Bæjarins besta - 08.03.1989, Qupperneq 12
12 BÆJARINS BESTA
l----------------------------------------------
Hildur lengst til vinstri ásamt nokkrum bekkjarsystrum sínum
í Paraguay.
að fara beint í háskóla.
Það er töluð spænska og
guarani í Paraguay og það er
reyndar eina iandið í Suður-Am-
eríku þar sem índíánamál er við-
urkennt og kennt í skólum að
auki sem sérstakt fag. En öll
kennsla fór fram á spænsku. Mér
gekk ótrúlega vel að komast inn
í málið, því að ég þekkti engan
sem taiaði ensku og hafði því
ekki um ahnað að velja en að
læra málið sem fyrst til að geta
gert mig skiljanlega. Ég gekk
um með orðabókina í þrjá mán-
uði en eftir þann tíma var þetta
komið og ég var farin að geta
tjáð mig. Þetta er auðvelt mál og
fræðiheiti til dæmis eru mjög lík
og í ensku.
Skólinn og vinna byrja klukk-
an sjö þannig að það eru allir
vaknaðir klukkan sex. Skólinn
var til hálftólf á daginn og eftir
hádegismatinn var tekin „siesta“
og þá lagði öll borgin sig til
klukkan svona þrjú og allt var
lokað á meðan. Pað er hvort eð
er ekki hægt að gera neitt því hit-
inn er svo rosalegur, allt upp í
36-37 gráður. Hitinn er líka svo
þrúgandi því það er blankalogn
og það er mikill raki í loftinu."
Myndir í arninum
„Prátt fyrir þetta þá getur líka
----------------
ATVINNA
Óskum eftir að
ráða starfsmann
til næturvörslu
um helgar.
'í¥átet
Sími 4111
orðið hræðilega kalt þó það hafi
aldrei snjóað í Paraguay“ segir
Fanney. „Sumarið sem ég bjó
þar var eitt kaldasta í manna
minnum. Það getur orðið hræði-
lega heítt og líka hræðilega kalt.
Um „sumarið", í júní, fór frostið
í 6 gráður á nóttinni og það var
hræðilegt. Húsin eru óupphituð
og oft er sama gólfhæðin í húsinu
og á götunni. Svo eru engir
þröskuldar þannig að vindurinn
blæs jafnt inni sem úti.
Fólk var stundum að spyrja
mig hvort mér væri virkilega
kalt, hvort ég væri ekki vön
kuldanum á íslandi. Ég útskýrði
fyrir þeim að þegar kalt væri á
íslandi þá færi maður inn í hús
og þar væri heitt. Þá gæti maður
farið úr peysunum og úlpunum
og látið sér líða vel og háttaði sig
meira að segja áður en maður
færi upp í rúm. Ef maður ætlaði
að fara eitthvað færi maður í bíl-
skúrinn sinn og æki af stað í
heita bílnum sínum. í Paraguay
er hins vegar alls staðar jafnkalt,
bæði inni og úti. Fólk skyldi
hreinlega ekki að það gæti verið
miðstöð í íbúðarhúsum til að
hita þau. Það þekkti ekki svo-
leiðis. í allra fínustu húsunum
hafði fólk arinn í stofunni, en
kveikti aldrei upp í honum held-
ur stillti upp í honum fjölskyldu-
myndum og slíku. Það þykir
bara svo fínt að hafa stromp á
húsinu!"
Hildur er sammála þessu.
„Sumir eru svo snobbaðir.
Paraguay-búar eru miklir
Bandaríkja-snobbarar, Banda-
ríkin í þeirra augum eru bara
himnaríki á jörð.“
„Já,“ segir Fanney, „ég held
að fólkið mitt hafi verið hálf-
spælt yfir því að ég skyldi ekki
vera frá Bandaríkjunum, það
þótti svo fínt að vera með
skiptinema frá Bandaríkjunum.
Það var stundum sagt við mann
„Kani, kani!“ og ég þoldi það
ekki. Ég gargaði á þetta lið að ég
væri sko frá íslandi í Evrópu og
væri enginn Kani.
Þau eiga ekkert
Fólk vissi bara eiginlega ekk-
ert um ísland og sumir sögðu:
„Er það eyjan sem er nálægt
Grænlandi á kortinu? En hún er
svo lítil, á einhver heima þar?!“
Ennþá fleiri héldu að ísland væri
fylki í Bandaríkjunum."
„Fólk hefur ekki endilega ein-
hverjar ranghugmyndir um ís-
!and, það er frekar bara fáfrótt
um landið, sérstaklega eldra
fólk. ísland er Islandia á
spænsku og það segir þeim ekk-
ert“ segir Hildur.
„Og við vissum ekki svo mikið
um Paraguay fyrir. Eins og ég
sagði áðan þá bjó ég hjá milli-
stéttarfjölskyldu sem komst
ágætlega af en ég sá margt sem
maður sér ekki hér heima. Það
sveltur sennilega enginn í
Paraguay en fólkið getur lifað
við alveg hrikaleg kjör. Margir
eiga hreinlega ekkert og lifa
bara á mandioga og terrire.
Mandioga er rót sem hægt er að
rækta hvar sem er og terrire eru
þurrkaðar jurtir sem kosta lítið
og fólk býr til eins konar te úr
þeim með því að hella yfir þær
vatni. Síðan drekkur það þetta
með þar til gerðu röri. Hvort
tveggja er mjög næringarríkt og
fólk virðist geta lifað á þessu svo
til eingöngu."
„í Asunción, höfuðborginni
sá maður mikið af þessu fátæka
fólki sem bjó í kofum og manni
fannst ótrúlegt að það skyldi
geta lifað við þessi skilyrði“ segir
Fanney og heldur áfram: „Þegar
maður talaði við þetta fólk þá
virtist það ekki svo óánægt með
kjör sín og yppti bara öxlum.
Svona var þetta bara.
Allt frá stígvélum
í blýanta
Þetta var svo gjörólíkt því sem
ég bjó við. Ég var hjá efnuðum
hjónum sem áttu þrjú börn, eina
dóttur og tvo syni. Pabbinn rak
stórt bakarí og var með um 70
manns í vinnu. Hann bakaði fyr-
ir allan syðsta hluta Paraguay.
Konan rak dæmigerða paragu-
aynska búð þar sem hægt var að
fá allt milli himins og jarðar. Úr-
valið var hreint lygilegt, sjampó,
gúmmístígvél, batterí, blýantar,
klósettpappír, brauð, allt!
Borgin sem ég bjó í heitir
Encarnacion og er líka sunnar-
lega í landinu en hún er nær höf-
uðborginni en Pilar og töluvert
stærri, um 40.000 manna borg.
Margir búa í sveitinni í nágrenn-
inu og í allri sýslunni búa um
200.000 manns. Encarnacion er
alveg við landamærin á milli
Paraguay og Argentínu. Rétt hjá
rennur á og hinum megin við
hana er 250.000 manna argent-
ínsk borg. Það er ekki mjög gott
samband á milli landanna
Isolina, mamma Fanneyjar, í versluninni sinni sem selur allt á
milli himins og jarðar.
Fanney við Iguazu-fossana á landamærum Paraguay, Argent-
ínu og Brasilíu.