Bæjarins besta - 14.06.1989, Page 20
Alltaf eitthvað nýtt á stórgóðum afslætti.
Heilsupannan komin aftur á kr. 2590,-
íslenskur leiðarvísir fylgir.
///#/
straumur hf
Rommkókoskúlurnar komnar aftur. siifurgotu s s 3321
Útsöluhornið:
Skipasmíðastöð Marsellíusar hf:
Stórfellt
atvinnuleysi
blasir við
- ef fyrirtækið fær ekki
smíðaverkefni fyrir haustið
NÚ eftir að hinu nýja
skipi fyrir Njörð hf í
Sandgerði var hleypt af
stokkunum er frekar lítið um
verkefni hjá Skipasmíðastöð
Marsellíusar hf á ísafirði.
Engir samningar um smíði á
fleiri skipum liggja fyrir og
fari svo að stöðin fái ekki
leyfi fyrir smíði á öðru skipi
má reikna með fjöldaupp-
sögnum-með haustinu. Hjá
fyrirtækinu starfa um 40
manns.
„Við vonum í lengstu lög
að okkur takist að fá smíða-
samning og komum honum í
gegnum Fiskveiðasjóð svo
komist verði hjá uppsögn-
um. Við erum með ákveðinn
samning í deiglunni en það
eru bara svo mörg ljón á veg-
inum í þessu máli“ sagði Sæv-
ar Birgisson, framkvæmda-
stjóri í samtali við BB. „Það
er búið að smíða svo mörg
skip á undanförnum árum og
það er því engin ástæða til að
vera mjög bjartsýnn."
Heilsugæslustööin:
Tveir læknar
hætta störfum
vegna samstarfserfiðleika
við yfirlækni stöðvarinnar
VEIR læknar á Heilsu-
gæslustöðinni á ísafirði
láta af störfum á næstunni
vegna samstarfsörðugleika
við yfirlækni stöðvarinnar.
Það eru þeir Guðmundur Ol-
geirsson og Þórir Kolbeins-
son.
Þórir tekur við störfum
heilsugæslulæknis á Hellu
þann 16. júní næstkomandi
en Guðmundur tekur árs-
leyfi frá starfi sínu á ísafirði
og fer til starfa á Höfn á
Hornafirði í ágústmánuði.
Læknarnir vildu ekki tjá
sig um þetta mál í samtali við
blaðið og ekki tókst að ná tali
af formanni stjórnar Heilsu-
gæslunnar í gær.
Sveitarstjórnarmenn frá Vestfjörðum stilltu sér upp til myndatöku framan við göngin að lokinni
skoðunarferð.
Jarðgangagerð:
Fyrri hálfleik lokið
Vestfirðingar skoðuðu göngin í Ólafsfjarðarmúla
CVEITARSTJÓRNAR-
k3menn frá Vestfjörðum
brugðu sér til Ólafsfjarðar á
sunnudag og skoðuðu þar í
boði heimamanna jarðgöngin
í gegnum Ólafsfjarðarmúla.
Bæjarstjórinn á Ólafsfirði,
Bjarni Grímsson, og verktak-
inn, Ellert Skúlason hjá
Krafttaki, kynntu sveitar-
stjórnarmönnum og blaða-
mönnum frá Vestfjörðum
breytingar þær sem gerð jarð-
gangnanna hefur í för með
sér.
Til að mynda hafa Ólafs-
firðingar hafið samstarf við
Dalvíkinga um sameiginlega
eyðingu sorps í sorpeyðingar-
stöðinni við Dalvík og ætla
þeir sér að keyra ruslinu fyrir
Múlann það ár sem líða mun
þar til göngin verða að fullu
tekin í notkun.
Gerð gangnanna hefur
miðað vel og voru göngin
orðin 1553 metrar á sunnu-
dag. Það þýðir að verkið er
hálfnað og búist er við að
gangnagerðinni sjálfri verði
að mestu lokið í haust. Verk-
inu lýkur þó ekki að fullu fyrr
en eftir eitt ár þar sem eftir er
að ganga frá slitlagi, upp-
byggingu vegs og gerð veg-
skála beggja megin við göng-
in.
Sérstaka athygli gestanna
vakti „álfakirkja“ sem
sprengd hefur verið inn í
bergið út frá göngunum. Að
sögn heimamanna var kirkj-
an gerð eftir að miklar skrið-
ur höfðu fallið á svæðinu, til
að friða ókunna vætti í fjall-
inu, og hafði hún tilætluð
áhrif. Bæjarstjórínn, Bjarni
Grímsson, hafði þó á orði að
kirkjan yrði ef til vill síðar
meir nýtt sem minjagripasala
ef álfarnir hefðu þá ekki mik-
ið á móti því.
Að lokinni skoðunarferð-
inni þáðu menn molasopa og
hlýddu á fróðleg erindi gesta
og heimamanna.
Menntaskólinn:
Slitið 17. júní
Menntaskólanum
á Isafirði verður slitið
laugardaginn 17. júní nk. kl.
13.00 í heimavist skólans á
Torfnesi. Nemendur á fjórða
ári voru 22 talsins í vetur og í
öldungadeild ljúka 6 manns
námi. Þá útskrifast einnig
tveir nemendur af iðnbraut-
um.
Tíu ára stúdentar koma
einnig saman á heimavistinni
og mun Elías Jónatansson
ávarpa gesti fyrir þeirra
hönd. Um kvöldið verður
haldið útskriftarhóf stúdenta
á heim. /istinni.