Bæjarins besta


Bæjarins besta - 21.06.1989, Blaðsíða 7

Bæjarins besta - 21.06.1989, Blaðsíða 7
BÆJARINS BESTA 7 ísafjörður: Studió Dan varð eldi að bráð - talið fullvíst að um íkveikju hafi verið að ræða. Bæjaryfirvöldum hafa borist kvartanir vegna vatnaþotnanna sem við greindum frá í síðasta blaði. Meðal annars er því haldið fram að þær fæli allt fuglalíf frá Pollinum. ísafjörður: Pollurinn Fuglalíf búið vegna vatnaþotnanna - kvartanir hafa borist lögreglu og hafnarstjóra vegna hávaða frá þeim VIÐ greindum frá því í síðasta blaði að hinar svokölluðu vatnaþotur væru komnar til bæjarins. Ekki eru allir sáttir við nærveru þessara tækja eða réttara sagt sem berst frá hávaðanum í þeim seint á kvöldin og hafa lögreglunni á ísafirði nú bor- ist kvartanir vegna þessara tækja. Jónas H. Eyjólfsson yfir- lögregluþjónn sagði í samtali við blaðið að þeim hjá lög- reglunni hefðu borist ítrek- aðar kvartanir vegna þessara vatnaþotna og hefði hann m.a. rætt þær við hafnar- stjóra. Það sem kvartað er yfir, er hávaði og einnig sá hraði sem þær eru á, á innri höfninni. Þá hefur hann einn- ig heyrt menn tala um að allt fuglalíf hefði horfið af Pollin- um eftir að þessi tæki fóru að sjást og væri nokkuð til í því. Á meðan þessi farartæki þeysast um Pollinn, þá fer fuglinn. Við sjáum vart fugl hér innan Polls, hvort sem það er þessum tækjum að kena eða ekki. En það má álykta að það sé ástæðan og er það miður“ sagði Jónas. Varðandi hraða þessara tækja sagði Jónas að sam- kvæmt nýrri hafnarsamþykkt frá 8. febrúar s.l. væri óheimilt að fara hraðar en á fjögurra sjómílna hraða inn- an hafnarmarkanna sem er lína frá Norðurtanganum og yfir í hlíðina hinum megin og íjóst væri að þessi tæki væru keyrð á miklu meiri hraða. Jónas sagði að rekstur þessara vatnaþotna yrði ekki stöðvaður að svo stöddu heldur yrði rætt við eigend- urna og farið fram á að þeir virtu þær reglur sem væru í gildi og fylgst yrði með ferð- um þotnanna eftir þær við- ræður. Studió Dan. UM klukkan 01.45 að- faranótt síðastliðins þriðjudags tilkynnti vegfar- andi sem átti leið um Hafn- arstræti um eld í Stúdíó Dan sem er til húsa að Hafnar- stræti 20a. Allt tiltækt slökkvilið var kallað á vett- vang. Mikill eldur var í hús- inu, það mikill að rúður voru farnar að springa. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og tók slökkvistarf um 20 mínút- ur. Strekkingsvindur var að suðaustan og stóð vindurinn beint á nærliggjandi hús Hjálpræðishersins. Ekki var talin mikil hætta á því að eld- urinn færi í næstu hús, en það hefði getað farið verr eins og lögreglan orðaði það í samtali við blaðið. Er slökkvilið kom á stað- inn var eldur á fimm stöðum í húsinu, í nuddherbergi á l.hæð, á salerni undir stiga, á tveimur stöðum í kjallara og í herbergi á efri hæð. Miklar skemmdir urðu á húsnæðinu og innbúi þess af völdum hita, reyks og vatns. Talið er fullvíst að um íkveikju hafi verið að ræða. Að sögn lögreglunnar á ísa- firði er húsið talið tryggt. Tveir menn frá Rannsókn- Gerir aðra tilrann GUNNAR Úlfsson (Pimmi), sonur Úlfs heitins Gunnarssonar fyrr- verandi yfirlæknis á FSÍ sem ætlaði að sigla frá Reykjavíkur til Akraness síðastliðinn sunnudag á pappírsskipi sem hann hef- ur smíðað sjálfur þurfti að hætta við fyrirhugaða ferð sína vegna veðurs. Hann hefur nú ákveðið að gera aðra tilraun n.k. sunnudag og verður lagt í hann kl. 13. Með í förinni verður blaða- maður frá DV, Sigurjón M. Egilsson. Tilgangurinn með þess- ari ferð er tvíþættur, ann- ars vegar að setja heims- met og hins vegar að safna áheitum í minningarsjóð sem stofnaður hefur verið um föður hans. Sá sjóður er ætlaður til tækja- og áhaldakaupa fyi ir FSÍ og er hægt að leggja inn framlög á tékkareikning í Lands- banka íslands á ísafirði nr. 34545. arlögreglu ríkisins komu vestur á þriðjudagsmorgun til aðstoðar lögreglunni á ísafirði við rannsókn máls- ins. Er blaðið fór í prentun hafði enginn verið handtek- inn vegna þess máls. Rann- sókn þess heldur áfram. ARNAR G. HINRIKSSON Silfurtorgi 1 • ísafirði • Sími 4144 FASTEIGNAVIÐSKIPTI ÍSAFJÖRÐUR Túngata 3.4-5 herb. íbúð í suðurenda. Laust eftir samkomulagi. Urðarvegur 66.214 m2 raðhús átveim- ur hæðum. Sólgata 7. Lítil 3ja herbergja íbúð. Hafraholt 22. Raðhús, um 140 m2 ásamt bílskúr, 4 svefnherbergi. Laust eftirsamkomulagi. Hrannargata 10. 3ja herb. íbúð á 1. hæð. Silfurtorg 1. Fjögurra herb íbúð á 3. hæð ásamt óinnréttuðu risi. Silfurgata 11. Fjögurra herbergja íbúð á 1. hæð. íbúðin er laus og selst með hagstæð- um kjörum. Bakkavegur 27. 2x129 m2 einbýlis- hús. Laust eftir samkomulagi. Sundstræti 25. Priggja herbergja íbúð á 1. hæð. Túngata 13. Tveggja herbergja kjallaraíbúð. Sundstræti 29. Tveggja herbergja íbúð á 2. hæð í fjórbýlishúsi. Stórholt 13. Fjögurra herbergja íbúð á þriðju hæð ásamt bílskúr. Sundstræti 27. Þriggja herbergja íbúð á 1. hæð. Laus. Sundstræti 35b. Litið einbýlishús. Selst ódýrt. Laust fljótlega. Engjavegur 33. Tveggja herbergja íbúð á neðri hæð. Laus fljótlega. Stórholt 11. Fjögurra herbergja íbúð á 2. hæð ásamt bílskúr. Getur losnað fljótl. Seljalandsvegur 30. 175 m2 einbýlis- hús með innbyggðum bílskúr. 4 svefn- herbergi. Húsið er í góðu standi. Mjög hagstæð greiðslukjör geta boðist. Stórholt 13. Þríggja herbergja íbúð á 1. hæð. Laus eftir samkomulagi. Sólgata 5. Þriggja herbergja íbúð. Laus fljótlega. BOLUNGARVÍK Hlíðarstræti 14. Einbýlishús, 140 m2. Getur losnað fljótlega. Holtastígur 15: Einbýlishús, nær fullgert, 157+108 m2. Hafnargata 122: Lítið einbýlishús, 3 svefnherbergi. Ljósaland 9: Rúmlega 140 m2 einbýlis- hús ásamt bílskúr. Laust eftir sam- komulagi. Vitastfgur 19. Þriggja herbergja íbúð á neðri hæð. Laus 1. maí n.k. Skólastígur 8. Þriggja herbergja íbúð á jarðhæð, sér inngangur. Ibúðin er laus. Stigahlíð 4. Tveggja herbergja íbúð á jarðhæð. Hjallastræti 20. Rúmlega 100 m2 ein- býlishús ásamt bílskúr. Hjallastræti 18. 120 m2 einbýlishús ásamtbílskúr. Stigahlíð 4. Þriggja herbergja endaíb- úðá3. hæð. Hafnargata 110. Tæplega 100 m2 ál- klætt einbýlishús. Skólastigur 20. Fimm herbergja íbúðá tveimur hæðum í parhúsi.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.