Morgunblaðið - 22.09.2020, Side 12

Morgunblaðið - 22.09.2020, Side 12
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Samanburður kjaratölfræðinefndar á kórónuveirukreppunni og tveimur öðrum kreppum leiðir í ljós að aðlög- unin er nú mildari. Til hliðsjónar hafði nefndin tímabilið 1988-1995, sem ein- kenndist af litlum hagvexti, viðleitni til að ná niður verðbólgu og umbreytingu í hagkerfinu og svo bankakreppuna árið 2008. Nefndin birti þróun sex lykilstærða í þessum kreppum (sjá graf en lárétti ásinn sýnir ár frá atburði). Niðurstöðurnar eru meðal annars þær að samdráttur landsframleiðslu er hraðari í yfirstandandi kreppu en í hinum kreppunum. Hins vegar er verðbólgan nú miklu lægri og kaup- máttur launa, á mælikvarða launavísi- tölu, á uppleið. Henný Hinz, fyrrum deildarstjóri hagdeildar ASÍ og tilvonandi aðstoð- armaður ríkisstjórnarinnar, segir verðbólguspár ekki benda til annars en að kaupmáttur launa muni að öðru óbreyttu þróast á hagfelldan hátt út samningstíma lífskjarasamningsins, sem rennur út 2022. Það grundvallist þó á því að verðbólgan fari ekki af stað. Saga tveggja heima „Svo eru aðrir kraftar að verki en beinar launahækkanir og verðlag en þá erum við að horfa á ráðstöfunar- tekjur heimilanna. Við [hjá nefndinni] reynum að draga það fram í þessari skýrslu að þetta er svolítið saga tveggja heima. Annars vegar það sem gerist á mælikvarða kaupmáttar reglulegra launa og hins vegar þróun ráðstöfunartekna heimilanna. Kaup- máttur ráðstöfunartekna hefur í mörgum tilfellum dregist verulega saman á heimilum þar sem dregið hef- ur úr atvinnu, eða fólk misst vinnuna,“ segir Henný. Vega á móti veikingu Í niðurstöðu nefndarinnar segir m.a.: „Lærdómurinn sem draga mætti af þessum þremur kreppum er því ef til vill sá að mikilvægt sé að setja fram skýra framtíðarsýn um fjölbreyttar stoðir hagvaxtar, fremur en að ein- blína á hraðan vöxt í einstaka atvinnu- greinum.“ Henný segir að eftir því sem stoð- irnar séu fleiri þeim mun minni líkur séu á að þjóðin verði fyrir stórum áföllum sem hafi jafn víðtæk áhrif. Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins, segist taka undir niðurstöðu nefndarinnar varðandi stoðir hagvaxtar. Segir hann lengi hafa legið fyrir að renna þyrfti fjöl- breyttari stoðum undir gjaldeyris- öflun þjóðarbúsins. „Og það hefur verið ákall okkar hjá Samtökum iðnaðarins að gert verði stórátak í þessum málum með skýrri pólitískri leiðsögn. Við höfum tiltölu- lega skamman tíma og við þurfum að gera þetta strax.“ Hagstjórnartækin í betri stöðu Ingólfur segir að ólíkt síðustu niður- sveiflu fyrir ríflega áratug, þegar full- komið aftakaveður hafi verið í efna- hagslegu tilliti, hafi nú almennt tekist að viðhalda góðri efnahagslegri stöðu flestra heimila og margra fyrirtækja. Kreppan bitni t.d. fyrst og fremst á heimilum sem finna fyrir atvinnuleysi en minna á öðrum. Þessi kreppa muni líklega skrá sig í sögubækurnar í hagstjórnarlegu tilliti. „Tækjum hag- stjórnar hefur verið beitt með betri ár- angri en áður. Staða peningamála og opinberra fjármála var góð fyrir áfall- ið sem hefur hjálpað til við að beita þeim tækjum með virkari hætti en áð- ur til að milda niðursveifluna og skapa viðspyrnu fyrir hagkerfið. Nauðsyn- legt er hins vegar að gera enn betur með áherslu á þá þætti sem skapa samkeppnishæfni fyrirtækja. Með aukinni verðmætasköpun þeirra skap- ast störf. Áherslan verður þar að vera á umbætur í menntamálum, uppbygg- ingu innviða, bætta umgjörð nýsköp- unar og betri starfsskilyrði fyrirtækja sem gefa þeim forskot í alþjóðlegri samkeppni. Við þurfum að hvetja til verðmætasköpunar á nýjum grunni,“ segir Ingólfur. Höfum lítinn tíma til stefnu  Kjaratölfræðinefnd bar kórónuveirukreppuna saman við kreppuna 1988-95 og bankakreppuna 2008  Aðalhagfræðingur SI segir nýjar stoðir þurfa að koma til strax ef takast eigi að verja kaupmáttinn Samanburður á efnahagsframvindunni í þremur kreppum Vísitala landsframleiðslu Raungengi krónunnar, vísitala Kaupmáttur launa á mælikvarða launavísitölu Vísitala kaupmáttar ráðstöfunartekna á mann Skráð atvinnuleysi, % Verðbólga, % Stöðnun og umbreyting, t-0 = 1998 Bankakreppan, t-0 = 2008 Kórónuveirukreppan (spá), t-0 = 2020 104 102 100 98 96 94 0 9 8 7 6 5 4 3 2 1 0 30 25 20 15 10 5 0 110 100 90 80 70 0 110 105 100 95 90 85 80 0 110 105 100 95 90 85 80 0 t-1 t-0 t+1 t+2 t+3 t+4 t+5 t+6 t-1 t-0 t+1 t+2 t+3 t+4 t+5 t+6 t-1 t-0 t+1 t+2 t+3 t+4 t+5 t+6 t-1 t-0 t+1 t+2 t+3 t+4 t+5 t+6 t-1 t-0 t+1 t+2 t+3 t+4 t+5 t+6 t-1 t-0 t+1 t+2 t+3 t+4 t+5 t+6 H e im ild : K ja ra tö lf ræ ð in ef n d Henný Hinz Ingólfur Bender 12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 2020 ...betra fyrir umhverfið Nýbýlavegur 8 – Portið, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14 TAUBLEIUR bambus.is Ný og endurbætt netverslun Ferðaþjónustufyrirtækið Into the Glacier, sem er í 100% eigu Arctic Adventures og býður upp á ferðir inn í manngerðan helli í Langjökli, hagnaðist um rúmar 50 milljónir króna á síðasta ári, samkvæmt ný- birtum ársreikningi. Árið 2018 var hagnaðurinn tæpar 69 milljónir króna og dregst því saman um tæp 27% milli ára. Eignir fyrirtækisins námu tæpum 703 milljónum króna í lok síðasta árs og drógust saman milli ára um þrjátíu milljónir. Eig- ið fé Into the Glacier nam í lok ársins 523 milljónum króna. Eig- infjárhlutfall félagsins var 75% í lok 2019. Tekjur Into the Glacier námu 760 milljónum í fyrra, en þær voru 850 milljónir árið áður. Eins og getið er um í ársreikn- ingi félagsins væntir það þess að áhrifin af kórónuveirufaraldrinum verði umtalsverð á reksturinn, enda hefur ríkt ferðabann í flest- um löndum og ferðalög milli landa hafa samhliða nánast lagst af. Hef- ur félagið brugðist við ástandinu með uppsögnum, frestunum gjalda, frystingu lána og niður- skurði rekstrarkostnaðar. Hagnaður Into the Glacier 50 m.kr.  Kórónuveirufaraldurinn hefur haft umtalsverð áhrif á reksturinn Hellir Ferðast inn í Langjökul. Sælgætisgerðin Góa-Linda ehf. hagnaðist um rúmlega 76 milljónir króna á síðasta ári, en hagnaður dróst saman um 15% frá árinu á und- an þegar hann var rúmar 90 milljónir króna. Eignir félagsins í lok síðasta árs námu rúmum milljarði króna, og jukust um níu prósent á milli ára, en þær voru 924 milljónir í lok árs 2018. Eigið fé Góu-Lindu nam nálægt 869 milljónum í lok árs 2019, en það var 797 milljónir árið 2018. Eigin- fjárhlutfall fyrirtækisins er 86%. Tekjur félagsins á síðasta ári voru nálægt 1,3 milljörðum króna, og juk- ust um 33 milljónir milli ára. Eins og fram kemur í nýbirtum ársreikningi félagsins störfuðu 53 starfsmenn að meðaltali hjá því á árinu miðað við heilsársstörf, og launagreiðslur námu 354,2 milljón- um króna. Í ársreikningnum segir einnig að 25 milljóna króna arður verði greiddur til hluthafa vegna árs- ins 2019. Stærsti hluthafi félagsins er Helgi Vilhjálmsson með 94% hlut. Í ársreikningnum er vikið að áhrifum kórónuveirufaraldursins á reksturinn, og segir þar að ekki sé að sjá að rekstur félagsins hafi orðið fyrir verulegum áhrifum vegna far- aldursins það sem af er. Þá hefur fé- lagið ekki talið ástæðu til að nýta sér þær aðgerðir ríkisstjórnarinnar sem hafa verið í boði til að koma til móts við erfiðleika í rekstri félaga vegna veirunnar. Góa-Linda hagnaðist um 76 milljónir króna  Áhrif af faraldrinum óveruleg  Arðgreiðsla 25 milljónir Morgunblaðið/Styrmir Kári Nammi Góa framleiðir m.a. vinsæl páskaegg af mörgum gerðum. 22. september 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 135.89 Sterlingspund 176.08 Kanadadalur 103.07 Dönsk króna 21.612 Norsk króna 14.951 Sænsk króna 15.464 Svissn. franki 149.23 Japanskt jen 1.3023 SDR 192.38 Evra 160.8 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 197.4656 Hrávöruverð Gull 1954.75 ($/únsa) Ál 1745.0 ($/tonn) LME Hráolía 43.22 ($/fatið) Brent

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.