Bæjarins besta - 14.06.1989, Page 7
BÆJARINS BESTA
Hreinsunarátak 1989:
Góðpn daginn
gakktu vel um
bæinn
Höf: Jón F. Bjarnþórsson
Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum þarf að taka til hendi.
Astandið þarna er vægast sagt, engum til sóma. Svæðið þarna
niðurfrá er frá náttúrunnar hendi eitt hið fegursta í bæjarfé-
laginu og það er skylda okkar að sjá til þess að það verði ekki
eyðilagt með svona umgengni, hver svo sem eigandi landsins
kann að vera.
ISÍÐASTA blaði BB gerð-
um við grein fyrir hreins-
unarátaki 1989. Aformað er
að ná því takmarki að bærinn
okkar verði einn hinn snyrti-
legasti á landinu. Því mark-
miði verður ekki náð nema
með samvinnu við bæjarbúa.
í síðustu viku mátti sjá margt
fólk taka til í görðum sínum
og í námunda við hús sín.
Ofáar ferðir voru farnar með
sorp í brennsluna og á haug-
ana.
Bæjarstjórinn á ísafirði
hefur með auglýsingu skorað
á bæjarbúa og eigendur fyrir-
tækja að gera hreint fyrir sín-
um dyrum. Einnig hefur ver-
ið auglýst átak í því að
fjarlægja bílhræ af bílastæð-
um og af lóðum. Seinni hluta
þessarar viku munu bæjar-
starfsmenn og lögregla fara
um bæinn og fjarlægja bílhræ
á kostnað eigenda. Þess
vegna skorum við nú á eig-
endur slíkra hluta að koma
þeim fyrir þar sem ekki verð-
ur af þeim sóðaskapur.
Fyrirtækin
á ísafirði
Á ísafirði eru starfrækt
mörg fyrirtæki, fleiri en
margan grunar. Fyrirtæki
þessi eru af ýmsum toga.
Sum eru í matvælafram-
leiðslu, önnur í iðnaði
o.s.frv. Við sum þessara fyr-
irtækja er slíkur sóðaskapur
að það sætir undrun að þau
fái að starfa. í lögreglusam-
þykkt, heilbrigðissamþykkt
og fleiri reglugerðum eru
ákvæði um hreinlæti og
snyrtimennsku. Hægt er því
að kæra viðkomandi vegna
brota er varða umgengni og
snyrtimennsku við fyrirtæk-
in. Hjá því hefur verið reynt
að komast hingað til.
í fyrrasumar heimsóttum
við þau fyrirtæki sem að okk-
ar mati voru verst sett hvað
þetta varðar. Eigendur
sumra þessara fyrirtækja hafa
tekið ábendingar okkar vin-
samlega til greina og látið
lagfæra umhverfi sitt. Önnur
fyrirtæki hafa ekki haft fyrir
því að fjarlægja skítinn frá
dyrum sínum. Sóðaskapurinn
ber vott um stjórnleysi eig-
enda. Oftast má sjá verðmæti
fara f súginn einungis vegna
slóðaháttar eigenda, því mið-
ur. Hver eru svo helstu rökin
sem menn gefa þegar sett er
út á slóðaháttinn. Þau eru:
Þetta eru verðmæti sem
þarna liggja. En samt nenna
menn ekki að hirða um þau.
Við munum nú birta mynd-
ir og athugasemdir við hin
ýmsu fyrirtæki þar sem úr-
bóta er þörf. Munum við
hefja yfirferð okkar frá tog-
araflökunum í Neðstakaup-
stað.
Skipasmíðastöð
Marsellíusar hf.
Síðastliðið sumar áttum
við tal af forráðamönnum
Skipasmíðastöðvarinnar.
Fórum við m.a. með þeim í
skoðunarferð um athafna-
svæði stöðvarinnar og voru
allir sammála um að úrbóta
væri þörf hvað varðar fegrun
umhverfis. Ákveðið var eftir
þennan fund að starfsmenn
skipasmíðastöðvarinnar
hæfust handa við að brenna
ofan af togaraflökunum og
koma þeim þannig fyrir að
þeir hyrfu sjónum manna.
Hafist var handa við þetta
starf, en því miður ekki
klárað. Hins vegar þarf að
gera það sem fyrst. Tog-
araflökin eru hins megnasta
óprýði fyrir bæjarfélagið, það
vita allir.
Varðandi annað rusl sem
þarna má finna, var ákveðið
að láta urða það. Bauðst bæj-
arstjórn til að lána jarðýtu og
útvega efni í uppfyllingu á
ruslahaugana. Ekkert varð
samt af framkvæmdum.
Við tókum Ijósmyndir af
umræddu svæði og sér hver
sem vill að þarna þarf að gera
viðeigandi ráðstafanir. Bæj-
arsjóður er tilbúinn að út-
vega efni til urðunar ósóman-
um. Við skorum því á
eigendur Skipasmíðastöðvar
Marsellíusar hf. að sjá til þess
að framkvæmdir hefjist sem
fyrst og að verkinu verði lok-
ið eigi síðar en 25. júní 1989.
Jónas Eyjólfsson
Þorbjörn Sveinsson
7
Bolungarvíkurkaupstaður
Til útgerðarmanna
Tilkynning til útgerðarmanna stærri
og smærri báta og skipa í Bolungarvík.
Af gefnu tilefni er vakin athygli á 13.
gr. laga nr. 3, frá 8. janúar 1988 um
stjórn fiskveiða, sem hljóðar svo:
Heimilt er að færa aflamark milli skipa
sömu útgerðar eða skipa sem gerð eru út
frá sömu verstöð, eftir því sem hlutaðeig-
andi útgerðaraðilar koma sér saman um.
Sama gildir um skipti á aflamarki milli
skipa sem ekki eru gerð út frá sömu
verstöð, enda sé um jöfn skipti að ræða að
mati ráðuneytisins.
Tilkynna skal sjávarútvegsráðuneytinu
fyrir fram um flutning aflamarks milli
skipa og öðlast hann ekki gildi fyrr en
ráðuneytið hefur staðfest móttöku til-
kynningar um flutninginn frá þeim sem
hlut eiga að máli.
Annar flutningur á aflamarki á milli
skipa er óheimill nema með samþykki
ráðuneytisins og að fenginni umsögn
sveitarstjórnar og stjórnar sjómannafé-
lags í viðkomandi verstöð.
Óheimilt er að flytja aflahámark sókn-
armarksskipa milli skipa.
Heimilt er að takmarka framsalsheim-
ild þeirra skipa er sérleyfisveiðar stunda.
Enn fremur er ráðherra heimilt að setja
sérstakar reglur um flutning sérveiði-
heimilda milli skipa.
Bæjarstjórinn í Bolungarvík.
BB - auglýsingasími 4560
AÐALFUNDUR
Vélbátaábyrgðarfélags ís-
firðinga verður haldinn
laugardaginn 24. júní n.k.
kl. 15.00 á Hótel ísafirði.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.