Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.08.2020, Qupperneq 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.08.2020, Qupperneq 12
VIÐTAL 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.8. 2020 S kömmu fyrir jólin í fyrra mælti ég mér mót við dr. Wolfgang Edelstein í húsi hans í hverfinu Dahlem í Berl- ín. Mig hafði lengi langað að fá Wolfgang, sem þá var nýlega orðinn níræður, til að rifja upp tengsl sín við Ísland sem voru alla tíð náin, eða allt frá því að hann kom til landsins með foreldrum sínum sem flóttamaður á fjórða áratug síðustu aldar. Í febrúar síðastliðnum, um það leyti sem ég var að ganga frá viðtalinu, barst mér sú harmafregn að Wolfgang hefði kvatt þennan heim, eftir skammvinn veikindi. Í kjölfarið ákvað ég að bíða með að birta viðtalið um sinn. Fyrir skömmu lét ekkja Wolfgangs, Monika Keller, mig vita af því að það hefði verið ósk Wolfgangs að jarðneskar leifar hans fengju sinn hinsta hvílustað á Íslandi nú, um miðjan ágúst. Í ljósi þessa þótti mér við hæfi að birta þetta síðasta viðtal sem tekið var við þennan mikla Íslandsvin og heiðursmann í lifanda lífi. Eins og fram kem- ur í viðtalinu tengdist Wolfgang Íslandi mjög sterkum böndum. Hann hafði m.a. mikil áhrif á uppbyggingu íslensks skólakerfis, þó að hlutur hans á því sviði sé að nokkru leyti fallinn í gleymsku. Það er sjálfsagt heldur ekki á allra vitorði, hvernig þessi merkilegi mennta- frömuður flutti reynslu sína frá Íslandi til heimalands síns og nýtti hana í þágu umbóta í menntamálum í Þýskalandi. Það er einn þeirra mörgu þátta í lífi Wolfgangs Edelsteins sem eru áhugaverðir fyrir okkur Íslendinga. Það er rétt að taka fram að samtal okkar fór fram á ís- lensku. Og þó að langur tími væri liðinn frá því Wolfgang bjó á Íslandi hélt hann málinu furðu- lega vel við. Það heyrðist hins vegar stöku sinn- um að íslenskan var honum ekki lengur jafn töm og hún var í bernsku. Til að færa hann nær les- endum leyfi ég sérstæðu orðalagi hans víða að standa óbreyttu, svo framarlega sem ekki er hætta á að það valdi misskilningi. Bragarbætur á orðfæri hans gerði ég aðeins á stöku stað, þar sem ég taldi það nauðsynlegt, svo að merkingin færi ekki á milli mála. Ekki þægilegt umhverfi Þegar ég hafði komið mér fyrir í notalegri stofu þeirra hjóna Wolfgangs og Moniku í Dahlem spurði ég Wolfgang fyrst, hvernig það hafi verið fyrir lítinn snáða frá Freiburg í Svartaskógi að koma til Íslands á því herrans ári 1938. „Suður-Þýskaland var, þrátt fyrir landslags- fegurð, ekki neitt þægilegt umhverfi fyrir gyð- ing að vaxa upp og sækja þar þýskan barna- skóla, þar sem allir kennarar eru nasistar. Og félagarnir taka að vissu leyti þátt í þessu nas- istavafstri sem hækkar þá og níðast á svona gyðingi sem fær ekkert svigrúm til að haga sér almennilega í skólanum. Haga sér almennilega þýðir að „vera ekki hluti af okkur“. Þetta er framandi fólk. En mér gekk nokkuð vel í Frei- burg, borgin var ekki nasistaborg í þeim skiln- ingi, ríkisskólarnir voru að vísu nasistaskólar, en Freiburg var svona kaþólsk og upplýst borg, þannig að maður slapp við ýmislegt sem maður hefði kannski ekki sloppið við, ef maður hefði verið í Norður-Þýskalandi.“ Þarna er ástandið sen sagt orðið mjög yf- irþyrmandi? „Já, vegna þess að embættismenn, sama hvort var í Hamborg eða Freiburg, urðu að vera nasistar og gyðingahatarar. En ég var í barna- skóla í 3 eða 4 ár og það var alltaf einhver kenn- ari sem var vinveittur mér og tók ekki þátt í þessum látum, en reyndi að sefa þetta eitthvað niður. Það var ekki mjög auðvelt að lifa í Þýska- landi á þessum tíma, pabbi mátti ekki spila á sellóið sitt, heldur var skikkaður til að selja sápu á götum úti og bera út bréf á reiðhjóli. Það rætt- ist ekkert úr þessu fyrir en hann hitti Ragnar í Smára. Ragnar kom til Berlínar árið 1936 eða -7 og var þá að spekúlera í sinfóníunni. Hann hafði heyrt um það að pabbi væri góður sellisti og væri reiðubúinn að flytja úr landi. Þeir hittust um kvöld í Berlín. Pabbi hafði þá verið í þessari gyðingahljómsveit sem var staðsett þennan dag í Leipzig, þannig að það var ekki langt að fara. Þeir tóku tal saman og þeir töluðu saman í heila átta tíma. Það fór svo vel á með þeim. Ragnar ræður pabba heim fyrir sinfóníuna. Við erum í Freiburg og faðir minn fer til Íslands og segist munu finna lausn á þessu máli. Það tók heilt ár. Og við komum með síðasta skipi frá Þýskalandi fyrir stríð, ári á eftir föður mínum.“ Enduðu öll á -son Hvernig gekk Íslandsferðin? „Fyrstu minningar mínar um Íslandsferðina eru þær að þar var fullt af fólki sem hét gyð- inganöfnum, sem öll enduðu á -son (!) Þetta voru allt saman gyðingar. Það var löng röð á meðan fólk var að koma einhverju lagi á vega- bréfin sín og þvíumlíkt, þetta var löng bið fyrir okkur. Lögreglan gafst á endanum upp og sagði ok og við komumst til Íslands, án þess að vera skoðuð. Þetta var náttúrulega mikið ævintýri. Skipsferðin var líka ævintýri fyrsta daginn, en næsta dag var ég orðinn sjóveikur og svo var ég sjóveikur alla leið til Vestmannaeyja. Mér varð hlýtt til Vestmannaeyja, af því að þar losnaði ég við sjóveikina (!). Daginn eftir var svo komið til Reykjavíkur, þar sem pabbi tók á móti okkur á hafnarbakkanum. Hann hafði þá fengið íbúð eða herbergi í Tjarnargötu. „Þú býrð í Tjarnargötu með mér“, sagði hann við mig, „en mamma þín fær aðstoð frá þessum merkilega manni, Ragn- ari í Smára, til að finna sér og bróður þínum samastað. Það varð til þess að ég fékk mína fyrstu reynslu af þessu framandi landi sem ég hafði lesið um í Nonnabókunum úti í Þýska- landi, með því að kynnast þessari merkilegu borg með tjörn í miðjunni og kirkju öðrum meg- in og stórhýsi hinum megin og garð, Hljóm- skálagarðinn, á hægri hönd. Mér fannst þetta stórkostlegt! Voðalega fín borg!“ Svo byrjar þú í Landakotsskóla. „Já, ég fer í Landkotsskóla. Það lá beint við því mamma var kaþólsk og fór og kynntist prestum og nunnum sem hún sagði harmsögu okkar. Allir voru mjög hjálpfúsir og sögðu henni að láta strákinn koma í skólann. Svo fer ég í skólann og annan daginn minn þar er bekkjar- fundur sem snýst um mig. Þar segir systir Henríetta við Vigdísi, sem var í sama bekk: „Svo sú passa þennan strák. Sú kenna honum íslensku!“ Svo var ég settur við hliðina á Vigdísi, sem hefði náttúrulega aldrei gerst í Þýskalandi, – maður gat ekki setið hjá stelpum! – og „gyð- ingur að sitja hjá norrænni stelpu!“ Þessu sló bara niður í huga minn. Vigdís var voða kurteis og ánægjuleg og byrjaði á því strax fyrsta dag- inn að kenna mér íslenskt ljóð – sem ég er því miður búinn að gleyma. Og alltaf þegar mig vantaði orð, þá var sagt við mig: „Spurðu Vig- dísi.“ Þannig að fyrsta lífsreglan sem ég lærði á Íslandi var að spyrja Vigdísi!“ Jákvæðar minningar úr MR Seinna liggur svo leiðin í Menntaskólann í Reykjavík. Hvað er þér minnisstæðast frá ár- unum í MR? Er eitthvað sem stendur sér- staklega upp úr? „Kennarinn sem mér varð hugstæðastur var Gunnar Norland frönskukennari. Hann var ákaflega vingjarnlegur og vel sinnaður mér. Hann var þá ungur kennari og gaf mér ráð og var alltaf reiðubúinn að „redda“ manni, ef eitt- hvað gerðist. Annars eru minningar mínar úr menntaskólanum í heild jákvæðar, en að hluta til upplifði maður líka ákveðnar aðferðir í kennslunni sem manni líkaði ekki við. Það var hins vegar aldrei sagt við mig eins og ég átti að venjast í Þýskalandi: þetta er gyðingur, og mér var alltaf tekið sem jafningja af skólafélögum mínum. Árin mín í menntaskólanum voru slysa- laus ár og þar myndaðist vinátta við marga nemendur. Svo var Vigdís líka alltaf í sama bekk, þannig að okkar göngusnið um lífið hefur alltaf verið líkt, við höfum alltaf verið samstiga. Seinna vorum við svo líka saman í Grenoble og í París.“ Ísland hefur á þessum árum verið mikið frá- brugðið því Íslandi sem við þekkjum í dag. „Já, þetta var allt annað land. Ísland var á þessum árum enn þá „pre-modernt“. Það var fátt um bíla og nýbyggingar. Mína þekkingu á Íslandi fékk ég á Reykjum í Torfalækjarhreppi í Austur-Húnavatnssýslu. Bóndakonan á bænum þar sem ég var eitt sumar var systir bændanna á á Stóru-Giljá, Sigurðar og Jóhanns. Mér leið ekkert sérstaklega vel á Reykjum. Eftir sum- arið á Reykjum fékk ég að gista á Stóru-Giljá, áður en ég fór með langferðabílnum til Reykja- víkur. Þegar þeir bræður heyrðu að ég hafði ekki verið neitt sérstaklega hrifinn af dvölinni á Reykjum spurðu þeir, hvort ég vildi ekki bara koma til þeirra sumarið eftir. Ég var ákaflega hreykinn af þessu boði og fannst eins og ég hefði verið „aðlaður“! Mér fannst eins og með þessu boði væri ég orðinn „fullgildur“ í landinu. Næsta sumar kom ég svo að Stóru-Giljá. Þá mun ég hafa verið orðinn 13 ára gamall. Hjá bændunum á Stóru-Giljá lærði ég bæði hugtök og vinnubrögð. Meira að segja fékk ég að sitja stutta stund á traktor, sem mér fannst vera mikil upphefð! Ég var ákaflega hreykinn af því hvernig Giljárbræður tóku mér. Ég upplifði það sem var aldadraumur gyðingastráka í Þýska- landi að það komu menn sem ekki voru gyð- ingar (nú var ég nærri búinn að segja „hrein- ræktaðir“) og buðu manni eitt og annað. Þetta hjálpaði manni að komast frá neikvæðninni sem maður var búinn að upplifa. Áður hafði maður í Þýskalandi orðið að sætta sig við að vera ekki jafngildur öðrum, alltaf útlagi. Ég kom til Giljárbræðra og ég var strax jafningi, ötull nemandi og gerðist íslenskur sveitamaður! Og ég varð svo rammíslenskur sveitamaður að mér fannst íslenskt sveitafólk vera besta fólk í heimi! Ég var í sveit á Stóru-Giljá alveg þangað til að ég var 18 ára og síðasta sumarið fékk ég að fara í göngur á Auðkúluheiði. Að vera á góðum hesti við Hofsjökul og smala fé og reka það niður, það var að vera endanlega jafngildur.“ Gegndi Vigdísi Eftir menntaskólann, 1949, ferðu svo utan til náms í Frakklandi. Hvers vegna valdirðu Frakkland? „Ég held að Vigdís hafi haft mest áhrif á það, enda var hún búin að ákveða að fara til Frakk- lands. Það má segja að ég hafi gegnt því sem Vigdís sagði árum saman. Hún var leiðbeinandi minn í flestu sem varðaði mannlega hegðun og mannlega þekkingu. Það var alltaf mjög náið samband á milli okkar. Við bárum alltaf mjög hlýjar tilfinningar hvort til annars.“ Þú færð ungur áhuga fyrir skólamálum. „Ég hafði snemma tilfinningu fyrir því hvort skóli væri réttlátur eða gagnlegur. Ég kem frá Þýskalandi sem gyðingur með sérstakar vænt- ingar um hvað það er að vera skilinn, að vanda- málum manns sé sýndur skilningur. Að aðrir finni til með manni, hafi skilning á þroska og þróun. Landakotsskóli kom til móts við þessar hugmyndir. Vigdís sat við hliðina á mér, þannig að þetta var upplifun bernskunnar sem maður gat ekki átt von á úti í Þýskalandi.“ Þegar þú hefur lokið námi ferðu að kenna við þekktan skóla í Þýskalandi, Odenwaldschule, sem þá var mikill tilraunaskóli, ekki satt? „Jú, það fyrsta sem má nefna er að skólinn var mjög lagaður að þörfum nemenda. Nem- endur höfðu mikil áhrif á val kennsluefnis. Ég átti upphaflega að vera þarna í eitt misseri, vegna þess að ég var latínumaður og fenginn til að kenna það fag vegna forfalla í hálft ár. Þetta eina misseri varð þó að tíu árum. Ég var mikill „tilraunasmali“ fyrir „skólabændur“, þar sem ég nýtti reynslu mína úr háskólanum og minn- inguna um góða hluti í Landakoti. Kennarar áttu að vera skilningsríkir, samtalendur og ráð- gjafar nemenda, og kennsluefni var lagað eftir óskum nemenda. Nemendum var gerð grein fyrir hvað væri skynsamlegt að gera. Landa- kotsskóli var lýðræðislegur skóli sem var stjórnað af kaþólskum klerkum. Skólinn var framsækinn, sennilega vegna þess að kaþólska kirkjan hafði lært og kenndi það börnunum að taka tillit til óska þegnanna. Þarna upplifði ég Kristínu Björnsdóttur og annan kennara sem hét Guðrún og bjó á Hólavallagötu, sem gerði mig algjörlega brjálaðan í íslensku, bæði málið sjálft og sögurnar. Hún hafði þann háttinn á að síðustu 10 mínúturnar í tímum hjá henni var alltaf einhver Íslendingasaga.“ Áttu frábæran kveðskap Úr því að þú minnist á tungumálið, þá má kannski nefna að þú gefur út, ásamt Herði Ágústssyni, Þorkatli Grímssyni og Þorvarði Helgasyni tímaritið Vaka og kom út í 2 ár, 1953 og 1954. Þar birtast m.a. þýðing þín á broti úr einni af „Elegíum“ skáldsins Rilke, auk þess sem þú skrifar greinar um listir og fleira í tíma- ritið. „Já, þetta voru þær hugmyndir sem ég hafði þá um framtíðarstörf mín á Íslandi. Að taka þátt í framvindu íslenskrar menntunar og menning- ar, á grundvelli íslenskrar ljóðagerðar og ís- lenskrar bókmenntahefðar. Sem sagt að læra af því sem væri þess virði að nýta úr erlendri menningu. Íslendingar áttu frábæran kveðskap og ég var kvæðamaður, hafði mikinn áhuga á ljóðlist og íslenskum sögum, þannig að mér fannst ég alveg tilvalinn til þess að miðla efni eins og kvæðum Rilkes. Þessar óskir mínar fengu stuðning foreldra minna og ég verð að segja það líka að eftir að ég komst á efri ár sé ég að nágrannar mínir á Ásvallagötunni, foreldrar Vigdísar, áttu ákveðinn þátt í því að efla mig, taka mig alvarlega, spyrja mig, þannig að ég lenti í þessu jafnræðissamkomulagi sem mér reyndist svo séríslenskt. Og ég hef alltaf sagt þegar ég hef verið að að kenna Ísland annars staðar, hvernig ég upplifði Ísland sem innflytj- andi úr neðsta lagi erlends þjóðfélags, míns þjóðfélags, og kom til lands þar sem ég var tek- „Svo sú passa þennan strák“ Dr. Wolfgang Edelstein kom með síðasta skipi frá Þýskalandi fyrir stríð og tengdist Íslandi mjög sterkum böndum. Hann hafði m.a. mikil áhrif á uppbyggingu íslensks skólakerfis, þó að hlutur hans á því sviði sé að nokkru leyti fallinn í gleymsku. Wolfgang féll frá snemma á þessu ári en skömmu áður hafði hann veitt þetta viðtal sem birtist nú í fyrsta sinn. Arthúr Björgvin Bollason arthur@icelandair.is „Fyrstu minningar mínar um Ís- landsferðina eru þær að þar var fullt af fólki sem hét gyðinganöfn- um, sem öll enduðu á -son (!). Þetta voru allt saman gyðingar,“ sagði dr. Wolfgang Edelstein.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.