraðdáendurnir
voru mættir fyrir klukkan níu
fyrir utan áfengisútsöluna og
biðu þar í bílum sínum eftir að
lásinn yrði tekinn af og mjöður-
inn góði fengist keyptur á lögleg-
an hátt á íslandi í fyrsta sinn í
yfir 70 ár.
Um kvöldið voru svo
skemmtistaðirnir opnaðir gest-
um sem byrjuðu að streyma inn
um níuleytið. Menn voru að
vonum kátir og óskuðu hverjum
öðrum til hamingju með daginn í
annarri hverri setningu um leið
og krúsunum var slegið saman
svo við lá að mjöðurinn færi til
spillis.
Mátti ekki
minna vera
Að Uppsölum sá BG-flokkur-
inn um létta jazzstemningu við
góðar undirtektir gesta. Karl
Geirmundsson veitingamaður
sagði að ásóknin hefði verið
mikil í bjórinn og á dansleiknum
á laugardag kláruðust birgðirnar
rétt fyrir kl. þrjú. „Maður vissi
ekki hvað maður átti að panta
mikið, þetta mátti að minnsta
kosti ekki minna vera“ sagði
hann. „Það er ekki gott að s’egja
hvernig þetta verður í framtíð-
inni.“
Stefnt er að því að hafa opið
að Uppsölum á fimmtudögum
auk venjulegs dansleikjahalds
um helgar og bjóða þá upp á
létta rétti.
f Staupasteini léku þeir
Michael Bradley frá írlandi og
Eric Lewis frá Bretlandi á
kassagítara og gáfu gestum þar
góða innsýn í breska kráar-
Bjórinn virðist losa um ýmsar
hömlur...
Örby Igjuof nar—margar stærðir
SIEMENS - 500w/l 1 lítra - 700w/29 lítra
ÍX SAMSUNG-500w/ll lítra-500w/17 lítra
PANASONIC - 600w/18 lítra
Verð frá kr. 13.950.- - 13.250.- stgr.
PÖLLINN HF.
PÓLLINN HF
VERSLUN SÍMI 3792
stemmningu á miðvikudags-
kvöldið og reyndar írska líka
þegar leið á kvöldið. Ekki verð-
ur um að ræða pöbbarekstur í
Staupasteini í náinni framtíð þar
sem staðurinn hentar ekki nógu
vel fyrir slíkt að mati eigenda, en
til stendur að fara yfir í kaffi-
teríurekstur eftir mánuð, auk
þess rekstrar sem fyrir er.
BB — fyrir þig