Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.08.2020, Síða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.08.2020, Síða 10
til að opna fyrir útvarpið meðan þeir séu úti að keyra, að fá sér í svanginn, taka til í bíl- skúrnum eða eitthvað slíkt. „Í huga margra er útvarp þægilegur bakgrunnur og hverfist meira um hljóð en innihald. Útvarpið er eins og notalegur lækur sem streymir áreynslu- laust fram.“ Hann segir upplifun fólks af útvarpi þó geta verið mjög ólíka. „Þegar ég var við nám í Skotlandi spurði prófessorinn, Simon Frith, okkur nemendur sína hvað við hugsuðum þegar við heyrðum minnst á útvarp. Við Evr- ópubúarnir áttum flest góðar minningar, ekki síst úr barnæsku, meðan Suður-Ameríku- mennirnir áttu í allt annars konar tilfinninga- sambandi við útvarpið. Þegar hlustað var á það var eitthvað alvarlegt á seyði; herinn kominn og jafnvel búið að setja útgöngubann. Mörg þeirra tengdu útvarpið við voðalega hluti.“ Í þessu sambandi minnir Arnar Eggert á öryggishlutverk Ríkisútvarpsins sem sé enn fyrir hendi jafnvel þótt það hafi auðvitað ekki eins mikla þýðingu eftir að miðlum fjölgaði svo mjög í landinu og netið ruddi sér til rúms. Þurfa að búa yfir dínamík Spurður um útvarpsstjörnur segir Arnar Eggert þær klárlega enn þá til. „Það er alveg bein lína frá Helga Hjörvar, Jóni Múla, Jón- asi Jónassyni og þessum gömlu stjörnum yfir í yngra fólk á borð við Veru Illugadóttur á Rás 1 sem er sannarlega útvarpsstjarna af gamla skólanum. Aðrar útvarpsstjörnur sem koma upp í hugann eru til dæmis Þorgeir Ástvaldsson á Bylgjunni og Ólafur Páll Gunn- arsson á Rás 2; menn sem hafa verið lengi að og eiga sína tryggu hlustendur. Til að endast eins lengi og þeir hafa gert þurfa menn að búa yfir ákveðinni náðargáfu og ekki síður dínamík.“ Hlaðvarpið nýtur vaxandi vinsælda en það er vitaskuld eins konar framlenging á útvarp- inu. Arnar Eggert segir sömu lögmál gilda þar; þættir standi og falli með stjórnand- anum. Séu þeir ekki góðir og höfði ekki til fólks eigi þættirnir litla möguleika. Sjálfur á hann betra með að hlusta á tóna en tal þegar hann er að sýsla við annað í leið- inni. „Unga fólkið er mikið að hlusta á hlað- vörp og segist gjarnan gera það meðan það er úti að hlaupa eða í ræktinni. Þessu hef ég ekki náð tökum á sjálfur; verð að geta ein- beitt mér að textanum, sérstaklega ef hann er fræðilegur og krefjandi.“ Að áliti Arnars Eggerts er útvarpið háðara því að endurnýja sig reglulega nú en áður. Í gamla daga hafi Rás 1 lítið þurft að velta því fyrir sér. „Þetta er bara útvarp. Punktur.“ Með Rás 2, sem stofnuð var 1983, kom krafa um meiri léttleika og með aukinni samkeppni þurfi menn reglulega að vega og meta til hvaða hópa þeir ætli að höfða. Hann er þeirrar skoðunar að almennt gangi þetta vel hér á landi og fyrir vikið sé ekki ástæða til annars en bjartsýni fyrir hönd útvarpsins. Og útvarps- stjörnunnar. Vídeótækið er hann löngu búinn að af- skrifa. Rödd fyrir Morgunblaðið „Man ég eftir Video Killed the Radio Star? Hvort ég man! Ég söng þetta lag hástöf- um í tölvuleiknum Sing Star í gamla daga,“ segir Anna Marsibil Clausen, dag- skrárgerðarkona á Rás 1. Það er til marks um lífseiglu lagsins en Anna Marsibil er fædd áratug eft- ir að það kom út. „Ég man hvað mér fannst textinn sniðugur; sér- staklega fyrir þá sem eru með andlit Færa má fyrir því rök að bíll- inn sé höfuðvígi útvarpsins. Colorbox ÚTTEKT 10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.8. 2020 Stórt bros færist yfir andlit Sigurðar Þorra Gunn-arssonar, dagskrárstjóra K100, þegar Video Killed theRadio Star ber á góma. Frábært lag, segir hann, en full- yrðingin úti á túni. „Menn hafa raunar spáð dauða útvarpsins mun lengur; fyrst þegar sjónvarpið kom til sögunnar og síðan með vídeóinu, DVD-tækninni, MP3-spilaranum, iPodnum og hvað þetta nú allt heitir. Ég spyr bara: Hvar eru þessar græjur nú?“ segir Sigurður og bætir við að útvarpinu hafi gengið prýðilega að lifa með netinu og öllum lystisemdunum sem því fylgja. Í seinni tíð hafa efnisveitur á borð við Spotify rutt sér til rúms en Sigurður segir þær vinna með útvarpinu en ekki gegn því. „Það hefur alltaf verið til fólk sem vill taka uppáhalds- tónlistina sína upp á kasettur, brenna hana á geisladiska og búa sér til lagalista. Það breytir ekki því að útvarpið er enn þá sá staður þar sem fólk uppgötvar aðallega nýja tónlist. Fólk leitar alltaf á náðir útvarpsins.“ Persónulegasti miðillinn Skýringin felst öðru fremur í eðli miðilsins. „Útvarpið er per- sónulegasti miðill sem til er; hlustendum líður gjarnan eins og þeir séu aðilar að samtalinu sem á sér stað og að þeir sem eru að tala séu jafnvel staddir heima í stofu hjá þeim. Það er meiri hópupplifun að horfa á sjónvarp.“ Sigurður er raunar þess sinnis að hafi einhvern tíma verið hægt að tala um gullöld útvarpsins þá sé það núna. „Hefð- bundið línulegt útvarp hefur haldið sínu og svo hefur hlað- varpið bæst við en það er auðvitað ekkert annað en ólínulegt útvarp. Í dag getur hver sem er gert útvarpsþátt heima hjá sér og þjónað þrengri hópum en hægt er að gera í línulegri dag- skrá, þar sem óhjákvæmilega þarf að taka mið af markaðnum. Þess utan eru hljóðbækur, sem njóta sívaxandi vinsælda, ekk- ert annað en útvarp.“ Sigurður segir rannsóknir staðfesta að enginn miðill hafi staðist tímans tönn eins vel og útvarpið en til að mynda hlusta yfir 80% Íslendinga eitthvað á útvarp í viku hverri. „Útvarpið er þeirrar náttúru að það smýgur alls staðar inn; það er allt- umlykjandi og í dag erum við flest með það í vasanum. Það hefur líka þann eiginleika að hægt er að gera ýmislegt annað meðan maður er að hlusta; slá garðinn, vaska upp eða keyra bílinn. Raunar má færa fyrir því gild rök að bíllinn sé höfuð- vígi útvarpsins. Auðvitað getur fólk núorðið tengt Spotify og lagalista í símanum við hátalarana í bílnum en er útvarpið samt ekki og verður besti ferðafélaginn? Hvort sem það er létt spjall eða bara hreinar tónlistarstöðvar eins og Retro.“ Blússandi gangur og nýsköpun Hann fylgist vel með í Bretlandi og segir hvert auglýs- ingasölu- og hlustunarmet af öðru nú falla þar í útvarpi enda sé stöðvaflóran fjölbreytt og mikill metnaður lagður í dag- skrárgerð. „Það er mikil fjárfesting og nýsköpun í gangi í bresku útvarpi og nefna mætti fleiri lönd í því sambandi.“ Þrátt fyrir að rétt losa þrítugt hefur Sigurður verið viðloð- andi útvarp í nítján ár. „Ég var ekki gamall þegar ég heyrði og sá Gest Einar Jónasson, nágranna minn, á RÚVAK og á því augnabliki ákvað ég að leggja útvarpsmennsku fyrir mig. Fyrstu stöðina stofnaði ég tólf ára gamall og menntaði mig síð- ar í þessum fræðum; er með meistaragráðu frá Háskólanum í Sunderland á Englandi.“ Sigurður hefur haldið marga fyrirlestra um útvarp og þeg- ar hann spyr viðstadda hvort þeir hafi verið að lesa, horfa eða hlusta fara jafnan flestar hendur á loft þegar hann nefnir síð- astnefnda kostinn. „Á endanum fara yfirleitt allar hendur upp, þar sem þeir sem ekki hafa verið að hlusta á útvarp hafa ann- aðhvort verið að hlusta á hlaðvarp eða hljóðbók.“ Hann segir styrk útvarpsins ekki síst fólginn í því að aðlög- unarhæfni þess sé mikil. „Sjálfsagt verður svokallað laga- listaútvarp ekki til að eilífu en þá lagar útvarpið sig bara að þeim breytingum, eins og það hefur alltaf gert.“ Hann segir gamla góða óskalagið heldur á útleið enda sé orðið svo auðvelt að nálgast alla mögulega og ómögulega tón- list. Og þó. „Það er alltaf einhver sjarmi yfir því að fá lag leikið sérstaklega fyrir sig í útvarpi. Þá hefur spjall við hlustendur enn þá ótvírætt gildi í útvarpi, þar sem þeir fá að segja sínar sögur.“ Hámhlustað á nóttunni Tæknin hefur líka verið vatn á myllu útvarpsins. Missti maður af þætti hér áður var ekkert við því að gera en nú lifa þeir mun lengur. Sigurður nefnir síðdegisþáttinn sem hann stjórnar ásamt Loga Bergmann á K100 sem dæmi. Auk þess að vera í beinni útsendingu á K100 eru þeir félagar í mynd á mbl.is með- an á útsendingu stendur. Að þætti loknum er hann klipptur til og settur í bútum inn á vefinn, auk þess sem hann er aðgengi- legur í heild sinni sem hlaðvarp. „Þetta þýðir að við erum stundum að fá viðbrögð frá hlustendum nokkrum dögum síð- ar; einhverjum sem var að hámhlusta á þáttinn á næturvakt- inni eða annars staðar.“ Það er einnig áhugaverð þróun að sjónvarp og prentmiðlar eru farnir að leita inn í hljóðvarpið, gegnum hlaðvörp. „Það verður æ algengara að prentmiðlar haldi úti hlaðvörpum, auk þess sem sjónvarpið er að færa sig upp á skaftið; láta leikara spjalla um þættina sem þeir leika í og þar fram eftir götunum. Allt vinnur þetta saman.“ Sigurður hafnar því ekki að frelsi hlaðvarpsins hafi skapað ákveðna fordóma í garð hefbundinna fjölmiðla og línulegrar dagskrár; sumum þyki orðið útvarp til dæmis ekki nægilega kúl. Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur brugðist við þessu en út- varpshluti þess heitir nú BBC Audio í stað BBC Radio áður. Að sögn Sigurðar þykjast sumir aldrei hlusta á útvarp né horfa á sjónvarp en þegar kafað er niður í hegðun þeirra kem- ur í ljós að þeir eru að nota þessa miðla; ef ekki þá hefðbundnu þá eitthvert afsprengið. „Þess vegna mun útvarpið aldrei deyja.“ Gullöld útvarpsins er núna Sigurður Þorri Gunnarsson, dagskrárstjóri K100. Ljósmynd/K100 Hvar er betra að slaka á en við viðtækið? Unsplash Þrátt fyrir samkeppni úr öllum áttum hefur útvarp- ið haldið litríki sínu og blæ.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.