Morgunblaðið - 22.09.2020, Síða 11

Morgunblaðið - 22.09.2020, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 2020 Stærðir: 18–24 Verð 10.995 Margir litir Biomecanics-skórnir auðvelda börnum að taka fyrstu skrefin. Aukinn stuðningur frá hliðunum bætir jafnvægi og eykur stöðugleika. Börnin komast auðveldar áfram og af meira öryggi þökk sé sveigjanlegum sóla og sérstyrktri tá. í fyrstu skónum frá Biomecanics SKOÐAÐU ÚRVALIÐ Á VEFSÍÐUNNI OKKAR www.skornirthinir.is ÖRUGG SKREF ÚT Í LÍFIÐ SMÁRALIND www.skornir.is Júlíus Kristjánsson, framkvæmdastjóri og kennari á Dalvík, er lát- inn, níræður að aldri. Júlíus fæddist í Efstakoti á Upsaströnd 16. september 1930, sonur hjónanna Krist- jáns E. Jónssonar og Þóreyjar Friðbjörns- dóttur. Júlíus lauk fiski- mannaprófi frá Stýri- mannaskólanum í Reykjavík árið 1954 og var til sjós um nokkurn tíma auk þess að starfa við netagerð hjá Netjamönnum á Dalvík. Árið 1965 stofnaði hann Netagerð Dalvík- ur hf. ásamt fleirum og hafði með höndum framkvæmdastjórn fyrir- tækisins en hann lauk meistaranámi í netagerð um svipað leyti. Um nokkurn tíma annaðist Júlíus sjóvinnukennslu sem boðin var sem valgrein við Dalvíkurskóla og þá ann- aðist hann ýmist kennslu eða próf- dæmingu á skipstjórnarnámskeiðum til 30 tonna skipstjórnarréttinda á ýmsum stöðum norðanlands. Árið 1981 var stofnuð skipstjórnarbraut í framhaldsdeildum Dalvíkurskóla og var Júlíus ráðinn sem aðalkennari brautarinnar og starfaði sem slíkur til nokkurra ára ásamt því að hafa með höndum framkvæmdastjórn Netagerðarinnar. Hann hafði mikinn metnað fyrir hönd nemenda sinna og starfsemi námsbrautarinnar. Út- skrifaðist fjöldi nem- enda með 1. og 2. stigs skipstjórnarréttindi frá Dalvíkurskóla. Júlíus var marg- fróður um upphaf og sögu heimabyggðar sinnar, var ættfróður og leituðu margir upplýs- inga til hans um ætt sína og uppruna. Hann sat í sögunefnd Dalvík- ur sem annaðist útgáfu á Sögu Dalvíkur sem kom út í fjórum bindum árin 1978-1985 en Kristmundur Bjarnason frá Sjávarborg var höf- undur. Þá ritaði hann greinar sem birtust í Súlum. Hann var frum- kvöðull að stofnun Héraðsskjalasafns Svarfdæla og fyrsti formaður stjórn- ar. Þá var hann meðal frumkvöðla að stofnun Minjasafnsins Hvols á Dal- vík. Júlíus var kjörinn í veitunefnd Dalvíkur þegar unnið var að stofnun Hitaveitu Dalvíkur og uppbyggingu dreifikerfis veitunnar á Dalvík. Þá sat hann sem varafulltrúi í bæjarstjórn Dalvíkurkaupstaðar 1978-1982. Júlíus átti samleið með Morgun- blaðinu í langan tíma og var um skeið fréttaritari þess á Dalvík. Eftirlifandi eiginkona hans er Ragnheiður Sig- valdadóttir og eignuðust þau þrjá syni; Sigvalda þul, Kristján Þór ráð- herra og Ásgeir Pál viðskiptafræðing. Alls eru afkomendur þeirra hjóna 18 talsins. Andlát Júlíus Kristjánsson Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Gerð landfyllingar við Klettagarða við Laugarnes í Reykjavík lauk í sumar. Á framkvæmdatímanum var fuglalíf á svæðinu vaktað og fuglar taldir. „Meðan talningar fóru fram var verið að vinna við landfyllinguna og komu vörubílar með grjót og efni sem þeir sturtuðu og vinnuvélar ýttu og færðu efnið til. Það var greinilegt að fuglarnir voru orðnir vanir fram- kvæmdunum því skarfar og máfar sem sátu í skerinu norður af landfyll- ingunni kipptu sér ekkert upp við það þótt vörubíll sturtaði grjóti skammt frá með tilheyrandi látum,“ segir í skýrslu Verkís, sem kynnt var á stjórnarfundi Faxaflóahafna fyrir helgi. Verkís tók að sér verkefnið í fyrrahaust. Fuglar voru taldir á strandlengjunni við framkvæmda- svæðið mánaðarlega frá síðustu ára- mótum fram í júní. Ekki varpsvæði fugla Framkvæmdasvæðið sem um ræðir er við austurjaðar hverfis- verndarsvæðis í Laugarnesi og er framhald landfyllingar sem er aust- an við það. Fjaran sem fer undir landfyllingu er að mestu manngerð fyrir. Ekki er því um að ræða að varpbúsvæði fugla fari undir land- fyllingu og rask af hennar völdum, heldur mun eitthvað af svæðum sem nýtt eru til fæðuöflunar fara undir fyllinguna, segir í skýrslu Verkís. Gögn sem til eru um fugla á svæðinu eru helst úr vetrartalningum fugla- áhugamanna sem Náttúrufræði- stofnun Íslands hefur haft umsjón með. Talningar þessar hófust 1952 og hafa því staðið yfir í áratugi á mörgum svæðanna og m.a. á strand- lengju Reykjavíkur. Nokkra breytingu má sjá á fugla- lífi við ströndina eftir talningadög- um. Áberandi mikið var af skörfum í vetrarfuglatalningunni um áramótin og aftur í febrúar. Erfitt var að greina skarfana til tegunda að vetri og í febrúar var mikil hreyfing á þeim, þeir flugu og köfuðu þannig að flestir þeirra féllu í flokk ógreindra skarfa. Líklegt er þó að þeir hafi flestir verið dílaskarfar, líkt og í des- ember, en níu af tíu greindum skörf- um í febrúar voru dílaskarfar. Skörf- unum hafði svo snarfækkað í mars og eftir það. Líklegt er að í desember til febrúar hafi verið nóg æti handa þeim þarna, einhver fiskigengd. Í febrúar voru þeir greinilega að eltast við æti og mikil hreyfing á þeim. Í mars hafa skarfarnir horfið og eru þá farnir að vitja varpstöðvanna um það leyti. Skarfarnir nýta sér skerin norður af landfyllingunni (Skarfa- sker) sem setstað, en þeir þurfa að koma á land til að þurrka haminn og standa þá með útbreidda vængi. Mikið var einnig af bjartmáfum í vetrarfuglatalningunni en lítið eftir það. Bjartmáfar eru vetrargestir hér og ræður fæðuframboð líklega mestu um dreifingu þeirra. Því er líklegt að í lok desember hafi verið nægt fæðuframboð sem svo hefur minnkað, en bjartmáfar éta helst smáfiska og dýr úr yfirborði sjávar. Æðarfugl er algengur við ströndina um veturinn en þegar kemur fram á vor og svo um sumarið er minna af honum. Talsvert æðarvarp er í eyj- unum norður af Reykjavík en þær eru Akurey, Engey, Viðey, Þerney og Lundey. Í lok apríl eru æðarfugl- arnir væntanlega farnir að vitja varpstöðvanna. Lítið var af æðar- fugli í júní og af fimm æðarkollum voru þrjár með unga og leituðu að æti fyrir þá við fjöruborðið í grjót- hleðslunum og við fjöruna í Laug- arnesi. Slæðingur var af öðrum máf- um en bjartmáfum, helst voru það hvítmáfur, silfurmáfur og svartbak- ur í desember og svo koma hettu- máfar og sílamáfar í mars til júní. Minna er af öðrum tegundahópum. „Landfyllingin fer nærri skerjum sem eru norður af henni og þar er setstaður skarfa og máfa. Ef vel er staðið að hleðslum þannig að fólk komist nærri skerjunum án mikillar truflunar gæti gefist þar gott tæki- færi til að skoða þessa fugla í meira návígi en víða,“ segir í skýrslu Verk- ís. Fuglarnir létu sér ekki bregða  Fuglalíf við nýja landfyllingu í Sundahöfn var vakt- að í nokkra mánuði Morgunblaðið/Árni Sæberg Skarfasker Ysti hluti nýju landfyllingarinnar við Klettagarða nær langleiðina að skerjunum. Þarna hefur fólk gott tækifæri til skoða fuglana í návígi. Morgunblaðið/Eggert Landfyllingin Lokið var við gerð hennar í sumar. Til stendur að reisa þarna nýjar höfuðstöðvar Faxaflóahafna. Einnig verður þar lægi fyrir dráttarbáta.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.