Bæjarins besta


Bæjarins besta - 14.06.1989, Síða 4

Bæjarins besta - 14.06.1989, Síða 4
4 BÆJARINS BESTA rr. \ Ísafjarðarbíó Gamanmyndin MARGTER LÍKTMEÐSKYLDUM OUdWMOÖft KrkCamefon Það er ferlega hallærislegt að vera 18 ára menntaskólanemi með heila úrfertugum, forpokuðum skurðlækni, en jafnvel enn verra að vera frægur læknir með heila úr 18 ára snargeggjuðum töffara... Seinni sýning fimmtudag kl. 2100 ALLTER BREYTINGUM HÁÐ ★★★★ - Variety ★★★★ - Box Office Þarf að segja meira??? Don AmeceúrTrading Places og Cocoon og Joe Mantegna úr Three Amigos og Suspect fara með aðalhlutverkin. Sýnd föstudag kl. 2100 og þriðjudag kl. 2100 TUNGLYFIR PARADOR Ný þrælfyndin gamanmynd frá þeim sömu og gerðu „Down and out in Beverly Hills“. Það er ekki að sökum að Sþyrja þegar atvinnulaus leikari fær hlutverk sem alvöru einræðisherra í S-Ameríku- riki. Sýnd sunnudag kl. 2100 og mánudag kl. 2100 L J Eftir leikina stilltu þessir framtíðar knattspyrnumenn Isatjarðar sér upp fyrir Ijósmyndarann, ánægðir eftir skemmtilega leiki. ÞESSIR ungu knatt- spyrnumenn sem eru í 6. flokki BÍ léku sína fyrstu leiki í blíðunni síðastliðinn laugardag. Kepptu þeir við nágranna sína frá Bolungar- vík og var mjög hörð keppni á milli þessara bæjarfélaga. Fyrri leik liðana lauk með jafntefli 2-2 og voru þar A-lið félagana á ferð. B-lið Bol- ungarvíkur sigraði hins vegar B-lið BÍ með tveimur mörk- um gegn einu. Mikill fjöldi áhorfenda var á leiknum sem var hinn skemmtilegasti á að horfa. Sama dag kepptu B-lið meistaraflokks BÍ og Bolung- arvíkur og lauk þeim leik með sigri BÍ-manna sem skoruðu tvö mörk gegn engu. Fjórir að passa einn.... RITSTJ O RN í rétta átt Samkomulagið sem viðskiptaráðherra gerði við viðskiptabankana þrjá um kaup þeirra á hlut ríkisins í Útvegsbankanum og síðan sam- einingu allra bankanna markar tímamót í íslenskri bankasögu. Óheillaþróunin, sem leiddi til þess að hver sparisjóðurinná fætur öðrum heimtaði að verða banki, án þess að hafa til þess nokkurt bolmagn, hefur verið snúið við. Þökk sé þeim er þar stóðu að verki. í áraraðir hafa menn séð vankantana sem margir og smáir bankar leiddu af sér. Yfirbyggingin óheyrileg, tilkostnaður í hámarki, bankahallirnar í engu samræmi við getu bankanna, sem lánastofn- ana. Það vantaði ekki að menn þóttust sjá þetta allt saman og töluðu fjálglega um nauðsynlegar breytingar, fækkun og stækkun banka. Einhverra hluta vegna hefur málið ætíð strandað þar til nú, að við- skiptaráðherra hjó á hnútinn. Trúlegt er þó að sameiningin hefði átt langt í land, ef hremmingar Útvegsbankans hefðu ekki komið til. Sameining bankanna er flókin og skeður ekki með pennastriki einu saman. Samruni höfuðstöðva og stoðdeilda, fækkun útibúa, einkum á Reykjavíkursvæðinu, sala fasteigna, starfsmannamál. Hagkvæmnin og sparnaðurinn, sem samruninn mun leiða af sér, skil- ar sér ekki fyrst í fall, þvert á móti gæti hann leitt til útgjalda í byrjun. Til lengri tíma litið er á hinn bóginn enginn vafi á, að færri og stærri bankar eru á allan hátt betur í stakk búnir til að sinna hlutverkum sínum, viðskiptavinum sínum til hagsbóta. Viðskiptaráðherra var á sínum tíma legið á hálsi fyrir að selja ekki Sambandinu, já eða KR-ingum, sem svo voru kallaðir, Útvegsbank- ann. Sjá menn fyrir sér hver framvindan í bankakerfinu hefði orðið, ef önnur en sú leið hefði verið valin? íslensk stjórnmál hafa í gegnum tíðina gengið út á smáskammta- lækningar hómópatans. Stjómmálamennirnir hafa alltof oft forðast að horfast í augu við raunverulegan vanda hverju sinni. Þannig hefur heftiplásturslækningin nánast orðið að reglu. Áhrifaríkari aðgerð- um, líkt og uppskurði, ætíð slegið á frest. Vilji menn losna undan krankleika þarf oft á tíðum að leggja á sig tímabundin óþægindi. Hægur bati er varanlegri en áhrif töframixtúru. Sameining bankanna er gott dæmi um langtíma markmið. Hún er jafnframt hvatning til samruna og samstarfs á fleiri sviðum, ekki síst í undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar fiskveiðum og vinnslu. Vonandi erum við að átta okkur, vonandi erum við á leið út úr vitleysunni. s.h. BÆJARINS BESTA, óháð vikublað á Vestfjörðum. Útgefandi: H-PRENT sf, Suðurtanga 2, 400 ísafjörður, s 4560. Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson. Blaðamaður: Vilborg Davíðsdóttir. Útgáfudagur: Miðvikudagur. Ritstjórnarskrifstofa og auglýsingamóttaka að Suðurtanga 2, S 4570. Telefax, s 4564. Setning, umbrot og prentun: H-prent sf, Suðurtanga2,400 ísafjörður. íþróttir: Framtíðar knattspyrnumenn ísafjarðar

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.