Morgunblaðið - 22.09.2020, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.09.2020, Blaðsíða 21
snemma undir góðri leiðsögn. Hann hafði lag á því að fá mann til að vilja standa sig og hafa metnað fyrir verkunum enda góð fyrirmynd hvað það varðaði. Maður vissi vel þegar maður gerði vel þó það væri ekki endilega alltaf haft á orði en Oddleifur gat hinsvegar vel hrósað og ég man sérstaklega eftir að það hafi verið gert þeg- ar maður steig út fyrir kassann til að leysa hlutina, sýndi frum- kvæði og útsjónarsemi. Það var uppfinningamaðurinn í honum sem kunni að meta slíkt. Hjá Oddleifi var aldrei fum eða fát í neinu en ekki óðagot heldur, hann var hugsuður og fram- kvæmandi, sumir eru bara ann- að hvort en að vera hvort tveggja er uppskrift að árangri. Árangrinum náði hann allstað- ar í sínum búrekstri með elju- semi en ég man að Oddleifur fór í alveg sérstaklega góðan „gír“ þegar hann var að smíða eða dytta að einhverju í skemmunni, tala nú ekki um ef hann var með suðugræjurnar á lofti. Þá var hann alltaf með sérstaka húfu undir hjálminum og sauð með prjónum af mikilli list. Maður lokaði augunum á meðan en fékk stundum að berja gjallið á eftir með gjall- hamrinum. Hlutirnir fengu sko ekki að vera lengi í lamasessi hjá Oddleifi, hann var úrræða- góður ef eitthvað bilaði og oftar en ekki fóru hjólin fljótt að snúast á ný. Þessu öllu saman fylgdist ég vel með og hef búið að eins og svo ótal mörgu sem ég lærði í Haukholtum. Lífið í sveitinni með Ellu, Oddleifi og fjölskyldu var ljúft, oft glatt á hjalla og minnist ég þessa tíma með hlýhug. Ég kveð Oddleif með söknuði og votta hans nánustu samúð mína. Friðrik og fjölskylda. Oddleifur Þorsteinsson, bóndi í Haukholtum, hefur alla tíð verið stór hluti af mínu lífi og er margs að minnast á kveðjustund. Oddleifur var ávallt fljótur að hugsa og fljót- ur að framkvæma, ósérhlífinn, fjölhæfur, bóngóður og hugul- samur. Jafnframt ákveðinn og fastur fyrir ef það átti við. Bóndinn Oddleifur náði góðum afurðum af ræktun og skepnum þótt hann væri ekki síður hag- ur á járnsmíðar. Hann nýtti meðal annars hluti úr aflögðum tækjum og afgöngum til að skapa nýjungar og nytjahluti. Ófáir vagnar, kerrur og rist- arhlið voru smíðuð á þeim tím- um sem vöntun var á slíkum vörum og þær ófáanlegar úr verslunum. Oddleifur var lag- inn við vélar og ein af uppfinn- ingum hans var að setja fram- lengingu á ámoksturstæki sem nýttist einkar vel við að lyfta steypu upp á mót og spara þar með mikla vinnu á þeim tíma sem uppbygging var á mörgum bæjum og samhjálp við fram- kvæmdir. Gangur var í flestu og stundum ekið rösklega á milli bæja. Tímanum var ekki varið í að slæpast í Haukholt- um og oft var unninn langur vinnudagur hjá þeim bræðrum Oddleifi og Lofti en rétt um ár er á milli þess sem þeir bræður kveðja. Þegar ég var að alast upp var Oddleifur uppáhaldsgestur hjá mér og var til í að bjóða í krók eða önnur ærsl. Stundum kom upp að leita þurfti aðstoð- ar og þá leitað á bjargarbæinn þar sem Oddleifur var jafnan boðinn og búinn að aðstoða. Þegar ég flutti úr sveitinni tók Oddleifur hestana mína í fóstur sem ég er ávallt þakklátur fyr- ir. Síðar þegar ég var uppkom- inn var ég ávallt velkominn í heimsókn í Haukholt ásamt minni fjölskyldu. Minnisstæðar eru margar góðar stundir í mjöltum og þegar sópað var að kúnum og tekinn einn vindill í leiðinni. Oddleifur var mikill fjölskyldumaður og hugsaði af alúð um sitt fólk. Friðrik okkar var þess aðnjótandi að vera einn af vinnumönnum í Hauk- holtum og býr vel að því að hafa kynnst fjölbreyttri vinnu og verklagi hjá Ellu og Odd- leifi. Við kveðjum Oddleif með söknuði. Hugur okkar er hjá Ellu, Ástu, Ellu yngri, Nonna Steina og fjölskyldum þeirra. Guðni, Jóhanna og fjölskylda. Hjartkær og góður vinur hefur kvatt þetta jarðlíf eftir langa starfsævi. Oddleifur var þúsundþjalasmiður, jafnvígur á tré og járn. Vísa Stephans G. kemur upp í hugann: Löngum var ég læknir minn, lögfræðingur, prestur, smiður, kóngur, kennari, kerra, plógur, hestur. Vinátta okkar hófst þegar við hjónin, Greipur og ég, reistum gróðurhús í Haukadal. Grind hússins var gerð úr stáli og var Oddleifur fenginn til þess að rafsjóða. Hans góða kona, Elín Krist- insdóttir, og ég urðum strax perluvinkonur. Ung og nýtrú- lofuð Oddleifi kom hún að Haukholtum. Þar var ekki tjaldað til einnar nætur. Í bók- inni Byggðir og bú segir að sama ættin hafi búið í Hauk- holtum í 400 ár. Þangað heim er glæsilegt að líta, byggingar reisulegar og allt umhverfið af- burða snyrtilegt. Ella og Oddleifur eignuðust þrjú börn, tengdabörn og heil- an skara af barnabörnum. Ég votta þeim öllum einlæga sam- úð mína vegna fráfalls frábærs afa. Með þeim hjónunum og okk- ur Greipi tókst ævilöng vinátta, sem aldrei bar skugga á. Við áttum saman margar gleði- stundir. Það er gott að eiga slíka vini í blíðu og stríðu. Í margan reiðtúrinn var farið og minnist ég sérstaklega eins, sem farinn var með Birni í Út- hlíð. Fátt er eins gaman og gef- andi og að vera vel ríðandi í góðum félagsskap: „Með nesti við bogann og bikarinn með. Betra á guðlegi heimurinn eigi.“ Oft var snjóþungt og erfitt að komast á milli bæja. Einn af- mælisdaginn minn hafði snjóað mikið og nánast ófært. Ekki var útlit fyrir gestakomu en allt í einu var drepið á dyr og í gættinni birtust Ella og Odd- leifur. Þau höfðu brugðið undir sig stórum traktor og mættu til veislu. Miklir voru fagnaðar- fundirnir. Ekki var svikist um að mæta á samkomur bæði í Aratungu og á Flúðum. Oddleifur var frá- bær dansari, hvort sem um var að ræða vals með öfugum snún- ingi eða masúrka og ekki var síðra að taka lagið með honum á góðri stundu. Þegar Greipur lést óvænt og snögglega fyrir 30 árum við vinnu sína uppi á Haukadals- heiði reyndust þau hjónin mér styrkar stoðir. Oft skrapp ég til þeirra og átti með þeim góðar samverustundir. Nú er stundin liðin og kemur ekki aftur. Ég þakka mínum góða vini Oddleifi fyrir áratuga samfylgd og vináttu. Hvíli hann í Guðs friði. Vinkonu minni Ellu votta ég mína dýpstu og inni- legustu samúð. Gangan með þér æviárin okkur líður seint úr minni. Við sem fellum tregatárin trúum varla brottför þinni. Þína leið til ljóssins bjarta lýsi drottins verndarkraftur. Með kærleiksorð í klökku hjarta kveðjumst núna, sjáumst aftur. (Hákon Aðalsteinsson) Kristín Sigurðardóttir. MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 2020 ✝ Eysteinn Þor-valdsson fædd- ist í Hafnarfirði 23. júní 1932. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Skjóli í Reykjavík 8. sept- ember 2020. For- eldrar hans voru Þorvaldur Guð- mundsson, f. 1900, d. 1975, og Lovísa Aðalbjörg Egils- dóttir, f. 1908, d. 1994. Þau eign- uðust fjóra syni; auk Eysteins þá Hafstein, f. 1931, d. 2015, Svavar, f. 1937, og Gunnar Kristin, f. 1945. d. 2009. Á árunum 1967 til 1994 bjó Eysteinn með Hörn Harðar- dóttur (f. 1938) og eignuðust þau dótturina Úlfhildi. Á heimilinu voru einnig eldri börn Harnar, Ágústa og Ólafur Gunnarsbörn. Fyrir átti Eysteinn þessi börn: Drífu og Heiði með Gerði Petru Kristjánsdóttur, Ástráð með eldrar hans voru bændur, lengst af í Syðri-Gróf í Flóa, en þau sett- ust síðar að á Selfossi. Eysteinn gekk í Héraðsskólann á Laug- arvatni og lauk stúdentsprófi frá MR 1954. Hann nam fjölmiðla- fræði við háskólann í Leipzig, Austur-Þýskalandi árin 1956- 1958 og starfaði um hríð sem blaðamaður við Þjóðviljann eftir að hann sneri heim en síðan sem kennari við Réttarholtsskóla og Gagnfræðaskóla Garðabæjar. Hann kenndi íslensku við MT (nú MS) 1971-1973, var fréttastjóri Þjóðviljans 1973-1974 og kenndi íslensku við MH 1974-1981. Með- fram kennslu sótti Eysteinn nám við Háskóla Íslands og lauk það- an cand. mag.-prófi í íslenskum bókmenntum árið 1977. Hann var ráðinn dósent í þeirri grein við Kennaraháskóla Íslands (nú Menntavísindasvið Háskóla Ís- lands) 1982 og prófessor árið 1993. Eftir Eystein liggur fjöldi fræðiritgerða en einnig bæk- urnar Atómskáldin (1980), Ljóða- lærdómur (1988), Ljóðaþing (2002) og Grunað vængjatak. Um skáldskap Stefáns Harðar Gríms- sonar (2010). Hann ritstýrði nokkrum ljóðasöfnum, var einn af ritstjórum tímaritsins Ljóð- orms og skrifaði ritdóma fyrir Þjóðviljann um árabil, einkum um ljóðabækur. Hann var einnig ötull þýðandi og þýddi m.a. lung- ann af skáldverkum Franz Kafka ásamt syni sínum Ástráði. Eysteinn var virkur í íþrótta- hreyfingunni frá unga aldri, bæði sem iðkandi og stjórnandi. Hann stundaði m.a. glímu en færði sig síðar yfir í júdó og var einn af frumkvöðlum þeirrar íþróttar á Íslandi og fyrsti for- maður Júdósambands Íslands. Kominn undir sextugt gerðist hann víðavangshlaupari og keppti í fjölmörgum hlaupum næstu tvo áratugina. Hann var mikill náttúruunnandi, gekk víða um hálendi Íslands og tók um árabil einnig að sér leiðsögn þýskumælandi ferðahópa um landið. Útför Eysteins fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 22. sept- ember 2020, klukkan 13, að við- stöddum nánustu ættingjum og vinum. Athöfninni verður streymt á: www.sonik.is/eysteinn/. Virkan hlekk á streymið má nálgast á https://www.mbl.is/ andlat/. Hönnu Cörlu Proppé, Oddgeir með Hrefnu Guð- björgu Oddgeirs- dóttur og Björgu með Guðbjörgu Sig- ríði Ólafsdóttur. Börnin kynntust og tengdust á heimili Eysteins og Harnar en einnig hjá ömmu sinni og afa á Sel- fossi. Barnabörn Eysteins eru 18. Börn Drífu eru Sandra, Guðlaugur Karl og Gerður Sif; börn Heiðar eru Edda Linn, Íris, Pétur Karl og Diljá; börn Ástráðs eru Andri Þór, Bergur, Jóhann og Eyja; börn Oddgeirs eru Hafdís og Hrafnhildur; börn Bjargar eru Arnar Eysteinn, Sóley Xin og Óðinn Jack, og börn Úlfhildar eru Urður og Eysteinn. Barna- barnabörnin eru orðin 16. Eysteinn ólst upp í Hafnarfirði og fyrir austan fjall, þar sem for- Tengdafaðir minn, Eysteinn Þorvaldsson, var nýorðinn sjö- tugur þegar ég kynntist honum. Grannvaxinn með ljósan hár- makkann kom hann mér fyrir sjónir sem mun yngri maður. Hann var einnig mjög vel á sig kominn og þegar við Ástráður stóðum í flutningum ekki löngu síðar fór Eysteinn þá fremstur í flokki við burðinn og virtist hafa gaman af átökunum, enda þaul- reyndur glímu- og júdókappi. Hann stundaði á þessum tíma bæði langhlaup og sund og var alla tíð í einstaklega góðu formi og agaður í lífsháttum. Eysteinn hafði góða nærveru, var yfirvegaður og háttvís. Hann var athugull og djúphug- ull og í samræðum birtist oft skarpt innsæi þegar hann orðaði kjarna hlutanna. Eysteinn var afar vel máli farinn og þegar vel lá á honum kom í ljós rík frá- sagnar- og kímnigáfa. Hann var ekki endilega málgefinn og var lítið fyrir að trana sér fram, en hafði mikla ánægju af innihalds- ríkum samræðum. Að þessu leyti líktist hann föður mínum og eru mér minnisstæðar ákafar samræður þeirra þegar Ey- steinn bauð okkur og foreldrum mínum í kvöldmat í Drápuhlíð- inni. Tal þeirra barst fljótt að bókakosti Eysteins og djass- plötusafni hans – og þegar kom að ættfræðinni í Flóanum og í Ölfusinu færðust þeir allir í aukana, enda báðir með rætur þar, og ræddu saman langt fram eftir kvöldi. Auk íþrótta- áhugans var Eysteinn mikill unnandi bókmennta, tónlistar og myndlistar eins og heimili hans bar vott um. Það kom mér skemmtilega á óvart að eitt myndverkanna á veggjum heim- ilisins reyndist vera eftir móður mína, en það hafði Eysteinn keypt á sýningu hennar á Kaffi Mokka á sjöunda áratugnum. Eysteinn var líka náttúru- unnandi og í fyrstu heimsókn minni í sumarbústað hans í Svínadal fann ég að þar var hann í sínu elementi. Hann naut þess sérstaklega að hlúa að trjá- gróðrinum, enda áhugamaður um trjárækt og miðlaði náttúru- tilfinningu sinni til ungviðisins. Við Eysteinn ræddum stundum sameiginlega reynslu sem leið- sögumenn erlendra ferðamanna og hafði hann mjög gaman af því að rifja upp ferðir sínar um landið. Eysteinn lætur eftir sig merkilegt framlag til íslenskrar menningar, og varð ég vitni að nánu samstarfi feðganna við þýðingar á höfundarverki Franz Kafka. Þær voru ófáar stund- irnar sem þeir sátu einbeittir við matarborðið, niðursokknir í heim tungumálanna. Ung börn okkar Ástráðs vöndust snemma framandi upplestri, sem mætti lýsa sem „kafkaískum“, á brot- um á þýsku og íslensku úr verk- um Franz Kafka. Jafnframt varð mér ljós djúpstæð máltil- finning Eysteins. Ég kveð tengdaföður minn með virðingu, væntumþykju og þakklæti. Blessuð sé minning Eysteins Þorvaldssonar. Anna Jóhannsdóttir. Eysteinn Þorvaldsson, félagi í Judofélagi Reykjavíkur og fyrr- verandi formaður Judosam- bands Íslands, lést á hjúkrunar- heimilinu Skjóli í Reykjavík 8. september sl., 88 ára að aldri. Eysteinn var einn af upphafs- mönnum judo á Íslandi og byrj- aði að æfa íþróttina í kringum 1965. Hann var virkur iðkandi með svartbeltagráðuna 3. dan en kom jafnframt mjög mikið að félagsmálum og stjórnunarstörf- um og var til fjölda ára í for- svari fyrir íþróttina. Hann kom að undirbúningi og stofnun Judosambandsins og var kosinn fyrsti formaður þess 28. janúar 1973 og lagði traustan grunn að starfi þess til frambúðar. Það urðu miklar breytingar eftir að JSÍ var stofnað og strax var hafin markviss uppbygging íþróttarinnar og tekin upp al- þjóðleg samskipti og mikið starf unnið í skipulags- og tæknimál- um. JSÍ varð aðili að Evrópu- og alþjóða judosambandinu og Eysteinn kom strax á góðum samskiptum við hinar Norður- landaþjóðirnar. Aðeins tveimur árum eftir stofnun sambandsins var fyrsta Norðurlandamótið haldið á Íslandi. Eysteinn gegndi formennsku samfleytt frá 1973-1983. Hann stýrði starfsemi sambandsins af mikilli röggsemi og sanngirni og skilaði af sér frábæru frumkvöðlastarfi sem fyrsti formaður JSÍ. Eysteinn var sterkur per- sónuleiki með hljómmikla og skýra rödd og þegar hann talaði þá var hlustað. Hann var fastur fyrir og fylginn sér og væri hægt að nefna mörg atvik þar sem hans persónuleiki skipti máli. Til dæmis má nefna uppá- komu í liðakeppni á Norður- landamóti sem haldið var í Reykjavík 1982 en þar átti að hafa af okkur Íslendingum sigur gegn annarri Norðurlandaþjóð og þar með silfurverðlaunin í keppninni. Þar voru dómarar að verki sem voru ekki alveg með reglurnar á hreinu og fóru því eftir leiðbeiningum frá yfirdóm- urum mótsins sem hefðu átt að kunna sitt fag en ætluðu að dæma okkur í óhag. Eysteinn mótmælti og eftir langa reki- stefnu með forsvarsmönnum hinna landanna, sem vildu láta niðurstöðu dómaranna standa, urðu þeir að láta í minni pokann þegar Eysteinn, sem var vel undirbúinn, dró upp útprentað- ar reglurnar (ekkert Googl) og fór yfir þær lið fyrir lið og menn hlustuðu. Það má líka nefna að í göngu- ferð um 1970 með vini sínum Thor Vilhjálmssyni þá ræddu þeir Eysteinn um íþróttina. Thor kvaðst lengi hafa langað að æfa judo en sagðist vera hik- andi að hefja æfingar svona gamall. Thor var tekinn á orð- inu, honum var sagt að enginn væri of gamall til að iðka judo og skömmu síðar hóf hann æf- ingar hjá Judofélagi Reykjavík- ur og hélt því áfram allt sitt líf. Eysteinn var heiðraður með ýmsum hætti fyrir áratuga störf í þágu judohreyfingarinnar. Hann var sæmdur gullmerki JSÍ árið 2002, heiðurskrossi ÍSÍ 2013 og gerður að heiðursfor- manni JSÍ 2014. Judomenn þakka Eysteini Þorvaldssyni að leiðarlokum áralanga samveru og kveðja góðan vin og félaga með söknuði og virðingu og senda ástvinum hans hugheilar samúðarkveðjur. Bjarni Friðriksson, Judofélagi Reykjavíkur, Jóhann Másson, Judosambandi Íslands. Eysteinn Þorvaldsson var glæstur á velli og skilur eftir sig merkileg verk um bókmenntir, einkum tengd íslenskri ljóða- gerð eftir miðja síðustu öld. Ef- laust er hann minnisstæður fjölda nemenda sem nutu hand- leiðslu hans á þessu sviði. Leiðir okkar lágu saman er ég hóf há- skólanám í Leipzig í Austur- Þýskalandi haustið 1956, þar sem við vorum þá einu Íslend- ingarnir og bjuggum á sama stúdentagarði. Eysteinn hafði byrjað þar nám í blaðamennsku haustið áður og því orðinn hag- vanur í borginni. Reyndar vor- um við samferða að heiman þá um haustið, höfðum ætlað með íslenskum togara til Hamborg- ar, en sú ráðagerð brást á síð- ustu stundu og urðum við að taka okkur fari með Gullfossi á 1. farrými, þar eð ódýrari kostir voru uppseldir. Varð sú sigling eftirminnileg, ekki síst vegna þess að meðal samferðamanna voru Halldór Kiljan Laxness, nýkrýnt nóbelsskáld, og fjand- vinur hans Jónas Jónsson frá Hriflu. Áttum við samtöl við þá báða, einkum var Jónas fús til skrafs við ungmenni. – Nám okkar Eysteins var á ólíkum sviðum en áhugi á stjórnmálum og bókmenntum gaf nóg tilefni til skrafs og ljóð voru í hávegum höfð á síðkvöldum. Einmitt á sviði ljóðagerðar urðu vatnaskil hérlendis þessi árin með Birt- ingsmenn í fararbroddi. Styttra varð í blaðamennsku- námi Eysteins en hann hafði ráðgert og lágu til þess óvenju- legar aðstæður. Valdaflokkurinn SED í Austur-Þýskalandi teygði anga sína víða, þótt í mismun- andi mæli væri innan deilda há- skólans. Nám tengt fjölmiðlun var strengilega vaktað af flokks- broddum og gagnrýndi Ey- steinn það ítrekað í mín eyru. Með honum í sama árgangi var stúlka frá Berlín, Helga Novak að nafni, og urðu kynni þeirra allnáin er á leið þennan vetur. Eftir árekstra í blaðamanna- deildinni haustið 1957 ákvað hún ásamt Eysteini að hætta námi, fara úr landi gegnum Vestur-Berlín og halda til Ís- lands. Urðu af þessu ýmis eft- irmál. Ferill Helgu varð síðan litríkur þar sem hún gerðist rit- höfundur, þekkt sem slík í Þýskalandi fyrr og síðar en bjó við íslenskt ríkisfang til dauða- dags 2013. Eftir heimkomu starfaði Ey- steinn um skeið sem blaðamað- ur við Þjóðviljann, og tók jafn- framt mikinn þátt í starfi Æskulýðsfylkingarinnar, félags ungra sósíalista, þar sem hann gegndi starfi forseta 1960-1962. Lagðist hann ásamt ýmsum öðr- um fyrrverandi námsmönnum úr austantjaldsríkjum á sveif með þeim sem draga vildu úr vægi Sósíalistaflokksins, en breikka þess í stað grundvöll Alþýðubandalagsins sem loks varð að formlegum stjórnmála- flokki 1968. Hugur Eysteins beindist æ meir að kennslu og ritstörfum, sem tengdust íslensku máli og bókmenntum. Lauk hann cand. mag.-prófi 1977 og varð síðar prófessor við Kennaraháskól- ann. Á þessu sviði vann hann þau verk sem lengi verður minnst. Eftir kynnin á æskuárum lágu leiðir okkar Eysteins stöku sinnum saman í kunningjahópi, ekki síst hjá Tryggva Sigur- bjarnarsyni bekkjarbróður hans frá Laugarvatni og Siglinde eig- inkonu Tryggva. Nú að leiðar- lokum minnist ég af hlýhug samskipta okkar Eysteins fyrr og síðar. Hjörleifur Guttormsson. Eysteinn Þorvaldsson var reyndur kennari í gagnfræða- skóla og framhaldsskóla þegar hann kom til starfa sem stunda- kennari við Kennaraháskóla Ís- lands um 1980. Hann varð skip- Eysteinn Þorvaldsson SJÁ SÍÐU 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.