Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.08.2020, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.08.2020, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.8. 2020 08.00 Strumparnir 08.20 Blíða og Blær 08.40 Dóra og vinir 09.05 Mæja býfluga 09.15 Adda klóka 09.40 Zigby 09.55 Mia og ég 10.15 Lína langsokkur 10.40 Latibær 11.05 Lukku láki 11.30 Ævintýri Tinna 12.00 Nágrannar 12.20 Nágrannar 12.40 Nágrannar 13.05 Nágrannar 13.25 Nágrannar 13.50 Friends 14.10 Friends 14.35 Katy Keene 15.20 Nei hættu nú alveg 16.00 Drew’s Honeymoon House 16.45 Why Can’t we Sleep? 17.35 60 Minutes 18.26 Veður 18.30 Fréttir Stöðvar 2 18.47 Sportpakkinn 18.55 Skýjað með kjötbollum á köflum 2 20.25 Brekkusöngur 2019 21.35 Mugison 22.55 Plus One 00.30 Queen Sugar ÚTVARP OG SJÓNVARP Sjónvarp Símans RÚV Rás 1 92,4  93,5 Omega N4 Stöð 2 Hringbraut 20.00 Uppskrift að góðum degi á Norðurlandi – þáttur 1 20.30 Eitt og annað af Fiski- deginum Endurt. allan sólarhr. 15.00 Joel Osteen 15.30 Charles Stanley 16.00 Trúarlíf 17.00 Times Square Church 18.00 Tónlist 18.30 Ísrael í dag 19.30 Jesús Kristur er svarið 20.00 Blönduð dagskrá 21.00 Blönduð dagskrá 22.30 Gegnumbrot 23.30 Tónlist 24.00 Joyce Meyer 20.00 Mannamál (e) 20.30 Eldhugar: Sería 1 (e) 21.00 21 – Úrval (e) 21.30 Bærinn minn (e) Endurt. allan sólarhr. 11.30 Kung Fu Panda – ísl. tal 13.00 Puss in Boots – ísl. tal 14.30 The Bachelor 15.50 Survivor 16.35 The King of Queens 16.55 Everybody Loves Ray- mond 17.20 A Guy Thing 19.00 Venjulegt fólk 19.30 Jarðarförin mín 20.00 Verslunarmanna-Helgi BEINT 21.30 Brot af Dívum 22.00 Nánar auglýst síðar 22.00 Brekkusöngur með Ingó BEINT 23.00 Little Fockers 06.55 Bæn og orð dagsins. 07.00 Fréttir. 07.03 Tríó. 08.00 Morgunfréttir. 08.05 Tónlist í straujárni. 09.00 Fréttir. 09.03 Samtal. 10.00 Fréttir. 10.05 Veðurfregnir. 10.15 Bók vikunnar. 11.00 Guðsþjónusta frá Reyk- holtskirkju. 12.00 Hádegisútvarp. 12.20 Hádegisfréttir. 12.40 Veðurfregnir. 13.00 Bítlatíminn. 15.00 Friðland Reykvíkinga of- an Elliðavatns. 16.00 Síðdegisfréttir. 16.05 Sumartónleikar. 17.25 Orð af orði. 18.00 Kvöldfréttir. 18.10 Ástarsögur. 18.53 Dánarfregnir. 19.00 Óskastundin. 19.40 Skáld og tónskáld. 20.40 Vegur að heiman er vegur heim. 21.20 Kvöldvaka: Sagnaþætt- ir. 21.35 Úr gullkistunni. 22.00 Fréttir. 22.05 Veðurfregnir. 22.10 Á reki með KK. 23.10 Frjálsar hendur. 24.00 Fréttir. 07.15 KrakkaRÚV 07.16 Molang 07.19 Húrra fyrir Kela 07.42 Hrúturinn Hreinn 07.50 Klingjur 08.00 Lalli 08.06 Stuðboltarnir 08.18 Nellý og Nóra 08.25 Robbi og Skrímsli 08.47 Hæ Sámur 08.54 Unnar og vinur 09.17 Ronja ræningjadóttir 09.40 Hinrik hittir 09.45 Þvegill og skrúbbur 09.50 Pósturinn Páll – með ensku tali 11.15 Bækur og staðir 11.25 Sumarlandinn 11.30 Leyndardómar dýra- garðsins 12.20 Þvegill og skrúbbur 12.25 Martina hefur séð allar myndirnar mínar 13.25 Ólympíukvöld 14.00 Norskir tónar 15.05 Átta raddir 15.55 Unga Ísland 16.25 Treystið lækninum 17.15 Pricebræður bjóða til veislu 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 KrakkaRÚV 18.01 Stundin okkar 18.25 Í fremstu röð 19.00 Fréttir 19.25 Íþróttir 19.35 Veður 19.45 Sumarlandinn 20.20 Frá Heimaey á heims- enda 21.15 Löwander-fjölskyldan 22.15 Íslenskt bíósumar: Webcam 00.05 The Water Diviner 13 til 16 Pétur Guðjóns Góð tónlist og létt spjall á sunnudegi. 16 til 18 Tónlistinn Topp40 með DJ Dóru Júlíu Einn vinsælasti plötusnúður landsins kynnir vinsæl- ustu lög landsins á K100. Tónlistinn er eini opinberi vinsældalisti landsins, unninn upp úr gögnum frá Fé- lagi hljómplötuframleiðanda. 18 til 00 K100 tónlist Besta blandan af tónlist á K100 í allt kvöld. Þingmenn í Bandaríkjunum samþykktu á dögunum að opna skyldi Smithsonian- safn tileinkað rómansk- amerískri (e. Latin American) arfleifð. Hefur þessi tillaga verið í kortunum í meira en 20 ár og var hún loksins samþykkt og sett af stað. Mun safnið bera heitið „National Museum of the Am- erican Latino“ og verður staðsett í Washington, DC í Bandaríkjunum. DJ Dóra Júlía greindi frá þessu í ljósa punktinum á K100, en hún finnur ljósa punktinn í tilverunni og flyt- ur góðar fréttir reglulega yfir daginn í útvarpinu og á vefnum. Dóra fjallar nánar um málið á K100.is. Mikilvægt til að skilja sögu Bandaríkjanna Þau hafa verið mörg söguleg400 metra hlaupin á Ólymp-íuleikunum gegnum tíðina en eitt það allra eftirminnilegasta var alls ekki 400 metra hlaup, held- ur lokahnykkur maraþonhlaups; þegar hin svissneska Gabriela And- ersen-Schiess kláraði þrek- raunina á leikunum í Los Angeles 1984 með miklum herkjum vegna ofþornunar. Áhorfendur, bæði á staðnum og í beinni útsendingu í sjónvarpinu, störðu agndofa á aðfarirnar þegar hún skjögraði inn á Ólympíu- leikvanginn, augljóslega komin að fótum fram. Bráðaliðar ruku til en And- ersen-Schiess gaf þeim skýr merki um að láta sig í friði enda vissi hún sem var að hún yrði dæmd úr leik myndu þeir snerta hana. Bráðaliðarnir héldu að sér höndum enda sáu þeir að hún væri enn að svitna sem benti til þess að enn væri ofurlítið eldsneyti á tankinum. Andersen-Schiess fékk því að klára síðustu 400 metrana með nokkrum stoppum, þar sem hún greip um höfuð sér, á 5 mín- útum og 44 sekúndum undir dynj- andi lófataki og hvatningarópum frá áhorfendum. Sjaldan hefur keppandi á Ólympíuleikum verið eins staðráðinn í að ljúka keppni, þrátt fyrir að vera ekki í nokkru standi til þess. Hún komst á endanum í mark á 2:48:42, tæpum 24 mínútum á eftir sigurvegaranum, Joan Benoit frá Bandaríkjunum, og hafnaði í 37. sæti af 44 keppendum. Hlúð var að Andersen-Schiess um leið og hún kom í mark og fékk hún að fara heim tveimur klukku- stundum síðar. Þetta var fyrsta maraþonhlaup kvenna á Ólympíuleikum og hrak- farir Andersen-Schiess urðu vatn á myllu þeirra sem voru sannfærðir um að það væri tóm vitleysa að leyfa konum að hlaupa maraþon. Fátt benti þó til þess að ofþornunin hefði nokkuð með kyn Andersen- Schiess að gera. Mjög hlýtt var þennan dag, tæpar 30 gráður, og á þessum tíma var aðeins heimilt að gefa keppendum vökva fimm sinnum á þeim rúmu 42 kílómetrum sem hlaupnir eru. Andersen- Schiess var svo óheppin að missa af seinustu stöðinni og þornaði því meira en hún hefði þurft að gera. Hún var orðin 39 ára, sem er hár ald- ur fyrir keppanda á Ólympíuleikum, en eigi að síður í hópi þeirra bestu í heim- inum og hafði unnið tvö alþjóðleg hlaup árið áður og þótti sigurstrangleg á Ól- ympíuleikunum. Andersen-Schiess átti um tíma sviss- neska metið í bæði 10.000 metra hlaupi og maraþoni. Hún starfaði á þessum tíma sem skíðaleiðbeinandi í Sun Valley í Idaho í Bandaríkjunum. Andersen-Schiess var fljót að ná vopnum sínum og hálfum mánuði síðar lauk hún mun lengra fjalla- hlaupi á hálfri fimmtu klukkustund. Sannkallað járnhjarta. Eins óþægilegt og það var að fylgjast með Gabrielu Andersen- Schiess ljúka maraþoninu í Los Angeles 1984 þótti þrautseigja hennar til mikillar fyrirmyndar og hefur veitt fjölmörgum íþrótta- mönnum innblástur allar götur síð- an. „Lífið er fullt af bakslögum og ég segi alltaf við sjálfa mig: Aldrei gefast upp, reyndu alltaf að ná markmiðum þínum,“ sagði hún síð- ar. Andersen-Schiess er 75 ára í dag og stundar enn þá skíði af kappi en er hætt að hlaupa maraþon. Gabriela Andersen-Schiess klárar maraþonhlaupið á Ólympíuleikunum 1984. HVAÐ VARÐ UM GABRIELU ANDERSEN-SCHIESS? Kom í mark nær dauða en lífi Ólympíu- leikvangurinn í Los Angel- es. Gabriela And- ersen-Schiess er orðin 75 ára. Klippt og beygt fyrirminni og stærri verk ÍSHELLU 1 | HAFNARFIRÐI | S. 534 1500 | KAMBSTAL.IS

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.