Bæjarins besta - 21.06.1989, Qupperneq 8
Vestfirðir:
8
BÆJARINS BESTA
NÝJAR
MYNDIR
VIKULEGA
GiSsrOuTDOOR;
THtWIUHIFE tS WHO.
BUT HIS IHOTHEK-m-14» IS UHK4IU8LE.
THE GREAT OUTDOORS
Þegar óþolandi, óboðin,
óviðkunnanleg og upp-
áþrengjandi tengdafjöl-
skylda býður sjálfri sér í
heimsókn í sumarbústaðinn
til manns virðist sumarfríið
vera farið í vaskinn. Það
skapar hinsvegar hinar
hlægilegustu uppákomur
þegar „mágarnir“ Dan
Ackroyd og John Candy
lenda í þessum kringum-
stæðum.
TennesseeBuck
Til að ganga í augun á nýju
eiginkonunni, Barböru
(Playboy opnustúlkunni
Kathy Shower) fer Ken
Manchester með hana í
safariferð sem þjóðsagna-
persónan Buck Malone
stjórnar (David Keith úr
„An Officer and a Gentlem-
an“ og „Firestarter").
í myrkviðum frumskóganna
eru þau tekin höndum af
frumstæðum ættflokki sem
þeim til skelfingar reynast
vera mannætur.
JR-VIDEO
VIÐ NORÐURVEG
0 4299
Þriggja tonna
báti bjargað
S
Aföstudags-
KVÖLDIÐ var gerð
leit að manni á þriggja tonna
bát frá Isafirði, Sæunni IS
103. Báturinn fannst skammt
undan Barðanum um klukk-
an 22,30 og var maðurinn
heill á húfi.
Leit hófst um kl. 18 en þá
hafði heyrst óskýrt til
mannsins. Staðarákvörðun
var ónákvæm en ljóst var að
vél bátsins var biluð. Flugvél
frá flugfélaginu Erni svipað-
ist um eftir bátnum, ásamt
Unu í Garði sem var í grend-
inni. Skömmu síðar fóru
tveir bátar frá Flateyri til
leitar, Magnús og Dýrfirð-
ingur og fundu þeir Sæunni.
Þeir héldu síðan til Flateyrar
á ellefta tímanum á föstu-
dagskvöldið í blíðskapar-
veðri.
Sæunn ÍS-103 í Flateyrarhöfn á sunnudag.
ísafjörður:
Mikíl ölvun
um þjóð-
hátíðarhelgina
MIKIL ölvun var á ísa-
firði um þjóðhátíðar-
helgina, sérstaklega að
kvöldi 17.júní og aðfaranótt
þess átjánda. Samfara ölvun-
inni var mikið um útköll hjá
lögreglunni og mikið var um
skemmdarverk og slæma
umgengni.
Almenningssími á hafnar-
kanti var skemmdur í
tvígang, rúður voru brotnar í
Landsbankanum og í húsinu
á móti þar sem bæjarfógeta-
embættið var til húsa. Þau
skemmdarverk upplýstust
strax. Þá voru framin spjöll í
blómagarði okkar ísfirðinga
að Austurvelli þar sem blóm
og annar gróður var rifinn
upp og vatnslögn skemmd.
Tveir ökumenn voru tekn-
ir grunaðir um ölvunarakstur
og einn var sviptur ökuleyfi
Þessi símaklefi á höfninni
fékk ekki að vera í friði.
sínu á staðnum er hann var
stöðvaður á Óshlíð eftir að
hafa ekið á 114 kílómetra
hraða.
Guðmundur Gunnlaugsson, starfsmaður H-prents við nýju
prentvélina.
Frá útgefendum:
Stærra blað
EINS og einhverjir hafa
kannski tekið eftir að
þá var síðasta tölublað
Bæjarins besta töluvert
stærra en það sem kom á
undan. Ástæðan fyrir þessari
stækkun er sú að nú höfum
við tekið í notkun nýja prent-
vél sem gefur okkur þá
möguleika að prenta blaðið í
þessu broti með enn meiri
hagræðingu en áður var.
Frá upphafi var það alltaf
stefna okkar að blaðið yrði í
þessari stærð þ.e.a.s. 5 dálka
blað en aðstæður leyfðu það
ekki svo að hagkvæmt væri
talið. Nú hefur hins vegar
orðið af þessum breytingum
og er blaðið orðið jafn stórt í
broti og yfir 90% landsmála-
blaða. Með tilkomu þessarar
nýju vélar styttist prentunar
tími blaðsins um heilar 5
klukkustundir. Jafnframt
gefur hún prentsmiðjunni
enn meiri möguleika á stærri
verkefnum sem hægt verður
að vinna á stuttum tíma.
íþróttir og útilíf:
Leikjanámskeið BÍ
Leikjanámskeið verður
haldið á vegum BÍ 88,
Boltafélags fsafjarðar, dag-
ana 21. júní til 5. júlí n.k.
Ýmislegt verður á boðstól-
um, s.s. frjálsar íþróttir,
ýmsir leikir, bátaferð, knatt-
leikir, hjólreiðar, ratleikir,
útigrill o.fl. Mörg börn sóttu
námskeiðið sl. sumar og
vonandi verður eins nú.
Námskeiðið endar á hjól-
reiðaferð inn í skóg. Þar
verður farið í ratleik (ekki
þann sama og í fyrra) og
grillaðar pylsur. Kennarar
verða fjórir, allt íþrótta-
kennarar í bænum.
Frá leikjanámskeiðinu sl. sumar.