Morgunblaðið - 22.09.2020, Side 15

Morgunblaðið - 22.09.2020, Side 15
Hinn 3.-5. sept- ember sl. fór starfandi forseti Mannréttinda- dómstóls Evrópu (MDE) í opinbera heimsókn til Tyrklands þar sem hann m.a. tók á móti heiðursdokt- orsnafnbót við ríkishá- skólann í Istanbúl. Þótt ástæða væri til að fjalla um aðra þætti heimsóknarinnar verður hér ein- göngu vikið að móttöku þessarar nafnbótar. Akademískt frelsi og helstu ógnir við það Í akademísku frelsi felast gildi sem byggjast á sannleiksleit og rétti einstaklings til að tjá sig án íþyngj- andi takmarkana. Akademískir starfsmenn háskóla eiga því að hafa meira hugrekki en ýmsir aðrir við að tjá skoðanir sem fara gegn straumi almennings- álitsins. Oft á tíðum er því freistandi fyrir ráð- andi öfl í hverju sam- félagi, ekki síst stjórn- völd, að hrinda af stað atburðarás þar sem akademískir starfs- menn eiga á hættu að missa starf sitt og jafn- vel frelsi. Um langt árabil hef- ur legið fyrir að akademískt frelsi á undir högg að sækja í ýmsum há- skólum Tyrklands. Sem dæmi, jafn- vel fyrir valdaránstilraunina í júlí 2016 höfðu margir tyrkneskir há- skólamenn glatað mikilvægum rétt- indum vegna þess eins að hafa ritað undir áskorun til stjórnvalda um að láta af herskárri stefnu í garð Kúrda þar í landi, sbr. t.d. skýrslan Aca- demic Purge in Turkey, executive Eftir Helga Áss Grétarsson »Nýmóttekin heið- ursdoktorsnafnbót frá háskólanum í Ist- anbúl er embætti for- seta MDE til vansa. Dómgreindarleysi af þessu tagi ætti að hafa afleiðingar. Helgi Áss Grétarsson Höfundur er lögfræðingur. helgigretarsson@gmail.com Heiðursdoktorsnafnbót til vansa summary, útgefin í febrúar 2020, bls. 1. Ríkisháskólinn í Istanbúl var þar ekki undanskilinn en eftir valda- ránstilraunina í júlí 2016 er talið að yfir 200 akademískir starfsmenn skólans hafi verið reknir, sjá t.d. grein fræðikonunnar Dilek Kurban sem birt var 9. september sl. á vef- síðunni verfassungsblog.de. Forseti MDE og heiðursdoktorsnafnbót Mál sem þessu tengjast hefur á undanförnum árum rekið á fjörur MDE. Þekking dómara við dómstól- inn á stöðu mála í Tyrklandi ætti því að vera fullnægjandi, sbr. t.d. opið bréf Mehmets Altans 31. ágúst sl. til núverandi forseta MDE en Mehmet var hagfræðiprófessor við háskólann í Istanbúl á þriðja áratug áður en hann var rekinn árið 2016 og sat eft- ir það í fangelsi í tvö ár. Því kemur verulega á óvart að starfandi forseti MDE skuli fyrr í þessum mánuði hafa þegið heiðursdoktorsnafnbót frá ríkisháskólanum í Istanbúl. Ekki verður séð að nauðsyn hafi borið til þess, jafnvel þótt það hafi sjálfsagt verið hugmyndin að baki opinberri heimsókn forseta MDE til Tyrk- lands að auka líkur á að mannrétt- indi í landinu væru betur tryggð. Kjarni málsins er sá að það er óeðlilegt að þiggja heiðursdokt- orsnafnbót sem starfandi forseti MDE á meðan svona mörg mál eru á borði dómstólsins sem með einum eða öðrum hætti tengjast meintum mannréttindabrotum tyrkneskra stjórnvalda, þar með talið á akadem- ískum starfsmönnum háskóla. Til þess verður einnig að líta að það virðist heyra til undantekninga að starfandi forseti MDE á hverjum tíma taki við heiðursdoktorsnafn- bótum frá aðildarríkjum mannrétt- indasáttmála Evrópu, sbr. t.d. grein- ingu Andrésar Magnússonar í Morgunblaðinu 15. september síð- astliðinn, bls. 14. Hvað svo? Þegar á heildina er litið var mót- taka heiðursdoktorsnafnbótar frá ríkisháskólanum í Istanbúl embætti forseta MDE til vansa. Starfsemi dómstólsins þurfti ekki á slíku að halda. Með réttu ætti dómgreind- arleysi af þessu tagi að hafa afleið- ingar. 15 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 2020 Vetrarkoma Fyrsti vetrarsnjórinn féll á Esjunni í fyrrinótt þó enn séu grænar grundir. Víða um land snjóaði í fjöll og á Siglufirði og á Ólafsfirði snjóaði niður undir byggð. Kristinn Magnússon Nú síðsumars sendi forsætisráðuneytið er- indi til Feneyjanefnd- arinnar, sem er ráð- gjafarnefnd Evrópuráðsins á sviði stjórnskipunar og lýð- ræðislegra stjórnar- hátta. Efni erindisins var að fá álit á drögum að nokkrum nýjum stjórnarskrár- ákvæðum, sem unnið hefur verið að á undanförnum misserum í nefnd, sem skipuð er formönnum allra þeirra átta stjórnmálaflokka, sem fulltrúa eiga á Alþingi, og kynnt hafa verið opinberlega í svokallaðri samráðsgátt stjórnvalda. Þetta eru ný ákvæði um umhverfisvernd og náttúruauðlindir, auk endurskoðaðs kafla um æðstu handhafa fram- kvæmdarvaldsins, forseta, ríkis- stjórn o.fl. Þessu til viðbótar fékk Feneyjanefndin sent ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur að kröfu tiltekins fjölda kjósenda, sem ekki hefur verið unnið að með sama hætti og gildir um framangreindu tillögurnar, heldur á rætur að rekja til stjórnarskrárnefndar, sem var að störfum á árunum 2013 til 2016. Búast má við að Feneyjanefndin skili áliti sínu innan skamms og á næstu vikum mun líka skýr- ast hvort og í hvaða búningi þessi frum- vörp verða lögð fram á Alþingi. Meðal annars á eftir að koma í ljós hvort formenn hinna ýmsu flokka í stjórn og stjórnarandstöðu verða reiðubúnir til að standa að flutningi frumvarpanna, en þeir hafa ekki skuldbundið sig til þess ennþá, þótt þeir hafi fallist á að tillögurnar væru annars vegar birt- ar í samráðsgátt og hins vegar sendar til umfjöllunar hjá Feneyja- nefndinni. Það er því alveg ótíma- bært að spá fyrir um afdrif þessara tillagna, en á hinn bóginn er ljóst að full ástæða er til að þær fái talsvert rými í opinberri umræðu á næstu vikum og mánuðum, enda eru þetta alvöru tillögur sem krefjast alvöru skoðunar, mikillar yfirlegu og vand- aðrar málsmeðferðar, þótt skoðanir geti auðvitað verið skiptar um efni þeirra og framsetningu. Ég hef fyrir mitt leyti stutt þá vinnu, sem átt hefur sér stað á veg- um formanna flokkanna, en áskil mér hins vegar auðvitað fullan rétt til að hafa efasemdir um einstakar tillögur, bæði um innihald og út- færslu. Þannig er vafalaust um fleiri, en eigi að nást einhver niður- staða í svona vinnu þarf annars veg- ar að eiga sér raunveruleg mál- efnaleg umræða og hins vegar er óhjákvæmilegt að gera málamiðl- anir, svo um niðurstöðuna náist sæmilega breið samstaða. Frá mín- um bæjardyrum séð er mikilvægt að stjórnarskrárbreytingar séu ekki gerðar nema að vel yfirlögðu ráði og í víðtækri sátt, enda er stjórnarskrá grundvöllur stjórn- skipunar ríkisins og annarrar laga- setningar í landinu, og óheppilegt að henni sé breytt ótt og títt eftir því hvernig hinir pólitísku vindar blása á hverjum tíma. Ef stjórn- arskrárbreytingar eru þvingaðar fram í krafti einfalds meiri- hlutavalds eru verulegar líkur á að breytt verði til baka þegar nýr meirihluti hefur myndast. Stjórnar- skráin á að geta staðið óhögguð þótt sviptingar verði á stjórnmálasviðinu og hefur einmitt mikið gildi sem kjölfesta á óróatímum, eins og sýndi sig til dæmis á árunum eftir hrun bankakerfisins fyrir ellefu árum. Málamiðlanir í kjölfar málefna- legra rökræðna eru að mínu mati vísasta leiðin til að komast út úr þeim skotgrafahernaði, sem ríkt hefur í stjórnarskrárumræðum hér á landi undanfarinn áratug. Í hvert skipti sem lagðar hafa verið fram einhverjar tillögur að afmörkuðum stjórnarskrárbreytingum hafa kom- ið fram háværar raddir um að engar breytingar megi gera, sem ekki feli í sér að tillögur stjórnlagaráðs frá 2011 verði allar samþykktar, annað- hvort óbreyttar eða í samræmi við þær breytingartillögur sem meiri- hluti stjórnskipunar- og eftirlits- nefndar Alþingis lagði til veturinn 2012 til 2013. Það dugi ekki að vinna verkið í áföngum og taka fyrir eina, tvær eða þrjár breytingartillögur í einu – ekkert sé ásættanlegt nema sú niðurstaða að umskrifa nær allar 80 greinar gildandi stjórnarskrár og bæta 34 nýjum við. Allt annað séu hrein svik. Krafa þeirra sem svona tala er með öðrum orðum: Allt eða ekkert! Lesendur geta svo velt því fyrir sér hversu miklum ár- angri menn ná með slíkri nálgun og hversu líklegt sé að hún skili ein- hverjum raunverulegum ávinningi þegar horft er til einstakra málefna sem menn bera fyrir brjósti. Eins og fram kom hér að framan má búast við því að línur fari að skýrast á næstu vikum um það, hvort samstaða náist á hinum póli- tíska vettvangi um nokkrar, af- markaðar stjórnarskrárbreytingar. Fyrst reynir á hverjir verða tilbúnir til að standa að flutningi slíkra frumvarpa, og svo í framhaldinu hvort nægilega víðtæk sátt verði um framgang þeirra á Alþingi, bæði því sem nú situr og eins og á nýju þingi að afloknum alþingiskosn- ingum. Margt er enn óvíst í þessu sambandi. Ég tel hins vegar fullvíst, að þeir muni litlum árangri ná, sem enn eru fastir í atburðum vorsins 2013. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar, þrisvar verið kosið til Al- þingis, samsetning þingsins breyst fram og til baka, nýir meirihlutar myndast og horfið, stjórnmála- flokkar verið stofnaðir og horfið, og umræður um stjórnarskrármál breyst með ýmsum hætti. Þetta ættu allir að horfast í augu við. Eftir Birgi Ármannsson »Ég hef stutt þá vinnu, sem átt hefur sér stað á vegum for- manna flokkanna, en áskil mér auðvitað rétt til að hafa efasemdir um einstakar tillögur. Höfundur er formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Allt eða ekkert í stjórnarskrármálum?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.