Morgunblaðið - 05.09.2020, Side 43

Morgunblaðið - 05.09.2020, Side 43
MENNING 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 2020 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is Magnaður nýr spennuþriller með Russell Crowe í aðalhlutverki. SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI AÐRAR MYNDIR Í SÝNINGU: * Harry Potter * Tröll 2 (ísl. tal) * Hvolpasveitin (ísl. tal) * The Secret : Dare to dream FYRSTA STÓRMYND ÁRSINS Nýjasta Meistaraverk Christopher Nolan SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI Frábær ný teiknimynd fyrir alla fjölskylduna.★★★★★ ★★★★★ ★★★★★ The Guardian The Times The Telegraph TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Nú er maður búinn að fylgjastmeð atinu í listasamlaginupost-dreifingu um hríð og vel lyndir manni. Mikið af útgáfum og uppákomum, fersk nálgun og stöðugt verið að ýta á hin ýmsu mörk. Tilraunastarfsemi í tónlist þar er rík en það er líka leitað í rætur og vel troðnar slóðir og hvergi var það jafn aug- ljóst og í tónlist hljómsveitar- innar Bagdad Brothers sem var með virkari sveit- um þar í árdaga. Fyrir fólk sem er komið á aldur (les: sá er ritar) voru áhrifavaldar þar augljósir, eða öllu heldur, auð- heyranlegir. Hin svokallaða C86- stefna í hávegum höfð, „indí“-rokk frá níunda áratugnum sem hafði á að skipa mektarsveitum á borð við Pastels, Primal Scream (fyrri tíma) og Wedding Present, dagskipunin klingjandi melódískt gítarrokk; næmt og viðkæmnislegt með vísun í hetjur eins og Velvet Underground. Með öðrum orðum: Gamla góða ný- bylgjan. Áberandi þar var Bjarni nokkur Daníel, en hann lék á gítar og söng (leikur og syngur? Veit ekki alveg með stöðuna á bandinu) og há falsetta hans vakti athygli, að ekki sé talað um lifandi sviðsframkomu á tónleikum. Bjarni hefur þá leikið á gítar með öðru eðalbandi sem er á mála hjá post-dreifingu, Skoffín, en hún átti sérdeilis vel heppnaða plötu Nýbylgjuhundarnir hinir nýju á þessu ári, …hentar íslenskum að- stæðum. Leiðtogi þar er Jóhannes Bjarki Bjarkason og tónlist einnig nýbylgja, en súrari. Vísanir í doo- wop, David Lynch og gamalt ís- lenskt popp m.a.; undarleg ára yfir en lokkandi um leið. En ég er hingað kominn, aðallega, til að tala um þriðja bandið sem Bjarni tengist, hið tiltölulega nýja Supersport! Þar eru liðsmenn ásamt Bjarna (sem syngur og spilar á gítar) þau Þóra Birgit Bernódusdóttir (bassi, söngur), Dagur Reykdal Halldórsson (trommur, slagverk) og Hugi Kjart- ansson (hljómborð, sólógítar, söng- ur). Sveitin var stofnuð í kringum lagasmíðar þeirra Þóru og Bjarna og fyrir stuttu kom út fimm laga plata, Dog Run. Enn kveður við nýjan tón, þó að grundvöllurinn sé nýbylgja. Pallett- an er stærri en hjá Bagdad Brothers t.d. og mun fjölskrúðugari snún- ingar á formið. „Hvernig á ég að segja þér satt?“ er einslags kammerpopp en með sterkum vís- unum í eitthvað gamalt og þá gamla íslenska dægurtónlist. Mannakorn, svo ég nefni það fyrsta sem kom í hugann. „Ég smánaði mig“ (sem kom út stakt í febrúar á þessu ári) minnir líka á eitthvað gamalt. Það er Diabolus in Musica-stemning í gangi, á kafla er eins og maður sé að hlusta á sænskt þjóðlagapopp frá áttunda áratugnum (þverflauta frá Eyrúnu Úu) og eftirfarandi texta- brot er í senn ægifagurt og alveg hrikalega sorglegt: „Hvers virði er það að vera til? / Og draga andann / Í andlausum heimi / Og berjast við að vera til“. Fór að hugsa um „Half a Person“ með The Smiths ein- hverra hluta vegna, þessi dumb- ungur en þessi glæta líka. „Það er maður inni í herberginu“ er smellið og gítardrifið og undir þremur mín- útum eins og allt hér. „En sama hvað...“ er sungið af Salóme Katr- ínu, undurblíð smíð. „Svo dó hún, að nóttu, í draumi“ lokar plötunni, surgandi nýbylgjurokk þar sem gít- ararnir fá loks að ýlfra. Eins og sést, margt í gangi en allt eitthvað svo óskaplega hrífandi og vel heppnað. Ég er sáttur. Á Instagram-reikningi Supersport! má lesa að þau vonast til að koma út breiðskífu á næsta ári. Er það vel. »En eins og sést,margt í gangi en allt eitthvað svo óskaplega hrífandi og vel heppnað. Ég er sáttur. Dog Run er stuttskífa með prýðissveitinni Supersport! sem inni- heldur m.a. liðsmenn úr Bagdad Brothers. Rýnt er í gripinn hér og það af festu. Laufey Sigurð- ardóttir flytur Partítu II BWV 1004 fyrir ein- leiksfiðlu eftir J.S. Bach í Lista- safni Einars Jónssonar í dag kl. 16 og er að- gangur ókeypis en athygli vakin á því að tveggja metra fjarlægðarreglan verður í hávegum höfð á tímum Covid-19 og gestafjöldi takmarkaður við 20. Tónleikarnir hlutu menningar- styrk frá Reykjavíkurborg og eru þeir fyrri af tvennum sem haldnir verða í samstarfi Laufeyjar Sigurð- ardóttur og Listasafns Einars Jóns- sonar. Laufey lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1974 og lagði síðar stund á framhaldsnám í Bandaríkjunum og Róm. Hún hlaut fastráðningu hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands 1980, hefur haldið fjölda einleikstónleika og verið virk í flutningi kammer- tónlistar hér á landi, víða um Evr- ópu og í Bandaríkjunum. Leikur partítu eftir Bach í safni Einars Laufey Sigurðardóttir Sýningin Takk Vigdís verður opnuð í dag kl. 15 í sýningarrýminu Midpunkt í Hamraborg í Kópavogi. Lista- maðurinn Logi Bjarnason stend- ur að sýningunni og segir í tilkynn- ingu að Takk Vigdís samanstandi af grindverki sem var í eigu Vigdísar Finnbogadóttur. „Grindverkið sem hér er til sýnis var valið af lista- manninum og söguleg tenging þess við Vigdísi Finnbogadóttur gerir það athyglisvert,“ segir m.a. í til- kynningu. Logi er myndlistamaður sem fæst við að skapa meistaraverk og athyglisverð viðföng, segir þar, og að í þessari sýningu sé tekist á við spursmál um tíma og rými, sögulegt samhengi og hvað við horfum á. Sýninguni lýkur 27. september. Sýnir grindverk sem Vigdís átti Logi Bjarnason Fersk Hljómsveitin Supersport! er allrar athygli verð eins og sannast á nýrri plötu. Ljósmynd/Ernir Ómarsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.