Bæjarins besta - 21.06.1989, Blaðsíða 10
10
BÆJARINS BESTA
Guörtín Guömundsdóttir flutti ávarp fjallkonunnar.
Velheppnuð hátíðarhöld
á ísafirði
Einar Ólafsson, íþróttamað-
nr ísafjarðar og nýstúdent
fluCti hátíðarræöu dagsins.
Þessi ungi maður átti í erfið-
leikum með að halda sér á lín-
unni sem skátarnir höfðu sett
upp.
AUTJÁNDA júní hátíð-
arhöldin á ísafirði fóru
eins og venjulega fram á
sjúkrahústúninu og þóttust
takast hið besta. Betur rætt-
ist úr veðri, heldur en hafði
verið spáð, engin rigning var
en sólin náði að gægjast
gegnum skýin öðru hvoru.
Hátíðarhöldin hófust um
hálftíma seinna heldur en
undanfarin ár og var það að-
allega vegna þess að um kl.
13 sama dag fór fram útskrift
stúdenta frá M.í. en þeir
mættu síðan á svæðið og
skörtuðu sínu fegursta.
Jóhann Torfason, formað-
ur fþróttabandalags ísfirð-
inga setti hátíðina og síðan
lék sambland af Lúðrasveit
ísafjarðar og lúðrasveit Tón-
listarskóla Isafjarðar undir
stjórn Michaels Jones. Þá
flutti nýstúdentinn og
íþróttamaður ísafjarðar,
Einar Ólafsson, hátíðar-
ræðu. Að henni lokinni söng
blandaður kór undir stjórn
Skarphéðins Þórs Harðars-
sonar.
Ávarp fjallkonunnar var
næst og það flutti að þessu
sinni Guðrún Guðmunds-
dóttir. Litli leikklúbburinn
flutti léttan leikþátt við góðar
undirtektir yngri kynslóðar-
innar. Þá fór fram danssýn-
ing og að lokum lék lúðra-
sveitin nokkur lög.
Það sem vakti án efa
mesta athygli barnanna var
flugvél, sem Örn Ingólfsson
flaug yfir svæðið, því úr vél-
inni var dreift sælgæti yfir
mannfjöldann og var þá mik-
ið að gera hjá ungviðinu.
Síðan fór fram kynning á
hinum ýmsu íþróttum og
leikjum. Meðal annars
sýndu skátarnir þrautir og
leiki, íþróttafélag fatlaðra
sýndi Boccia, hestamannafé-
lagið Hending bauð gestum
á hestbak, Golfklúbbur ísa-
fjarðar sýndi réttu handtökin
í golfi, Boltafélag ísafjarðar
knattspyrnuþrautir fyrir
yngri jafnt sem eldri og
sunddeild Vestra sýndi æf-
ingar án sundleugar.
Um kvöldið fór síðan fram
útidansleikur á Grunn-
skólaplaninu þar sem Har-
monikusveitin sá um fjörið.
BB var að sjálfsögðu á
staðnum og tók þá meðfylgj-
andi myndir.
Þessar ungu stúlkur höfðu
margt að gera á þjóðhátíðar-
daginn...
... en Vilberg Vilbergsson
rakari virðist vera orðinn eitt-
hvað þreyttur.
Þessi flugvél, eða réttara sagt það sem úr henni kom vakti
mesta athygli yngri hátíðargesta.