Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.08.2020, Side 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.08.2020, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.8. 2020 LESBÓK KALDHÆÐNI Bandaríska leikkonan Zoë Kravitz hefur gagn- rýnt efnisveituna Hulu fyrir skort á fjölbreytni eftir að High Fidelity, þátturinn sem hún fer með aðalhlutverkið í, var tek- inn af dagskrá eftir aðeins eina seríu. Eftir að hafa þakkað samstarfsfólki sínu við gerð þáttanna kærlega fyrir vel unnin störf á samfélagsmiðlum bárust henni samúðar- kveðjur frá konum á borð við Reese Witherspoon og Halle Berry. „Allt í góðu,“ svaraði Kravitz kaldhæðn- islega um hæl. „Hulu er með haug af öðrum þáttum með litaðar konur í aðalhlutverki. Bíðið bara.“ High Fidelity byggist á samnefndri skáldsögu eftir breska rithöfundinn Nick Hornby og kvikmynd sem gerð var eftir henni árið 2000. Í þáttunum er aðalpersónan á hinn bóginn kona. Skýtur fast á Hulu Zoë Kravitz hefur verið hressari. AFP HUGTÖK Dee Snider, söngvari glyströllanna Twisted Sister, segir lífið of stutt til að elta ólar við hugtök og merkimiða sem hengd eru á rokk- tónlist. „Hugtakið „þungamálmur“ – ég var þarna, lagsi – var niðrandi og viðhaft um ákveðna gerð þungs rokks af blaðamönnum og gagnrýn- endum sem voru uppfullir af yfirlæti og hroka. Böndin sjálf hötuðu þetta. Sama máli gegnir um pönk og gröns, að ekki sé talað um strákaböndin. Heldurðu að þau vilji vera kölluð það? Menn sem nú eru komnir á sextugsaldur,“ sagði hann í sam- tali við miðilinn SiriusXM. Sjálfur kveðst Snider vera hinn „upprunalegi hárbóndi“ og er slétt sama. „Svo lengi sem einhver man eftir mér.“ Veit upp á hár hvað hann syngur Gamli góði Sniderinn er Deesætur að vanda. Instagram Meg Ryan á að baki fjölmargar róm- antískar gamanmyndir á ferlinum. Ryan hin rómantíska LISTI Breska blaðið The Independ- ent henti í vikunni í lista yfir 34 bestu rómantísku gamanmyndir kvikmyndasögunnar, eins og menn gera í ágústværðinni. Ljóst er að bandaríska leikkonan Meg Ryan er í miklu uppáhaldi hjá blaðinu en hún er í aðalhlutverki í myndunum sem verma toppsætin tvö; You’ve Got Mail er í öðru sæti og When Harry Met Sally í fyrsta. „Satt best að segja gat það ekki verið nein önnur,“ segir í rökstuðningi blaðs- ins fyrir valinu enda mun myndin hafa markað upphafið að rómgam- æðinu á tíunda áratugnum (e. rom- com). Í næstu sætum eru Annie Hall (1977), The Philadelphia Story (1940) og Say Anything ... (1989). Lífið var miklu einfaldara ígamla daga. Það var bara einsjónvarpsstöð og á mið- vikudögum bara einn leikinn þáttur að horfa á – Dallas. Og þjóðin horfði, eins og hún lagði sig; meira að segja menningarspjótin sem þóttust ekki horfa horfðu samt. Í laumi. Ástir og örlög hinnar vellauðugu Ewing- fjölskyldu, sem barst á í olíu- heiminum í Texas á áttunda og ní- unda áratugnum og fram á þann tí- unda, gagntóku sálarlíf heillar þjóðar á norðurhjara veraldar. Þeg- ar yfir lauk voru þáttaraðirnar af Dallas fjórtán talsins. Ekki þarf að hafa mörg orð um lykilpersónurnar sem nefndar eru hér að ofan; allar voru þær fjöl- skylduvinir á íslenskum heimilum, eða þá fjölskylduóvinir í tilviki Joð gamla Err. Hann var svolítið sein- tekinn, karlinn, og sat oftar en ekki undir rammíslenskum blótsyrðum heima í stofu sem ekki verða höfð eftir hér. Aukapersónur komu og fóru í Dallas, miseftirminnilegar eins og Kristin M. Shepard og Joð Err Ewing meðan allt lék í lyndi. CBS Af frillum, friðlum og fleiri góðum Öll munum við eftir Joð Err, Bobby, Pamelu, Sue Ellen, Miss Ellie og Cliff en persónugalleríið í Dallas var miklu stærra. Hvernig væri að dusta rykið af nokkrum aukapersónum úr sápunni? Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sue Ellen Ewing og Dusty Farlow. Var hann stóra ástin í lífi hennar? CBS Cliff Barnes og Afton Cooper voru um tíma par og eignuðust saman dóttur. NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Í blaðinu verður kynnt fullt af þeim möguleikum sem í boði eru fyrir þá sem stefna á heilsuátak og bættan lífsstíl. fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 28. ágúst 2020 Heilsa& lífsstíll –– Meira fyrir lesendur PÖNTUN AUGLÝSINGA: Fyrir þriðjudaginn 25. ágúst. SÉRBLAÐ

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.