Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.08.2020, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.8. 2020
LÍFSSTÍLL
Ég eyði öllum tímanum mínum íþetta. Ég er að vinna þarnaallan daginn, þjálfa allan dag-
inn og svo fer ég á æfingar á kvöldin
alla virka daga,“ segir Hólmfríður
Kolbrún Gunnarsdóttir, nýkrýndur
Íslandsmeistari í siglingum kæna,
við sunnudagsblaðið.
„Ég á eiginlega heima í klúbbn-
um,“ bætir hún við en hún keppir
fyrir Siglingafélag Reykjavíkur,
Brokey. „Þetta er ástríðan mín.“
Íslandsmeistaratitillinn er fyrsti
titill Hólmfríðar í opnum flokki. Hún
er aðeins 16 ára en hefur æft sigl-
ingar í 6 ár eða frá 10 ára aldri. „Ég
hafði einhvern veginn aldrei hugsað
út í að vinna opna flokkinn,“ segir
Hólmfríður, „en ég var mjög ánægð
að hafa loksins unnið eftir að hafa
æft öll þessi ár.“
Hún segir það ekki hafa verið
markmiðið fyrirfram að vinna mótið
en þegar nær dró mótinu varð hún
staðráðin í að sigra.
Vil ná eins langt og ég get
Hólmfríður hefur farið til útlanda
bæði til og æfinga og í keppni. „Ég
hef verið að keppa í miklu stærri
flotum úti,“ segir hún og á þar við að
fjöldi þeirra sem sigla sé mun meiri,
jafnvel 180 keppendur. „Það getur
reynt mikið á andlega að vera í
stærri flotum og keppa gegn eldri og
sterkari krökkum. Það er mjög erfitt
og krefjandi.“
Hún segir samkeppnina harðari
þegar keppt er úti. „Þegar maður er
fremstur í floti hér er það góð til-
finning en að vera með þeim 15 eða
20 fremstu úti er algjör sigur. Það er
ótrúlegt að vera það framarlega.“
Hólmfríður stefnir á að keppa
meira erlendis og standa sig betur í
þeim stóru keppnum sem þar eru
haldnar. „Ég ætla að verða eins góð
og ég mögulega get og prófa mis-
munandi báta og njóta þess að vera í
þessu.“
Nokkrir Íslendingar hafa komist
svo langt í greininni að keppa í sigl-
ingum á Ólympíuleikum. Hólmfríður
er þó ekki að stressa sig á því að
komast þangað. „Það var alltaf
markmiðið að ná mjög langt,“ segir
hún. „En nú langar mig bara að
þekkja siglingar, geta siglt hvaða
bát sem er og kannski ná á eitt stórt
mót úti. Evrópumót til dæmis.“
Hólmfríður tekur þó fram að þess-
ar pælingar séu ekki fastmótaðar
hjá henni. „Ég vil bara ná eins langt
og ég get.“
Auðveldara að læra á bíl
Eins og Hólmfríður segir hér að fram-
an þjálfar hún yngri krakka í grein-
inni á námskeiðum siglingafélagsins.
„Mér finnst það alveg æðislegt,“ segir
hún en bætir við að hún vilji einbeita
sér að sínum eigin siglingum áður en
hún dembir sér í þjálfun.
Vegna aðstæðna á Íslandi er
aðeins hægt að æfa siglingar hér
yfir sumartímann. „Mér finnst það
svolítið sorglegt því þetta er svo
skemmtilegt. Að geta ekki farið út
að sigla á veturna er svolítið erfitt
og maður hlakkar alltaf til á vorin
þegar það byrjar að birta,“ segir
Hólmfríður sem einblínir því á að
styrkja sig líkamlega yfir
vetrartímann. „Svo er ég nátt-
úrulega í þessu allan daginn á
sumrin.“
Hólmfríður fer þó til útlanda til að
æfa og nær þannig að brúa að ein-
hverju leyti bilið milli æfinga-
tímabila hér á landi.
Hún segir hóp þeirra sem æfa
siglingar samheldinn. „Ég er búin
að kynnast ótrúlega mörgu fólki.
Bæði á Íslandi og í útlöndum. Við
hér heima erum öll mjög náin, það
er gaman að hafa áhuga á ein-
hverju sameiginlegu,“ segir Hólm-
fríður.
„Við förum til dæmis í viku í æf-
ingabúðir og þá erum við saman all-
an sólarhringinn.“
Reglurnar í siglingum eru flóknar.
„Ég kann þær ekki næstum því all-
ar,“ segir Hólmfríður. „En ég kann
svona þær helstu. Það sem er svo
erfitt við þetta er að maður þarf að
meta þetta svo mikið sjálfur. Ef það
gerist eitthvað þá þarf maður að
meta aðstæður og vera alveg viss um
hvað gerðist og hvernig.“
Svo flóknar eru reglurnar að
henni finnst mun auðveldara að læra
á bíl heldur en reglurnar. „Þetta er
mjög flókið en maður venst því.“
Í þessu allan
daginn
Systkinabörnin Hólmfríður Kolbrún Gunn-
arsdóttir og Hrafnkell Stefán Hannesson urðu
bæði Íslandsmeistarar í siglingum kæna sem
haldið var um síðustu helgi. Hólmfríður í opnum
flokki og Hrafnkell í flokki Optimist.
Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is
Systkinabörnin Hólmfríður Kolbrún, 16 ára, og Hrafnkell Stefán, 13 ára, gerðu það bæði gott á Íslandsmótinu í siglingum
kæna og unnu til gullverðlauna. Hrafnkell prófaði íþróttina af því að hann vissi af eldri frænku í íþróttinni og líkaði vel.
Morgunblaðið/Eggert
Siglingakappar sýna snilli sína á Íslandsmótinu í siglingu kæna um síðustu helgi.
Ljósmynd/Úlfur Hróbjartsson
„Ég var búinn að æfa í langan
tíma og það greinilega borgaði
sig,“ segir Hrafnkell Stefán
Hannesson sem varð Íslands-
meistari í flokki Optimist um
liðna helgi.
Hrafnkell er 13 ára gamall og
hefur æft hjá Brokey í þrjú ár.
Þar áður mætti hann á nám-
skeið í Siglunesi. Yfir sum-
artímann æfir Hrafnkell á
hverjum degi. „Þetta er mjög
skemmtilegt,“ segir hann.
Hrafnkell ákvað að prófa sigl-
ingar því hann vissi að frænka
hans, Hólmfríður, æfði íþróttina.
„Ég ákvað að sjá hvernig mér
fyndist þetta. Mér fannst fé-
lagsskapurinn skemmtilegur,
gaman að sigla og allt gekk vel
og því ákvað ég að halda áfram.“
Hrafnkell stefnir á að keppa á
Norðurlandamótinu sem á að
fara fram í Danmörku í haust.
Hann segir þó ekki víst hvort
mótið verði haldið. „Það yrði
mitt fyrsta mót í útlöndum,“
segir Hrafnkell sem myndi þá
feta í fótspor frænku sinnar.
Hrafnkell segist hafa eignast
marga vini í siglingunum. „Svo
er alltaf að bætast við hóp-
inn.“
Hann segir vel hægt að æfa
siglingar hér á Íslandi þótt alls
kyns veður geti mætt sigl-
urunum. „Ef maður er með
rétta búnaðinn í þetta er þetta
ekkert mál,“ segir Hrafnkell
sem er lítið smeykur við kuld-
ann sem getur fylgt sigling-
unum.
FETAR Í FÓTSPOR FRÆNKU SINNAR
Félagsskapurinn
skemmtilegur
SÉRBLAÐ
Fermingarblaðið hefur
verið eitt af vinsælustu
sérblöðum Morgunblaðsins.
Fjallað verður um allt
sem tengist fermingunni.
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
Fyrir 18. ágúst.
Fermingarblað
Morgunblaðsins
kemur út föstudaginn
21. ágúst 2020