Bæjarins besta - 08.03.1989, Blaðsíða 17
BÆJARI2MS BESTA
17
Skálaferð aldraðra:
Bréftilbæjarstjórnar
Vegna fréttar í BB um að bæj-
arstjórn hefði hafnað beiðni frá
Félagsstarfi aldraðra um styrk
vegna ferðalags aldraðra til Fær-
eyja, vil ég gjarna rekja forsögu
þessa máls, svo ekki verði um
villst hvernig unnið hefur verið
að þessari fyrirhuguðu ferð.
I fyrrasumar komu í heimsókn
bæjarfulltrúar vinabæja okkar í
Færeyjum og á Grænlandi. Beð-
ið var um móttökur í Hlíf sem og
varð og fór vel á með öllum.
Þar barst í tal milli bæjar-
stjórnarmanna í Skála og starfs-
manna Félagsstarfs að gaman
væri að aldraðir kæmu í vina-
bæjarheimsókn til Skála. Af
þessu tilefni fór ég til viðtals við
bæjarstjóra nú í haust og bar
undir hann þessa hugmynd.
Virtist honum lítast vel á þetta
og bauðst til að hringja til Skála
og flutti mér svo síðar fréttir af
að þessu hefði verið mjög vel
tekið. Síðar sendi hann mér bréf
þau sem hann hafði fengið frá
bæjarstjórn Skála sem staðfestu
þetta.
Síðar fékk ég sjálf send bréf
frá þeirri bæjarstjórn í Skála sem
þá var komin til valda eftir kosn-
ingarnar þar. Af þessu sést að
fullt samráð hefur verið haft um
þessa fyrirhuguðu ferð við bæj-
arstjóra. Einnig hefur formaður
öldrunarráðs vitað um framgang
mála frá byrjun. Síðan hefur ver-
ið skipulega unnið að þessarri
ferð og gengið vel að ná samn-
ingum. Uppselt varð í ferðina
um miðjan janúar og er biðlisti.
44 aldraðir fara, auk tveggja far-
arstjóra og bílstjóra. Það skal
tekið fram að þar sem hópur
Bolvíkinga er einnig með í ferð-
inni, eins og öðrum ferðum Fé-
lagsstarfsins, er fararstjóri með
þeim og er hann styrktur af Bæj-
arsjóði Bolungarvíkur. Undir-
búningur er í fullum gangi og
ferðaáætlun tilbúin að mestu og
er mikill hugur í væntanlegum
þátttakendum.
Gist verður á tveimur stöðum
á leið austur og aldraðir félagar
heimsóttir. Má geta þess að aldr-
aðir frá Blönduósi slást með í
hópinn og verða samferða til
Færeyja. Gist verður á þremur
stöðum á leið heim, þar sem
þetta verður jafnframt hringferð
um landið og farið til Reykjavík-
ur með viðkomu á Höfn og Sel-
fossi. Verður eins og fyrr haft
mót með öldruðum á hvorum
stað fyrir sig. í Færeyjum verður
dvalið í 5 daga. Eins og sjá má af
þessu er þetta nokkuð viðamikil
ferð og þar af leiðandi nokkuð
dýr, sérstaklega vegna kostnað-
ar með ferju og gistingar og fæð-
is í Færeyjum.
Þótti því eðlilegt að sækja um
styrk vegna fararstjóra sem jafn-
framt er starfsmaður Félags-
starfsins og annars kostnaðar
sem ekki er hægt að bæta á
kostnað þeirra öldruðu. Enda
er þetta venja ef farið er á veg-
um bæjarins hvort sem það er
eins og í þessu tilfelli eða vegna
ferða yfirstjórnar bæjarins. í
fyrrasumar fóru 11 börn til Skála
og fengur þar frítt fæði og gist-
ingu en jafnframt 200.000 kr.
ferðastyrk úr bæjarsjóði. Þess
vegna efuðumst við ekki um að
aldrað fólk héðan fengi sómu
fyrirgreiðslu. Svo reyndist þó
ekki vera. Bæjarstjóra reyndist
hafa snúist hugur, þrátt fyrir fög-
ur orð við mig einu sinni:
„Mundu Málfríður að það sem
er gert fyrir gamla fólkið er gert í
mínum anda.“ Ég tek fram
vegna fenginnar reynslu um
tveggja manna tal við bæjar-
stjóra að í þessu tilfelli hafði ég
vitni að þessum orðum.
Hann fór að tefja málið með
því að fara fram á að öldurnar-
ráð fjallaði um þetta þrátt fyrir
að formaður öldrunarmála var
skrifaður fyrir umtalaðri beiðni
um ferðastyrk.Átti síðan að
skila bókun öldrunarráðs áður
en að bæjarráð fjallaði um mál-
ið. Var svo gert en er fundargerð
var skilað að stuttum tíma liðn-
um hafði bæjarstjóri lagt málið
óundirbúið fyrir bæjarráð sem
svo hafnaði beiðninni. Eftir á
sagði einn fulltrúa bæjarráðs við
mig að hann hefði ekki vitað for-
sögu málsins, svo sem þátt bæj-
Málfríður Halldórsdóttir.
arstjóra í áætlun.strax í byrjun.
Held ég þó að betur væri að mál-
um bæjarbúa staðið en svo að
því væri kennt um að málum
væri hafnað vegna þess að full-
trúar hafa ekki fyrir því að
kynna sér þau nánar. Enn fæ ég
ekki skilið hvers vegna bæjar-
stjóri bað um öldrunarráðsfund
sem hann tekur svo ekkert tillit
til. Fæ ég ekki trúað fyrr en ég
má til að bæjarstjórn ísafjarðar
láti það spyrjast til vinabæjarins
Skála að hún hafi neitað hópi
aldraðra um fyrirgreiðslu vegna
fyrstu ferðar þeirra til Færeyja.
Þykir mér sem öðrum skjóta
skökku við þar sem á undanförn-
um árum hafa birst stórar frá-
sagnir í jólablöðum bæjarins af
ferðum bæjarstjórnarmanna hér
ásamt mökum til Færeyja og þá
auðvitað á kostnað bæjarins. Og
ekki hefur sést mikið fjallað um
þann kostnað síðustu ára og hef-
ur þó bærinn okkar átt í fjár-
hagsörðugleikum fyrr. Ekki er
þetta þó í fyrsta skipti sem hafn-
að er beiðni um ferðastyrk fyrir
aldraða hér í bæ.
í fyrrasumar var fyrsta mót
aldraðra á íslandi haldið að
frumkvæði Félagsstarfs aldraðra
á ísafirði. Ég óskaði eftir því við
bæjarstjóra að veittur yrði
10.000 kr. styrkur til þessa verk-
efnis þar sem allir aðrir aðilar
mótsins höfðu fengið mikla fyrir-
greiðslu hver í sínum bæ. Bæjar-
stjóri neitaði alfarið og sagði
mér að hvergi væri að finna lið í
fjárhagsáætlun fyrir þessu en er
ég fékk hana í hendur sem for-
stöðumaður Félagsstarfsins fann
ég strax strax lið sem áætlaður
var til aðstæðna sem þessa og
voru á þeim lið 36.000 kr. ónot-
aðar, en sú vitneskja kom of
seint. Nutum við þess í stað góð-
vildar fyrirtækja hér í bæ sem
ekki mun gleymast.
Þrátt fyrir allt verður þessi
ferð farin samkvæmt áætlun og
eins og góðvinur okkar í Skála,
sem jafnframt er bæjarstjórnar-
maður þar, sagði er hann frétti
um þessi mál: „Við látum ekki
bugast Málfríður, við höldum
bara bingó!“
Ég tek fram að blaðið BB
kemur inn á borð hjá bæjar-
stjórn Skála vikulega. Það skyldi
þó aldrei verða að Færeyingar
ættu eftir að styrkja aldraða ís-
firðinga til heimsóknarinnar
sökum fálætis bæjarstjórnar hér,
á meðan aðrir þátttakendur í
ferðinni eru styrktir af sínum
mönnum og hafa ekki mætt öðru
en góðvild og hjálpsemi í sínum
bæ.
Það væri eftir öllu öðru hér í
bæ, þar sem byggð er gler-og
marmarahöll á þremur árum og
þar sem ekkert stendur í að-
standendum þessarar hallar að
bæta við listaverki upp á 2,6
milljónir minnst, þar sem hlutur
bæjarsjóðs er þó nokkuð stór.
Málfríður Halldórsdóttir
forstöðumaður
Félagsstarfs aldraðra
ísafirði
KRÁARSTEMMNING
FIMMTUDAGSKVÖLD FRÁ KL. 21
SKARPHÉÐINN HJARTARSSON LEIKUR
LJÚFA TÓNLIST
VILT ÞÚ TROÐA UPP MEÐ SÖNG
EÐA HLJ ÓÐFÆRALEIK? _________
DISKÓTEK FÖSTUD AGSKVÖLD
■ FRÁKL. 23-03
DISKÓTEK LAUGARDAGSKVÖLD KL. 23-03
ADGANGUR ÓKEYPIS TIL KL. 01____
SÖNGVARAKEPPNIN - ÚRSLIT
LAUG ARD AGSKVÖLDIÐ18. MARS HEFST MEÐ BORÐHALDI
B.G. -FLOKKURINN LEIKUR FYRIR DANSI
BORÐAPANTANIR
ÍSÍMUM:
3803 - 3985