Morgunblaðið - 22.09.2020, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.09.2020, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 2020 ✝ Guðný Sigurð-ardóttir fædd- ist 7. júlí 1927 í Kálfshamarsvík á Skaga. Hún lést á Dvalarheimilinu Höfða á Akranesi 8. september 2020. Foreldrar henn- ar voru Guðbjörg Guðjónsdóttir, f.7.10. 1892, d. 5.12. 1965, og Sigurður Finnbogason Júlíusson, f. 6.10. 1888, d. 23.1. 1980. Systkini hennar: Sigurbjörg, f. 16.2. 1925, d. 27.2. 1925. Fjóla, f. 8.8. 1926, d. 15.5. 2012. Sólveig, f. 18.5. 1928, d. 10.6. 1928. Hallgrímur, f. 14.7. 1931, d. 18.5. 2006. Birna, f. 20.8. 1932, d. 5.12. 2011, og Páll Gunn- ar, f. 30.6. 1936, er búsettur í Perth í Ástralíu. Guðný giftist Hallgrími Ólaf- syni málara og vélstjóra þann 31.12. 1955, f. 21.10. 1924, d. 26.9. 2009. Foreldrar Hallgríms voru Guðmundína Einarsdóttir, f. 15.12. 1901, d. 4.9. 1987, og Ólaf- ur Matthías Samúelsson, f. 21.5. 1890, d. 17.9. 1960. Börn Guðnýjar og Hallgríms eru 1) Guðmundína. Maki Matt- hías Pálsson. Börn: a) Páll Þor- geir, maki Gunnvör Braga Jóns- 1959, en þau létust samdægurs. Fyrstu fimm árin bjó Guðný í Kálfshamarsvík en þá fluttist fjölskyldan til Skagastrandar. Guðný flutti til Akraness 15 ára til að vinna fyrir sér, en foreldrar hennar fluttu þangað stuttu síð- ar. Þar kynnist hún manni sínum en hann og bróðir hans Samúel höfðu fengið leigt herbergi hjá föður hennar og fengu hvor sína dótturina í kaupbæti, en Samúel varð eiginmaður Fjólu. Guðný og Hallgrímur bjuggu fyrst í Reykjavík meðan hann var í mál- aranámi en fluttust síðan á Akra- nes. Fyrstu starfsárin vann hún á hótelum og veitingastöðum. Auk heimilisstarfa á Akranesi sá hún um kostgangara, vann við fisk- vinnslu, veitingarekstur og í eld- húsi sjúkrahússins. Guðný og Hallgrímur tóku föður Guðnýjar til sín þegar kona hans lést og dvaldi hann hjá þeim til æviloka.. Guðný hélt alla tíð mikilli tryggð við systkini sín og bar mikla um- hyggju fyrir þeim. Guðný söng í fjölda ára með kór eldri borgara á Akranesi auk þess að taka virk- an þátt í félagsstarfi og stjórn kórsins. Útför Guðnýjar fer fram í dag, 22. september 2020, frá Akra- neskirkju kl. 13. Streymt verður frá útförinni á vef Akra- neskirkju: www.akra- neskirkja.is/. Virkan hlekk á útför má nálg- ast á https://www.mbl.is/ andlat/. dóttir. Þau eiga fjóra syni og eitt barnabarn. b) Kári Þór, maki Maibritt Hansen. Þau eiga fjórar dætur. c) Matthías Freyr, maki Sigríður Didda Aradóttir. Matthías á eina dóttur og Sigríður Didda á tvö börn. 2) Ólafur Hallgrímsson. Maki Bryndís Bragadóttir. Börn Ólafs og Sig- þóru Gunnarsdóttur: a) Hall- grímur; maki Matthildur Magn- úsdóttir. Þau eiga tvo syni en fyrir átti Hallgrímur eina dótt- ur. b) Gunnar Hafsteinn, maki Kristín Björg Jónsdóttir. Þau eiga þrjú börn. c) Jón Valur, maki Helene Tyvold. Þau eiga tvö börn. d) Guðný Birna, sam- býlismaður Elías Viktor Lár- usson. Þau eiga eina dóttur en fyrir á Elías tvö börn. Bryndís á tvö börn, Hannes, og Halldóru, sem á tvö börn. 3) Hörður, maki Geirlaug Jóna Rafnsdóttir. Börn: a) Klara Árný, sambýlis- maður Roger Sjöström. b) Guðni Rafn. c) Davíð Örn. Einn- ig eignuðust Guðný og Hall- grímur tvíbura, dreng og stúlku Móðir mín, mildin þín studdi mig fyrsta fetið. Mamma er konan sem heldur í höndina á manni fyrstu árin en hjartað alla ævi. Þetta eru orð að sönnu og koma upp í hugann núna þegar móðir mín blessunin hefur yfirgefið sviðið og haldið til Sumarlandsins að vitja geng- inna ástvina. Þó að árin séu orð- in mörg og vitað er að endalok- in nálgast þá er alltaf erfitt að kveðja móður sína. Eins og kemur fram í ágripinu efst var mamma fædd 7.7. 1927 og því orðin 93 ára síðan í júlí síðast- liðnum. Daginn eftir 90 ára af- mælið sitt fluttist hún á Dval- arheimilið Höfða á Akranesi en fram að því bjó hún í sínu eigin húsi og sá um sig sjálf. Mamma hugsaði vel um drenginn sinn og okkur krakk- ana. Ein saga er til af því þegar pabbi var í landi og hafði farið með mig í barnavagni upp í mjólkurbúð. Síðan kemur hann til baka og fer inn í stofu að lesa blaðið. Mamma hefur eflaust haldið að ég væri í vagninum fyrir utan en svo seinna upp- götvar hún að þar er enginn vagn. Hún kallar á Halla og beinlínis öskrar: „Hvar er strákurinn?“ „Ha, strákurinn, nú kom ég ekki með hann? Hann hlýtur þá að vera uppi í mjólkurbúð.“ Það hefur verið strangt augnaráð sem fylgdi skömmustulegum föður arka í skyndi upp í mjólkurbúð að at- huga með drenginn. Það skal tekið fram að ekkert amaði að drengnum, hann hafði eignast aðdáendur því konurnar í hverf- inu höfðu raðað sér í kringum vagninn og voru að dást að þessum væra og fallega dreng. Einn veturinn tók mamma kostgangara í fæði til þess að drýgja tekjurnar og fékk mikið hrós fyrir ljúffengan mat og þetta varð hennar ævistarf, að stússa í matargerð, fyrir utan nokkur ár sem hún vann í frystihúsi. Hún rak sjoppu með systurdóttur sinni og einnig rak hún matsölu um tíma áður en hún hóf að vinna við eldhúsið á sjúkrahúsinu þar sem hún vann óslitið þar til hún fór á eft- irlaun. Fyrstu búskaparárin mín bjó ég í nágrenni við mömmu og eldri strákarnir okkar urðu þar heimagangar enda alltaf vel- komnir til afa og ömmu. Nú að leiðarlokum hugsa ég með hlýju og virðingu til móður minnar. Eftir að ég og fyrri konan mín skildum hélt ég heimili með mömmu um árabil en á þeim ár- um vann ég á sjó erlendis og var ekki mikið heima. Við áttum skap saman og oft var glatt á hjalla hjá okkur, einnig var gott að geta rétt henni hjálparhönd með ýmislegt og sérstaklega all- ar suðurferðirnar þegar hún þurfti til lækninga. Ég vil þakka Mundu systur og Gillu Jónu tengdadóttur mömmu fyrir ein- staka umhyggju í hennar garð síðustu árin og einnig Dagnýju Fjólu fyrir þeirra fallegu vin- áttu og sömuleiðis Guðna vini mínum Þórðarsyni og hans börnum tryggð þeirra við hana. Farðu í friði mamma mín og takk fyrir allt. Þinn sonur, Ólafur Hallgrímsson. Heyr mína bæn, mildasti blær, berðu kveðju mína’ yfir höf. Syngdu honum saknaðarljóð. Vanga hans blítt vermir þú sól. Vörum mjúkum kysstu hans brá, ástarorð hvísla mér frá. (Ólafur Gaukur) Elsku amma Gauja kvaddi södd lífdaga 8. september síð- astliðinn. Ég er þér svo afskap- lega þakklátur fyrir ótal margt en vináttu þína allra helst. Það voru ófáar stundirnar sem við sátum saman í eldhúsinu á Dal- brautinni eða inni í stofu og ræddum saman um lífið, til- veruna, pólitík og allt sem lífið hefur upp á að bjóða. Þegar ég var hvað týndastur í mínum hugrenningum var ætíð gott að tala við þig, því aldrei voru þær hugrenningar dæmdar eða teknar niður. Ekki varstu þó skoðanalaus, sem betur fer en þér tókst ætíð að ræða við mig af virðingu. Við gátum hlegið saman og afskaplega var nú gaman að hlæja með þér. Að horfa á spennuþætti í sjónvarp- inu var líka skemmtun út af fyr- ir sig því þú áttir það til að segja persónum í sjónvarps- þættinum frá því hvað væri að gerast í kringum þær og vara þær við. Þér þótti ofurvænt um fólkið þitt og alltaf spurðir þú frétta af börnum mínum ef þau voru ekki með í för. Elsku amma og langamma og stjúplangamma, takk fyrir vináttuna, takk fyrir kærleikann og takk fyrir hlát- urinn og takk fyrir væntum- þykjuna. Góða ferð, góða ferð. Matthías Freyr, Sigríð- ur Didda, Gúa Dögg, Hulda og Ari. Fyrir sex árum síðan varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Guðnýju Sigurðardótt- ur, síðar tengdamóður minni. Það var á þriðja stefnumóti okkar Óla sonar hennar að hann vildi að ég hitti móður sína. Ég varð hálfskelkuð að hitta ókunnuga konu en það reyndist ástæðulaust. Frá fyrsta degi tók hún mér opnum örmum og upp- komnum börnum mínum eins og hennar eigin barnabörn væru. Guðný var mikill gestgjafi og naut þess mjög að hafa fólk í kringum sig. Á heimili hennar var mikill gestagangur ættingja og vina og lagði hún sig mjög fram um að taka vel á móti fólki þótt aldurinn færðist yfir og heilsunni hrakaði. Fram undir það síðasta fylgdist Guðný vel með allri þjóðfélagsumræðu og hafði áhuga og skoðanir á því sem bar á góma. Hún fylgdist einnig af kappi með íþróttum og sérstaklega landsleikjum, hvort sem um knattspyrnu eða hand- knattleik var að ræða. Gylfi Sig., Óli Stef. og Guðjón Valur voru hennar menn. Mér fannst það sérstakt þegar ég heyrði að hún, af þessari kynslóð sem alla tíð lét aðra ganga fyrir, hefði tekið sig til og lagt í langferðir bæði til Ameríku og Ástralíu að heimsækja systkini sín. Þetta fór hún ásamt systur sinni og mági og lét það ekki stoppa sig þótt að eiginmaðurinn sýndi því ekki áhuga að ferðast yfir hálf- an hnöttinn til þess eins að heimsækja fólk. Guðný hugsaði samt vel um sinn mann og útbjó mánaðarskammt af allskyns réttum í frystikistuna. Ég vil að leiðarlokum þakka fyrir hlýju og vináttu góðrar konu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Bryndís Bragadóttir. Guðný Sigurðardóttir Elsku frændi okkar og mágur, HERMANN SIGURJÓNSSON bóndi, Raftholti, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Kirkjuhvoli fimmtudaginn 17. september. Útförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Jóna Heiðbjört Valdimarsd. Ágústa Kristín Hjaltadóttir Sigurjón Hjaltason Guðríður Júlíusdóttir Guðrún Margrét Hjaltadóttir Oddur Hlynur Kristjánsson Valdimar Hjaltason Hrefna María Hagbarðsdóttir og fjölskyldur Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGURVEIG ÓLAFSDÓTTIR frá Syðstu-Mörk undir Eyjafjöllum, Skeiðarvogi 133, Reykjavík, lést 13. september. Útför hennar fer fram frá Langholtskirkju föstudaginn 25. september klukkan 15. Pálmi Guðjónsson Haukur Hjaltason Þóra Steingrímsdóttir Ómar Hjaltason Hjördís Kjartansdóttir sonadætur og makar Ástkær faðir, afi, tengdafaðir og bróðir, GUÐMUNDUR THEÓDÓRSSON, lést 3. september. Útförin fer fram frá Fella- og Hólakirkju 24. september klukkan 13. Eiríkur Örn Guðmundsson Þorbjörg Ósk Úlfarsdóttir Guðlaugur Theódórsson Guðbjörg Jónsdóttir Guðbjartur Sigurðsson Guðný Jónsdóttir og fjölskyldur Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BJÖRN HAFLIÐI EINARSSON, Lyngholti, Hofsósi, lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Sauðárkróki, 19. september. Elsa Hlíðar Jónsdóttir Guðbjörg Særún Björnsd. Jón Gísli Jóhannesson Bára Björnsdóttir Hendrik Berndsen Einar Guðmundur Björnsson Sævar Björnsson barnabörn og barnabarnabörn Okkar ástkæra móðir, systir, tengdamamma, mágkona og amma, MARGRÉT ANN RADER launafulltrúi, Ránargötu 44, lést á Landspítalanum í Fossvogi 15. september. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 25. september klukkan 13. Streymt verður frá útförinni á vefsíðu Fríkirkjunnar (www.frikirkjan.is). Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á að styrkja starf Rauða krossins á Íslandi. Kristinn Máni Þorfinnsson Adda Bjarnadóttir Þorkell Máni Kristinsson Benedikt Bjarni Kristinsson Erla Margrét Kristinsdóttir Róbert E. Rader Priss E. Rader Dónald Jóhannesson Helga Mattína Björnsdóttir Samkomubann og óvenjulegar aðstæður í þjóðfélaginu hafa leitt til þess að útfarir eru nú með breyttu sniði. Morgunblaðið hefur brugðist við með því að rýmka reglur um birtingu á minningargreinum. Minningargreinasíður blaðsins standa opnar öllum þeim sem vilja minnast ástvina eða sýna aðstandendum samúð og samhug. Í ljósi aðstæðna hefur verið slakað á fyrri verklagsreglum hvað varðar útfarir í kyrrþey. Ekkert er því til fyrirstöðu að birta minningargreinar sama dag og útför einstaklings er gerð hvort sem hún er háð fjöldatakmörkunum eða gerð í kyrrþey. Starfsfólk greinadeildar Morgunblaðsins er boðið og búið að aðstoða þá sem hafa spurningar um ritun minningar- greina eða hvernig skuli senda þær til blaðsins. Ekkert gjald er tekið fyrir birtingu minningagreina. Þær eru einnig birtar á www.mbl.is/minningar. Birting minningargreina Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.