Bæjarins besta


Bæjarins besta - 21.06.1989, Qupperneq 5

Bæjarins besta - 21.06.1989, Qupperneq 5
BÆJARINS BESTA 5 Stúdentar: „Mikil breyting að byrja aftur í skóla - segir Halldóra Þórdardóttir stúdent frá öldungdeild MÍ og dúx skólans HALLDÓRA Þórðar- dóttir (Júlíussonar), 32 ára skrifstofustúlka og hús- móðir var dúx Menntaskól- ans á ísafirði þetta árið. Hail- dóra sem stundaði nám á hagfræðibraut fékk aðalein- kunina 8,21. Þá fékk hún bókaverðlaun fyrir árangur í hagfræði og íslensku og pen- ingaverðlaun frá aldaraf- mælissjóði ísafjarðarkaup- staðar. BB hafði samband við Halldóru og spurði fyrst um ástæðuna fyrir því að hún hóf nám aftur eftir tíu ára hlé? „Mig bara langaði til þess. Það tók mig tíu ár að jafna mig á grútleiðinlegum gagn- fræðaskóla og svo bara allt í einu var mig farið að langa aftur í skóla. Ég fór ekki í Menntaskólann með það að markmiði að fara áfram í Háskólann, bara til að ná mér í meiri menntun“ sagði Halldóra. En hvað tekur nú við eftir að stúdentsprófið er íhöfn? „Nú leggst ég bara í leti. Ég er ekkert farin að spá í framtíðina enda held ég að Stúdentar: „Ætla í læknis- fræði í vetur“ Halldóra Þórðardóttir. það sé ekkert auðveldara fyrir mig að ákveða frekara nám heldur en hjá hinum krökkunum" Var ekki mikil breyting að byrja aftur í námi? „Jú, það var rosalegt, en áhuginn var svo mikill að hann yfirgekk allt. Ég held að það sama megi segja um alla aðra sem voru með mér í öldungardeildinni. Við hefð- um ekki haldið þetta út öðruvísi" sagði dúxinn Hall- dóra Þórðardóttir. - segir Þurídur Pétursdóttir, dúx í dagskóla MÍ URÍÐUR Pétursdóttir (Guðmundssonar mynd- listarmanns), sundkonan efnilega úr Vestra var dúx í dagskóla við Menntaskóla ísafjarðar þetta árið. Þuríður sem var á mála- og samfé- lagsbraut fékk 8,16 í aðal- einkun. Þuríður sem starfar núna sem afgreiðslustúlka hjá ÁTVR á Isafirði sagði í sam- tali við BB að menntaskóla- námið hefði verið frekar létt og að hún ætlaði að halda áfram námi strax næsta vet- ur. Þá ætlaði hún í Háskól- ann í læknisfræði. Það nám tæki hana næstu tíu árin. Fyrstu sex árin færu í al- menna læknisfræði og fjögur árin þar á eftir í eitthvert sér- Eldri stúdentar frá MÍ mættu við útskriftina til þess að sjá hvort ekki færi allt fram eins og lög gera ráð fyrir og svo náttúrulega til að sýna sig og sjá aðra. Gísli Úlfarson, Helga Sigurð- ardóttir og Ingólfur Arnarson nýstúdentar. Nýstúdentar frá öldungadeild. Efri röð frá vinstri: Inga Sig- ríður Guðmundsdóttir, Jökull Úlfsson og Bára Snæfeld. Fremri röð frá vinstri: Jóna Pálmadóttir, Halldóra Þórðar- dóttir og Þórný María Heiðarsdóttir. Gamla bakaríið auglysir Þuríður Pétursdóttir. nám, sem hún ætlaði sér í þó svo að hún hefði enn ekki á- kveðið hvað það yrði. Þá sagði Þuríður að flestir þeir stúdentar sem hefðu út- skrifast núna ætluðu sér að taka sér eins árs frí frá námi og halda síðan áfram. En við á BB óskum Þuríði góðs gengis í læknisfræðináminu. Kona óskast til frágangs og ræstingar- starfa í bakaríið nú þegar. Upplýsingar gefur Ruth.

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.