Morgunblaðið - 22.09.2020, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Það varð aðrisafrétt íBandaríkj-
unum þegar það
spurðist að Ruth
Bader Ginsburg,
einn af 9 dóm-
urum Hæsta-
réttar Bandaríkjanna, væri
fallin frá. Það hljómar ein-
kennilega í okkar eyrum og
víðar, þótt dómarar í efsta
þrepi kerfisins séu víðast í
virðingarstöðu. En ólíklegt
er þó að almenningur kunni
skil á því hverjir þeir séu.
En í Bandaríkjunum þykir
það á meðal mikilvægra
þátta valdskiptingar stjórn-
málanna hvernig Hæstirétt-
ur er skipaður.
Frú Ginsburg var orðin
87 ára gömul og hafði lengi
átt við erfið veikindi að
stríða og staðið þau af sér
mun lengur en ætla hefði
mátt. Það er óumdeilt að
Ginsburg var vel heima í
sínum fræðum og þess
vegna eftirsóttur fyrirlesari
um lögvísindi um langt ára-
bil. En hún var jafnframt
talin til vinstrisinnuðustu
dómara réttarins og hafði
verið skipuð í embætti af
Bill Clinton forseta. En rétt
er að taka fram að skipt-
ingin í vinstri og hægri í
þessu tilviki snýr ekki að
öllum hefðbundnum átaka-
málum sem stjórnmálin
taka til. En það fylgir þess-
ari skiptingu að „vinstri“
dómararnir lúta þeim laga-
skilingi að þegar þannig
háttar til geti dómstóllinn
tekið ákvarðanir þótt þær
eigi ekki sjáanlega rót í
gildandi settum lögum.
Ákvörðun dómstólsins sé
því ígildi þess í þeim til-
vikum að ný lagaheimild
hafi komið til. „Hægri“
dómararnir telja hins vegar
að stjórnarskráin (en hún
er helsta verkefni Hæsta-
réttar Bandaríkjanna) sé
algjörlega ótvíræð varðandi
þrígreiningu ríkisvaldsins.
Hæstiréttur setji ekki lög,
segi stjórnarskráin. Geti
talsmaður kröfu ekki fært
sannindi fyrir henni með
vísun til gildandi laga þá
beri að hafna henni með
rökstuddri ályktun um það.
Þegar sá þáttur liggur fyrir
getur löggjafinn, ef hann
kýs, skapað skilyrði til þess
að krafa á borð við þá sem
rétturinn hafnaði verði að
veruleika.
Bent er á að þegar meiri-
huti réttarins sé skipaður
„hægri“ dómurum, sam-
kvæmt framangreindri skil-
greiningu, sé
minni hætta á
ferð en í hinu til-
vikinu. Þeir telja
sér óheimilt að
dæma í samræmi
við ímynduð lög,
og það þótt þeir
teldu æskilegt að slík lög
væru til staðar, eins og
„vinstri“ dómararnir telja
sér rétt og skylt. Þeir væru
því ólíklegir til að beita
réttinum pólitískt, því slíkt
væri, samkvæmt stjórnar-
skrá, heimildarlaus valda-
sókn inn á afmarkað svæði
löggjafans.
Donald Trump sagðist að-
spurður myndu tilnefna
dómaraefni eins fljótt og
fært og viðeigandi væri.
Demókratar urðu æfir, eins
og þeir verða reyndar hve-
nær sem Trump svarar
spurningu um áform sín.
Þegar langt var liðið á
síðara kjörtímabil Obama
forseta losnaði sæti dómara
við Hæstarétt. Augljóst var
að Obama yrði ekki í fram-
boði. Hann ákvað þó að til-
nefna dómara í lausa sætið,
Merrick Garland. Það bar
honum að gera, sagði hann,
eins og Trump segir nú, og
báðir réttilega. Þá var mál-
ið að lögum komið til kasta
þingsins. Repúblikanar
voru þá með meirihluta í
öldungadeildinni. Þeir
sögðu sína athugun stað-
festa að ekki myndi nást
meirihluti fyrir tillögunni
um útnefningu Garlands og
engum væri til gagns að
hefja tímafreka leiksýningu
um það sem ekkert yrði úr.
Nú háttar hins vegar
þannig til að repúblikanar
hafa meirihluta í öldunga-
deildinni og forseta á fyrra
kjörtímabili og alls ekki úti-
lokað að hann muni gegna
því starfi áfram næstu fjög-
ur árin. Allt bendir því til
að öldungadeildinni megi
takast vel að leiða málið til
lykta.
Það er vissulega rétt að
repúblikanar hafa 53 þing-
menn af 100 í deildinni. En
tveir þingmenn þeirra hafa
þegar lýst efasemdum sín-
um um hvort þeir muni
standa að afgreiðslu máls-
ins, enda eru þeir taldir
standa veikt í sínum kjör-
dæmum. Detti þeir fyrir
borð hafa repúblikanar einn
þingmann til góða og
reyndar eftir atvikum tvo,
því ef atkvæði falla jafnt í
öldungadeildinni ræður at-
kvæði Pence varaforseta
úrslitum.
Obama sagði sér
skylt að skila tillögu
um dómara til
þingsins án ástæðu-
lausrar tafar}
Fordæmið þekkt
T
ími innviðafjárfestinga er runninn
upp. Slíkar fjárfestingar snúast um
fleira en vegi og brýr, því innviðir
samfélagsins eru margir og sam-
fléttaðir. Hugmyndir um lang-
þráðar framkvæmdir við Menntaskólann í
Reykjavík eru loksins að raungerast, greining á
húsnæðisþörf fyrir iðn- og tæknimenntun er á
lokametrunum og undirbúningur vegna nýs
Listaháskóla er í fullum gangi. Unnið er að
framtíðarskipan Náttúruminjasafns Íslands og
Hús íslenskunnar hefur þegar tekið á sig mynd.
Um áratugaskeið hefur þjóðin átt sér þann
draum að byggja þjóðarleikvanga fyrir íþrótta-
starf í landinu. Slíkt er löngu tímabært, enda
núverandi mannvirki úr sér gengin og standast
ekki kröfur alþjóðlegra íþróttasambanda.
Þannig uppfyllir ekkert íþróttahús hérlendis
lágmarkskröfur sem gerðar eru í alþjóðakeppnum í hand-
knattleik eða körfuknattleik. Laugardalshöllin kemst næst
því, en þar er gólfflötur of lítill, rými fyrir áhorfendur of
smátt og aukarými fyrir ýmsa þjónustu ekki til staðar. Al-
þjóðasambönd hafa þegar gefið okkur gula spjaldið vegna
aðstöðuleysis, og ef ekkert verður að gert gæti það rauða
fylgt í kjölfarið.
Svipaða sögu er að segja um Laugardalsvöllinn, sem er
einn elsti þjóðarleikvangur í Evrópu. Líkt og handbolta-
og körfuboltafólkið okkar hefur knattspyrnulandsliðið náð
undraverðum árangri, bæði í kvenna- og karlaflokki. Það
er þó ekki vellinum að þakka, sem líkt og Laugardalshöllin
stenst ekki kröfur sem gerðar eru í alþjóð-
legum mótum. Aðfinnslurnar eru svipaðar;
völlurinn er lítill, áhorfendaaðstaða óviðunandi
og skortur er á rýmum fyrir ýmsa þjónustu.
Þá hafa keppnistímabil í alþjóðlegum mótum
lengst og þörfin fyrir góðan völl því brýnni en
nokkru sinni fyrr.
Eftir áratuga draumfarir sést nú til lands.
Tveir starfshópar – annar vegna inniíþrótta og
hinn vegna knattspyrnuiðkunar – hafa skilað
greiningu á ólíkum sviðsmyndum, kostum,
göllum, ávinningi og áhættu af ólíkum leiðum.
Þannig er stór hluti undirbúningsvinnunnar
kominn vel á veg og hægt er að taka næstu
skref. Fram undan er að tryggja fjármögnun,
ráðast í hönnun og grípa skófluna og byggja
framtíðarleikvanga fyrir landslið Íslendinga.
Þótt meginmarkmiðið sé að byggja utan um
og yfir íþróttastarfið er mikilvægt að þjóðin öll finni sig í
nýjum þjóðarmannvirkjum. Að hún sé velkomin í mann-
virkin árið um kring, en þau standi ekki tóm og safni bæði
kostnaði og ryki. Það má gera með ýmsum hætti; 1) bjóða
sérsamböndum, stökum félögum og skólum vinnu- og æf-
ingaaðstöðu, 2) hugsa fyrir viðburðahaldi strax á hönn-
unarstigi og tryggja að almenningur, sér í lagi börn, geti
notið og prófað ólíkar íþróttir. Þjóðarleikvangar eiga að
iða af lífi frá morgni til kvölds, eigi þeir að standa undir
nafni.
Lilja Dögg
Alfreðsdóttir
Pistill
Þjóðarleikvangar fyrir þjóðina
Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Andres Magnússon
andres@mbl.is
Fjölmargir bankar víða umheim virðast hafa veriðeinstaklega kærulausir viðval á viðskiptavinum og
snúninga í kringum þá, sem fólu með-
al annars í sér vafasama fjármagns-
flutninga á meira en tveimur billj-
ónum Bandaríkjadala á árunum
2001-2017, sem er í námunda við 275-
föld útgjöld íslenska ríkisins, fyrir
plágu.
Meðal viðskiptavinanna voru eit-
urlyfjabarónar, grunaðir hryðju-
verkamenn, spilltir embættismenn,
glæpafjölskyldur, gírugir valdhafar
og auðmenn með óljósan eða illan
feng. Bankarnir geta ekki varið sig
með því að þeim hafi ekki verið ljóst
hvers kyns var, því heimildirnar um
þessa þjónustu þeirra við skugga-
baldrana eru tilkynningar þeirra
sjálfra um grunsamlegar færslur.
Alþjóðlegt regluverk
Alþjóðlegt eftirlit með fjármuna-
færslum og peningaþvætti var hert til
muna eftir hryðjuverkin í Bandaríkj-
unum árið 2001, en þar gegnir banda-
ríska fjármálaráðuneytið lykilhlut-
verki. Samkvæmt því alþjóðlega
regluverki ber bönkum að senda sér-
stakri upplýsingastofu um fjárglæpi,
FinCEN, tilkynningar um allar grun-
samlegar færslur sem þeir telja að
geti verið liður í peningaþvætti, fjár-
svikum, fjármögnun hryðjuverka eða
öðru ólöglegu athæfi.
Regluverðir bankanna virðast
hafa sent slíkar tilkynningar nokkuð
samviskusamlega, en starfsmenn
bankanna framkvæmdu færslurnar
engu að síður, án þess að hirða frekar
um að gera lögreglu eða öðrum yfir-
völdum viðvart. Þar var þó ekki að-
eins hirðuleysi eða værukærð um að
kenna. Oft virðast bankamenn hafa
gert sér fulla grein fyrir eðli og at-
hæfi viðskiptavinanna, og jafnvel haft
frumkvæði að peningaþvætti og
ámóta myrkraverkum.
Það var bandaríski netmiðillinn
BuzzFeed sem komst yfir afrit af
þúsundum slíkra tilkynninga frá
bankastofnunum á borð við JPMorg-
an Chase, Citigroup og Bank of Am-
erica vestanhafs og Deutsche Bank,
HSBC og Danske Bank austanhafs.
Standard Chartered, sem einkum
starfar í Mið-Austurlöndum hand-
langaði peninga til talibana, en
JPMorgan og Bank of New York
Mellon mokuðu fé til Norður-Kóreu í
trássi við alþjóðabann.
Þjónustufulltrúar mafíunnar í
Mexíkó og Rússlandi
HSBC vílaði ekki fyrir sér að að-
stoða mexíkóska glæpahringi við að
þvætta hundruð milljóna Bandaríkja-
dala, en jafnvel eftir að það komst
upp og bankinn greiddi metsektir ár-
ið 2012, hélt hann uppteknum hætti
og færðist raunar í aukana við að
þjónusta rússnesku mafíuna í úti-
búinu í Hong Kong.
Evrópskir bankar á borð við
Deutsche Bank, Danske Bank, RBS,
Société Générale og Barclays voru
engu skárri, en þeir einbeittu sér
margir að því að annast fjársýslu við
rússneska auðkýfinga af ýmsum
stærðum og gerðum, án þess að for-
vitnast of mikið um hvernig féð væri
fengið. Eða vissu allt um það og tóku
beinan þátt í svínaríinu, eins og raun-
in virðist hafa verið í Danske Bank.
Útibúið í Eistlandi
var undirlagt undir
slík viðskipti, en
bankinn þurfti að
skipta um alla yf-
irstjórnina eftir að
upp komst. Nú er
meira slíkt að koma
í ljós og litla Dan-
mörk sýpur hveljur.
Bankar með bófum og
hryðjuverkamönnum
Það var bandaríski netmiðillinn
Buzzfeed sem komst yfir skjöl
frá FinCEN, sem sýna tilkynn-
ingar banka um grunsamlegar
færslur sem þeir samt sem áð-
ur framkvæmdu.
ICIJ, alþjóðleg samtök rann-
sóknarblaðamanna, hafa tekið
þátt í úrvinnslu og birtingu
efnis úr þeim, en aðeins hefur
brot þeirra verið birt enn.
Fyrsta fréttin úr þeim kom á
sunnudag og verður moðað úr
gögnunum á næstu dögum,
þar sem fjallað verður um ein-
staka banka. Forvitnast má um
gögnin á icij.org, en bandarísk
stjórnvöld hafa varað við birt-
ingunni.
Um 130 lönd
koma við sögu í
tilkynningunum,
en Ísland virðist
ekki eitt þeirra,
hvað sem öllum
gráum listum
líður.
FinCEN-
skjölin
ILLUR FENGUR
Þvætti Danske Bank við Laxagötu í Kaupmannahöfn, en hann er meðal
margra banka sem ekki virðast hafa verið vandir að viðskiptavinum.