Morgunblaðið - 22.09.2020, Page 16

Morgunblaðið - 22.09.2020, Page 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 2020 LÉLEG RAFHLAÐA? Við skiptum um rafhlöðu samdægurs Bolholti 4, 105 • Reykjavík • S 534 1400 • www.smartfix.is s n j a l l t æ k j a þ j ó n u s t a Sem meðlimur þjóð- kirkjunnar hef ég undrast verulega fréttaflutning og um- ræður að undanförnu, þar sem fjallað hefur verið um umtalsverðar breytingar á boðunar- háttum í kirkjustarfi þjóðkirkjunnar. Reyndar er rétt að geta þess að enn sem komið er tengist um- fjöllunin að mestu einu prestsemb- ætti utan höfuðborgar. Einnig var sagt að í barnastarfi þjóðkirkjunnar skyldi nú tekið tillit til þess að Jesús gæti hafa verið samkynhneigður og því rétt að taka mið af því í barna- starfi, þó börn verði ekki kynþroska fyrr en á unglingsaldri, ef þau fá frið til að vera börn og lifa eðlilegu lífi samkvæmt aldri sínum. Bernskuár mín var ég alinn upp hjá fósturföður, sem var starfs- maður þjóðkirkjunnar. Einnig var afar djúp og einlæg vinátta milli hans og sóknarprestsins. Ræddu þeir mikið saman um skilning nú- tímamannsins á helstu kennisetn- ingum kristinnar trúar, eins og þær birtast í Biblíunni og öðrum ritum sem lýsa kenningum og beinum til- vísunum til orða Jesú. Þegar ég nálgaðist fermingaraldur hlustaði ég oft á samræður þeirra af athygli og tók stundum þátt í umræðunum með einföldum spurningum. Mér fannst merkilegt að heyra hve óskólagenginn alþýðumaður og menntaður kennimaður voru al- mennt sammála um á hvað grund- velli boðskapur Jesú hefði verið byggður. Þeirra óbilandi trú var sú að grundvöllur kristindómsins stæði föstum fótum í kærleiksviljanum, sem stæði öðrum fæti í hjartanu en hinum fæti í vitund og greind mannsins. Meðan sköpunarverk Guðs væri í þeirri mynd sem verið hefði óbreytt frá upphafi yrði engin breyting þar á frá hendi Guðs. Eng- ar breytingar lífsafkomu manna á komandi öldum myndi í neinu breyta þeim grundvelli sem trúin byggðist á, vegna þess að uppskrift Guðs að vellíðan manna myndi ekki breytast. Guð hafði fengið mann- inum sjálfum fullt sjálfræði til nýt- ingar á öllu kærleikssviðinu, frá því besta til þess versta, að eigin vali. Og hvað það væri svo sem færði mönnum hina eftirsóttu vellíðan myndi að ytra útliti breytast en und- irstaðan yrði um ókomna tíð hin fölskvalausa og einlæga kærleik- stilfinning sem gróðursett væri hjarta hvers manns og hann stjórni sjálfur hvernig hann nýti þá hæfileika. Þegar ég sá mynd af áðurnefndum presti, í fullum messuskrúða standa fyrir altari þjóð- kirkjunnar, og vera þar merkisbera kynferðis- legrar öfgastefnu og misþyrminga, varð mér verulega brugðið. Ekki batnaði líðan mín er ég fékk fregnir af því að biskup landsins hefði samþykkt að birta börnum á Íslandi skrumskælda mynd af frelsaranum, færðan í bún- ing ófrjósamrar kynlífsiðkunar, sem með engu móti getur talist eiga er- indi við börn. Ég varð að kyngja þessari staðreynd þegar ég skoðaði sjálfur heimasíðu biskupsembættis og gat kallað þar fram umrædda skrípamynd af frelsaranum í líkams- mynd konu. Þegar ég hafði séð það ógæfuspor sem þarna var stigið, fletti ég upp á lögum og starfsreglum um þjóð- kirkjuna, í leit að breytingum á grundvallarundirstöðum í boðun kristinnar trúar á Íslandi. Enn hef ég engar slíkar breytingar fundið. Ég er því vægast sagt undrandi að vera með fyrir framan mig tvö mjög alvarleg tilvik um grófa afvegaleið- ingu trúargilda kristinnar trúar á Íslandi, en finna ekki eina einustu tilvísun í lögum eða starfsreglum fyrir slíkum breytingum. Áður en ég tek þá alvarlegu ákvörðun að segja mig úr þjóðkirkjunni vil ég fara fram á við kirkjuráð að það gefi mér skýra mynd af því með hvaða hætti og undir hvaða formerkjum þær grundvallarbreytingar kristinnar trúar voru teknar, sem að framan er vísað til. Jafnframt vildi ég gjarnan fá sjónarmið kirkjuráðs á því hvort svo róttækar aðfarir að mikilvæg- ustu undirstöðum kristninnar ættu ekki að eiga lokaafgreiðslu sína í al- mennri þjóðaratkvæðagreiðslu allra kristinna manna í landinu? Ég vænti heiðarlegra svara á grundvelli kær- leiksvitundar. Opið bréf til kirkjuráðs Eftir Guðbjörn Jónsson Guðbjörn Jónsson »Ég er undrandi að vera með fyrir fram- an mig tvö tilvik um af- vegaleiðingu trúargilda kristinnar trúar á Ís- landi og finna ekki eina einustu tilvísun í lögum eða starfsreglum fyrir slíkum breytingum. Höfundur er fv. ráðgjafi. Fjórir þingmenn Framsóknarflokksins hafa áður flutt þings- ályktunartillögu um að Sundabraut verði strax sett inn á sam- gönguáætlun, sem nú- verandi meirihluta borgarstjórnar er þvert um geð. Tímabært er, að allir þingmenn Reyk- víkinga svari því strax hvort útboð Sundabrautar sé í sjónmáli, til að íbúum höfuðborg- arsvæðisins verði ekki mismunað meira en orðið er. Stigið er fyrsta skrefið til að fljótlegra verði hægt að bregðast við neyðartilfellum, fari svo að Neyðarlínan fái til- kynningu um eldsvoða vegna um- ferðaróhapps í Hvalfjarðargöng- um. Í greinargerð tillögunnar kom fram fjarstæðukenndur og villandi málflutningur, um að meðalumferð á dag í Hvalfjarðargöngum sé að- eins 500 bílar, þegar því var spáð að meira en þrjú þúsund bílar færu í gegnum Héðinsfjarðargöng og um Víkurskarð á jafnlöngum tíma. Aldrei hafa þessir þingmenn séð ástæðu til að kynna sér vand- lega hvort öryggi vegfarenda verði betur tryggt í tvennum aðskildum göngum undir Hvalfjörð, í stað þess að tvöfalda núverandi neðan- sjávargöng. Í greinargerð þingsályktunar- tillögunnar, sem þingmennirnir Sigrún Magnúsdóttir, Vigdís Hauksdóttir, Karl Garðarsson og Frosti Sigurjónsson fluttu um að flýta útboði Sundabrautar, komu fram ótrúverðugar fullyrðingar um að meðalumferð í Hvalfjarðar- göngum væri helmingi færri bílar á sólarhring en í Héðinsfjarðar- göngum. Frásögn fjórmenning- anna um meðalumferðina undir Hvalfjörð er villandi og sögð gegn betri vitund til að afskræma allar staðreyndir, um þann heildarfjölda öku- tækja sem er í umferð á öllu Reykjavíkur- svæðinu. Skamm- arlegt er, að þessir þingmenn skuli taka rándýrar fram- kvæmdir utan hring- vegarins fram yfir brýnustu verkefnin sem hafa allt of lengi setið á hakanum. Öll- um tillögum, um að bregðast strax við umferðarteppunni sem Kringlumýrarbraut og Mikla- braut þola ekki, svöruðu fyrrver- andi innanríkisráðherra, borgar- stjóri og forseti borgarstjórnar með útúrsnúningi og hnútuköst- um. Hjá þeim féll tillagan um mis- lægu gatnamótin og Sundabraut- ina í grýttan jarðveg. Umferðarspár sýna að með- alumferð um þetta samgöngu- mannvirki verði 32 þúsund bílar á dag. Talið er að þessi tala muni hækka þegar tímar líða. Þessa samgöngubót yrði mikið fljótlegra að fjármagna með 500 króna veg- tolli á hvern bíl heldur en Vaðla- heiðargöng, sem verða aldrei arð- bær framkvæmd. Í 12 ára áætlun um vegaframkvæmdir í landinu kemur fram, að stærstur hluti af þeim 240 milljörðum króna fari í rándýr samgöngumannvirki á landsbyggðinni, án þess að talað sé um hvað höfuðborgarsvæðið skuli fá í sinn hlut. Um þetta náð- ist samkomulag milli fyrrverandi borgarstjóra, Jóns Gnarrs, og for- manns borgarráðs sem tóku þátt í pólitískum hrossakaupum á bak við tjöldin, til að réttlæta tilefn- islausa árás fyrrverandi borg- arstjórnarmeirihluta á lífæð allra landsmanna í Vatnsmýri og sjúkraflugið. Þetta samkomulag, sem þáver- andi ráðherra samgöngumála skrifaði undir, er hnefahögg í and- lit íbúa Reykjavíkursvæðisins. Með þessari undirskrift lýsti Hanna Birna fyrirlitningu sinni á samgöngumálum borgarbúa sem eiga líka að sitja við sama borð og aðrir landsmenn. Fullvíst þykir, að framkvæmdir við mislæg gatnamót á höfuðborgarsvæðinu, og Sundabraut, sem borgarstjóri vill afskrifa endanlega, verði ekki í sjónmáli næstu tvo áratugina, fari svo að Vinstri grænir og Samfylk- ingin myndi meirihluta í Reykja- vík í næstu sveitarstjórnarkosn- ingum. Vitlaus forgangsröðun sam- göngumannvirkja utan þjóðvegar 1, sem Alþingi var blekkt til að samþykkja, tefur fyrir því, að hægt sé að flýta brýnustu verk- efnunum á höfuðborgarsvæðinu, sem þola enga bið. Best væri, fyrir alla þingmenn Reykjavíkursvæðisins, að svara spurningunni um hvort nú sé tímabært að bregðast við slysa- hættunni sem eykst allt of mikið á Grindavíkurveginum, í stað þess að halda uppi tilefnislausum árás- um á flugvöllinn í Vatnsmýri, sjúkraflugið og samgöngumál höfuðborgarsvæðisins. Milli Grindavíkur og Reykjavíkur eykst meðalumferðin á sólarhring þvert á allar hrakspár. Þingmenn höfuðborgarsvæðisins skulu svara því afdráttarlaust hvort besta leiðin til að klára mál- ið sé að tvöföldun núverandi vegar alla leið að Hvalfjarðargöngum verði miðuð við 2+2 áður en þungaflutningarnir eyðileggja hann endanlega. Ákveðum strax ný Hvalfjarðargöng. Enga Sundabraut segir Dagur B. Eftir Guðmund Karl Jónsson » Tímabært er að allir þingmenn Reykvík- inga svari því strax hvort útboð Sunda- brautar sé í sjónmáli. Guðmundur Karl Jónsson Höfundur er farandverkamaður. Náð Guðs og friður sé með okkur öllum í dag og alla daga. „Guð er andi, og þeir sem tilbiðja hann, eiga að tilbiðja í anda og sannleika.“ (Jóhannes- arguðspjall 4:24) „Í upphafi var Orðið og Orðið var hjá Guði og Orðið var Guð. Hann var í upphafi hjá Guði. Allt varð til fyrir hann, án hans varð ekki neitt sem til er. Í honum var líf og lífið var ljós mannanna. Ljósið skín í myrkrinu en myrkrið tók ekki á móti því. Hið sanna ljós, sem upplýsir hvern mann, kom nú í heiminn. Hann var í heiminum og heimurinn var orðinn til fyrir hann en heimurinn þekkti hann ekki. Hann kom til eignar sinnar en hans eigið fólk tók ekki við honum. En öllum þeim sem tóku við honum gaf hann rétt til að verða Guðs börn, þeim sem trúa á nafn hans. Og Orðið varð hold, hann bjó með oss, fullur náðar og sannleika og vér sáum dýrð hans, dýrð sem sonurinn eini á frá föðurnum.“ (Úr 1. kafla Jóhannesarguðspjalls) „Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf einkason sinn til þess að hver sem á hannn trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf.“ (Jóhannesarguðspjall 3:16) Bæn Takk, Guð, fyrir kærleika þinn. Takk fyrir að senda okkur son þinn Jesú Krist til að minna okkur á hver þú ert og hver hann er, hver við erum, hvaðan andi þinn kemur. Andi sköpunar og lífs. Andi náðar og miskunnar. Andi kær- leika, fyrirgefningar og friðar. Hjálpaðu okkur að sjá okkur og hvert annað; já og náttúruna alla með þínum augum. Takk fyrir að vitja okkar og takk fyrir að elska okkur alltaf skilyrðislaust. Viltu minna okkur á þig í öllum aðstæðum. Og takk, Jesús, fyrir að taka á þig vænrækslu okkar og syndir og deyja í okkar stað og rísa svo upp frá dauðum og tileinka okkur sigurinn og gefa okk- ur líf með þér um eilífð. Já, öllum þeim sem þiggja vilja. Takk, Guð, fyrir Maríu móður Jesú og Jósef sem var þinn staðgengill í föð- urhlutverkinu hér á jörð og ól hann upp. Blessaðu minningu þeirra og hjálpaðu okkur að halda henni einnig á lofti. Og eins minningu allra þinna trúu vina fyrr og síðar sem jafnvel hafa lát- ið líf sitt vegna trúar sinnar á þig af því að heimurinn hefur alltaf hafnað kær- leika þínum. Blessaðu einnig minningu Maríu Magdalenu. Það var jú hún sem kom að hinni tómu gröf og mætti þér upp- risnum frá dauðum og flutti síðan læri- sveinunum tíðindin góðu svo heims- byggðin hefur aldrei orðið söm. Blessaðu einnig öll þau sem líða og þjást, eru sjúk eða syrgja og sakna. Öll þau sem hallað er á með einhverjum Eftir Sigurbjörn Þorkelsson »Hjálpaðu okkur að sjá okkur og náttúruna alla með þínum augum. Takk fyrir að elska okkur alltaf skilyrðislaust. Sigurbjörn Þorkelsson Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur og aðdáandi lífsins. Takk, Guð, fyrir Jesú hætti og fá ekki að lifa í friði eða við sem eðlilegastar aðstæður. Blessuðu einnig okkar viðkvæmustu hópa. Þau sem eru langveik eða með undirliggjandi sjúkdóma sem hamla daglegri getu og eiga því jafnvel oft erfitt með að framfleyta sér og sínum og verða því að treysta á aðstoð ríkis eða sveitarfélaga eða vina og vanda- manna. Já, takk Jesús, þú sem ert ljós heimsins og ert vegurinn, sannleikur- inn og lífið sjálft, fyrir lífið og vonina, friðinn og frelsið sem felst í og fylgir þér. Við felum okkur þér á vald og biðj- um um þinn vilja, eilífi Guð. Miskunna þú okkur börnum þínum sem þú elsk- ar út af lífinu. Lífinu sem er svo fallegt og dýrmætt, gott og blessað og vara mun um eilífð. Takk fyrir að gleyma okkur ekki og yfirgefa okkur ekki. Aldrei. Gefstu ekki upp á okkur. Góður Guð gefi okkur öllum góðan dag, alla daga og sinn frið í hjarta. Í Jesú nafni. Með kærleiks-, samstöðu- og friðar- kveðju. – Lifi lífið!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.