Morgunblaðið - 22.09.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.09.2020, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 2020 Vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Sími 555 3100 www.donna.is Honeywell gæða lofthreinsitæki Hreint loft - betri heilsa Loftmengun er hættuleg heilsu og lífsgæðum. Honeywell loft- hreinsitæki eru góð viðmyglu- gróum, bakteríum, frjókornum, svifryki, lykt og fjarlægir allt að 99,97% af ofnæmisvaldandi efnum. Verð kr. 59.100 Verð kr. 37.560 Verð kr. 16.890 Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Nýr veruleiki blasir við menntskæl- ingum sem ber nú að mæta með grímu í skólann á næstunni. Grímu- skyldan er greinilega tekin föstum tökum innan veggja Borgarholts- skóla því í gær mátti sjá starfsmann í anddyri skólans með grímupakkn- ingu sér við hlið. Eins þurfa nem- endur á ný að aðlagast hólfaskipt- um byggingum, fjarlægð við náungann og fjarkennslu. „Skrítið“ var orðið sem samnem- endurnir í sjónlistartíma, þau Art- húr Rós, Lady Lene, Ari og Breki Snær sammæltust um að velja til að lýsa verunni í skólanum á tímum kórónuveirunnar. Þau segja nem- endur almennt jákvæða. „En sumir eru nú ekkert að virða þessa eins metra reglu,“ segir Ari og öll jánka þau því. „Þetta er orðið svolítið eðli- legt þó það sé það ekki,“ segir Lady. Hitta vinina í matsalnum Ungmennin kvarta ekki undan því að nota grímuna og samsinna því að þetta sé einfaldlega nauðsyn- legt. Þau eru öll á fyrsta ári og mega eingöngu vera á vissum svæð- um í skólanum og ganga eftir viss- um leiðum til að komast inn í kennslustofu. Spurð hvort þau séu vonsvikin að missa af félagslífinu, þá neita þau því. „Ég held að það eigi að bæta okkur það upp. Kannski verður eitt- hvert eitt ball sem við náum að fara á,“ segir Ari bjartsýnn. Helst eru þau á því að þar sem þau eru nýnemar þekki þau ekkert annað og viti fyrir vikið ekki af hverju þau eru að missa. „En maður er miklu minna að hitta fólk í skól- anum til að hanga,“ segir Arthúr. Þau segjast hitta vini sína dags- daglega en finna fyrir því að ekki má gera það sem áður þótti eðlilegt. „Að knúsa“ nefna þau, spurð um þá hluti sem þau sakna mest. „Svo er maður mjög meðvitaður þegar mað- ur tekur í höndina á einhverjum og veltir því fyrir sér hvort maður eigi að vera að gera þetta,“ segir Breki. Aðspurð hvað þau ætli að gera í öðruvísi í skólanum þegar veirufar- aldrinum lýkur þá segjast þau m.a. ætla að hitta vini sína í matsalnum. Mjög aðlögunarhæfir „Almennt eru nemendur mjög að- lögunarhæfir. Ég þurfti t.a.m. ekki að nefna það við neinn þegar þau komu í tíma að þau þyrftu að hafa grímu. Allir voru tilbúnir. Svo eru þau flest til í að stökkva til þegar ég boða þau til fjarkennslu,“ segir Cur- ver Thoroddsen sjónlistakennari. „Ef eitthvað er jákvætt í þessu þá er það sú staðreynd að kennslan hefur þróast ótrúlega hratt síðan farald- urinn byrjaði. Bæði nemendur og kennarar hafa tileinkað sér kennslu- aðferðir og tækni sem þau þurftu ekki að nota áður,“ segir Curver. Sakna þess mest að knúsa  Öllum menntskælingum á höfuðborgarsvæðinu gert að mæta með grímu í skólann á næstunni  Nýnemarnir vita ekki af hverju þeir eru að missa  Kennsluhættir þróast hratt í faraldrinum Morgunblaðið/Eggert Grímur Nemendur í Sjónlist Borgarholtsskóla voru ekki mikið að kippa sér upp við það að grímuskylda er á þeim sem sækja skólann um þessar mundir. Morgunblaðið/Eggert Skrítið Þeim Arthúri Rós Saifa Pálssyni, Lady Lene Ýri Atladóttur, Ara Pálssyni og Breka Snæ Baldurssyni þykir skólavistin hafa verið skrítin. Ragnhildur Þrastardóttir Freyr Bjarnason Samtals greindust 30 ný innanlands- smit kórónuveiru á sunnudag, 15 smitaðra voru í sóttkví við greiningu. Meðalaldur smitaðra er nú um 40 ár og má rekja stóran hluta smitanna til skemmtistaða í miðbæ Reykjavíkur, að því er Þórólfur Guðnason sótt- varnalæknir greindi frá á upplýs- ingafundi almannavarna í gær. Eins og áður hefur verið greint frá hefur virkum smitum hérlendis fjölgað mikið á síðastliðinni viku. „Þessi fjölgun smita er áhyggju- efni, staðan er alvarleg og þess vegna þarf að skerpa á öllum þáttum sóttvarna og það eru þegar miklar aðgerðir í gangi. Það er mikið í hönd- um okkar sem einstaklinga hvernig málin þróast,“ sagði Alma D. Möller landlæknir á fundinum í gær. Bæði hún og Þórólfur sögðu að ekki væri þörf á hertum aðgerðum. „Það er stöðugt verið að meta hvort þörf sé á eða gagn sé að frekari fjöldatakmörkunum og lokunum og verður gripið til þeirra ef þörf kref- ur,“ sagði Alma og bætti við: „Það væri auðvitað bara hægt að loka öllu og grípa til hörðustu að- gerða en það á samt ekki endilega við nú þegar við erum að reyna að feta okkur að því að halda niðri smit- um og afleiðingum þeirra með sem minnstri röskun á daglegu lífi.“ Ánægjuleg fækkun Smitin sem greindust á sunnudag voru þó nokkuð færri en smitin sem greindust á laugardag og föstudag. 38 greindust á laugardag og 75 á föstudag. „Það er ánægjulegt að sjá þessa fækkun en við gætum fengið ein- hverja uppsveiflu og niðursveiflu. Það er eðli svona faraldra að gera það. Að jafnaði viljum við náttúrlega sjá hann fara niður. Ég tel alls ekki ástæðu til að grípa til harðari að- gerða núna en við höfum verið að grípa til,“ sagði Þórólfur. Síðustu daga hefur fólki í sóttkví fjölgað stöðugt og eru nú 2.102 í sóttkví. „Sem er náttúrlega eðlileg afleið- ing af fjölda þeirra einstaklinga sem hafa verið að greinast,“ sagði Þór- ólfur og bætti því við að ánægjulegt væri að sjá hvað fyrirtæki og ein- staklingar hafi tekið við sér í smit- vörnum. „Þannig náum við árangri,“ segir hann. Yfirvöld hafa ekki gripið til víð- tækra aðgerða vegna aukins smit- fjölda og frekar leitast við að hvetja til ýmissa viðbragða fyrirtækja og einstaklinga við smitfjöldanum. Þannig hafa embætti landlæknis og almannavarnadeild ríkislögreglu- stjóra hvatt fyrirtæki og stofnanir til að skipta upp rýmum, fá starfsfólk sem getur verið í fjarvinnu til að gera það og að sameiginleg rými séu sótthreinsuð oft og vel. Fram kemur í tilkynningu frá al- mannavörnum að mikilvægast sé þó að allir gæti að einstaklingsbundn- um sóttvörnum, það er að starfs- menn þvoi og sótthreinsi hendur oft og tryggi að minnsta kosti eins metra fjarlægð. Andlitsgrímur í skólum Þá hefur Þórólfur einnig mælst til þess að framhalds- og háskólar bjóði nemendum upp á fjarkennslu. Þar sem það sé ekki mögulegt bjóði skól- arnir nemendum upp á andlitsgrím- ur. Virk smit eru nú í öllum landshlut- um nema á Austurlandi. Langflest virku smitin eru á höfuðborgarsvæð- inu en tvö smit greindust utan höfuð- borgarsvæðisins í gær, annað á Vesturlandi og hitt á Vestfjörðum. Grípa til hertra að- gerða „ef þörf krefur“  30 ný innanlandssmit  Fjölgunin sögð áhyggjuefni Kórónuveirusmit á Íslandi Nýgengi smita frá 30. júní 2.377 staðfest smit Heimild: covid.is Nýgengi innanlands 20. sept. 59,7 ný smit sl. 14 daga á 100.000 íbúa 2 einstaklingar eru á sjúkrahúsi, enginn á gjörgæslu 253.708 sýni hafa verið tekin Þar af í landamæraskimun 145.196 sýni, samtals í skimun 1 og 2 2.092 einstaklingar eru í skimunarsóttkví 50 40 30 20 10 0 59,7 4,6 2.102 einstaklingar eru í sóttkví 242 eru með virkt smit og í einangrun Nýgengi innanlands Nýgengi, landamæri júlí ágúst september Ef vel bókast í nýja tíma á Heilsuveru gæti Heilsugæsla höfuðborgarsvæð- isins tekið um 5.000 sýni í dag. Útlit er fyrir langan vinnudag hjá „góðum hópi fólks“ sem hefur sýnatökur nú klukkan átta í morgunsárið og vinnur fram á kvöld ef þess gerist þörf þó vonandi náist að klára alla sýnatök- una á 8-10 tímum. Þetta segir Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Mest hafa um 4.000 sýni verið tekin á landsvísu á einum degi í faraldr- inum, en það var 17. september síð- astliðinn þegar 75 smit greindust í kjölfarið. Heilsugæsla höfuðborgar- svæðisins tekur gjarnan 2-3 þúsund sýni daglega en ákvörðun um að bæta við tímum á Heilsuveru var tekin í gær og mun heilsugæslan geta tekið 2.000 fleiri sýni en vant er í dag, eða allt að 5.000 sýni alls. Ástæðan fyrir því að gefið er í við sýnatökuna er mikill fjöldi smita sem hafa greinst í samfélaginu undanfarið og hefur Heilsugæsla höfuð- borgarsvæðisins fengið ábendingar um að fólk hafi ekki komist að í skim- un, þrátt fyrir að það sé með ein- kenni. „Það er ekki gott ef fólk er með einkenni og kemst ekki að,“ segir Óskar. ragnhildur@mbl.is Gætu tekið metfjölda veirusýna í dag  Bæta við tímum í sýnatöku Morgunblaðið/Eggert Sýnataka Frá sýnatöku við Orku- húsið á sólríkum degi í lok ágúst. ÁHRIF KÓRÓNUVEIRUNNAR Á ÍSLANDI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.