Morgunblaðið - 05.09.2020, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 05.09.2020, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 2020 Boðið er upp á einkaskoðun og fólk vinsamlegast beðið um að hafa samband í síma 898-9396 eða á hakon@valfell.is og panta tíma til skoðunar. Kirkjubraut 2, 300 Akranesi | Sími: 570 4824 | hakon@valfell.is | valfell.is Þingvangur ehf byggir 10 hæða lyftuhúsnæði á góðum stað miðsvæðis á Akranesi. Staðsett við verslunarkjarnann Dalbraut 1, Akranesi. STILLHOLT 21 - AKRANESI Íbúðirnar eru tilbúnar til afhendingar og seljast fullbúnar án gólfefna nema forstofa, þvottahús og baðherbergi flísalagt. Öllum íbúðum fylgir kæliskápur og uppþvottavél í eldhúsinnréttingu. Sýningaríbúð á 1. hæð. Innréttingar og fataskápar frá danska framleiðandanum HTH Innhurðir og flísar frá Parka Heimilistæki frá Ormsson Aðeins örfáar íbúðir eftir Fyrir síðustu umferð í lands-liðsflokki á Skákþingi Ís-lands voru GuðmundurKjartansson og Helgi Áss Grétarsson með vinnings forskot á næstu menn og undir venjulegum kringum allt útlit fyrir það að annar þeirra myndi hampa Íslandsmeist- aratitlinum í ár. Helgi Áss hafði unn- ið Hjörvar Stein í næstsíðustu um- ferð og Guðmundur hafði unnið Dag Ragnarsson. Vandi forystusauðanna var sá að næstu menn í röðinni, Hjörvar Steinn og Bragi Þorfinns- son, gátu með sigri knúið fram auka- keppni fjögurra efstu um titilinn. Það munaði sáralitlu að svo færi því að Bragi vann Helga Áss og Hjörvar stóð til vinnings gegn Guðmundi: Skákþing Íslands 2020, 9. um- ferð: Guðmundur – Hjörvar Guðmundur hafði lagt allt of mikið á stöðuna í byrjun tafls, fékk þokka- legustu færi en hér er fokið í flest skjól. Báðir keppendur voru tím- anaumir og Hjörvar lék 31. … De7? Hann gat unnið með 31. … Hxe2! 32. Kxe2 Dxc4+, t.d. 33. Ke1 Dc5! og vinnur eða 33. Ke3 Db5! 34. Kxe4 De2+ og vinnur. Það kann að vera að Hjörvar hafi hætt við þessa leið vegna 32. Df6 með hugmyndinni 32. … Hxe5 33. Hd8+! og hvítur snýr taflinu við. En eftir 32. … Bg2+! 33. Kxe2 Db2+! fellur biskupinn á e5. Nokkrum leikjum síðar kom þessi staða upp: Guðmundur – Hjörvar Þó að svartur sé skiptamun yfir getur hann ekki losað kónginn og hrókinn á h7. Eftir 78 leiki sættist Hjörvar á skiptan hlut. Það þýddi að Guðmundur varð Íslandsmeistari í þriðja sinn. Bragi Þorfinnsson náði jafntefli úr tapaðri stöðu í skák sinni við Margeir í 8. umferð. Það gaf honum nýtt tækifæri og í lokaumferðinni tefldi hann sína bestu skák: Skákþing Íslands 2010; 9. um- ferð: Helgi Áss Grétarsson – Bragi Þorfinnsson Nimzo-indversk vörn 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Dc2 0-0 5. a3 Bxc3 6. Dxc3 Rc6 7. Rf3 d6 8. b3 He8 9. Bb2 e5 10. d5 Re7 11. Rd2 Rf5 12. b4 c6 13. e4 Rd4 14. Dd3 cxd5 15. cxd5 15. … Rxd5! Tiltölulega óljós fórn en samt rétt ákvörðun. Bragi sá fram á að fá upp stöðu með hrók og peð gegn tveim léttum. 16. exd5 Bf5 17. Dg3 17. Re4 strandaði á 17. … Dh4! og riddarinn á e4 fellur. 17. … Rc2+ 18. Kd1 Rxa1 19. Bxa1 Dd7 20. Bc4 Hac8 21. Ke2 b5 22. Bb3 Bc2 23. He1 f5 24. Kf1 Dc7 25. Ba2 Kh8 26. h3 a5 27. Kg1 axb4 28. axb4 Da7 29. Bb3 Da3! Svartur hefur náð að hrifsa til sín frumkvæðið. Helgi Áss var auk þess í miklu tímahraki. 30. f4 Bxb3 31. Dxb3 Da7 32. Kh1 Df2 33. Dd1? Hann átti innan við mínútu eftir. Með meiri tíma hefði hann fundið besta leikinn, 33. Rf3!, með hug- myndinni 33. … e4 34. Bd4 Dg3 35. De3! og hvítur nær að halda stöð- unni saman. 33. … Dxf4 34. Rf3 h6 35. Dd3 Hc1 36. Dxb5 Hec8 37. Bb2 Hxe1 38. Rxe1 Df2 39. Dd7 Dxe1+ 40. Kh2 Hb8 41. Dxd6 Dxb4 42. Dxb4 Hxb4 43. Bxe5 Hb5 44. Kg3 Hxd5 45. Kf4 Hd2 46. Kxf5 Hxg2 47. h4 Kg8 48. Bf4 g6+ 49. Ke6 Kh7 50. Be5 Hf2 51. Bf6 g5 52. hxg5 Kg6 - og hvítur gafst upp. Lokastaðan varð þessi: 1. Guð- mundur Kjartansson 6½ v. (af 9) 2.-3. Bragi Þorfinnsson og Helgi Áss Þorfinnsson 6 v. 4. Hjörvar Steinn Grétarsson 5½ v. 5.-7. Vignir Vatnar Stefánsson, Björn Þorfinnsson og Dagur Ragnarsson 4½ v. 8. Margeir Pétursson 3 v. 9. Þröstur Þórhalls- son 2½ v. 10. Gauti Páll Jónsson 2 v. Guðmundur Íslands- meistari eftir æsi- spennandi lokaumferð Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Morgunblaðið/Ómar Óskarsson Íslandsmeistari í þriðja sinn Guðmundur Kjartansson við taflið. Leitarstöð Krabba- meinsfélagsins boðar allar konur á aldurs- bilinu 23 ára til 65 ára í legháls- krabbameinsleit á þriggja ára fresti. Á hverju ári eru það um 27.000 konur og frumurannsóknarstofa Leitarstöðvarinnar skoðar árlega 25.000 til 30.000 leghálssýni. Leitarstöðinni er falin mikil ábyrgð. Konur treysta því að sýn- in þeirra séu rétt greind og þær fái réttar upplýsingar. Fjölmiðlar hafa síðustu daga fjallað um mis- tök sem voru gerð hjá frumurann- sóknarstofunni við greiningu sýna. Kona sem er nú greind með ólæknandi leghálskrabbamein fékk neikvæðar niðurstöður en ljóst er að mögulega hefði verið hægt að koma í veg fyrir krabba- meinið ef það hefði verið greint á forstigum sjúkdómsins. Ljóst er að mistök voru gerð við greiningu á sýninu frá árinu 2018 því þegar það var skoðað aftur sáust frumu- breytingar greinilega. Nú vinnur leitarstöðin í því að rannsaka 6.000 sýni frá árinu 2018 og er þegar komið í ljós að um 30 konur hafa fengið ranga niðurstöðu vegna frumubreytinga í legháls- skoðun. Frá því reglubundin skimun á leghálskrabbameini hófst árið 1963 hefur dánartíðni vegna leg- hálskrabbameins minnkað um 83% og er því ljóst að skimun skiptir sköpum. Að greina forstig legháls- krabbameins er lykilatriði. Það getur skilið á milli lífs og dauða. Það er ekkert sem getur bætt þeim konum sem fengu ranga greiningu skaðann. Það hjálpar þeim ekki að bæta ferla og gera betur í framtíðinni. Skaðinn er þegar skeður. Það er hins vegar mikilvægt fyrir aðrar konur að Krabbameinsfélagið og heilbrigð- isyfirvöld fari yfir öll þau sýni sem kunna að vera röng og skoði hvað brást. Að öflugt gæðaeftirlit grípi þau mannlegu mistök sem starfs- menn kunna að gera. Þrátt fyrir þann góða árangur sem skimanir hafa sýnt hefur dregið úr mæt- ingu í skimanir fyrir leghálskrabbameini á Íslandi. Til að bregð- ast við því hefur Krabbameinsfélagið blásið til sóknar síðasta ár og hvatt konur til að mæta í skimun m.a. með því að bjóða fyrstu skoðun gjald- frjálsa. Nú er hætta á að traust kvenna til leghálsskimana sé brot- ið og það eykur líkurnar á að kon- ur mæti ekki í skimun. Það getur haft skelfilegar afleiðingar. Um áramót munu skimanir fær- ast yfir til Landspítalans og heilsugæslunnar. Enn er óljóst hvernig sú framkvæmd mun fara fram. En áfram verður lífs- nauðsynlegt að halda uppi skim- unum sem greina frumubreyt- ingar. Kraftur skorar á Krabbameins- félagið og stjórnvöld að tryggja gæði skimana og gæðaeftirlit til að draga úr líkum á að svona mistök eigi sér aftur stað. Líf kvenna er í húfi. Tryggjum gæði skimana Eftir Elínu Söndru Skúladóttur » Frá því reglubundin skimun á legháls- krabbameini hófst árið 1963 hefur dánartíðni vegna leghálskrabba- meins minnkað um 83%. Að greina forstig leghálskrabbameins er lykilatriði. Elín Sandra Skúladóttir Höfundur er formaður Krafts, stuðn- ingsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstand- endur. formadur@kraftur.org Bessi Bjarnason fæddist í Reykjavík 5. september 1930. Foreldrar hans voru Bjarni Sigmundsson frá Rauðasandi á Barðaströnd og Guðrún Snorradóttir úr Skagafirði. Bessi giftist tvisvar, Erlu Sig- þórsdóttur sem hann átti með þrjú börn og síðar leikkonunni Margréti Guðmundsdóttur. Bessi var einn ástsælasti leikari Íslands um áratuga skeið.Bessi var góður gam- anleikari en tókst líka á við al- varleg hlutverk. Þekktastur er hann þó fyrir hlutverk sín í barnaleikritum, ekki síst leik- ritum Torbjörns Egners. Mikki refur í Dýrunum í Hálsaskógi er ógleymanlegur og ekki síður Jónatan í Kardimommubænum jafnvel áratugum síðar þegar þeir sem kynntust list hans sem börn eru komnir á miðjan aldur. Það var einhver tímalaus galdur og hlýja sem fylgdi Bessa og gerði það að verkum að hann var allra manna hug- ljúfi og fáir sem ekki eiga góðar minningar frá leik, söng eða skemmtun þar sem Bessi hefur verið í aðalhlutverki. Þótt Bessi sé horfinn af sviðinu lifir hann í sameiginlegu minni stórs hluta þjóðarinnar. Það er mikil gæfa að skilja eftir sig slík spor í þjóðarsálinni. Bessi lést 12.9. 2005. Merkir Íslendingar Morgunblaðið/Ingibjörg Bessi Bjarnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.