Morgunblaðið - 22.09.2020, Side 24

Morgunblaðið - 22.09.2020, Side 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 2020 Góð þjónusta í tæpa öld 10%afslátturfyrir 67 ára og eldri Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú ert að öllu jöfnu varkár í pen- ingamálunum en í dag er hætt við að þú fallir í einhvers konar freistni. Þú leitar allra leiða til að ná sáttum við nágranna þína. 20. apríl - 20. maí  Naut Reyndu að standast freistinguna að prédika yfir öðrum. Nú er mikilvægt að þú endurskoðir gildsmat þitt þannig að þú vit- ir á hvaða grunni þú byggir ákvarðanir þín- ar. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Vertu opin/n gagnvart tillögum samstarfsmanna þinna og leyfðu þeim að velta upp sem flestum flötum. Draumar geta orðið að veruleika. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þið þurfið að koma lagi á fjármálin og þurfið því að beita ykkur aga og sleppa öllu sem kallar á óþarfa eyðslu. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Hugsaðu vandlega um þær skuld- bindingar sem þú tekur þér á hendur. Ekki óttast breytingar, þær eru oft til góðs. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þér verða fengin ný verkefni og þótt þér lítist hreint ekki á þau við fyrstu sýn, skaltu hefjast handa ótrauð/ur. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er hollt að staldra við og gera sér grein fyrir því af hverju maður gerir þenn- an hlutinn eða hinn og af hverju endilega svona. Hristu af þér slenið. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú nærð frábærum árangri í vinnunni. Vertu uppörvandi þegar þú talar við óörugga manneskju. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú mátt ekki leggja svo hart að þér við vinnu að þú finnir þér aldrei stund eða stað til þess að sinna eigin hugðar- efnum. Njóttu kraftsins sem þú finnur fyrir og leyfðu hugmyndunum að flæða. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þig langar til að brjótast út úr viðjum vanans. Gerðu ráðstafanir til þess að fækka streituvöldum í kringum þig. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Taktu það ekki nærri þér, þótt einhverjir tali um þig. Þú ert með hreina samvisku. Hvernig væri að blanda meira geði viðaðra, fara í gönguhóp eða mála listaverk? 19. feb. - 20. mars Fiskar Það er ekki hægt að þjóna tveimur herrum. Það verður mikið annríki hjá þér á komandi vikum. mjög langan tíma. „En við mamma vorum að fara til þess að forframa okkur í borginni og heilsa upp á föð- urfólkið mitt, þá helst föðursystur mína Guðríði, sem var mér kær og ég er skírð í höfuðið á,“ segir hún. Guðríður á forláta jólakort sem hún heldur mikið upp á enda fylgir því saga. „Afi Þórður var með skrif- stofu verkalýðsfélagsins á jarðhæð Einnig starfaði Guðríður lengi í þágu Sjálfstæðisflokksins á Fá- skrúðsfirði. Guðríður man vel eftir því þegar hún fór fyrst til Reykjavíkur, enda var það heilmikið ferðalag og ólíkt því sem fólk á að venjast í dag. Hún sigldi með móður sinni með Esjunni sem var þá strandferðaskip og þær fóru frá Fáskrúðsfirði og ferðin tók G uðríður Karen Berg- kvistsdóttir fæddist 22. september 1940 í Baldurshaga á Fá- skrúðsfirði. Þegar Guð- ríður rifjar upp æskuminningar sín- ar er greinilegt að hún hefur verið glatt og uppátækjasamt barn. „Mér fannst gaman að vera á bryggjunni og í sjóhúsinu hans pabba. Ég var ekki gömul þegar ég ásamt bróður mínum og vini hans fór með pabba á sjóinn. Það var ekki vanalegt í þá daga að stelpur færu til sjós. Við fór- um á bátnum hans pabba til Djúpa- vogs og sváfum þar tvær nætur á milli róðra á miðin. Við vorum líka í Papey en þar var frændfólk okkar. Ég man að vinur bróður míns var mjög sjóveikur og ældi mestallan tímann. Þess á milli sagði hann með smá svekkelsi í röddinni: „Og hún ælir ekki enn.““ Guðríður fékk líka að fara með á bátnum til þess að sækja hey í Pap- ey, en flestir voru með kindur, kýr og hænur og sumir með hesta. „Ég fór líka með pabba á bátnum til Stöðvarfjarðar til þess að kaupa mjólkurkú. Það var svo maður sem tók að sér að teyma hana eftir stíg yfir til Fáskrúðsfjarðar, en þá voru engir vegir á milli fjarðanna.“ Guðríður Karen gekk í grunnskól- ann á Fáskrúðsfirði og fór 18 ára í Húsmæðraskólann á Laugalandi í Eyjafirði. Vefnaðurinn var það sem heillaði mest og fór hún einnig á heimilisiðnaðarnámskeið til Akur- eyrar. Hún vann um tíma í Amaró, sem þótti á þeim tíma ein flottasta verslun landsins. Seinna, þegar börnin voru orðin sex, kom það sér vel að kunna hannyrðir. Jólafötin á allan hópinn voru sniðin og saumuð rétt fyrir jól og oft var stuðst við nýj- ustu tískuna í auglýsingum dagblað- anna. Guðríður gekk í kvenfélagið 15 ára og varð síðar formaður félagsins. Hún tók þátt í stofnun félagsheim- ilisins Skrúðs, en félagasamtök á staðnum áttu fulltrúa í nefndinni og var Guðríður fulltrúi kvenfélagsins. Hún var einnig í leikfélaginu og átti meðal annars stórt hlutverki í gam- anleikritinu Saklausa svallaranum. Baldurshaga og hann átti margar bækur og las fyrir okkur krakkana. Um haustið 1952 var hann í Reykja- vík vegna veikinda. Hann vildi greinilega vera tímanlega með jóla- kortin því ég fékk kort frá honum í pósti í byrjun desember, en afi Þórð- ur kvaddi þennan heim rétt fyrir jól og var jarðsunginn á milli jóla og ný- árs. Jólakortið sem hann sendi mér Guðríður Karen Bergkvistsdóttir húsfrú – 80 ára Hjónin Guðríður Karen Bergkvistsdóttir og Jón B. Guðmundsson eiginmaður hennar. Fór í sjóferð sjö ára gömul Jólakortið Guðríður hefur geymt síðasta kortið frá afa sínum alla tíð. Sjóferð Hér sést Guðríður eldhress með Madda Steinþórs á sjónum. Til hamingju með daginn Neskaupstaður Andrea Björt fæddist 8. október 2019 á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaup- stað kl. 17.53. Hún vó 3.814 g og var 50,5 cm löng. Foreldrar hennar eru Ágúst Bjarni og Anna Birna. Systkini hennar eru Hlynur Freyr, Tómas Ingi og Karitas Líf. Nýr borgari 30 ára Helga fæddist í Reykjavík og býr núna á Seltjarnarnesinu. Helga er enskukennari í Verslunarskóla Ís- lands, þar sem hún byrjaði fyrir fjórum ár- um. Hennar helstu áhugamál eru skíði og ferðalög, fjall- göngur og samvera með fjölskyldu og vinum. Maki: Þorsteinn Rafn Halldórsson Snæ- land, f. 1985, sérfræðingur í áhættustýr- ingu hjá Kviku. Foreldrar: Ása Helga Ólafsdóttir, f. 1953, lífeindafræðingur og rak einnig versl- unina Polarn O. Pyret í Kringlunni í mörg ár, og Benedikt Sigurðsson, f. 1952, lög- fræðingur. Þau búa á Seltjarnarnesi. Helga Benediktsdóttir 30 ára Eyrún ólst upp á bænum Hamri í Skagafirði en býr núna á Sauðárkróki. Hún er í fæðingarorlofi eins og er, en vinnur á Hér- aðsskjalasafni Skag- firðinga. Hún hefur mikinn áhuga á ferðalögum og samveru með fjölskyldu og vinum. Maki: Jón Dagur Gunnlaugsson, f. 1994, húsasmiður. Börn: María Sjöfn, f. 2015, og Hólmar Daði, f. 2020. Foreldrar: Hjónin Unnur Sævarsdóttir, f. 1960, starfar hjá Húsnæðis- og mann- virkjastofnun á Sauðárkróki og Sævar Einarsson, f. 1962, bóndi á Hamri í Skagafirði, þar sem þau búa. Eyrún Sævarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.