Morgunblaðið - 05.09.2020, Side 36

Morgunblaðið - 05.09.2020, Side 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 2020 ✝ Trausti Eyj-ólfsson var fæddur í Vest- mannaeyjum 19. febrúar 1928. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Vesturlands á Akranesi 30. ágúst 2020. Foreldrar hans voru Sigurlína Sig- urðardóttir frá Rauðafelli og Eyjólfur Þor- steinsson frá Hrútafelli undir Austur-Eyjafjöllum. Systkini Trausta samfeðra: Sigríður, Guðbjörg Jónína, Rút- ur, Anna Sigríður, Ólafur, Val- gerður Helga, Guðný Jóhanna, Þorsteinn, Skæringur og Magn- ús Borgar. Hálfsystir Trausta sammæðra var Sigríður Jakobína Gränz en hún lést aðeins fjögurra ára gömul. Trausti kvæntist 20. febrúar 1949 Jakobínu Björgu Jón- asdóttur frá Grænavatni í Mý- Volaseli í Lóni 1958-68. Auk þess var hann kennari og skólastjóri barnaskólans í Lóni 1964-68. Árið 1968 fluttu Trausti og Jakobína til Vestmannaeyja. Þar ráku þau Hótel HB til ársins 1971, Trausti sem hótelstjóri og Jakobína sá um eldhúsið. Trausti var jafnframt æskulýðsfulltrúi í Vestmannaeyjum frá 1971 og skólastjóri Vinnuskólans þar á sumrin fram að gosi. Trausti var síðan kennari við Bændaskólann á Hvanneyri frá 1973 til starfsloka 1998, auk þess sem hann sá um rekstur sum- arhótelsins þar í mörg ár. Trausti var virkur í Kiwanis- klúbbnum Jöklum í Borgarfirði og var meðhjálpari við Hvann- eyrarkirkju í fjóra áratugi. Trausti flutti á Dvalarheimilið Brákarhlíð í Borgarnesi árið 2018 og bjó þar síðustu æviárin. Útför Trausta Eyjólfssonar verður gerð frá Reykholtskirkju í dag, 5. september 2020, klukk- an 14, að viðstöddum nánustu að- standendum. Útförinni verður streymt á www.kvikborg.is. Virkan hlekk á streymið má nálgast á https://www.mbl.is/ andlat. vatnssveit. Hún lést 29. nóvember 2016. Þau eignuðust 8 börn sem öll eru á lífi. Þau eru Jónas, Hólmfríður, Líney, Hildur, Kristbjörg, Áslaug, Hermann Helgi og Eysteinn, en samtals eru af- komendur Trausta og Jakobínu orðnir 63. Trausti ólst upp hjá móður sinni, Sigurlínu, í Vest- mannaeyjum og móðursystk- inum á Rauðafelli undir Eyja- fjöllum. Trausti lauk búfræðiprófi frá Bændaskólanum á Hvanneyri 1946. Hann starfaði við Sand- græðslu Íslands í Gunnarsholti 1947-49, stofnaði býlið Korn- brekku á Rangárvöllum og stundaði þar búskap 1949-51. Hann starfaði síðan hjá Kaup- félagi Vestmanneyja 1951-54. Trausti var bóndi á Breiðabakka í Vestmannaeyjum 1954-58 og í Meðan öldur á Eiðinu brotna og unir fugl við klettaskor. Mun ég leita í Eyjarnar eins og fyrr í æsku minnar spor. (Ási í Bæ) Þessar ljóðhendingar komu upp í hugann þegar fregnin um andlát náins vinar og sam- starfsmanns til áratuga berst okkur. Langri ævi, miklu og farsælu ævistarfi lokið, og hljóðlega ævisólin hnigin til viðar. Leiftur liðinna ára leita á hugann og kalla fram endur- minningar, söknuðurinn er eins og samofinn rökkurstundum haustsins. Trausti var hvort tveggja í senn mikill Eyjamað- ur og unni æskustöðvunum heima og Hvanneyringur af lífi og sál, en þangað fór hann ung- ur til náms og þar bjó hann og starfaði helft ævinnar. Þessir tveir staðir voru hans alla tíð. Þótt ég þekkti nokkuð til hans á uppvaxtarárum mínum í Eyjum hófust kynni okkar fyrir alvöru þegar hann hóf störf á Hvanneyri haustið 1972 sem fé- lagsmálakennari. Hugmyndin að verkefninu var hans, tilraun til nýbreytni og ekki var í upp- hafi ákveðið til hve langs tíma. Eldgosið í Heimaey varð svo örlagavaldur fjölskyldunnar eins og svo margs Eyjafólks og hér á Hvanneyri varð heimili þeirra og vinnustaður allar göt- ur síðan. Verkefnið sem hann hugsaði sem tilraun til nýsköp- unar og nýbreytni varð því að varanlegum og mikilsverðum hluta í kennslu og starfi skól- ans. Trausti var fjölmenntaður á sviði félagsmála og hafði langa reynslu af slíkum verk- efnum auk þess sem hann bjó að margháttaðri annarri reynslu og síðan en ekki síst sínum persónulegu eigindum og miklu útgeislun. Í mörgu naut hann og ríkulegra listrænna hæfileika sem með honum bjuggu. Hann lagði allan sinn metnað í starf sitt og sinnti því af mikilli kostgæfni og afrakst- urinn eftir því, breytt og auð- ugra félagslíf. Auk kennslunnar var hann umsjónarmaður heimavistar- innar og húsvörður og nánasta hjálparhella nemenda skólans, ávallt boðinn og búinn til hvers þess er þurfti að vinna. Í mörg ár var hann og hótelstjóri sum- arhótels skólans. Hann ávann sér traust og trúnað bæði sam- verkafólksins og ekki síður nemendanna sem hann um- gekkst af nærfærni og næmum skilningi á þeirra högum. Þegar fyrsta haustið tók hann að sér starf meðhjálpara í Hvanneyrarkirkju og annaðist það um fjörutíu og fimm ára skeið af þeirri smekkvísi og ræktarsemi sem honum var í blóð borið og þannig var um öll hans verk. Þótt mikið mæddi á honum í erilsömu starfi og oft löngum vinnudegi var hann síður en svo einn. Við hlið hans var lífsföru- nauturinn hún Jakobína og saman komu þau miklu í verk af margvíslegum toga. Eignuð- ust stóra fjölskyldu og komu á legg stórum barnahópi. Heim- ilið, griðastaður fjölskyldunnar, einkenndist af rausn og mynd- arskap og stóð ávallt opið og margur átti þar grið þegar á bjátaði. Komið er að kveðjustund og við þökkum fyrir öll liðnu árin á Hvanneyri og minnumst góðs vinar og samferðamanns með söknuði í huga. Langri ævi er lokið, friður er fenginn og handan móðunnar miklu bjarm- ar af nýjum degi eilífs lífs. Megi algóður Guð vera fjöl- skyldunni og ástvinum stoð á sorgarstundu. Blessuð sé minn- ing Trausta Eyjólfssonar. Magnús, Steinunn og fjölskylda Hvanneyri. Það var á fyrsta kennara- fundi á Hvanneyri haustið 1972. Hópur ungra og reynslulítilla manna hafði þá nýtekið við Bændaskólanum. Í hópnum var þó einn rosk- inn; hafði áður verið vörubíl- stjóri, bóndi, barnakennari, ráðsmaður, hótelstjóri; ráðinn til húsvörslu, félagsmála- kennslu og skyldra verka við skólann. Ég velti því þá fyrir mér hvernig honum – og okkur – mundi ganga að glíma við kynslóðabilið. Söguna má gera stutta. Þarna var kominn Trausti Eyjólfsson, sem næstu árin átti með konu sinni, Jakobínu B. Jónasdóttur frá Grænavatni, eftir að móta heimavistarbrag Bændaskólans og félagslíf með áhrifamiklum og eftirminnileg- um hætti. Þau hjón urðu mörgum past- urslitlum nemendum sem for- eldri og tömdu til skikkanlegs göngulags ýmsa þá er álitu sig borna til heimsyfirráða í veröld heimavistarinnar. Líklega var þetta því mikilvægasta kenn- arastaða skólans á þessum ár- um. Trausti var afar fjölhæfur maður, mjög listfengur og skapandi í flestum greinum og ósínkur á tíma sinn. Sumarhót- eli Bændaskólans stýrði hann einnig um árabil og til vin- sælda. Var sem hann biði jafnan eft- ir hverjum gesti og fylgdi hon- um til dyrahellu við brottför þannig að þeim sama varð eft- irminnilegt. Meðhjálpari í Hvanneyrarkirkju var Trausti um áratuga skeið af samvisku- semi og með virðuleik. Ekki las hann upphafsbæn- ina sem holhljóma orðarunu heldur flutti hana líkt og Guð okkar stæði sjálfur þar í kirkj- unni og meðhjálparinn ætti við hann beinan orða- og bænar- stað. Alltaf mátti ganga að Hvann- eyrarkirkju hreinni og fágaðri, lausri við dauðar kirkjuflugur; til þess sáu þau hjón. Við hjónin áttum Trausta og Jakobínu að nágrönnum lengi; aðeins limgerði bar í milli. Það var gott nábýli. Er kyrrðist um embættisverk urðu til stundir yfir kaffisopa þar í Túnsbergi, húsi þeirra hjóna, gjarnan yfir nýsteiktum kleinum og rabar- barasultu, en Jakobína gerði þá bestu kleinur ríkisins, svo stað- fest hafði verið með formlegri samkeppni. Þau hjón höfðu víða dvalið og við margt starfað, þekktu því til ótrúlega margs og margra enda iðin við að rækta mannakynni. Við fjölskrúðugar minningar og oft kátlegar frásögur Trausta og mývetnska skerpu Jakobínu við greiningu á fólki og framvindu samtíðarinnar leið stundin fljótt. Nú hefur Trausti kvatt, saddur lífdaga. Ég er þakklátur fyrir að hafa átt hann að sam- starfsmanni og met afar mikils það sem hann vann Bændaskól- anum á Hvanneyri, verk sem að sínum hluta gerðu mín verk sem kennara við skólann auð- veldari. Við Dísa þökkum nábýlið, og Trausta og þeim hjónum langa samfylgd. Ástvinum þeirra öll- um sendum við einlæga sam- úðarkveðju. Bjarni Guðmundsson. Trausti Eyjólfsson ✝ Halldóra Guð-björg Sigurð- ardóttir fæddist í Reykjavík 24. mars 1936. Hún lést á Landspítala Foss- vogi 5. júlí 2020. Foreldrar henn- ar voru Sigurður Pétur Guðbjartsson bryti, f. 10. desem- ber 1900, d. 29. ágúst 1959, og Est- her Helga Ólafsdóttir húsfreyja, f. 30. september 1900, d. 16. des- ember 1973. Hún var fjórða í röð sex systkina. Eldri henni voru Lára, Bára og Ólafur og eru þau látin en yngri voru Jónas og Helga sem lifa systur sína. skóla og lauk þaðan barnaskóla- prófi. Systkinahópurinn var samræmdur og hún átti góðan vinkonuhóp. Halldóra var einstaklega fé- lagslynd. Hún hafði gaman af tónlist og naut þess að dansa. Hún var líka mikið fyrir óperur og leikhús. Þau hjónin ráku í 40 ár þvottahúsið Drífu. Fyrst á Baldursgötu 7 en lengst af á Laugavegi 178, síðustu árin sem þau ráku Drífu var það á Hring- braut 121. Hún tók virkan þátt í starfi Oddfellow í 30 ár. Tók þar emb- ætti og vann m.a. að fjáröfl- unumÞegar Halldóra og Guð- mundur voru að fagna áttræðisafmæli hennar með sigl- ingu um Karíbahafið byrjuðu veikindi að taka sig upp. En í kjölfar þessarar ferðar átti hún í baráttu með að halda heilsu. Síð- ustu árin einkenndust af því. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Halldóra giftist Guðmundi Jóni Þórðarsyni, eftirlif- andi eiginmanni sínum, 2. okt. 1954. Sama ár eignuðust þau Esther Helgu, Agnes Þóra fæddist 1961 og Gunnar Ægir 1964. Þau eiga níu barnabörn og ellefu barnabarnabörn. Framan af bjuggu hjónin í Reykjavík og lengst af Ásvalla- götu 37. Árið 1970 flytja þau í Garðabæ og búa í Blikanesi í 43 ár alveg þar til þau flytja að Sléttuvegi 23 árið 2013. Halldóra gekk í Laugarnes- Jarðvist á enda, lífsgöngu lokið, ljósið þitt slokknað fölnuð brá. Virðing og þökk, vegferðin öll vel í huga geymd. (Aðalsteinn Ásberg ) Nú kveðjum við elskulega vin- konu og systur okkar í Odd- fellow. Okkar fyrstu kynni byrjuðu í Oddfellowstúkunni Þorgerði I.O- .O.F. Þar myndaðist góð vinátta milli okkar sem leiddi til þess að við fórum að hittast á heimilum okkar með mökum. Áttum við þar góðar stundir og stofnuðum við matarklúbb, upp úr því fórum við að ferðast saman um landið og hálendið með Guðmund sem far- arstjóra. Þetta eru ljúfar og góðar minningar sem við eigum um þau hjón og þar var Halldóra hrókur alls fagnaðar. Síðan stofnuðum við nokkrar systur EKTA saumaklúbb þar sem var prjónað og heklað. Þá var alltaf jafn gaman og ekki var hlegið lítið þegar Halldóra sagði okkur að hún færi alltaf í megrun á mánudögum. Nú kveðjum við elsku vinkonu okkar með söknuð í hjarta og þökkum henni yndislegar sam- verustundir og sendum Guð- mundi og fjölskyldu innilegar samúðarkveðjur. Faðmi þig ljósið friðarins engill fylgi þér nú á æðra stig. Virðing og þökk vegferðin öll vel í huga geymd. (Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson) Guðrún Helga, Edda, Ásta og Kolbrún. Halldóra Guðbjörg Sigurðardóttir HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Sálm. 86.7 biblian.is Þegar ég er í nauðum staddur ákalla ég þig því að þú bænheyrir mig. Innilegustu þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, GUNNHILDAR ERLU ÞÓRMUNDSDÓTTUR, Minnýjar, Ljósheimum 1, Selfossi. Sérstakar þakkir til starfsfólks í Ási, Hveragerði og Ljósheimum, Selfossi. Jakob Skúlason Jóhanna Hallgrímsdóttir Þórmundur Skúlason Vilberg Skúlason Guðlaug Skúladóttir og fjölskyldur Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýju vegna andláts og útfarar móður okkar, ömmu og langömmu, ÖNNU JÓNASDÓTTUR, Lillu. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Jaðars í Ólafsvík. Garðar Rafnsson Guðrún Pétursdóttir Lydia Rafnsdóttir Hjálmar Kristjánsson Svanur Rafnsson Gabriela Morales ömmubörn og langömmubörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar okkar ástkæra eiginmanns, föður, tengdaföður og bróður, GUÐMUNDAR HAUKS GUNNARSSONAR lögfræðings. María Dóra Björnsdóttir Diljá Guðmundardóttir Elías Guðni Guðnason Breki Guðmundsson María Ýr Elíasdóttir Ragnheiður Hulda Hauksd. Erla Gunnarsdóttir Pálmi Jónasson Innilegar þakkir fyrir samúð, hlýhug og kærleik vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SIGURÐAR GUÐBERGS HELGASONAR frá Þorlákshöfn, Sigga Helga frá Seli. Sérstakar þakkir til starfsfólks Áss í Hveragerði fyrir góða umönnun. Ragna Erlendsdóttir Linda Björg Sigurðardóttir Vilhelm Á. Björnsson Guðlaug Sigurðardóttir Björgvin Jón Bjarnason Jónas Sigurðsson Áslaug Hanna og fjölskyldur Elskuleg móðir okkar, GUÐRÚN MARGOT ÓLAFSDÓTTIR, Ásvallagötu 13, lést sunnudaginn 30. ágúst á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Grund. Útför hennar fer fram í Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 11. september klukkan 13. Í ljósi aðstæðna verða einungis nánir ættingar og vinir viðstaddir. Athöfninni verður streymt í gegnum facebook: Útför – Guðrún Margot Ólafsdóttir. Innilegar þakkir fyrir sýnda samúð og hlýhug. Egill Helgason Halla Helgadóttir og fjölskyldur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.