Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.08.2020, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.8. 2020
LÍFSSTÍLL
Flestir eru sammála því að það ermikilvægt að efla sjálfsmyndog sjálfstraust barna og ung-
linga. Þetta eru hugtök sem við not-
um mikið í daglegu lífi, hugtök sem
hafa margar skilgreiningar og erfitt
getur verið að mæla. Hérna tölum
við um sjálfsmynd sem hugtak sem
lýsir því hvaða hugmyndir við höfum
um okkur sjálf og oftast er það skoð-
að með því að spyrja spurninga eins
og hver er ég og hvernig er ég öðru-
vísi eða eins og aðrir? Sjálfsmynd
byrjar að mótast snemma á lífsleið-
inni og getur tekið miklum breyt-
ingum með auknum aldri og þroska.
Samskipti við aðra og samanburður
hefur mikil áhrif á sjálfsmynd sem
verður flóknari með aldrinum. Sam-
anburður við aðra felur líka í sér get-
una til þess að setja sig í spor ann-
arra og skilja að tilfinningar og
reynsla annarra geta verið eins ólík-
ar og fólkið sem upplifir þær. Flestir
eru á þeirri skoðun að vinna með eig-
in sjálfsmynd sé í raun eilífðarverk-
efni eða áskorun sem sé í sífelldri
endurskoðun. Það felast nefnilega
lífsgæði í því að vera með jákvæða
sjálfsmynd. Foreldrar og kennarar
eru mikilvægar fyrirmyndir og ættu
því að vinna í eigin sjálfsmynd og
tala um þá vinnu við börnin sín.
Rannsóknir sýna að heilinn og þar
með hugmyndir okkar um okkur
sjálf breytast í takt við það sem við
æfum, þjálfum og leggjum áherslu á.
Með því að ræða þetta við börn sýn-
um við gott fordæmi og að sjálfs-
mynd er ekki einhver fasti sem mót-
ast í æsku og helst óbreyttur eftir
unglingsárin.
Í nokkrum lögum
Sjálfstraust er hugtak sem er notað
til skoða hvernig við metum eigin
verðleika og hvaða tilfinningar tengj-
ast því mati. Flestir eru á því að
sjálfstraust sé í nokkrum lögum eða
sviðum. Það er til dæmis hægt að
vera með hátt sjálfstraust þegar
kemur að hreyfingu og íþróttum en
lítið sjálfstraust þegar að kemur að
námslegri getu og öfugt. Sama á við
um útlit, félagslega stöðu og hegðun
eða hlýðni, sjálfstraust á einu sviði
hefur ekki endilega fylgni við sjálfs-
traust á öðrum sviðum. Almennt er
talið að sjálfstraust á ákveðnu sviði
ýti undir frumkvæði sem leiðir til
aukinnar getu á því sviði. Það er því
til mikils að vinna við að efla sjálfs-
traust barna og unglinga á þeim svið-
um sem þau vilja bæta sig í. Sjálfs-
traust tengist líka hugtakinu álit á
eigin getu (e. self-efficacy) sem er
mat á því hversu líkleg börn telja sig
vera til að leysa ákveðin verkefni. Því
líklegri sem þau telja sig vera því
meiri líkur eru á því að þau gefist
ekki upp. Ef þau halda áfram að
reyna og gefast ekki upp eru síðan
meiri líkur á því að þau nái árangri.
Það ýtir undir seiglu og færni. Þetta
er hins vegar ólíkt sjálfstrausti því ef
að barn hefur ekki áhuga á ákveðnu
sviði þá skiptir það ekki máli fyrir
sjálfstraustið þó þau hafa litla trú á
getu á því sviði. Þetta bendir til þess
að mikilvægt er að hafa í huga hver
eru áhugamál, markmið og hug-
myndir barnanna sjálfra.
Robert Weinberg, prófessor og
íþróttasálfræðingur, segir að sjálfs-
traust geti verið lykilinn að andlegri
seiglu (e. mental toughness) sem get-
ur leitt til framúrskarandi árangurs
til dæmis afreksíþróttafólks. Við vit-
um að góð hreyfifærni getur ýtt und-
ir jákvæða sjálfsmynd og að börn
sem hreyfa sig reglulega eru með
meira sjálfstraust en þau sem hreyfa
sig lítið. Kenning Csikszentmihalyi
um flæði fjallar meðal annars um
tengsl sjálfsmyndar og flæðis. Flæði
er upplifun sem kemur þegar að
jafnvægi er á milli áskorana og
færni. Í flæði kemur tilfinning um
það að sigrast á eða geta ráðið við
eitthvað (e. mastery) og við það eflist
sjálfstraustið og það hefur áhrif á
sjálfsmyndina. Við nýjar sigraðar
áskoranir kemur jákvæð styrking á
því að gera hlutina. Í þessu ljósi væri
gott að hugsa nám þannig að börn fái
alltaf viðeigandi áskoranir sem er
líklegt að þau geti leyst með æfing-
unni og að þau læri að mistökin á
leiðinni eru lærdómsrík. Kennarar
og foreldrar þurfa líka að hugsa
hvort þeir séu með viðeigandi áskor-
anir í sínu lífi og hvort þeir séu að
upplifa flæði í því sem þau eru að
gera. Kennari eða foreldri með góða
sjálfsmynd gefur meira af sér og er
betri fyrirmynd.
Viðeigandi áskoranir
Í kenningu sálfræðingsins Ericsson
er áhersla lögð á markvissa þjálfun
eða kennslu og viðeigandi áskoranir.
Til þess að meta hvað eru viðeigandi
áskoranir þarf kennari að þekkja
barnið og vita hverjir styrkleikar og
veikleikar þess eru. Þetta sýnir líka
að mikilvægt er að þekkja hvert er
áhugasvið hvers barns og hvar er lík-
legt að það nái að blómstra. Ef við
fáum að sinna því sem veitir okkur
ánægju og þar sem áskoranir eru við
hæfi fáum við tækifæri til að upplifa
flæði. Þetta getur komið fram á hin-
um ýmsu sviðum, t.d. í námi, íþrótt-
um, tölvuleikjum, skák eða útivist.
Öll viljum við að styrkleikar okkar
fái að njóta sín og það ýtir undir já-
kvæða sjálfsmynd.
Tölvunotkun barna og unglinga
hefur aukist undanfarin ár og margir
foreldrar hafa áhyggjur af henni. Að
sjálfsögðu er óhófleg notkun ekki
æskileg og mikilvægt að setja skýran
tímaramma um hana. Foreldrar
þurfa líka að vera góðar fyrirmyndir
í þessu sem öðru. Það er líka mik-
ilvægt að skoða hvað börn og ung-
lingar eru að gera í tölvunni eða sím-
anum því þar er líka að finna margt
æskilegt og þroskandi í hæfilegu
magni. Samfélagsmiðlar ýta undir
samanburð og við vitum í raun ekki
hvaða áhrif það hefur á sjálfsmynd
unglinganna okkar. Rannsóknir
benda til þess að óhófleg notkun hafi
fylgni við neikvæða sjálfsmynd, fé-
lagslega einangrun og aukinn kvíða.
Rannsóknir benda einnig til þess að
unglingsstúlkur sem eru með til-
hneigingu til að draga sig í hlé fé-
lagslega sæki mikið í samfélags-
miðla. Netheimur og
samfélagsmiðlar breytast hratt og
erfitt er fyrir rannsakendur að fylgj-
ast með öllu því sem er að gerast þar.
Mikilvægt er að styðja við rann-
sóknir á þessu því að ljóst er að
þarna eru ótal tækifæri til að ná til
unglinga og sérstaklega unglinga
sem eru í áhættu á félagslegri ein-
angrun. Margir unglingar sem hafa
góða sjálfsmynd tala um hvetjandi
áhrif samfélagsmiðla, til dæmis ung-
lingur sem sagði nýlega frá því að nú
væru allir að birta fallegar myndir í
íslenskri náttúru þannig að hann fór
að prófa fjallgöngur og birti stoltur
myndir á samfélagsmiðlum. Það
væri því hægt að skoða þennan
hvetjandi þátt samfélagsmiðla meira
og hvetja foreldra til að ræða um
heilbrigðan samanburð og hversu
langt frá raunveruleikanum glans-
mynd samfélagsmiðla er oft og tíð-
um.
Að efla sjálfsmynd okkar og sjálfs-
traust er áskorun sem við öll stönd-
um frammi fyrir á lífsleiðinni. Marg-
ar aðferðir hafa reynst vel til að
styðja við jákvæða sjálfsmynd og hér
gefst ekki tækifæri til að fjalla um
þær allar. Rannsóknir sýna að það er
mikilvægt að finna verkefni sem við
höfum áhuga á. Við þurfum að gefa
okkur tíma til að þróa og æfa kunn-
áttu og færni í þessum verkefnum.
Með æfingunni lærum við að mótlæt-
ið er óhjákvæmilegt en með aukinni
æfingu minnkar það og við upplifum
flæði. Við förum að upplifa jákvæða
styrkingu í anda Csikszentmihalyi og
jákvæðrar sálfræði. Með því að vera
góðar fyrirmyndir setjum við okkur
markmið og finnum nýjar ákoranir.
Þorum að gera mistök og fara út fyr-
ir rammann.
Hlustum á börnin okkar
Hlustum á börnin okkar og ung-
lingana. Við verðum að taka samtalið
til að skilja hverjar eru þeirra hug-
myndir um þau sjálf, hver eru áhuga-
málin og á hvaða sviðum hafa þau trú
á eigin getu. Með samtalinu getum
við leiðbeint þeim og verið til taks
fyrir þau þegar að þau finna sér við-
eigandi áskoranir. Leyfum þeim að
gera mistök og gefum þeim svigrúm
fyrir æfinguna. Það er eina leiðin til
að upplifa flæðið sem gerir svo mikið
fyrir sjálfstraustið. Ræðum um sam-
félagsmiðla og hvernig er hægt að
setja sig í spor annarra. Hvetjum
börn til að nota samanburð á upp-
byggilegan hátt. Allt þetta hefur
áhrif á það hvernig sjálfmyndin er og
verður og það felast aukin lífsgæði í
því að vera með jákvæða sjálfsmynd.
Sjálfsmynd og mikilvægi hennar
fyrir leik og störf
Við vitum að góð hreyfi-
færni getur ýtt undir já-
kvæða sjálfsmynd og að
börn sem hreyfa sig
reglulega eru með
hærra sjálfstraust en þau
sem hreyfa sig lítið.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Vísindi og samfélag
Hermundur Sigmundsson prófessor
hermundurs@ru.is
Sigurrós Jóhannsdóttir sálfræðingur
Muhammad Ali komst
alla leið á toppinn.