Bæjarins besta - 08.03.1989, Side 13
BÆJARINS BESTA 13
Þessa mynd tók Hildur af Stroessner forseta í heimsókn í bæn-
um Humaitá þar sem hann tekur við blómum af stúlku í þjóð-
búningi. Verðir skyggja á enda stranglega bannað að mynda
forsetann.
tveggja og til dæmis er löngu
búið að byggja brú yfir þessa á
en það var ekki enn farið að
opna hana.
Þeir segja líklega að það verði
gert á morgun, ,,manana, man-
ana!“ Þau orð lýsa langbest hin-
um dæmigerða Paraguay-búa.
Fólk er svo rólegt og værukært.
„Petta reddast allt á morgun, í
næstu viku eða jafnvel í næsta
mánuði" er viðkvæðið. En ef
einhver lofar að gera eitthvað
fyrir þig „á morgun“ þá getur þú
verið viss um að hann ætlar ekki
að gera það. Engum liggur neitt
á. Það þýddi til dæmis ekkert að
fara á einhverja fundi eða staði
sem boðað var á fyrr en klukku-
tíma eftir tilkynntan tíma því
fyrr kom ekki nokkur maður.
„Manana,
manana!u
Þegar ég lýsti fyrir vinum mín-
um mínum vinnutíma yfir allan
daginn og sagði þeim að eftir
venjulegan dag hefði ég stund-
um farið í aukavinnu á kvöldin
þá urðu þau alveg steinhissa:
„Hvenær svafstu eiginlega?!“
spurðu þeir. Svo aðlagaðist mað-
ur þessum hugsunarhætti með
tímanum og var sjálfur farinn að
segja „manana, manana!“ Og
þegar ég kom hérna heim þá sá
ég hvað fólk meinar með því að
íslendingar séu alltaf svo stress-
aðir. Ég hef alltaf litið á þetta
sem eitthvað rugl en núna þá er
maður í því að biðja fólk að
slappa aðeins af og æsa sig
minna. Maður skilur bara ekki
hvað liggur á með alla hluti!
Svo sér maður líka annað og
það er hvað íslendingar pæla
mikið í hvernig þeir líta út og
hvort nágrannarnir eigi jafnflott
hús og húsgögn og þeir. Ég hef
aldrei tekið eftir þessu fyrr en
núna.
Þó ég hafi búið hjá efnafólki
þá voru þau ekkert að kaupa og
safna flottum hlutum. Húsið sem
þau bjuggu í var ekkert sérstakt
enda þótt þau ættu einbýlishús í
borginni og þau sáu enga ástæðu
til að flytja. Þeim leið svo ágæt-
lega þar sem þau voru. Og
pabbi, sem var forseti í fótbolta-
klúbbi, vildi fekar eyða fullt af
peningum í að bjóða fótboltalið-
inu í stóra veislu heima en að
kaupa nýja hrærivél eða eitthvað
slíkt.
„Ég hef
ekkert gert!“
Ég gekk í litinn kaþólskan
einkaskóla sem var rekin af
nunnum og meirihluti nemend-
anna var stelpur. Við vorum
alltaf send reglulega til að skrifta
en ég skriftaði aldrei, mér fannst
ég aldrei hafa gert neitt af mér!
Ég fór bara einu sinni, í fyrsta
skiptið sem okkur var sagt að
fara. Ég var ekki farin að kunna
málið þá, bara búin að vera f
viku og elti bara hina án þess að
vita hvað stóð til.
Við fórum í röð og inn í stór-
um sal í skólanum. Svo fóru all-
ir, hver á eftir öðrum, settust við
borð þar sem einhver maður sat
og töluðu eitthvað við hann og
sumar stelpurnar fóru meira að
segja grátandi út. Svo kom röðin
að mér og ég settist. Maðurinn
beið bara og ég líka. Á endanum
spurði ég hann hvort hann talaði
ensku. Hann gerði það ekki. Þá
spurði ég hvort hann talaði
þýsku. Hann gerði það og þá
spurði ég hann hvað væri um að
vera. Hann sagði að nú ætti ég
að segja honum syndir mínar. Þá
sagði ég að ég væri lútersk og
heima hjá mér væri aldrei gert
svona. Og svo hefði ég ekki gert
neitt! „Farðu þá“ sagði prestur-
inn og ég fór og kom aldrei aftur
til skrifta.
En aftur móti var alltaf messa
einu sinni í viku og ég fór í þær
og fannst mjög gaman. Kaþólska
messan er svo allt öðruvísi en sú
lúterska. Það koma allir inn og
signa sig fyrst og það er mikið
sungið á milli langra bænaþula
og krakkarnir syngja svo vel.“
15 ára gamlar
mega þær dansa
„Já, mér fannst líka gaman að
fara í kirkju“ segir Hildur. „Ég
var við giftingu, skírn og ferm-
ingu og þetta er allt mjög sér-
stakt. Það eru tvenns konar
fermingar, og ég var við aðra
tegundina. Þegar stelpur verða
15 ára, þá þurfa þær að halda
ræðu í kirkjunni. Það er mikið
mál þegar stelpa verður 15 ára.
Það er haldin veisla og þá eru
þær orðnar konur og mega gifta
sig. Þá mega þær líka dansa, sem
er alveg bannað fyrir yngri stelp-
ur, a.m.k. í sveitum, en það er
nú eitthvað að breytast.
Á böllum eru stelpur vandlega
passaðar. Mamman kemur alltaf
með og situr nálægt dóttur sinni.
Síðan er beðið eftir því að ein-
hver strákur bjóði upp og þá lít-
ur stelpan alltaf á mömmuna
fyrst. Ef mamman samþykkir þá
er allt í lagi, ef hún hristir haus-
inn þá verður stelpan að neita.
Það var hreinasta bíó að fylgjast
með þessu!“ Og stelpurnar
skellihlæja við að rifja þetta
upp.
„Svo mega tvær stelpur ekki
dansa saman, það er álitið
stórfurðulegt“ segir Fanney.
„Þegar við skiptinemarnir hitt-
umst og fórum á ball saman þá
dönsuðum við öll í hrúgu og
fólkið stóð á öndinni af hneyksl-
un. Hinir dönsuðu í röðum
þannig að strákarnir dönsuðu
allir hlið við hlið á móti stelpun-
um þannig að á dansgólfinu voru
bara tvær lengjur af dansandi
krökkum.
Það er sko passað upp á sið-
semina. Það er ekki hægt að
skilja löglega í Paraguay, nema
að borði og sæng. Að vísu er
dóttir forsetans undantekning,
hún er meira að segja gift aftur.
Hjónin sem ég bjó hjá skildu að
borði og sæng á meðan ég var
úti, pabbinn fór bara og flutti.“
Eiginmann í
hvelli
„Það er yfirleitt karlinn sem
flytur út en konan situr eftir með
börnin og það álit annarra að
henni hafi verið hafnað af því að
hún hafi verið óhæf eiginkona“
segir Hildur. „Karlinn getur oft-
ast farið í sambúð aftur en konan
hefur ekki séns. Það vita allir að
hún hefur verið gift og ef hún fer
að fara út á lífið eða eitthvað
slíkt þá er hún stimpluð hóra.
Ef stelpa verður ólétt án þess
að vera gift þá er fundinn eigin-
maður í hvelli, helst pabbinn cn
ef ekki þá bara einhver annar.
Giftingin er það sem skiptir
máli.
Þetta hljómar allt mjög
strangt en við vorum ekki undir
svo ströngu eftirliti, kannski af
því að allir vissu að við komum
frá ókunnu landi þar sem siðirnir
væru öðruvísi. Ég gat komið og
farið eins og ég vildi og þurfti
aldrei að gera nein húsverk.
Vinnunkonan sá um þau, mér
var meira að segja bannað að
búa um rúmið sjálf. Það var allt
rifið út úr höndunum á mér.
Vinnukonan var á þönum allan
daginn og það mátti ekkert
hjálpa henni, þetta var hennar
vinna.
Það eru flestir með eina eða
tvær vinnukonur og þeir ríkari
hafa líka einkabílstjóra. Svo er
mjög algengt að það séu ein eða
tvær aukafjölskyldumeðlimir inn
á heimilinu, gömul amma eða
frænka, sem hjálpar aðeins til,
heldur húsmóðurinni félagsskap
og svoleiðis.“
Tárin flóðu á
kveðjustundinni
\
„Það var ein frænka þar sem
ég var og hún var mest í því að
halda mömmunni félagsskap“
segir Fanney. „En eftir að ég
kom og var farin að læra málið
þá urðum við góðar vinkonur og
fórum út saman í bæinn eða á
veitingahús. Þá varð mamma