Morgunblaðið - 22.09.2020, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 2020
Í YFIRRÉTTI (E. HIGH COURT OF JUSTICE)
FYRIRTÆKJA- OG FASTEIGNADÓMSTÓLAR (E. BUSINESS AND PROPERTY COURTS) ENGLANDS OGWALES
FYRIRTÆKJADÓMSTÓLL (E. COMPANIES COURT)
VARÐANDI ARCH INSURANCE (UK) LIMITED
- og -
VARÐANDI ARCH INSURANCE (EU) DAC
- og -
VARÐANDI BRESK LÖG UM FJÁRMÁLAÞJÓNUSTU OG -MARKAÐI FRÁ ÁRINU 2000
Hér með tilkynnist að hinn 10. september 2020 lögðu Arch Insurance (UK) Limited (framseljandi) og Arch Insurance (EU) DAC
(framsalshafi) fram beiðni skv. 107. gr. breskra laga um ármálaþjónustu og -markaði frá árinu 2000 (e. Financial Services and
Markets Act 2000) (lögin) hjá dómstólnumHigh Court of Justice, Business and Property Courts of England andWales, Companies
Court (ChD) í London, um úrskurð:
(1) samkvæmt 111. gr. laganna semheimilar áætlun (áætlunin) um framsal til framsalshafa á vátryggingastarfsemi framseljanda
(að undanskilinni starfsemi sem felst í að veita endurtryggingar) sem stunduð er í ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins
(EES-ríki) á grundvelli staðfesturéttar og/eða þjónustufrelsis framseljanda, og
(2) semmælir fyrir um viðbótarákvæði í tengslum við áætlunina skv. 112. gr. og 112. gr. A í lögunum.
Eintak af skýrslu um skilmála áætlunarinnar, sem var samin í samræmi við 109. gr. laganna af óháðum sérfræðingi (skýrslan um
áætlunina), skjal með yfirliti um skilmála áætlunarinnar og samantekt skýrslunnar um áætlunina og áætlunarskjalið eru fáanleg
endurgjaldslaust með því að hafa samband við framseljanda og framsalshafa gegnum neðangreind símanúmer eða
póstfang/netfang. Þessi skjöl og önnur tengd skjöl, þ. á m. sýnishorn af samskiptum við vátryggingartaka, eru einnig fáanleg á
vefsvæðinuwww.archcapgroup.com/Insurance/Arch-Part-VII. Þetta vefsvæði verður uppfært ef einhverjarmikilvægar breytingar
verða á fyrirhuguðu framsali.
Vakni spurningar í tengslum við fyrirhugaða áætlun skal hafa samband við framseljanda og framsalshafa með því að hringja í
neðangreind símanúmer (gjaldfrjálst þegar hringt er frá Bretlandi) eðameð því að senda póst á neðangreint póstfang og netfang:
Símanúmer: +44 (0)808 196 3200 (opið virka daga frá kl. 09:00-17:00 að staðartíma í London)
Ofangreindur afgreiðslutími gildir ekki á almennum frídögum. Ef hringt er utan afgreiðslutíma er hægt að skilja eftir skilaboð og
biðja um að haft verði samband við þann sem hringdi.
Póstfang: Arch Insurance (UK) Limited, 5th Floor, Plantation Place South, London EC3R 5AZ, Bretlandi
Netfang: Archpart7@archinsurance.co.uk
Sértu með vátryggingu hjá framseljanda og/eða framsalshafa, vinsamlegast tilgreindu þá númer vátryggingarskírteinisins (e.
policy number) í öllum samskiptum. Þetta númer er að finna í vátryggingarskjölunum og tengdum samskiptum.
Beiðnin verður tekin fyrir hjá dómstólnum High Court of Justice of England and Wales, 7 Rolls Buildings, Fetter Lane,
London, EC4A 1NL, Bretlandi hinn 18. desember 2020. Hverjum þeim sem telur að framkvæmd áætlunarinnar myndi hafa
neikvæð áhrif á sig eða andmælir henni er heimilt að vera viðstaddur dómþingið í eigin persónu eða gegnum fyrirsvarsmann og
koma sjónarmiðum sínumþar á framfæri. Þess er farið á leit að hver sá sem hyggst gera það tilkynni það skriflega til framseljanda
og framsalshafa gegnum ofangreint póstfang/netfang svo fljótt sem auðið er, helst fyrir 1. desember 2020, og tilgreini eðli
andmæla sinna. Það mun gera framseljanda og framsalshafa kleift að tilkynna hvers kyns breytingar í tengslum við dómþingið
og, ef unnt er, að ráða bót á vandamálum sem tilkynnt er um fyrir dómþingið.
Hver sá sem andmælir áætluninni, eða telur að hann kunni að verða fyrir neikvæðum áhrifum af henni, en hyggst ekki mæta á
dómþingið getur komið sjónarmiðum sínum um áætlunina á framfæri með því að senda skriflega tilkynningu þar að lútandi til
framseljanda og framsalshafa á ofangreint póstfang/netfang eða hringja í ofangreind símanúmer, í hverju tilviki eins fljótt og
auðið er og helst fyrir 1. desember 2020.
Framseljandi og framsalshafi munu gera bresku ármálaeftirlitsstofnunum Financial Conduct Authority og Prudential
Regulation Authority viðvart um öll andmæli sem berast fyrir dómþingið, óháð því hvort sá sem hreyfir andmælunum hyggst
vera viðstaddur það.
16. september 2020
Womble Bond Dickinson (UK) LLP, 4 More London Riverside, London, SE1 2AU, Bretlandi
Lögmenn framseljanda
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
„Það er auðvitað áhyggjuefni að geta
ekki gengið að því að vera með fastar
flugferðir til og frá Vestmannaeyj-
um,“ segir Díana Óskarsdóttir, for-
stjóri Heilbrigðisstofnunar Suður-
lands, um þá ákvörðun flugfélagsins
Ernis að hætta flugi til og frá Vest-
mannaeyjum. Félagið flaug sína síð-
ustu áætlunarferð til Eyja fyrr í sept-
embermánuði. Ástæðan þar að baki
er sú að flugleiðin bar sig ekki og var
því ekki sjálfbær.
Að sögn Díönu þurfa heilbrigðis-
stofnanir nú að treysta á þjónustu
Herjólfs. Áður gátu umræddar stofn-
anir sent sýni eða blóð með flugi til og
frá Eyjum. „Þetta er auðvitað mjög
mikið ferðalag ef þú hefur ekki flugið.
Fólk sem ætlar að sækja þjónustu í
bænum verður jafnframt að taka bát-
inn. Við höfum verið að nota flugið til
að senda sýni og neyðarblóð. Þetta er
því áhyggjuefni,“ segir Díana sem
tekur fram að vandamálið sé ekki
bundið við Vestmannaeyjar. Þannig
búi fjöldi bæjarfélaga við sambæri-
legar aðstæður. „Þetta er ekki bara
vandamál hjá okkur heldur er þetta
alls staðar. Þetta er vandamál á fleiri
stöðum.“
Vélarnar staðsettar fyrir norðan
Við flutning á sjúklingum frá Vest-
mannaeyjum til Reykjavíkur notast
heilbrigðisstofnanir við þjónustu Mý-
flugs. Flugfélagið var stofnað fyrir 35
árum, en alls er félagið með fjórar vél-
ar á sínum snærum. Mýflug er með
höfuðstöðvar á Akureyri og eru vél-
arnar staðsettar þar.
Að sögn Díönu er sjúkraflugið ein-
vörðungu notað til sjúkraflugs. „Þeir
eru staðsettir á Akureyri og gera út
þaðan. Við notum þetta sjúkraflug til
að flytja sjúklinga sem eru veikir.
Þetta eru aðilar sem eru með alvar-
legri veikindi og þurfa að komast í
bæinn,“ segir Díana.
Aðspurð segir hún að framan-
greindar sjúkraflugsferðir séu farnar
um þrisvar í viku. Að hennar sögn
hafa veikir sjúklingar aldrei verið
sendir með farþegaflugi. Niðurfelling
farþegaflugs feli því eingöngu í sér
breytingu á ferðatilhögun. „Við erum
með sjúklinga sem verða að komast í
bæinn og það er mikið ferðalag þegar
þú hefur ekki flugið. Hins vegar er
það svo að við höfum aldrei sent veik-
an sjúkling í farþegaflug heldur hafa
þeir farið með sjúkraflugi. Þessar
breytingar koma því ekkert við.“
Áhyggjuefni að flugið leggst af
Heilbrigðisstofnun Suðurlands sendir
sýni og blóð með Herjólfi til borgarinnar
Morgunblaðið/Ernir
Flugvél Flugfélagið Ernir var áður með áætlunarferðir milli Reykjavíkur
og Eyja. Flugleiðin hefur nú lagst af þar sem hún var ekki sjálfbær.
Atli Steinn Guðmundsson
skrifar frá Vadsø
Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem
ákærður er fyrir að hafa orðið hálf-
bróður sínum, Gísla Þór Þórarins-
syni, að bana í Mehamn í Noregi að-
faranótt 27. apríl í fyrra, kvaðst fyrir
héraðsdómi í Vadsø við upphaf aðal-
meðferðar málsins í gærmorgun
ekki hafa ætlað sér að ganga svo
langt sem raun bar vitni, fyrir hon-
um hefði einungis vakað að skjóta
Gísla Þór skelk í bringu eftir að
hann varð þess áskynja að Gísli og
Elena Undeland, barnsmóðir og
fyrrverandi eiginkona Gunnars,
felldu saman hugi.
Ekki alltaf reiður
Játaði Gunnar fúslega, þegar
Kåre Skognes héraðsdómari innti
hann eftir því, að hann hefði átt við
áfengis- og fíkniefnavandamál að
stríða sem markað hefði samband
þeirra Elenu meðan á hjónabandi
þeirra stóð og eftir að því lauk.
„Það er einhvern veginn þannig
með mitt líf að þegar hlutirnir ganga
mjög vel þá er eins og ég höndli ekki
góðærið. Vandamálið mitt með
áfengi er að ég drekk þegar ég er
glaður og ég drekk þegar ég er leið-
ur. Ég vil ekki meina að ég hafi alltaf
verið reiður og vondur þegar ég var
að drekka, en vissulega var ég það
stundum,“ játaði Gunnar fyrir hér-
aðsdómi í gær.
Leitaði ásjár
Kvaðst hann hafa orðið viti sínu
fjær af sorg og bræði í kjölfar þess
að hafa orðið þess áskynja að fyrr-
verandi eiginkona hans og hálfbróðir
hans væru orðin svo náin sem raun
bar vitni.
Gunnar Jóhann leitaði aðstoðar á
geðdeild í Karasjok, sveitarfélagi
suður af Mehamn, í apríl í fyrra, í
kjölfar úrskurðar um nálgunarbann
gagnvart hálfbróður sínum og
Elenu, en fór þaðan sjálfviljugur
föstudaginn 26. apríl, daginn fyrir
þann dag sem honum er gefið að sök
að hafa stytt hálfbróður sínum ald-
ur.
Skulum bara drekka
Gunnar tók þá að eigin sögn leigu-
bíl til Mehamn og settist að drykkju
með vinum sínum, gegn betri vitund.
„Strákarnir sögðu við mig: „Gunn-
ar, í kvöld skulum við bara drekka,“
og ég var svo sáttur við það, ég vildi
bara drekka mig fullan og geta
gleymt ástandinu í bili. Við fórum
svo út, fórum á skemmtistaði en það
var bara enginn úti að skemmta sér
þetta kvöld. Svo þegar við komum á
Nissen-barinn [í Mehamn] helltist
þetta allt yfir mig aftur, ég fór að
hugsa um hvernig bróðir minn gæti
gert mér þetta. Og þá ákvað ég að
fara heim til hans og hræða hann,“
segir Gunnar.
Var brjálæði
„Ég vildi bara fá hann til að pakka
niður, taka draslið sitt og bátinn sinn
og koma sér frá Mehamn. Ég hafði
tvo valkosti, annaðhvort að hengja
mig og láta börnin mín alast upp án
mín eða fá bróður minn til að hætta
þessu. Á þessum tíma sá ég þetta
sem einu valkostina. Þetta var brjál-
æði, ég viðurkenni það alveg,“ sagði
Gunnar frá þegar Kåre Skognes
héraðsdómari bað hann að fara yfir
atburði aðfaranætur 27. apríl 2019 í
Mehamn með viðstöddum í gær.
Kvaðst hafa verið viti
sínu fjær af sorg og bræði
Ætlaði sér ekki að ganga svo langt Vildi hrekja hálfbróður
sinn frá Mehamn Ákvað að skjóta honum skelk í bringu
Ljósmynd/Eril Brenli/Finnmark
Réttur Gunnar Jóhann Gunnarsson sagði það ekki hafa verið ásetning sinn að ráða hálfbróður sinn af dögum. Aðal-
meðferð í máli hans hófst í Vadsø í gærmorgun. Þar sagðist Gunnar hafa verið viti sínu fjær af sorg og bræði.
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur
dæmt sautján ára pilt í tíu mánaða
fangelsisvist, skilorðsbundna til
þriggja ára, fyrir að stinga jafnaldra
sinn í kviðinn við Jórufell í apríl á
þessu ári. Sá hlaut lífshættulega
áverka af stungunni.
Dómur í málinu féll í gær, en í dóm-
inum kemur fram að stungan hafi átt
sér stað við átök milli tveggja hverfa-
hópa, þar sem að stofni til hafi verið
drengir á fjórtánda og fimmtánda
aldursári. Drengirnir tveir, ákærði og
brotaþoli, voru þeirra elstir.
Úlfúð hafi verið á milli þessara
hópa og þeir eldað saman grátt silfur
um nokkra hríð. Svo virðist sem átök-
in hafi stigmagnast og loks farið al-
gjörlega úr böndunum.
Horft til ungs aldurs
Við ákvörðun refsingar var meðal
annars horft til ungs aldurs drengs-
ins og þess að hann eigi ekki að baki
sakaferil. Þá var til þess litið að
ákærði og brotaþoli hefðu rætt sam-
an í þinghaldi undir aðalmeðferð
málsins, að viðstöddum aðstand-
endum sínum og dómara í málinu, og
ákveðið að slíðra sverðin þannig að
ekki kæmi til frekari átaka milli
þeirra eða þessara drengjahópa.
900 þúsund í miskabætur
Auk tíu mánaða skilorðsbundinnar
refsingar var ákærði dæmdur til að
greiða brotaþola 900 þúsund krónur í
miskabætur.
Slíðruðu sverðin
eftir stunguárás
Tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi
Morgunblaðið/Þór
Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur
var kveðinn upp í málinu í gær.