Bæjarins besta


Bæjarins besta - 21.06.1989, Qupperneq 12

Bæjarins besta - 21.06.1989, Qupperneq 12
Greiðslukort: ísafjörður: 12 BÆJARINS BESTA MENNTASKÓLINN Á ÍSAFIRÐI PÓSTHÓLF 97 - 400 ÍSAFIRÐI Innritun í öldungadeild Áformað er að byrja að kenna nýjum hópi á 1. önn í öldungadeild Mennta- skólans á ísafirði haustið 1989, ef næg þátttaka verður. Inntökuskilyrði: Umsækjendur séu 21 árs eða verði það á árinu. Kennsla fer fram mánudaga til fimmtu- daga á milli kl. 19 og 22. Sækja skal um í öldungadeild með því að útfylla eyðublað, sem fæst á skrifstofu Menntaskólans. Einnig má sækja um með því að hringja til skrifstofunnar í síma 3599, eða heim til skólameistara á kvöldin í síma 4119. Umsóknarfrestur er til 5. júlí 1989. Væntanlegum umsækjendum er bent á, að fáist ekki lágmarksfjöldi, verður ekki farið af stað með nýjan hóp í haust. Skólameistari BB - að sjálfsögðu ORKUBÚ VESTFJARÐA Vélstjórar! Orkubú Vestfjarða óskar eftir að ráða vélstjóra til starfa við Mjólkár- virkjun í Arnarfirði. Einungis kemur til greina vél- stjóri sem lokið hefur prófi frá Vél- skóla íslands (4. stigs). Laun samkvæmt kjarasamningi O.VogF.O.S. Vest. Umsóknir merktar „Vélstjóri Mjólká" berist til skrifstofu Orku- bús Vestfjarða, ísafirði fyrir 5, júlí n.k. og skulu þeim fyigja greinar- góðar persónulegar upplýsingar. Upplýsingar um starfið gefa: Jakob Ólafsson rekstrarstjóri, sími 94-3211 og Harald Kulp stöðvarstjóri, sími 94-2222. ORKUBÚ VESTFJARÐA Sam- kort komið á fsa- fjörð s ISLENSKA greiðslukorta- fyrirtækið Samkort er þessa dagana að auka þjón- ustu sína og færa kvíarnar út á landsbyggðina. í síðustu viku hóf fyrirtækið viðskipti við á þriðja tug verslana á ísafirði og fleiri bætast ef- laust við á næstunni. Sam- kort var upphaflega ætlað sem innanfélagsgreiðslukort Sambands íslenskra sam- vinnufélaga en í september á síðasta ári var sú ákvörðun tekin að gera kortið að al- hliða íslensku greiðslukorti sem öll fyrirtæki geta tekið upp viðskipti við. Kortið notast aðeins innanlands en á móti kemur að það árgjaldið er lægra og ekki er innheimt sérstakt út- skriftargjald eins og hjá öðr- um greiðslukortafyrirtækjum á landinu. Jafnframt er ekki farið fram á að umsækjendur framvísi óútfylltum trygging- arvíxlum heldur verða þeir að vera útfylltir sem jafngild- ir þrefaldri úttektarheimild allt frá 40.000 kr. upp í 200.000 á mánuði. Einnig hefur fólk kost á að velja sér mismunandi úttekt- artímabil sem byrja annað hvort um mánaðarmót og með eindaga á 17. degi næsta mánaðar eða tímabil sem nær frá 18. hvers mánaðar til 17. næsta mánaðar með eindaga annan dag hvers mánaðar. Að sögn Arnar Peterssens markaðsráðgjafa hjá Sam- korti hf. hefur komið í ljós að mikill meirihluti umsækjenda óskar eftir fyrrnefnda tíma- bilinu og að 65% þeirra er kvenfólk. Pess má geta í framhjá- hlaupi að forstjóri Samkorts er gamall ísfirðingur, Hal - dór Guðbjarnarson, eins og reyndar einnig forstjórar EURO og VISA, þeir Einar S. Einarsson og Gunnar Bær- ingsson. Léleg leigu- bílaþjónusta AÐ undanförnu hefur verið nokkuð um að lesendur BB hafi haft sam- band við blaðið og komið á framfæri kvörtunum yfir lé- legri þjónustu Fólksbíla- stöðvarinnar á ísafirði. Fólk hefur kvartað mest yfir því að um helgar séu aðeins einn til tveir leigubílar í akstri og hér um bil vonlaust sé að reyna að fá leigubíl eftir dansleiki. BB hafði samband við Halldór Geirmundsson for- mann Fólksbílastöðvarinnar vegna þessa og spurði hann að því hvort stöðin þyrfti ekki að auka þjónustuna um helgar. Hann kvaðst viður- kenna að skipulagið væri ekki nógu gott en bætti við að þar sem margir bílstjóranna væru í annarri vinnu, auk keyrslunnar, væri oft erfitt að fá menn til vinnu um helgar. „Ég skal ræða þessi mál við mennina og halda með þeim fund um þetta“ sagði Hall- dór. „Pað taka ný lög gildi þann 1. júlí um leigubílaakst- ur og í þeim er kveðið á bæði um takmarkanir og kvaðir sem gilda um leigubílastöðv- ar. Við verðum auðvitað að uppfylla vissar kvaðir.“ Níu manns eru skráðir bíl- stjórar á Fólksbílastöðinni en á sumrin eru oft aðeins fjórir að störfum vegna sumarfría. Skipstjóri m/s Öskju: Leiðrétting - yegna greinar skipstjórans í BB 14. júní SKIPSTJÓRl Öskju hefur óskað eftir að eftirfarandi verði birt: „í grein minni í síðasta BB „Athugasemd vegna viðtals við hafnarstjóra“ kemur fram misskilningur, sem má að hluta til rekja til BB. Bið ég hafnarstjóra velvirðingar vegna ásakana sem bornar eru á hann í greininni." m.s. Öskju 15. júní 1989 Halldór Karelsson skipstjóri Fyrruni hrefnuveiðimenn: Stofna félag FYRRUM hrefnuveiði- menn hafa stofnað með sér hagsmunasamtök og heita þau Félag hrefnuveiði- manna. í fréttatilkynningu frá samtökunum segir að fé- lagið muni vinna að því að hrefnuveiðar hefjist á ný á ís- lensku hafsvæði og stuðlað verði að frekari rannsóknum á hrefnustofninum. Fjórtán hrefnuveiðimenn voru á stofnfundi félagisns úr flestum landsfjórðungum. Formaður félagsins er Kon- ráð Eggertsson á ísafirði. Meðstjórnendur eru Gunn- laugur Konráðsson, Ár- skógssandi og Guðmundur Haraldsson, Reykjavík.

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.