Morgunblaðið - 22.09.2020, Síða 17
UMRÆÐAN 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 2020
Vinnur gegn
Laktósaóþoli
Fæst í næsta apóteki
Allvíða á Vestur-
löndum hefur lögum
verið breytt í þá veru, að
engin eiginleg sönn-
unarfærsla sé í raun
nauðsynleg fyrir rétti,
þegar konur ásaka karla
um kynferðislegan
dónaskap eða afbrot.
Kvenfrelsunarforsæt-
isráðherra vor, Katrín
Jakobsdóttir, og aðrir ís-
lenskir kvenfrelsarar, berjast hat-
rammlega fyrir innleiðingu slíkrar
„réttarbótar“ á Íslandi. Víða í Banda-
ríkjum Norður-Ameríku (BNA) hefur
aukinheldur verið á komið á fót sýnd-
ardómstólum (svonefndum „keng-
úrudómstólum“) í skólum, fyr-
irtækjum og stofnunum. Þeir „dæma“
einnig í nefndum málum. Slíkir dóm-
stólar eru ekki óalgengir á Íslandi og
flokkast jafnvel undir vinnuvernd.
Réttarfar á Vesturlöndum, hvað
samskipti kynjanna varðar, einkennist
sem sé af misrétti gegn körlum. Það er
jafnvel svo, að konum sé gert kleift að
sölsa undir sig sameiginlegar eignir
hjóna með ásökun um ofbeldi einni
saman – án eiginlegra réttarhalda. Nú
er meira að segja verið að leggja drög
að því í Bretlandi, að eiginkona, sem
myrðir karl sinn, erfi eigur hans.
Það hefur löngum viðgengist, að
mæðrum sé miklu oftar dæmd eða úr-
skurðuð forsjá sameiginlegra barna og
óhæfilega há fjárframlög, eftir skilnað.
Feður, sem ekki ráða við greiðslur til
framfærslu fyrrum eiginkvenna og
barna, eru unnvörpum úrskurðaðir í
fangelsi í BNA.
Það er miklu líklegra, að karlar séu
ákærðir fyrir glæpi, heldur en konur.
Þar að auki eru dómar þeirra miklu
þyngri. Karlar drepa yfirleitt karla,
konur jafnan líka. Á seinni helmingi
síðustu aldar frömdu í BNA um nítján
hundruð konur morð. Níutíu af hundr-
aði drápu karla. Samtals drápu þær
um sextíu þúsund karla. Engin kona
var tekin af lífi fyrir morð á einum
karlmanni.
Við réttarhöld er venjulegt, að kon-
ur beiti eftirtöldum varnartilbrigðum;
1) konur eru í eðli sínu saklausar; 2)
dómgreind kvenna brenglast sökum
kynvakatruflana í tíðahringnum; 3)
konur þjást af fæðingarþunglyndi eða
öðru þunglyndi; 4) konur þjást af ást-
arsýki; 5) karlinn heldur fram hjá
þeim; 6) karlinn misnotar þær og ber;
7) móðureðlið aftrar því, að mæður
drepi afkvæmi sín; 8) börnin þarfnast
móður sinnar; 9) eiginlega er föður um
að kenna, þegar konur myrða börn;
10) það er réttur móður að misnota
eigið barn, eigin framlengingu. Einnig
er oft og tíðum samið við ákæruvaldið,
þegar ódæði konu er framið ásamt
karli, þannig að hann taki á sig sak-
argiftir að mestu. Útvegi konan sér
leigumorðingja, er hann sekur fund-
inn. Konan sleppur.
Þegar karlmaður er
sakaður um nauðgun,
beita konur oft og tíðum
því varnartilbrigði, sem
kennt er við skjöld.
Nauðgunarskjöldurinn
verndar sakarábera fyr-
ir óþægilegum spurn-
ingum verjanda hins
ákærða um kynlíf henn-
ar. Í raun er gengið út
frá því sem vísu, að um
réttmæta ákæru sé að
ræða, enda þótt rann-
sóknir, sem mark er á
takandi, segi aðra sögu. Hæstiréttur
BNA telur, að slík yfirheyrsla valdi
fórnarlambinu tvöföldu áfalli. Fyrst sé
konunni nauðgað í eiginlegum skiln-
ingi og svo í óeiginlegum skilningi við
yfirheyrslu. Norðurameríski fræði-
maðurinn Warren Farrell segir um
þetta: „Lögin um nauðgunarskjöldinn
eru talin standast stjórnarskrá sökum
þess, að þegar skoðað er inn að hjarta-
rótum, vill enginn gruna um græsku
konu, sem fullyrðir, að henni hafi verið
nauðgað.“
Algengt er, að kvenmorðingjar séu
sýknaðir. T.d. er það talin sjálfsvörn
bæði í Kaliforníu og Ohio, þegar konur
myrða karla sína í svefni, segi þær sig
hafa verið beittar heimilisofbeldi. Al-
kunn staðhæfing er sú, að konur drepi
einungis karla sína, hafi þær orðið fyr-
ir barsmíðum af þeirra hálfu. Rann-
sóknir styðja ekki slíka fullyrðingu. Í
rannsókn norðurameríska afbrota-
fræðingsins, Coramae Richey Mann
(1931-2004), sem rannsakaði fjölda
slíkra morðingja, hafði engin þeirra
barsmíðar af hálfu hins myrta í and-
legu farteski sínu.
Á hálfum áratugi eða svo fæddist
ein milljón eiturlyfjabarna (krakk) í
BNA. Einungis sextíu mæður voru
ákærðar. Ein þeirra hlaut dóm. Um
ellefu af hundraði barna í BNA eru
fædd fíkniefnamæðrum. Oftast er um
einstæðar mæður að ræða. Meðal eit-
urlyfjasala er mæðradagurinn sá dag-
ur, sem einhleypar eiturlyfjamæður fá
tryggingapeningana sína. í Wash-
ington-ríki deyja þrír af hundraði hvít-
voðunga af eiturefnaneyslu í gegnum
móður sína. „Algengasta réttlæting
þess að sýkna mæður, sem drepa börn
sín, er sú, að börnin þarfnist þeirra.“
(Warren Farrell) Þeirri réttlætingu er
víðar beitt.
Þýðingar eru höfundar.
Réttarfar og réttlæti
Eftir Arnar
Sverrisson
» Á Vesturlöndum má
víða sjá breytingar á
réttarkerfinu, sem end-
urspegla löggjöf og
samninga þess efnis, að
konur séu fórnarlömb.
Er það réttlætanlegt?
Arnar Sverrisson
Höfundur er ellilífeyrisþegi.
arnarsverrisson@gmail.com
Hinn 14. september
2020 skilaði starfs-
hópur á vegum at-
vinnuvega- og nýsköp-
unarráðuneytisins
tillögum um hvernig
tryggja megi framboð
á raforku.
Tillögurnar eru birt-
ar í skýrslunni
„Skýrsla starfshóps
um orkuöryggi á heild-
sölumarkaði fyrir raforku“.
Starfshópurinn var skipaður 31.
ágúst 2017 og hefur því starfað í lið-
lega þrjú ár.
Í hópnum voru tíu manneskjur:
Tvær frá Háskólanum í Reykjavík,
orkumálastjóri, tvær frá ráðuneyt-
unum og fimm frá orkufyr-
irtækjum. Koma mætti fram hverjir
í starfshópnum skrifuðu skýrsluna.
Virkjanir á Íslandi
Íslenska raforkukerfið er keyrt
með virkjunum sem nota sjálfbæra
náttúruorku. Annars vegar stöðu-
orku vatnsfalla og hins vegar jarð-
varmaorku. Víxláhrif þessara orku-
linda eru þannig að ef önnur bregst
þá er hin reiðubúin; veðurfar á yf-
irborði jarðar hefur ekki áhrif á
framboð á jarðvarmaorku sem er
tekin á yfir tveggja kílómetra dýpi í
jörðu. Í þessu samspili felst ákveðið
orkuöryggi sem á sínum tíma lagði
grunn af því að leggja niður olíu-
virkjanir til orkuframleiðslu.
Vatnsmiðlanir safna sumarvatni
til að koma í veg fyrir orkuskort að
vetri til. Íslenska raforkukerfið hef-
ur frá upphafi verið hannað út frá
orkuöryggi með tilliti til árs-
tíðabundins framboðs á rennsli við
vatnsaflsvirkjanir og tilheyrandi
virkni vatnsmiðlana. Ekki er minnst
á það í skýrslunni.
Í dag eru olíustöðvar í raf-
orkukerfinu eingöngu til aflfram-
leiðslu í stuttan tíma, eða til aflö-
ryggis.
Orkuöryggi á heildsölumark-
aði og hönnun raforkumark-
aðar
Landsneti er ætlað hlutverk með
raforkulögum 2003 og var stofnað í
ársbyrjun 2005. Fyrirtækið fékk
heimild til að stofnsetja raf-
orkumarkað. Landsnet hefur því
unnið að hönnun á nýjum raf-
orkumarkaði í hartnær
16 ár. Nokkrum sinn-
um hefur verið til-
kynnt að verkinu væri
lokið, en ekki hefur
ennþá tekist að koma
markaðnum á fót. Sem
dæmi var tilkynnt að
markaðurinn væri
tilbúinn til starfrækslu
haustið 2008 en þá var
gangsetningu frestað
vegna hrunsins, að
sögn. Um þessar
mundir er enn ein at-
lagan í gangi og nýtur Landsnet að-
stoðar erlendra sérfræðinga frá
fyrirtækinu Market Reform við það
verk.
Furðu sætir að í skýrslu starfs-
hópsins er hvergi getið um að haft
hafi verið samráð við Landsnet/
Market Reform, sem verður að
telja ámælisvert ef satt reynist. Ég
tel að það sé verið að fara í öfugt
málið með því að vinna að tillögum
um öryggi raforkuafhendingar án
þess að taka tillit til hvernig vænt-
anlegur raforkumarkaður muni
starfa. Ég er í sjálfu sér ekkert á
móti því að öryggi í afhendingu raf-
orku sé kannað og rætt, en hvort
kemur á undan hænan eða eggið?
Eitthvað hefur þetta staðið í
starfshópnum, sem virðist ekki hafa
áttað sig á að honum var gert að
koma með tillögur í málinu. Í
skýrslunni eru nánast eingöngu til-
lögur að greiningum og könnunum,
sbr. „ábendingar og tillögur“ á bls.
25 þar sem fjallað er um hvernig
fjölga megi aðilum á söluhlið heild-
sölumarkaðar. Skýrslan fjallar í
takmörkuðum mæli um innihald,
þ.e. hvað eigi að gera, en mest er
fjallað um formið með upptalningu
á lagagreinum, aðdraganda og hlut-
verkaskipan.
Starfshópnum er þó vorkunn því
að hönnun raforkumarkaðar þyrfti
að koma á undan fínstillingu á ör-
yggismálum.
Svo dæmi sé tekið þá tók það
Norðmenn tíu ár að slípa til hina
ýmsu þætti í sínum raforkumarkaði.
Það tókst á endanum og starfar
markaðurinn í dag hnökra- og
ágreiningslaust og hefur reynst vel.
Raforkufyrirtækin
Raforkufyrirtækin og Samorka
hafa lýst yfir stuðningi við gang-
setningu raforkumarkaðar hér á
landi í samræmi við þriðja orku-
pakkann eins og hann var sam-
þykktur með þingsályktun á Alþingi
haustið 2019. Kveðið verður nánar á
um virkni raforkumarkaðarins í
fjórða orkupakkanum, en almennt
má segja að nauðsynlegt sé fyrir ís-
lenska raforkukerfið að hafa til við-
miðunar vel skilgreinda og reynslu-
mótaða raforkumarkaði erlendis.
Þrátt fyrir einhug raforkufyr-
irtækjanna vekur það áhyggjur að
fyrirtækin taka lítinn þátt í umræðu
um málið á almennum vettvangi.
Þau hafa haldið formlega kynning-
arfundi, en þegja þess í milli.
Heyrst hafa efasemdir starfsmanna
fyrirtækjanna um getu markaðarins
til að leysa þarfir framleiðenda og
notenda raforku, en það endur-
speglar vafalaust umræður innan-
dyra hjá þeim.
Óupplýst og ofsafengin umræða
með pólitískum upphlaupum og hót-
unum í takt við umræðuna um
þriðja orkupakkann gæti sett strik í
reikninginn.
Um skýrsluna
Mér þykir furðu sæta að starfs-
hópurinn skuli í mynd 4 taka gagn-
rýnislaust upp niðurstöður úr
skýrslu Landsnets/Eflu 2019 „Afl
og orkujöfnuður fyrir árin 2019-
2023“. Byggðist sú skýrsla á óljós-
um forsendum um ástand raf-
orkukerfisins 2018. Afljöfnuður var
látinn ráða þar við mat á nauðsyn
viðbótarafls í virkjunum, sem er
röng aðferð, en nota á orkujöfnuð.
Þetta er herfileg villa en varla hægt
að fara nánar út í það á þessum
vettvangi. Ég vísa í athugasemdir
mínar í Morgunblaðsgrein 27.7.
2019. Starfshópurinn hefur heldur
ekki gert athugasemdir við það að
staðan í raforkukerfinu er töluvert
önnur í dag en hún var árið 2018.
Mætti minnast á það í skýrslu um
raforkuöryggi.
Skýrsla starfshóps
um raforkuöryggi
Eftir Skúla
Jóhannsson »Miðlanir safna sum-
arvatni til að koma í
veg fyrir orkuskort að
vetri til og kerfið hefur
frá upphafi verið hannað
út frá orkuöryggi m.t.t.
rennslis.
Skúli Jóhannsson
Höfundur er verkfræðingur.
skuli@veldi.is
Í tilefni alþjóðlega
friðardagsins í dag velti
ég því fyrir mér hvort
minni umræða um ör-
yggismál þýði að heim-
urinn sé friðsamari en
áður. Eftir kalda stríðið
hefur almenn umræða
um afvopnunarmál og
kjarnorkuvopn minnk-
að og næstum horfið
hér á landi. Kannanir
sýna að almenningur í
Evrópu hefur helst áhyggjur af ör-
yggi tengdu farsímanum sínum en
langtum aftar á listanum eru áhyggj-
ur af kjarnorkuvopnum og öðrum
gereyðingarvopnum.
Ef til vill mætti halda að minni um-
ræða og minni hræðsla við slík vopn
þýddi að heimurinn væri nú orðinn
öruggari staður en áður. Helstu sér-
fræðingar í afvopnunarmálum halda
því hins vegar fram að stríð milli
ríkja með kjarnorkuvopnum hafi
aldrei verið líklegra. Ástæður fyrir
því eru nokkrar. Þar
má nefna auknar líkur á
átökum milli kjarn-
orkuríkja, fyrir mistök
eða ekki, í öðrum ríkj-
um eins og t.d. Sýr-
landi. Einnig má nefna
óskýrar línur stríðs og
friðar með tilkomu
nýrra vopna eins og
netárása, falsfrétta og
íhlutana í kosningum
annarra ríkja. Þá hefur
skapast mikil óvissa um
framtíð vopnatakmark-
ana með endalokum
samningsins um takmörkun með-
aldrægra kjarnaflauga (INF-
samningurinn), úrsögn Bandaríkj-
anna úr samningnum um opna loft-
helgi (Open Skies-samningurinn) og
óvissa um framtíð nýja START-
samningsins. Við stöndum því
frammi fyrir þeim veruleika að ef
ekki verður gripið til aðgerða gætu
fljótlega engir afvopnunarsamningar
verið í gildi í heiminum í fyrsta skipti
síðan á sjöunda áratug síðustu aldar.
Að lokum má nefna að aðrar
áhyggjur öryggissérfræðinga eru að
almenningur sé orðinn ómeðvitaðri
um öryggismál en áður. Það mætti
því segja að aukin umræða hér á
landi sem og annars staðar um af-
vopnunar- og öryggismál sé grund-
völlur fyrir því að skapa friðsamari
heim. Allir geta því lagt sitt af mörk-
um með því að taka þátt í umræðunni
og veita stjórnvöldum aðhald og eft-
irlit.
Kominn tími til að
ræða gereyðingarvopn?
Eftir Álfrúnu Perlu
Baldursdóttur
Álfrún Perla
Baldursdóttir
Höfundur er þátttakandi í ACONA-
fræðasamfélaginu (The Arms Control
Negotiation Academy) sem er sam-
starfsverkefni á milli samninga-
tæknideildar Harvard-háskóla, Höfða
friðarseturs og fleiri alþjóðlegra
rannsóknastofnanna um afvopn-
unarmál og alþjóðlega samn-
ingatækni.
»Allir geta því lagt sitt
af mörkum með því
að taka þátt í umræðunni
og veita stjórnvöldum
aðhald og eftirlit.