Morgunblaðið - 22.09.2020, Síða 26

Morgunblaðið - 22.09.2020, Síða 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 2020 Pepsi Max-deild karla ÍA – Grótta ................................................ 3:0 Fylkir – FH............................................... 1:4 Stjarnan – Valur ....................................... 1:5 Breiðablik – KR........................................ 0:2 Víkingur R. – HK ..................................... 1:1 Staðan: Valur 15 12 1 2 39:15 37 FH 14 9 2 3 30:18 29 Stjarnan 13 6 6 1 21:15 24 KR 13 7 2 4 25:17 23 Breiðablik 14 7 2 5 29:23 23 Fylkir 15 7 1 7 22:24 22 HK 15 5 3 7 25:31 18 ÍA 15 5 2 8 34:36 17 Víkingur R. 14 3 6 5 20:22 15 KA 14 2 9 3 12:15 15 Grótta 15 1 4 10 12:32 7 Fjölnir 15 0 6 9 14:35 6 Lengjudeild karla ÍBV – Þór .................................................. 2:2 Keflavík – Þróttur R ................................ 4:2 Afturelding – Víkingur Ó......................... 1:0 Fram – Grindavík..................................... 1:2 Staðan: Keflavík 16 10 4 2 49:24 34 Leiknir R. 17 10 3 4 37:21 33 Fram 17 9 6 2 36:23 33 ÍBV 17 6 9 2 28:21 27 Þór 17 8 3 6 32:29 27 Grindavík 16 6 8 2 32:27 26 Vestri 17 7 5 5 24:22 26 Afturelding 17 6 3 8 33:27 21 Víkingur Ó. 17 4 4 9 21:36 16 Þróttur R. 17 3 3 11 15:34 12 Leiknir F. 17 3 3 11 16:36 12 Magni 17 2 3 12 17:40 9 England Aston Villa – Sheffield United ................ 1:0 Wolves – Manchester City ...................... 1:3 Staðan: Leicester 2 2 0 0 7:2 6 Everton 2 2 0 0 6:2 6 Arsenal 2 2 0 0 5:1 6 Liverpool 2 2 0 0 6:3 6 Crystal Palace 2 2 0 0 4:1 6 Tottenham 2 1 0 1 5:3 3 Manch.City 1 1 0 0 3:1 3 Brighton 2 1 0 1 4:3 3 Aston Villa 1 1 0 0 1:0 3 Leeds 2 1 0 1 7:7 3 Chelsea 2 1 0 1 3:3 3 Wolves 2 1 0 1 3:3 3 Newcastle 2 1 0 1 2:3 3 Burnley 1 0 0 1 2:4 0 Manch.Utd 1 0 0 1 1:3 0 West Ham 2 0 0 2 1:4 0 Sheffield Utd 2 0 0 2 0:3 0 Fulham 2 0 0 2 3:7 0 Southampton 2 0 0 2 2:6 0 WBA 2 0 0 2 2:8 0 Ítalía AC Milan – Bologna................................. 2:0  Andri Fannar Baldursson var varamað- ur hjá Bologna og kom ekki við sögu. Noregur B-deild: Lilleström – Kongsvinger ...................... 2:0  Björn Bergmann Sigurðarson kom inn á hjá Lilleström á 62. mínútu og skoraði á 89. mínútu. Arnór Smárason var ekki með. Sandnes Ulf – Tromsö............................. 0:3  Adam Örn Arnarson var ekki í hópnum hjá Tromsö. Svíþjóð Elfsborg – Häcken................................... 1:1  Oskar Tor Sverrisson var varamaður hjá Häcken og kom ekki við sögu. Pólland Piast Gliwice – Jagiellonia ..................... 0:1  Böðvar Böðvarsson lék allan leikinn með Jagiellonia.  Danmörk Kolding – SönderjyskE....................... 31:29  Ágúst Elí Björgvinsson varði 13 skot í marki Kolding, þar af 2 vítaköst.  Sveinn Jóhannsson skoraði ekki fyrir SönderjyskE.   Spánn Tenerife – Zaragoza .................. (frl.) 91:86  Tryggvi Snær Hlinason var stigahæstur hjá Zaragoza með 16 stig, tók 7 fráköst og átti 2 stoðsendingar. Hann lék í 23 mínútur. Úrslitakeppni NBA Vesturdeild, úrslit: LA Lakers – Denver ........................ 105:103  Staðan er 2:0 fyrir Lakers og þriðji leik- urinn fer fram í nótt.   KNATTSPYRNA Undankeppni EM kvenna: Laugardalsvöllur: Ísland – Svíþjóð ......... 18 2. deild karla: Hertz-völlur: ÍR – Haukar .................. 16.15 Í KVÖLD! STJARNAN – VALUR 1:5 0:1 Patrick Pedersen 4. 0:2 Patrick Pedersen 18.(v) 0:3 Aron Bjarnason 21. 0:4 Aron Bjarnason 31. 0:5 Birkir Már Sævarsson 34. 1:5 Sölvi Snær Guðbjargarson 63. MM Aron Bjarnason (Val) Patrick Pedersen (Val) M Birkir Már Sævarsson (Val) Sigurður Egill Lárusson (Val) Lasse Petry (Val) Einar Karl Ingvarsson (Val) Valgeir Lunddal Friðriksson (Val) Sölvi Snær Guðbjargarson (Stjörn.) Alex Þór Hauksson (Stjörnunni) Dómari: Ívar Orri Kristjánsson – 7. Áhorfendur: Um 400. BREIÐABLIK – KR 0:2 0:1 Ægir Jarl Jónasson 10. 0:2 Sjálfsmark 83. M Beitir Ólafsson (KR) Arnór Sveinn Aðalsteinsson (KR) Kennie Chopart (KR) Ægir Jarl Jónasson (KR) Kristinn Jónsson (KR) Atli Sigurjónsson (KR) Stefán Árni Geirsson (KR) Viktor Karl Einarsson (Breiðabliki) Brynjólfur Willumsson (Breiðabliki) Davíð Ingvarsson (Breiðabliki) Andri Rafn Yeoman (Breiðabliki) Dómari: Erlendur Eiríksson – 8. Áhorfendur: 252. VÍKINGUR R. – HK 1:1 0:1 Bjarni Gunnarsson 75. 1:1 Ágúst Eðvald Hlynsson 79. M Davíð Örn Atlason (Víkingi) Kári Árnason (Víkingi) Júlíus Magnússon (Víkingi) Atli Barkarson (Víkingi) Erlingur Agnarsson (Víkingi) Ágúst Eðvald Hlynsson (Víkingi) Bjarni Gunnarsson (HK) Jón Arnar Barðdal (HK) Atli Arnarson (HK) Ívar Örn Jónsson (HK) Þórður Þorsteinn Þórðarson (HK) Martin Rauschenberg (HK) Rautt spjald: Ívar Örn Jónsson (HK) 83. Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson – 8. Áhorfendur: 270. FYLKIR – FH 1:4 0:1 Björn Daníel Sverrisson 48. 0:2 Björn Daníel Sverrisson 59. 0:3 Ólafur Karl Finsen 61. 1:3 Arnór Gauti Ragnarsson 64. 1:4 Sjálfsmark 69. MM Björn Daníel Sverrisson (FH) M Sam Hewson (Fylki) Þórður Gunnar Hafþórsson (Fylki) Gunnar Nielsen (FH) Þórir Jóhann Helgason (FH) Jónatan Ingi Jónsson (FH) Ólafur Karl Finsen (FH) Dómari: Sigurður H. Þrastarson – 6. Áhorfendur: Ekki gefið upp. ÍA – GRÓTTA 3:0 1:0 Tryggvi Hrafn Haraldsson 26. 2:0 Sigurður Hrannar Þorsteinsson 82. 3:0 Tryggvi Hrafn Haraldsson 87. (v). M Árni Snær Ólafsson (ÍA) Ísak Snær Þorvaldsson (ÍA) Sindri Snær Magnússon (ÍA) Gísli Laxdal Unnarsson (ÍA) Tryggvi Hrafn Haraldsson (ÍA) Ólafur Karel Eiríksson (Gróttu) Bjarki Leósson (Gróttu) Axel Freyr Harðarson (Gróttu) Dómari: Vilhjálmur A. Þórarinsson – 8. Áhorfendur: Um 100.  Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og greinar um leikina – sjá mbl.is/sport/fot- bolti. FÓTBOLTINN Víðir Sigurðsson vs@mbl.is FH virðist vera eina liðið sem getur elt Valsmenn í baráttunni um Íslands- meistaratitil karla 2020. Átta stig skilja liðin reyndar að en það merki- lega er að þau eiga eftir báða sína leiki á tímabilinu og sá fyrri er einmitt á dagskránni á fimmtudaginn kemur, eftir aðeins tvo daga, í Kaplakrika. Valsmenn fór á kostum gegn Stjörnunni í Garðabæ þar sem þeir skoruðu fimm mörk á fyrsta hálftím- anum og unnu að lokum 5:1. Patrick Pedersen og Aron Bjarnason splundruðu Stjörnuvörninni hvað eft- ir annað, skoruðu tvö mörk hvor, Ped- ersen lagði upp bæði mörk Arons, sem á móti krækti í vítaspyrnu handa Dananum og lagði upp fimmta mark- ið fyrir Birki Má Sævarsson. Hrein sýning og það sem eftir var af leikn- um var formsatriði. Fyrsta tap Stjörnumanna kom í þeirra þrettánda leik og þá var hreinlega um hrun að ræða. „Yfirburðir Valsmanna voru fá- heyrðir, og sérstaklega þá í fyrri hálf- leik. Þá skal þess getið að Valsmenn skoruðu þrjú mörk til viðbótar þess- um fimm, sem dæmd voru af vegna rangstöðu,“ skrifaði Stefán Gunnar Sveinsson m.a. um leikinn á mbl.is.  Patrick Pedersen jafnaði Atla Guðnason í 21.-22. sæti yfir marka- hæstu menn deildarinnar frá upp- hafi en þeir hafa gert 68 mörk hvor. Pedersen er kominn með 13 mörk og er jafn Steven Lennon í slagnum um markakóngstitilinn.  Haukur Páll Sigurðsson og Kristinn Freyr Sigurðsson voru báðir í leikbanni en fjarvera þeirra virtist ekki hafa mjög slæm áhrif á Valsliðið. Björn kominn í gang? Björn Daníel Sverrisson, fyrirliði FH, fór fyrir sínum mönnum og skoraði tvö fyrstu mörkin í góðum útisigri Hafnfirðinganna á Fylki í Árbænum, 4:1. Þetta eru fyrstu mörk Björns í deildinni á tímabilinu og góðs viti fyrir FH-inga ef hann er að ná sér á strik. FH-ingar hafa nú unnið fjóra leiki í röð og sex leiki af sjö og halda sínu striki undir stjórn Eiðs Smára Guð- johnsens og Loga Ólafssonar sem hafa rifið liðið upp úr meðalmennsku og komið því á beina braut á undan- förnum vikum. „Úrslit leiksins eru kannski svolít- ið undarleg ef menn skoða tölurnar yfir skottilraunir. Fylkismenn áttu sautján tilraunir og bæði lið gátu því skorað mörg mörk. Gunnar Nielsen lék mjög vel í marki FH og það getur virkað sérstakt að nefna það sér- staklega þegar lið vinnur 4:1. En það á alveg við í þessu tilfelli,“ skrifaði Kristján Jónsson m.a. um leikinn á mbl.is.  Ólafur Karl Finsen skoraði sitt fyrsta mark í deildinni fyrir FH en hann hafði áður skorað í bikarnum. Hann hefur þá gert mörk fyrir fjög- ur félög í deildinni en áður voru það Selfoss, Stjarnan og Valur. KR með Blikana í vasanum KR-ingar unnu Breiðablik í þriðja sinn á tímabilinu og sigur meistaranna í Kópavogi, 2:0, var verðskuldaður. Þeir fóru þar með uppfyrir Blikana á markatölu og eiga líka leik til góða. Eins og deild- in er að þróast stefnir í jafna bar- áttu KR, Stjörnunnar og Breiða- bliks um þriðja sætið og eitt öruggt Evrópusæti. „KR-ingar unnu nokkra 1:0-sigra á síðustu leiktíð þegar þeir urðu Ís- landsmeistarar og sigurinn í kvöld minnti svo sannarlega á marga leiki liðsins frá því á síðustu leiktíð,“ skrifaði Bjarni Helgason m.a. um leikinn á mbl.is.  Ægir Jarl Jónasson skoraði sitt fyrsta mark í deildinni í ár fyrir KR þegar hann kom liðinu yfir. Hann hefur hinsvegar skorað fimm mörk fyrir Vesturbæinga í bikar- keppninni. Nýtt leikjamet hjá Óskari  Óskar Örn Hauksson, fyrirliði KR, er orðinn leikjahæsti leikmaður úrvalsdeildarinnar frá upphafi. Hann lék sinn 322. leik í gærkvöld og fór með því fram úr Birki Krist- inssyni sem lék 321 leik á sínum tíma. Nánar er fjallað um metið á mbl.is/sport.  Kristinn Jónsson, félagi Óskars á vinstri vængnum hjá KR, náði líka áfanga því hann lék sinn 200. leik í efstu deild, á sínum gamla heimavelli í Kópavogi. Fjörugt jafntefli í Fossvogi Víkingur og HK skildu jöfn, 1:1, í nokkuð fjörugum leik í Fossvogi þar sem mörkin tvö létu þó bíða eft- ir sér. Þá skoruðu HK-ingurinn Bjarni Gunnarsson og Víkingurinn Ágúst Eðvald Hlynsson með fjögurra mínútna millibili. HK er þar með í sjöunda sætinu og „á toppnum“ í neðri hluta deild- arinnar en Víkingarnir sitja áfram uppi með aðeins þrjá sigra í fjórtán leikjum á tímabilinu.  Ívar Örn Jónsson, vinstri bak- vörður HK, fékk rauða spjaldið á sínum gamla heimavelli seint í leiknum og verður því í banni þegar HK sækir KA heim á fimmtudag- inn. „Liðin geta svo sem vel við unað að fá sitt hvort stigið en miðað við hraðan leik og ágætis færi er það ekki mikið,“ skrifaði Stefán Stef- ánsson m.a. um leikinn á mbl.is. Lauk fallslagnum á Akranesi? Skagamenn unnu langþráðan sig- ur, 3:0, gegn Gróttu, og héldu hreinu í fyrsta sinn síðan þeir unnu Seltirn- ingana 4:0 í fyrri umferðinni. Þar með má segja að dagskránni sé end- anlega lokið í fallbaráttunni. Grótta varð að sækja eitthvað á Akranes til að vera enn með í baráttunni. Vissulega eiga Ágúst Þór Gylfa- son og hans menn enn möguleika á 28 stigum en þeir þurfa heldur betur að snúa blaðinu við. „Það var jákvætt fyrir ÍA að Tryggvi Hrafn Haraldsson spilaði vel og þá eru ungir Skagamenn á borð við Gísla Laxdal Unnarsson að nýta tækifærið vel sömuleiðis. Það vantar ekki efniviðinn á Skaganum,“ skrifaði Jóhann Ingi Hafþórsson m.a. um leikinn á mbl.is.  Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði úr hornspyrnu og vítaspyrnu og er markahæstur Skagamanna í deildinni í ár með 8 mörk.  Sigurður Hrannar Þor- steinsson skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild þegar hann kom ÍA í 2:0. FH eina liðið sem getur stöðvað Val? Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Garðabær Valsmaðurinn Lasse Petry og Stjörnumaðurinn Brynjar Gauti Guðjónsson í baráttunni á Samsung-vellinum í gærkvöld.  Valsmenn fór á kostum gegn Stjörn- unni í Garðabæ  FH áfram á sigur- braut  Stórleikur á fimmtudaginn Kópavogur Atli Sigurjónsson, kantmaður KR-inga, reynir að komast fram hjá tveimur Blikum í sigurleik Vesturbæinga á Kópavogsvelli.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.