Bæjarins besta - 08.03.1989, Qupperneq 11
BÆJARINS BESTA
11
starfar í lítilli kompu og er með
nokkra viðskiptavini sem eru
ekki í flokknum. í raun átti eng-
inn neina framtíð fyrir sér sem
ekki var í flokknum og enginn í
þeirra fjölskyldum.
Pað er ómögulegt að segja til
um hvort þessi nýafstaðna bylt-
ing breytir nokkru. Það sem við
höfðum mestar áhyggjur af var
hvort það væri allt í lagi með
fjölskyldurnar okkar og alla vin-
ina. Mér tókst að ná sambandi
við vini mína í höfuðborginni og
þar var allt rólegt. Það var sagt
frá því í fréttum að 200-300
manns hefðu dáið en fljótlega
varð allt með kyrrum kjörum og
það var ekki að heyra á þeim sem
ég talaði við að neitt sérstakt
hefði gerst.
En eftir að hafa séð þessa
strákpjakka sem eru í hernum þá
hefur maður ástæðu til að vera
hræddur. Herskyldan er frá 15
ára aldri, reyndar mismunandi
löng og með mismunandi formi
eftir því í hvers konar námi
strákarnir eru, og þetta eru bara
smástrákar sem varla ráða við
byssurnar sem þeir eru látnir
hafa, hvað þá að þeir kunni að
fara með þær. Þeir eru svo ungir
og auk þess eru krakkar í
Paraguay miklu barnalegri en ís-
lenskir krakkar.
Siesta í hitanum
Velferðarkerfi sem þykir sjálf-
sagt hér þekkist ekki í Paraguay
og maður kann svo sannarlega
að meta það betur núna. Það eru
jú til sjúkrahús sem rekin eru á
vegum ríkisins en heldur vildi ég
deyja í rúminu heima en stíga
fæti þar inn fyrir dyr og verða
kannski étin af rottum!
Ríkið rekur líka skóla sem eru
ekki svo slæmir. Skólinn sem ég
gekk í var ríkisskóli, eins konar
bland af grunnskóla og mennta-
skóla. í yngsta bekknum eru 6
ára krakkar og í elsta bekknum
voru jafnaldrar mínir, krakkar á
19 ári, og ég útskrifaðist með
þeim. Eftir þennan skóla er hægt
3ARIA
tmdægurs (skipt um vél í Lux). Tekið á
fararstjórum. Hægt að dveljast allt að 3
a og Drushba. Meðan á dvölinni stendur
:silegum heilsuræktarstöðum auk þess er
k sem margir notfærðu sér í fyrra, verð
a er á staðnum.
1989
Baðstrandaferðir í
gæðaflokki
Hægt er að dveljasat á baðstrandarhótelum eftir sigling-
una. Gera má ráð fyrir að hægt verði að tvinna saman
ferðir til Aþenu og Kairó. Hagstæð verð, barnaafsláttur
að 12 ára aldri 100% uppbót á gjaldeyri.
SgS ’: >; á——
að skipum auk
índið. Þá verða
17. júní, 18. júlí
dveljast á bað-
jar óska.
fara í vikusigl-
urg og ekið til
3oná frá Vin til
öarftímanlega.
Hótel/ strönd: 23 maí 26 sept. 13júní 4. og 25 júlí 15. ágúst 5. september Hálft fæði:
Drushba/ Grandhótel Vama:
I vika 36.520- 39.375- 42.075- 38.520-
2 vikur 47.450- 52.955- 55.655- 49.450- Engir matarmiðar.
3 vikur 5S.375- 66.635- 69.355- 60.375- Máltíðir fastbundnar.
Albena/ Hótel Drobrudsja 1 vika 32.755- 34.725- 37.445- 34.755- 6 levar á dag.
2 vikur 39.750- 45.685- 46.405- 41.750- Matarmiðar, morgun-
3 vikur 46.750- 52.645- 55.365- 48.740- matur fastbundinn
Albena/ Hótel Slavianka: I vika 31.775- 32.755- 35.475- 33.775-
2 vikur 37.390- 39.750- 42.470- 39.390- Matarmiðar 10
3 vikur 43.200- 46.740- 49.460- 45.200- levar á dag á mann
Albena/ Hótel Bratislava:
1 vika 30.000- 31.970- 34.690- 32.000-
2 vikur 34.250- 38.175- 40.895- 36.250- Matarmiðar 10
3 vikur 38.490- 44.780- 47.500- 40.490- levar á dag á mann
Páskaferðir:
Skíðaferð: Borovets. Hotel Sokolets.
Flogið um Frankfurt til Sofia 19/3,
gist í eina nótt á útleið. Komið til
baka 29/3.
Verð: 35.000, flug + gisting m/morg-
unmat, miðað við 2ja manna her-
bergi.
Orlofsferð:
Albena Hotel, Dobrudsja. Flogið um
Frankfurt 19/3, gist eina nótt á út-
leið. Komið til baka 29/3.
Verð: 39.000, flug + gisting, hálft
fæði miðað við 2ja manna herbergi.
Aðstaða í heilsurækt og polyklinik
(Tannlækningar). Greiðist aukalega
á staðnum. Þátttaka tilkynnist fyrir
10. mars.
Verð þessi eru miðuð við gengi og flugverð 10. jan. 1989 og kunna að
breytast fram að þeim tíma að farmiðar eru afgreiddir mánuði fyrir brott-
för. Tekið er á móti pöntunum í skrifstofu okkar og þarf að staðfesta
pantanir með innágreiðslu kr. 5.000 á fullorðinn mann. Við sendum
bæklinga og veitum frekari upplýsingar á skrifstofu okkar. Opið alla virka
daga 8-17 og laugardaga 9-12 fh.
Pantið tímanlega. Ekki missir sá er fyrstur fær.
Ferðaskrifstofa
Kjartans
Helgasonar
Gnoðavoai 44-I04 Rcvkjav ík-Sími 91-6X 62 55