Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.08.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.08.2020, Blaðsíða 8
Elsku Ljónin mín, ég las einu sinni þessa skemmtilegu setningu; að hika er sama og tapa, svo haldið þið bara áfram því sem þið eruð að gera, það eru að mæta ykkur gleðilegar stund- ir. Þið eruð að fá já við óskum ykkar og núna er tíminn til að fagna. Þann þriðja ágúst er fullt tungl í Vatnsberanum sem ber upp í ykkar mánuði. Þetta setur blessun yfir sem tengist heimilum, sam- einar fjölskyldur, byggir upp hjónabönd eða að vinna úr veikindum. Lykillinn er að trúa og treysta, gera sitt besta og jafnvel og jafnvel aðeins meira en það, eins og hún Sigga Beinsteins söng svo fallega og ástin verður óendalega fögur og góð. Þótt að ykkur finnist að ýmislegt hafi ekki gengið upp, þá er margt af því bara blekking hugans. Aðalatriðið er að raða öllu saman sjálf frá A-Ö. Skoða málin vel og hafa allt niðurskrifað og kvittað. Þetta segir ykkur að þið eigið ekki að treysta öllum þó þeir virki vel og þótt það verði trúlega allt í lagi skaltu vera með allt á hreinu. Þetta er brennandi og spennandi mánuður og margir í Ljónsmerkinu verða sjálfstæðir, fá betri samninga því það eru svo sérstakir töfrar núna, næstum eins og þú búir yfir galdramætti. Þú ert fær um að hrinda stórkostlegum verkum í framkvæmd og þolir ekki að vera neitt miðlungs. Þessum markmiðum verður léttara að ná en þig grunar, svo hættu að láta þig dreyma og drífðu þig af stað. Ég dreg tvö spil úr Steinaspilunum mínum og eitt úr Töfrabunkanum mínum. Þú færð tígulsjöuna, sem þýðir ósk uppfyllt og nýtt starf. Þú færð steininn Ólivín sem hjálpar til við hjartagleðina og eykur daður sem er öllum hollt. Þú færð líka tígulsexu sem færir þér heppni í peningamálum, hann er sérstaklega góð- ur eftir veikindi því hann endurbyggir líkamann og styrkir sálina. Hann er talinn hjálpa fólki að standa á eigin fótum og þessi steinn sem myndin er af er frá Grindavík og orkan frá þeim stað er einstök. Hættu að láta þig dreyma LJÓNIÐ | 21. JÚLÍ 21. ÁGÚST 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.8. 2020 Elsku hjartans Meyjan mín, þú ert á og ert að fara inn í svo mikinn tilfinninga- tíma. Þetta hefur verið eins og marglitur kokkteill af tilfinningum, en tilfinningar segja þér líka þú sért á lífi. Þú þarft að dansa við eigið hljómfall og láta ekki aðra hafa of mikil afskipti af þér. Það kemur fyrir að maður missir tökin, út af lífinu. En trúðu mér að eftir tvær vikur mun þér finnast að þú sért eins og ný manneskja, þú skiljir lífið og hið andlega betur. Þú þarft að standa sjálfstætt og treysta ekki á aðra. Þú átt eftir að sjá að þú býrð sjálf yfir svo miklum kröftum og ert svo mikill heilari, haltu ákveðni þinni og öryggi og gerðu það sem þú veist að er best því þú ert nefnilega sendiboði hins góða. Ekki vanmeta þetta blessaða innsæi sem er fast við hjarta þitt því það er svo sterk gjöf sem mun færa þér gæfu og allsnægtir. Ég dreg fyrir þig tvö spil; annað spilið sýnir hálfan mann og hálft Ljón og þetta er talan átta sem er tákn lífsorkunnar og eilífðarinnar. Tengingin er að þú fáir það afl sem þig vantar til þess að raða lífi þínu rétt niður. Síðan kemur mynd af fjölskyldu, tákn frjósemi, gömul ást eflist og ný ást verður á vegi þeirra sem hafa hug á því. Þetta eru dásamleg spil, svo þú getur leyft þér að hlakka til. Talan níu er sterk hjá þér og það virðist vera að koma upp að þú lærir eitthvað nýtt, tengist nýju eða framandi fólki. Þú ákveður ferðalög á staði sem þú hefur ekki áður farið á og verður heppin með flestallt sem þú sækist eftir, hvort sem það er tengt ríki, bæ, skólum eða hverju sem er, er viss blessun og jákvæðni fram undan hjá þér. Dansa við eigið hljómfall MEYJAN | 22. ÁGÚST 22. SEPTEMBER Elsku einstaki Sporðdrekinn minn, það er alveg sama hvað hefur gerst þú skalt bara halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Þú sameinar töfrana þína og alvöruna og verður dýpri, léttari og liprari í huga þínum. Líf þitt á næstunni er nátengt við fjölskyldu og aðra ástvini og leyfðu þér líka að láta eftir þér áhyggjulausa rómantík. Þú kynnist að sjálfsögðu oft fólki sem þú hefur þekkt áður á öðrum til- vistartímum og kannski einhverja sem hafa valdið þér djúpri sálarkvöl. Svo vertu viss um að þú elskir og gerðu allt fyrir þann sem þú elskar. Venus er að senda þér gríðarlegar ástríður sem þú nýtir þér kannski ekki því þú ert svolítið lat- ur. Gefðu þér góðan tíma, njóttu augnabliksins og ekki vera hræddur þó þú stökkir út í djúpt vatn, því hugrekki fer þér vel. Ég dreg fyrir þig tvö Steinaspil sem ég gerði á dögunum. Þú færð hjartaþrist þar sem stendur gleðilegur tími og steinninn á spilinu er Stilbít, sem er sérstaklega góður fyrir ástina og sköpun og hann hreinsar og eykur sjálfstjáningu. Þú færð líka spaðasjöuna sem segir að þú sért í hugarstríði, heilinn er svo oft að blekkja okkur. Þetta er andlegur og kraftmikill steinn sem heitir Jaspis og orka hans minnkar stress og eflir drauma. Þú dregur töluna einn á síðasta spilinu sem táknar fyrsta sætið, en skoðaðu vel hvort þér finn- ist þú yrðir glaður að fá fyrsta sætið því þú þarft að gera það sem er gleði þín. Þannig eflirðu hamingjuna, lífið og alla þá sem eru að þroskast í kringum þig. En líf þitt er samt rétt að byrja og þú ert sjálfur mátturinn. Töfrar og alvara SPORÐDREKINN | 23. OKTÓBER 22. NÓVEMBER Elsku Steingeitin mín, reyndu alls ekki að breyta þér í eitthvað sem aðrir vilja að þú sért því það slekkur á eldinum þínum. Þú ert búin að vera svo hvetjandi og hefur opnað leiðir sem þú sérð ekki og ert búin að safna vináttu á réttum stöðum þótt það sé jafnvel fyrir langa löngu. Þú elskar fólk, en ert mikill einfari og virkar dásamlega ánægður í lífsveislunni en þarft að draga þig aðeins í hlé til að fá frið í hjartað. Þú ert ástríða holdi klædd en ekkert nema niðurbrot mun fylgja því ef ástin er bara af líkamlegum toga því þú þarft ást sem tengist bæði sál og anda og reisir þig upp. Þið sem eruð á lausu eruð ekki nógu mannglögg í ástinni, eigið það til að gefast upp og búast ekki við henni. En hún er þarna og það er búið að ákveða hvenær hún mætir á svæðið. Ef einhver sem ég er að tala við núna í Steingeitinni er búinn að hætta og byrja saman og hætta og byrja saman er það ekki ástin heldur vitleysa. Það verður heppni hjá Steingeitinni í tengingu við börn, hvort sem þau eru fædd eða eru að ákveða að koma til þín, maður velur nefnilega fjölskyldu sína áður en maður kemur í þennan heim. Þú munt elska breytingu í sambandi við húsnæði og ásamt því er svo margt að koma sem þú elskar, þú skalt standa við það sem þú lofar því þá líkar þér betur við sjálfa þig, og þú ert líka hvort sem er eina manneskjan sem þarf að líka vel við sjálfa þig. Ekki hræðast því þú munt hljóta viðurkenningu. Ástríða holdi klædd STEINGEITIN | 21. DESEMBER 19. JANÚAR Elsku Vogin mín, þú ert eins og jólatré og hvort sem það er mikið eða lítið skreytt hefurðu þennan einstaka X-Factor að maður tekur eftir þér alveg sama hvað gerist. Þú hefur þinn sterka stíl og enginn fær því breytt. Að sjálfsögðu verðurðu þreytt, búin á því og langar bara að leggjast til svefns og sofa út árið, en það er sko ekki eðli þitt í raun. Þú gætir gert svo margt þó þú værir sofandi og þú miklar aldrei fyrir þér hvað þú hefur gert, montar þig ekki eða hreykir yfir neinu og heldur bara áfram eins og stormurinn á hálendinu. Mikið af peningum er að flækjast inni í merkinu þínu, peningar eru að skipta um hendur, nýir að koma og þú mótar og byggir upp drauma sem kraftur peninganna mun hjálpa þér við. Ég dreg fyrir þig tvö Steinaspil með íslensku steinunum og þú færð hjartafimmuna þar sem fylgir tilfinningaríkt ferðalag sem eflir ást og unað. Þú færð rauðan stein sem heitir Ópall, er tákn fyrir eldmóð og hitt spilið er spaðanía sem færir þér óvænt ævintýri á næstunni þar sem er grænn Jaspis og undir honum stendur að hann sé góður að nota undir fullu tungli og lauma í vasa þess sem maður elskar. Og ef þú ætlar að finna grænan Jaspis, þá geturðu það. Það verða ekki allir sáttir við ákvarðanir þínar, en það þýðir bara þær séu öflugar. Þér líður eins og þú sért að klífa hátt fjall eða vinna fótboltaleik og ert að ná að byggja svo mikið upp af þér, þínum tilfinningum og finna svo virkilega hvað þú ert sterk. Flestir sem eru staðsettir í þessu blessaða merki mega búast við því að næstu mánuðir munu landa stærsta laxinum og það sem svo mikilvægt er að það er bara byggt upp á sögum. En það eru svo margar og merkilegar sögur að ná athygli þinni. Ástin býr í núinu og þú getur mótað hana eins og mjúkan leir. Eins og jólatré VOGIN | 23. SEPTEMBER - 22. OKTÓBER Elsku Bogmaðurinn minn, þú þarft ekkert að vera stressaður þó þú eigir ýmsu eftir ólokið. Taktu tíma frá fyrir sjálfan þig þó heilmikið sé eftir að gera. Þú gerir mjög miklar kröfur til þín, en slappaðu samt bara af. Ekki sundurgreina lífið eða tilfinningar þínar, ekki horfa á það sem er að gerast eins og opinber gagnrýnandi. Því á meðan þú gerir þetta ertu ekki staddur í lífinu. Ég man einu sinni eftir yndislegum Bogmanni sem ég gaf bókina mína, sem skilaði henni aftur og var búinn að merkja við allar þær villur sem hann fann í henni. Það er svo algengt þú getir fest þig í þráhyggjunni, að hugsa svo sterkt um hvað þú vilt fá en sérð í raun og veru ekki þú ert með það sem þú vilt fá. Gefðu þig hundrað prósent í ástina, leyfðu þér dálítið að drukkna í henni. Gefðu þig hundrað prósent í verkefnið því þá líður þér 100% vel. Er það ekki það sem þú leitar eftir, að líða vel, upplifa hamingjuna og er það ekki bara það sem við öll viljum? Þú sterki karakter sem hefur náð svo miklum árangri en samt mætt á leiðinni líka svo mikilli óhamingju og erfiðleikum, munt njóta þín betur eftir því sem árin líða og þú verður eldri. Þar af leiðandi þarftu ekkert að gera annað en að leyfa þér að hlakka til, það er ferðalagið sem gildir, en ekki áfangastaðurinn. Óvenjulegur persónuleiki þinn og geislandi töfrar greiða götu þína, og þú finnur þú ert á góð- um stað í einkalífinu. Að sjálfsögðu líkar þér ekki að láta njörva þig niður, svo veldur þér ekki þannig förunaut sem vill loka þig inni í fuglabúri. Ástin byggist á því að hafa búrið opin og þá sérðu að sá sem elskar þig mun alltaf koma aftur. Það er mikil ást í kortunum og lækning hugans og þetta tvennt hefur einhverskonar samasemmerki. Leyfðu þér að hlakka til BOGMAÐURINN | 23. NÓVEMBER 20. DESEMBER Ágúst

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.