Morgunblaðið - 22.09.2020, Síða 20

Morgunblaðið - 22.09.2020, Síða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 2020 ✝ Oddleifur Þor-steinsson fæddist í Reykja- vík 3. maí 1936. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Suðurlands 10. september 2020. Foreldrar hans voru hjónin Ást- björt Oddleifs- dóttir, f. 28. júlí 1913, d. 11.2. 1983, og Þorsteinn Loftsson, f. 23.9. 1905, d. 25.1. 1991. Bróðir Odd- leifs var Loftur, f. 30.5. 1942, d. 5.9. 2019. Hinn 12. mars 1960 giftist Oddleifur eftirlifandi eig- inkonu sinni Elínu Kristmunds- dóttur frá Kaldbak í Hruna- mannahreppi, f. 12.3 1942. Foreldrar hennar voru hjónin Elín Hallsdóttir, f. 12.6. 1896, d. 20.6. 1942, og Kristmundur Guðbrandsson, f. 1.5. 1897, d. 24.12. 1954. Börn Oddleifs og Elínar eru: 1) Ásta, f. 3.5. 1961, maki Ólaf- ur Stefánsson, f. 4.4. 1959, börn þeirra eru a) Oddur, f. 22.4. 1987, sambýliskona Hrund Pálsdóttir, f. 25.2. 1986, sonur þeirra er Hörður Óli, f. 25.8. 2015, sonur Odds er Helgi Fannar, f. 7.9. 2012. b) Katrín, f. 23.1. 1993, sambýlismaður 1958. Þar varð hann fyrir slysi svo hann gat ekki unnið um nokkurt skeið. Haustið 1959 tóku þau Oddleifur og Elín við búi Magnúsar föðurbróður Oddleifs í Haukholtum og bjuggu fyrst með blandað bú en hin síðari ár eingöngu með kýr. Árið 2003 hættu þau formlega búskap, en sinntu þó áfram fóðrun og umhirðu á naut- gripum í fjósinu allt til þessa dags. Oddleifur var hagleiks- maður á tré og járn. Hann smíðaði um árabil ristahlið fyr- ir Vegagerð ríkisins. Einnig smíðaði hann og hannaði hey- vagna, kerrur o.fl. fyrir bænd- ur víða um land. Þá átti Odd- leifur öfluga dráttarvél á þess tíma mælikvarða og steypu- hrærivél. Hann fór milli bæja og hrærði og hífði steypu við byggingu fjölmargra íbúðar- og útihúsa. Oddleifur var gjaldkeri í sóknarnefnd Hrunakirkju um tíma og stóð ásamt fleirum fyr- ir byggingu safnaðarheimilis- ins í Hruna. Þá söng hann með Tvennum tímum, kór eldri borgara í Hrunamannahreppi, í nokkur ár. Útför Oddleifs fer fram frá Skálholtskirkju í dag, 22. sept- ember 2020, klukkan 13. Streymt verður frá athöfninni á fésbókarsíðu Skálholtskirkju: https://tinyurl.com/ y3k7bubm/. Virkan hlekk á streymi má nálgast á https://www.mbl.is/ andlat/. Kristinn Jónsson, f. 14.1. 1990, synir þeirra eru: Baldvin Kári, f. 19.12. 2017, og Hilmar Breki, f. 20.5. 2020. c) Björgvin, f. 3.1. 1996, dóttir hans er Ástdís Agla, f. 23.6. 2015. 2) Elín, f. 22.5.1965, maki Ei- ríkur Egilsson, f. 13.7. 1962, börn þeirra eru: a) Ásta Steinunn, f. 5.4. 1991, sambýlismaður Sigfinnur Mar Þrúðmarsson, f. 24.12. 1989, dóttir þeirra er Elín Eir, f. 15.1. 2019, b) Egill, f. 1.9. 1993, sambýliskona Astrid Guldbæk Koefoed, f. 3.5. 1993, c) Sig- urborg, f. 21.1. 2000, d) Odd- leifur, f. 14.8. 2001, 3) Jón Þor- steinn, f. 24.6. 1975, maki Helga Margrét Pálsdóttir, f. 14.7. 1975. Synir þeirra eru: Jón Páll, f. 29.10. 2004, Leifur, f. 27.8. 2006, Marel Haukur, f. 26.3. 2008, og Ragnar, f. 18.9. 2012. Oddleifur ólst upp í Hauk- holtum og átti þar heima alla tíð. Hann gekk í barnaskólann á Flúðum og var eftir það eitt haust við smíðanám að Laug- arvatni. Hann hóf störf í Land- smiðjunni í Reykjavík haustið „Ekki spyrja hvort það þurfi að vinna meira, spyrðu heldur hvað er best að gera næst,“ sagði faðir minn, Oddleifur Þorsteinsson, stundum þegar leiðbeina þurfti kaupafólki eða okkur systkinunum við vinnu í sveitinni heima í Haukholtum. Þetta situr fast í huga mér og kemur sterkt fram núna þegar ég kveð föður minn sem lést 10. september sl. Þessi orð lýsa eiginleikum pabba vel en hann var einstaklega vinnusamur og geymdi verkin ekki til morguns ef hægt var að vinna þau í dag. Saman voru pabbi og mamma bændur í Haukholtum í yfir 60 ár. Þau keyptu lítinn bústofn af Manga, föðurbróður pabba árið 1959. Það var grunnurinn að búinu sem þau byggðu upp á starfsævinni. Þeim gekk mjög vel í búskapn- um og ráku myndarlegt bú. Þau voru samrýnd hjón sem gengu í öll verk saman og bættu hvort annað með sínum ólíku styrkleikum. Pabbi var mjög handlaginn og flinkur smiður. Hann hafði lag á að nýta hluti sem oft fengu nýtt hlutverk eftir stund með pabba í vélageymslunni. Hann var mjög bóngóður þegar nágrann- ar og vinir þurftu aðstoð við hinu ýmsu störf eða smíðar. Á mörgum bæjum má enn sjá byggingar, kerrur, vagna og önnur tæki sem hann smíðaði á árum áður. Skólaganga pabba var ekki löng. Eftir barnaskóla fór hann eitt haust í smíðanám að Laug- arvatni. Hann var talnaglöggur og langaði að læra meira í skóla en vinnan heima gekk fyrir. Hann dvaldi ekki oft við þá hugsun heldur vann með það sem hann hafði sem voru sterk- ar hendur, útsjónarsemi og dugnaður. Þau mamma lögðu að okkur krökkunum að sækja menntun, sem þau höfðu ekki haft tækifæri til sjálf. Þetta er eitt af því sem ég er virkilega þakklátur fyrir þegar ég lít til baka á þessum tímamótum. Pabbi kunni líka að gera sér dagamun eins og hann kallaði það. Þegar gestir komu í Hauk- holt var sérstaklega mikið líf í bænum. Þá var sungið og dans- að sem pabbi hafði virkilega gaman af. Lykillinn í því að skemmta sér vel að hans mati var að hafa unnið fyrir því. Þau mamma hættu kúabú- skap árið 2003 en sinntu áfram nautauppeldi í Haukholtum í samstarfi við fjölskyldu mína og fjölskyldu Ástu systur. Nautin munu sakna pabba eins og við öll þar sem hann sinnti þeim af alúð og natni. Þau þekktu pabba vel þegar hann kom í fjósið í bláa samfest- ingnum sem var hans einkennisklæðnaður í sveita- störfunum. Ég var lánsamur að njóta handleiðslu pabba. Hann hafði lag á því að fjalla um það sem máli skipti og orðlengja ekki hlutina. Hann sýndi í verki hvað dugnaður, samvinna og hjálpsemi gagnvart öðrum get- ur verið mikils virði. Hann smitaði samferðafólk sitt með þeirri ánægju sem vinnan veitti honum og náði oft því besta fram í fólki. Pabbi veitti mér gott vega- nesti út í lífið og þessi kveðju- stund einkennist af sorg en einnig miklu þakklæti til hans. Með fráfalli pabba hefur mamma misst umhyggjusaman eiginmann til 60 ára og einnig samstarfsmann hvern einasta dag í öll þessi ár. Missir hennar er eðlilega mikill en minning um góðan mann lifir með okkur öllum og styður mömmu í gegnum þessa erfiðu daga. Jón Þorsteinn Oddleifsson. Það var ávallt mikið tilhlökk- unarefni að fara í Haukholt og ekki varð maður fyrir vonbrigð- um. Andrúmsloftið svo rólegt og notalegt en engu að síður mikið brallað enda var alltaf eitthvað á verkefnalistanum sem við fengum að taka þátt í. Afi þurfti sífellt að hafa eitt- hvað fyrir stafni og það var al- veg sama hvert verkefnið var, það var leyst vel af hendi. Hvort sem það var að hanna og smíða rúlluvagna eða raf- magnsstaura eða bara hvað svo sem þurfti í það og það skiptið, gera við alla skapaða hluti, ryk- suga eða baka flatkökur. Hann var þúsundþjalasmiður af guðs- náð og gat, eins og ég kom orð- um að því sem krakki, „viðgert allt“. Þá var hann einstaklega snyrtilegur á alla lund, það var til dæmis alltaf fínt vestur í geymslu og í bílskúrnum, allt var frágengið á sína staði og gólfið sópað. Ég man ekki eftir afa í öðru úti í verkum en sam- festingi, með derhúfu og með vettlinga í rassvasanum ef grípa þyrfti til þeirra. Hann beið heldur ekki með að laga það sem aflaga fór, stórt sem smátt var alltaf í góðu lagi og í röð og reglu hjá honum. Það var var fátt ef nokkuð sem gat komið afa úr jafnvægi, ég held að hann hafi haft ein- stakt lag á því að taka nokkur skref til baka úr aðstæðunum, líta á heildarmyndina og koma með bestu mögulegu lausnina. Það sýndi sig bæði í smíðum og öðru sem hann tók sér fyrir hendur sem og mannlegum samskiptum. Samband þeirra ömmu er eitt það fallegasta sem ég veit um, gagnkvæm virðing, tillits- semi og ómæld væntumþykja skín í gegn. Þó svo að harðnaði á dalnum dró ekkert úr. Í veik- indunum reyndist afa enginn betur en amma, svo ótrúlega óeigingjörn og umhyggjusöm, hjálpaði honum í gegnum dag- ana, sem voru vissulega miserf- iðir, skilyrðislaust. Það var svo sannarlega tekið á öllu sem einn maður allt til enda. Elsku afi. Þó svo að þessi erfiði sjúkdómur þinn hafi á síðustu árum skyggt í æ meira mæli á þann léttlynda og glaða mann sem þú hafðir að geyma þá eru minningarnar um allar góðu samverustundirnar það sem stendur upp úr á þessum tímapunkti. Ég trúi því að nú hafi stytt upp og lygnt hjá þér. Látt’ ei deigan síga, þótt þungt virðist myrkrið. Því með opnum huga, þá fljótlega birtir. Með gleðina í hjarta, þú þrautirnar vinnur. Það ég segi satt að, þannig ró brátt þú finnur. Hamingjan er handan við hornið. Það hvessir, það rignir, en það styttir alltaf upp og lygnir. (JRJ) Þín Ásta Steinunn. Elsku afi minn. Nú ertu kominn á góðan stað þar sem ég veit þér líður vel. Undan- farna daga hef ég mikið hugsað um ótalmörgu minningarnar sem eftir lifa og allt það sem þú hefur kennt mér í gegnum dag- ana. Ég er svo þakklátur fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman hvort sem það var úti í skúr, í geymslunni eða traktornum. Þeir eru ófáir dagarnir sem við höfum eytt saman í traktor, allt frá því ég svaf í bílstól á meðan þú varst að binda þang- að til þú kenndir mér að keyra. Ekki var ég nú hár í loftinu þegar þú treystir mér til að vinna ýmis verk á traktornum alveg sjálfum. Úrræðabetri mann er vart hægt að finna en það voru aldrei nein vandamál, bara lausnir og ótrúlegt hversu lunkinn þú varst við að end- urnýta hlutina eða finna þeim nýtt hlutverk. Það var sko ekk- ert stokkið út í búð og keypt nýtt. Þú hafðir alltaf tíma fyrir okkur barnabörnin og var ég svo lánsamur að vera mikið í Haukholtum þegar ég var yngri enda vildi ég helst hvergi ann- ars staðar vera. Þú smíðaðir ótal leikföng handa mér og fannst alltaf tíma til að setja eitthvað fallegt saman handa mér, hvort sem það var úr tré eða járni. Einu sinni kom ég í Hauk- holt á föstudegi og til stóð að fara í sleðaferð með skólanum á mánudeginum. Eins og ég orð- aði það áttu allir krakkarnir flotta stiga-sleða en ekki ég. Það var nú ekki vandamálið, um helgina smíðaði afi handa mér sleða, sem fór svo lang- hraðast og allir vildu fá að prófa. Það er mér mjög minnis- stætt hversu áhugasamur þú varst þegar húsið á Hrepphól- um 2 var byggt en þú varst alltaf áhugasamur um það sem maður tók sér fyrir hendur, stórt eða smátt. Það er of langt mál að telja upp allt það sem við höfum smíðað og sýslað saman í gegnum tíðina en ég er svo óendanlega þakklátur fyrir allt sem þú hefur kennt mér. Ég vona að ég nái að skila þessu jafn vel áfram til minna afkomenda og þú gerðir. Þín er og verður sárt saknað, skarðið sem þú skilur eftir í lífi okkar er svo stórt. Þegar ég var lítill strákur sagðir þú mér frá upphaldslag- inu/ljóðinu þínu. Í hvert sinn sem ég heyri það hugsa ég til þín og mun halda áfram að gera það svo lengi sem ég lifi. Undir bláhimni blíðsumars nætur barstu í arma mér rósfagra mey. Þar sem döggin í grasinu grætur, gárast tjörnin í suðrænum þey. Ég var snortinn af yndisleik þínum, ástarþráin er vonunum felld. Þú ert ljósblik á lífshimni mínum, þú ert ljóð mitt og stjarna í kveld. Ég vil dansa við þig meðan dunar þetta draumblíða lag sem ég ann. Meðan fjörið í æðunum funar, og af fögnuði hjartans sem brann. Og svo dönsum við dátt, þá er gaman meðan dagur í austrinu rís. Og svo leiðumst við syngjandi saman út í sumarsins paradís. (Magnús K. Gíslason.) Hvíldu í friði elsku afi minn, ég mun ávallt hugsa til þín. Oddur Ólafsson. Elsku hjartans afi minn. Þegar ég hugsa til þín og allra góðu stundanna er þakk- læti mér efst í huga. Þakklát fyrir að fá að kynnast þér og þínum eiginleikum sem voru svo dásamlegir. Ef ég ætti að lýsa þér í þremur orðum þá held ég duglegur, hjálpsamur og geðgóður yrðu ofarlega á blaði. Manni er það minnisstætt úr æskunni þegar þið amma voruð að koma í heimsókn. Við Odd- leifur nafni þinn skriðum gjarn- an upp í til ykkar á morgnana með bækur sem voru að sjálf- sögðu lesnar fyrir okkur af mikilli innlifun. Við fórum líka oft í krók, en það var ekki nokkur lifandi leið að vinna þig, svo öflugur varstu. Þú varst ekki bara sterkur heldur varstu líka svo flinkur í höndunum. Hvort sem það var að gera við, því allt gastu jú lagað, eða að skapa eitthvað nýtt í renni- bekknum og það er ómetanlegt hvað þú skilur eftir þig mikið af fallegum munum. Eitt það besta við þá ákvörð- un mína að fara í ML er án efa það tækifæri sem ég fékk til að rækta tengsl mín við þig og ömmu enn meira, enda kom ég reglulega í heimsókn til ykkar og skapaði yndislegar minning- ar með ykkur báðum. Eitt sinn var ég óvenju sein á hefð- bundnum föstudegi. Fannfergi var mikið og bíllinn sat fastur á planinu við vistina, og ég ekki með neinar græjur til að losa mig. Skólasystkini mín komu mér til bjargar en þér fannst ómögulegt að ég væri ekki með skóflu í bílnum til að geta redd- að mér sjálf. Þú fórst út í skúr, fannst skóflu og lést mig fá. Ég sagðist ekki þurfa hana og var að reyna að afþakka þetta góða tilboð. Sem betur fer tókstu ekki annað í mál og skóflan fór með út á Laugarvatn. Hún kom sér svo sannarlega vel þegar ég ætlaði að bruna austur eld- snemma um morgun til að vera á undan illviðri sem hafði verið spáð. Bíllinn sat að sjálfsögðu fastur þrátt fyrir ýmsar ráð- stafanir sem ég hafði gert kvöldinu áður og ekki köttur á kreiki svona snemma morguns. Þá var nú gott að vera með skófluna í bílnum og oft hafði ég hugsað hlýlega til þín, afi, en sennilega aldrei eins hlýlega og þegar ég keyrði af stað heim í frí og var á undan veðrinu, þökk sé þér. Það var óneitanlega skrýtið að setjast í bláa sófann í Hauk- holtum og amma í sinn stól en það vantaði þig. Þetta var upp- röðunin hjá okkur þremur um helgar og það er dapurlegt að hugsa til þess að þær verði ekki fleiri svona stundir hjá okkur þremur að leysa heims- málin eða hlusta á það sem Rás 1 hefur upp á að bjóða. Missir ömmu er sárastur og mestur. Í meira en 60 ár fylgd- ust þið að og ég held að sam- rýndari hjón séu vandfundin. Afkomendur ykkar eru ófáir og á hún því stóran og traustan hóp sem mun að sjálfsögðu reyna að passa vel upp á hana. En það er ósk mín að þú hafir fundið þér nýtt býli í heiðanna ró. Guð geymi þig, afi minn, takk fyrir allt. Sigurborg Eiríksdóttir. Að morgni föstudagsins 11. september hringdi hún Ella í Haukholtum í okkur Guðbjörgu til að tilkynna okkur að hann Oddleifur frændi minn væri lát- inn. Það má með sanni segja að það hafi verið stutt á milli Haukholtabræðranna, en Loft- ur lést einu ári og fimm dögum á undan bróður sínum. Ég kynntist Oddleifi vel þeg- ar ég var strákur í sveit í Haukholtum. Hann var dugnað- arforkur og afar handlaginn og útsjónarsamur ef eitthvað þurfti að smíða eða lagfæra. Hann hafði hin síðari ár að- stöðu til slíkra hluta í ágætu húsi vestan við bæinn og var gjarnan sagt ef hann var eitt- hvað að bjástra þar, að hann væri vesturí. Þeir eru ófáir heyvagnarnir og fleiri nytja- hlutir sem hann smíðaði fyrir sig og sveitunga sína. Það var bara eins og ekkert verkefni væri svo stórt að það væri ómögulegt að leysa það. Það ómögulega tók bara heldur lengri tíma. Það var alltaf gam- an að koma að Haukholtum enda eindæma gestrisni sem mætti manni og móttökurnar allar höfðinglegar, setjast niður og spjalla og gera að gamni sínu. Að sumarlagi naut maður þess að vera í heyskap með heimafólki og á haustin að smala heimahagana. Hvað svo sem verið var að gera var Odd- leifur alltaf nálægur á traktorn- um sínum með heyvagninn, tilbúinn að flytja ýmist hey eða fé þegar á þurfti að halda. Þeir bræður Oddleifur og Loftur bjuggu lengi félagsbúi í Haukholtum en síðan varð sú breyting á að Loftur tók við fjárbúinu, en Oddleifur og Elín við kúabúinu. Það lét honum Oddleifi betur að stússast í kringum kýr en fé, en Odd- leifur varð fyrir slysi sem ung- ur maður sem leiddi til þess að hann gat vart talist fljótur á fæti. Slysið varð með þeim hætti að hann var að reisa stál- grindarhús og það féllu undan honum vinnupallar, sem varð til þess að hann þurfti að liggja á sjúkrahúsi í um það bil mán- aðartíma og var síðan fluttur austur með flugvél og lá þá heima í Haukholtum í einhverj- ar vikur til viðbótar. Þau Odd- leifur og Elín bjuggu síðan myndarbúi með kýr í Haukholt- um í allmörg ár. Það var alltaf mikil gleði yfir Oddleifi þegar vel gekk í heyskapnum, hann var þá gjarnan að traktornum sínum ýmist að snúa eða raka saman heyinu og söng þá gjarnan af mikill innlifun. Ég veit reyndar ekki hvort sveit- ungar hans rauluðu með, en ég hef heimildir fyrir því að söng- urinn hljómaði vel út í Bisk- upstungur. Oddleifur var félagslyndur maður þó svo að það hafi ekki alltaf gefist mikill tími til að sinna þeim málum. Honum þótti vænt um kirkjuna sína í Hruna og var í sóknarnefnd Hrunasóknar og gjaldkeri hennar. Þá var hann í kór eldri borgara í sveitinni sinni, en hann hafði alltaf mjög gaman af því að syngja. Oddleifur var búinn að vera heilsuveill undanfarið. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suð- urlands á Selfossi að kvöldi 10. september sl. Við Guðbjörg vottum henni Elínu eiginkonu hans, börnum þeirra, tengdabörnum og öðr- um ættingjum okkar dýpstu samúð. Ragnar Snorri Magnússon. Mig langar í örfáum orðum að minnast Oddleifs sem var áhrifavaldur á mótunarárum mínum þegar ég var í sveit í Haukholtum. Ég byrjaði að koma í Haukholt löngu áður en ég man eftir mér og snemma farinn að æfa mig að vera án foreldranna á sumrin hjá Ellu frænku og Oddleifi. Fyrstu árin stuttan tíma í senn en smám saman lengdist vistin þar til ég var farinn að vera allt sumarið. Það var svo fastur punktur í til- verunni fram á unglingsár. Sveitalífið og verkin áttu vel við mig en eitthvað þótti manni þau þó örlítið misskemmtileg eins og gengur og gerist. Traktorar, fjórhjólið, bílarnir og tæki og tól voru nú kannski það sem heillaði umfram margt annað. Við Oddleifur náðum vel saman þarna og með þolinmæði kenndi hann mér að umgangast þetta allt saman. Með fyrstu minningum af því er þegar ég keyrði Löduna í lága drifinu á eftir honum þegar hann var að færa út. Í gegnum stýrið fylgd- ist ég með til að vera ekki langt undan svo hann gæti gripið hæl af kerrunni ef þurfti. Ég var af- ar stoltur og vandaði mig mikið því Oddleifur lét manni fljótt finnast maður vera að gera gagn. Líklega tókst manni það Oddleifur Þorsteinsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.