Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.08.2020, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.08.2020, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.8. 2020 V ið verðum sjálfsagt mörg að kann- ast við að hafa sefjað okkur til álitslegustu niðurstöðu í þjóðar- slagnum við kórónuveiruna. Og það jafnvel þótt það hafi verið of gott til að standast skoðun. Við unnum var það ekki? Okkur fannst eins og að við hefðum sjálf lokað land- inu, en þar stóðum við alfarið frammi fyrir gerðum hlut annarra. Allar flugleiðir til og frá landinu lokuðust skyndi- lega í hinn endann og þar með lokuðust báðir. Undraskjótt nálguðumst við brúnina með okkar prýðilega flugfélag, sem fengið hafði högg, eins og mörg önnur eftir örlög Max-vélanna. En á móti kom að lokunin gerði það fremur að- gengilegt að eiga við þau fáu smit sem náð höfðu hingað og nær öll með íslenskum ríkisborgurum. Og nú voru engin ný væntanleg í bráð. Vissulega var öll- um mjög brugðið og ótti greip víða um sig. En smám saman sló á hann. Því í þessu litla landi, þar sem sagt er að allir þekki alla, kom á daginn í samtölum fólks að fæstir þekktu nokkurn persónulega sem hafði smitast af veirunni. Menn höfðu það helst á tilfinn- ingunni að það væri aðallega fólk sem verið hefði samtímis í skíðabrekku. Þessi tilfinning var auðvitað næstum notaleg, en einkum þó hitt að sárafáir höfðu látist vegna veirunnar hér þegar horft er til þeirra hlutfalla sem eru til viðmiðunar. Og öfugt við það sem þekkt var austan hafs og vestan, þá urðu heimili aldraðra íbúa ekki að dauða- gildrum, en héldu stöðu sinni í þessu mikla fári sem góð og örugg skjól fyrir heimamenn sem eiga það svo ríkulega skilið eftir vel unnið dagsverk. Bakþankar En þessi hagfellda mynd og sanna þýddi þó óneit- anlega um leið að þjóðin kynni nú að lenda á eins konar byrjunarreit þegar að aðrar þjóðir hefðu ákveðið að opna íslensku landamærin, ekki síst í krafti Schengen-samningsins sem hefur orðið til óþurftar. Nú hafa aðvörunarbjöllur hringt. Komin eru upp „innlend smit“ sem voru með öllu horfin. Innlend smit sem voru með öllu horfin og það lengur en nemur líftíma veirunnar hljóta að hafa komið að utan. Og þá þarf að horfast í augu við það, að nú er önn- ur stemning fyrir því en áður að skella öllu í lás. Sést hafa vangaveltur um það, hvort það hafi hugsanlega verið óþarft að skella öllu algjörlega í lás eftir að út- lendingar höfðu óviljandi tekið þá ákvörðun að loka Íslandi í framhjáhlaupi annarra ákvarðana sinna. Aðrir nefna þá að eftir að samskiptin við útlönd lok- uðust að mestu hefði sjálfkrafa dregið úr víða og litlu breytt hversu langt væri gengið í lokunum. En við völdum okkar leið, og það tókst prýðilega að halda aftur af útrás þess takmarkaða smits sem orðið hafði og við fögnuðum stolt sigri á undan öðr- um. Við töldum jafnvel rétt útbýta á þessu stigi slagsins bæði bikar og verðlaunapeningum. Þeir í fótboltanum hefðu getað bent okkur á að á þeirra bæ þætti það óþarflega djarfmannlegt að lýsa úrslitum í hálfleik og jafnvel fyrr þótt helstu leikmenn verð- skulduðu vissulega allt það besta. Því eins og þeir segja um sinn leik, að í fótbolta getur allt gerst, allt þar til dómarinn flautar hann af. Það hlýtur einnig að gilda um veiru, sem er ný- komin til, og ekki er kominn endanlegur skilningur á, þótt þekkingin vaxi dag frá degi. Og af því að okkur hafði gengið afspyrnu vel að hemja dreifinguna þá hefur veiruskrattinn eins og hefnt sín með því að leggja miklu færri einstakling- um til mótefni hér en gekk og gerðist hjá þjóðum sem klúðruðu byrjunarleikjunum í skákinni gegn veirunni. Horft til Breta Við sjáum það í nýjustu fréttum frá Bretum, góðum nágrönnum í suðri, að þar á margur erfitt með að skilja nýjustu skilaboð yfirvalda. Og þess vegna áskilja sífellt fleiri sér rétt til að velja úr þau fyrir- mæli sem tekið skuli mark á. Þar sem annars staðar hafa stjórnmálamenn gætt þess að standa ekki of framarlega á sviðinu til þess að fara ekki pólitískt illa út úr veirunni. Því er „vís- indamönnum“ veifað óspart og þeir hafðir allt um kring við hverja ákvörðun. Látið er eins og þeir beri með einhverjum hætti ábyrgð á því hvað gert er þótt þeir beri að lögum enga ábyrgð sem slíkir. Og þetta virðist krafa dagsins, þótt sú krafa standist ekki skoðun. Vísindamennirnir þar og hér höfðu svo sannarlega sagt að ekki væri útilokað að það kæmi ný veiru- bylgja síðla sumars eða í haust. Ekki væri heldur úti- lokað að hún yrði stökkbreytt eða fjölfölduð. Eða vönkuð og veikari, þar sem fáir smituðu fáa, svo að kraftur smitanna dvínaði. En að þessu sögðu var gjarnan bætt við að ekki væri útilokað að hún yrði illvígari en áður. Og fjölmargt annað var heldur ekki útilokað. Það er öllum ljóst að þetta er ekki óeðlilegt tal og fer sennilega betur í okkur en ef vísindamenn- irnir segðu í staðinn „við vitum svo lítið um þetta“. Það eru nefnilega hin algildu sannindi í augnablikinu að best sé og farsælast að fara sér hægt í fullyrð- ingum. Fullyrðing um að eitthvað sé ekki hægt að útiloka hefur langan líftíma og kemur ekki í bakið á neinum, fyrr en löngu eftir að allt það hjal er gleymt og grafið. Ekki er líklegt að nokkur hafi tekið eftir því að bréfritari hefur reglubundið lætt inn setningum um, að þetta eða hitt sé ekki hægt eða auðvelt að útiloka, í ýmsum skrifum á vegum ritstjórnar. Og auðvitað hefði hann svo sem getað sleppt því eins og öðrum atriðum sem segja sig sjálf. En á hinn bóginn er ekki hægt að útiloka að það geti komið sér vel að geta bent á þessa fyrirvara hversu óþarfir sem þeir hafa sjálfsagt verið. Áður óþekktur vandi En svo aftur sé vikið að hinu Sameinaða kon- ungdæmi drottningar þá er augljóst af viðbrögðum þegnanna, þessara venjulegu Breta, að þeir lögðu ekki endilega á minnið öll þessi útskot, fyrirvara og „passa á sér rassinn“-aukasetningar. Meirihluti þeirra tók bara eftir því sem hann hafði lengst og ákafast beðið eftir. Það var þegar forsætisráð- herrann tilkynnti að „kaflaskipti hefðu orðið“ og nú væri tími opnunar í áföngum loksins hafinn. Tveir metrar væru nú orðnir að einum. Þúsund manna fundir væru komnir upp í 5.000 manns og þar fram Í veiru upp að eyrum ’Það er augljóst að hinn ágæti forsætis-ráðherra Breta, fílhraustur eins og rúgbýleikarinn sem hann er, varð fyrir meiriháttar áfalli þegar að hann fékk sjálfur veiruna og hún greip hann slíku taki að engu mátti muna. Reykjavíkurbréf31.07.20

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.