Morgunblaðið - 22.09.2020, Page 27

Morgunblaðið - 22.09.2020, Page 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 2020 Liðið mitt í ensku knatt- spyrnunni vann sinn fyrsta leik í efstu deild í sextán ár á laug- ardag. Vann liðið þá nýliðaslag við Fulham, 4:3. Var síðasti sig- urleikur Leeds í deild þeirra bestu fyrir laugardaginn hinn 10. apríl 2004. Þá var ég tólf ára. Nú er ég 28 ára. Kærkomið! Komst Leeds í 4:1 snemma í seinni hálfleik á móti Fulham og lék á als oddi. „Mikið er þessi úr- valsdeild létt,“ hugsaði ég með mér og hló. Ég sendi vinum mín- um, sem eru löngu orðnir þreytt- ir á Leeds-blaðrinu í mér í gegn- um árin, skilaboð þess efnis. Mikið er þessi úrvalsdeild létt. Þarna gerði ég mistök því ég lagði að sjálfsögðu álög á mína menn. Áður en ég vissi var staðan orðin 4:3 og Fulham hárs- breidd frá því að jafna í 4:4 þeg- ar enn voru 25 mínútur eftir. Síð- ustu 25 mínúturnar liðu eins og 125 mínútur, en liðið hélt út. Þrjú sæt stig. Eftir sextán erfið ár átti ég auðvitað að vita betur en að fara að monta mig þegar staðan var góð. Næst bíð ég þangað til eftir lokaflautið. Félagarnir eru ekki lausir við Leeds-blaðrið í mér þrátt fyrir þessi mistök. Annars má gera ráð fyrir fjöri í leikjum Leeds á tímabilinu. Hinn magnaði Marcelo Bielsa er á hliðarlínunni og er markatalan 7:7 eftir tvo leiki. Mínir menn gáfu Englandsmeisturunum sjálfum alvöruleik í fyrstu um- ferð á Anfield þar sem lokatöl- urnar urðu einnig 4:3. Ég er ekki viss um að hjart- að í mér ráði við að allir leikir endi 4:3 þótt skemmtanagildið sé mikið. Þá vona ég líka innilega að ég þurfi ekki að bíða sextán ár í viðbót því mikið rosalega var þetta gaman! BAKVÖRÐUR Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is EM KVENNA Víðir Sigurðsson Kristján Jónsson Jóhann Ingi Hafþórsson Erfiðasta verkefni undankeppni Evrópumóts kvenna í fótbolta til þessa bíður íslenska kvennalands- liðsins í kvöld. Bronsverðlaunaliðið úr síðustu heimsmeistarakeppni, lið Svía, mætir þá á áhorfendalausan Laugardalsvöllinn en þetta er upp- gjör tveggja efstu liðanna í F-riðli undankeppninnar og eru bæði með 12 stig af 12 mögulegum eftir fjóra leiki. Aðeins eitt lið er öruggt áfram úr hverjum riðli og því er sérlega mikið í húfi. Um er að ræða sann- kallaðan lykilleik riðilsins því nið- urstaða hans mun ráða gríðarlega miklu fyrir bæði lið. Þrjú bestu lið- in í öðru sæti undanriðlanna fara líka beint á EM á Englandi og til þess að verða eitt þeirra þarf ís- lenska liðið líklega að taka stig af Svíum. Besta leiðin er reyndar ein- faldlega að sigra þá! Og það hefur íslenska landsliðinu tekist tvisvar í fimmtán við- ureignum þjóðanna. Ísland vann síðasta leikinn gegn Svíum, lagði þá óvænt að velli, 2:1, í leik um bronsverðlaunin í Algarve- bikarnum í Portúgal árið 2014 þar sem Sara Björk Gunnarsdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir skoruðu snemma leiks. Antonia Göransson kom Svíum á blað í uppbótartíma leiksins. Margar með frá árinu 2014 Sjö leikmenn sem nú eru í ís- lenska landsliðshópnum tóku þátt í þeim leik en auk Söru voru það Glódís Perla Viggósdóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir, Dagný Brynj- arsdóttir, Anna Björk Kristjáns- dóttir, Elísa Viðarsdóttir og Rakel Hönnudóttir. Átta af Svíunum sem mæta Íslandi í kvöld tóku þátt í þessum tapleik gegn Íslandi árið 2014, þar á meðal fyrirliðinn Car- oline Seger, varnarjaxlinn Nilla Fischer og hin snjalla Kosovare Asllani, núverandi leikmaður Real Madrid, sem allar hafa verið burð- arásar í sænska liðinu um árabil. Svíar nánast með HM-liðið Nánast engar breytingar hafa orðið á sænska liðinu frá því á HM í fyrra þegar það vann England 2:1 í leiknum um bronsið. Hingað til Íslands eru mættar 20 af þeim 23 konum sem skipuðu HM-hóp Sví- anna á síðasta ári. Caroline Seger, samherji Glódís- ar Perlu hjá Rosengård, er leikja- hæst Svíanna með 204 landsleiki og er tíu leikjum frá leikjameti The- rese Sjögran. Nilla Fischer á 182 landsleiki að baki, markvörðurinn Hedvig Lindahl, sem nú leikur með Atlético Madrid, er með 170 lands- leiki, Asllani hefur spilað 140, Linda Sembrant frá Juventus er með 120 leiki og Sofia Jakobsson frá Real Madrid, sem var valin í 11 manna úrvalslið HM í fyrra, hefur leikið 113 landsleiki. Sara jafnar leikjametið Sara Björk Gunnarsdóttir jafnar í kvöld landsleikjamet Katrínar Jónsdóttur en fyrirliðinn leikur sinn 133. landsleik. Ekki skorti hrósyrðin í garð hennar og Glódís- ar Perlu á fréttamannafundi Svía á Laugardalsvelli í gær. Seger fyr- irliði og Peter Gerhardsson þjálfari Svía fóru fögrum orðum um þær. Gerhardsson sagði að Sara væri einn af bestu leikmönnum heims í dag og Glódís væri einn besti leik- maður sænsku úrvalsdeildarinnar. Svíar unnu Ungverja 8:0 síðasta fimmtudag, á sama tíma og Íslend- ingar unnu Letta 9:0. „Við skor- uðum átta mörk á móti Ungverjum en vitum að við þurfum að hafa fyr- ir hlutunum á móti íslenska liðinu og vera klár að verjast föstum leik- atriðum,“ sagði Gerhardsson. Þær verða meira með boltann „Ég held að þetta verði hörku- leikur. Tvö lið sem vilja sigur og þurfa á sigri að halda til að vinna riðilinn. Þær sænsku verða senni- lega meira með boltann. Við mun- um reyna að verjast en viljum framkvæma ákveðna hluti þegar við fáum boltann. Þær eru með meiri hefð og þeirra lið er mjög vel skipulagt. En ég á von á skemmti- legum leik,“ sagði Glódís Perla, leikmaður sænska meistaraliðsins Rosengård, á fréttamannafundi ís- lenska liðsins í gær en sex sam- herjar hennar hjá Rosengård eru í sænska hópnum. Jón Þór Hauksson landsliðsþjálf- ari gaf ungu leikmönnunum tæki- færi gegn Lettum. Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði tvö mörk í sín- um fyrsta landsleik, Barbára Sól Gísladóttir lék einnig sinn fyrsta leik, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skoraði í sínum öðrum landsleik og Alexandra Jóhannsdóttir í sínum sjötta. Jón sagði að allar væru klárar í slaginn, nema hvað óvíst væri með Svövu Rós Guðmundsdóttur sem hefði meiðst lítillega á æfingu og væri í kapphlaupi við tímann. Lykilleikur undankeppninnar  Nær íslenska liðið að endurtaka leik- inn frá 2014 og sigra sterka Svía? Morgunblaðið/Eggert Landsleikurinn Glódís Perla Viggósdóttir mun væntanlega hafa nóg að gera í vörn íslenska liðsins í kvöld þegar það tekur á móti Svíum. með 2:2 jafntefli í Eyjum. Eyjamenn eru án sigurs í sjö leikjum í röð en þeir þóttu fyrirfram afar sigur- stranglegir í deildinni. Þórsarar gerðu sjálfsmark og José Sito skor- aði seinna mark ÍBV en Fannar Daði Malmquist Gíslason og Álvaro Montejo skoruðu fyrir Þór. Halldór Páll Geirsson, markvörður ÍBV, fékk rauða spjaldið undir lokin.  Kári Steinn Hlífarsson skoraði sigurmark Aftureldingar gegn Vík- ingi frá Ólafsvík, 1:0, og þar með eru Mosfellingar sloppnir af hættu- svæði deildarinnar. Keflvíkingar standa vel að vígi á toppi 1. deildar karla í fótbolta eftir að þeir sigruðu Þrótt 4:2 á heima- velli í gær og Framarar töpuðu fyr- ir Grindavík á heimavelli, 1:2. Aðeins eitt stig skilur að Kefla- vík, Leikni og Fram en Keflvík- ingar eiga leik til góða á keppinaut- ana.  Ástralinn Josep Gibbs skoraði tvö mörk gegn Þrótti og hefur nú gert 20 mörk fyrir Keflavík í deild- inni. Adam Árni Róbertsson og Nacho Heras skoruðu líka og Kefla- vík komst í 4:0 áður en Sölvi Björnsson og Esaú Rojo skoruðu fyrir Þrótt undir lokin.  Sigurður Bjartur Hallsson skoraði sigurmark Grindvíkinga í uppbótartíma gegn Fram í Safa- mýri, 2:1. Aron Jóhannsson hafði áður komið Grindavík yfir en Aron Þórður Albertsson jafnað fyrir Fram sem hefði farið á toppinn á ný með sigri. Gunnar Þorsteinsson, fyrirliði Grindavíkur, og Unnar Steinn Ingvarsson úr Fram fengu báðir rauða spjaldið seint í leiknum.  ÍBV og Þór fóru langt með að stimpla sig út úr toppbaráttunni Keflvíkingar með bestu stöðuna Ljósmynd/Fram Fram Fred Saraiva samdi við Fram til tveggja ára í gær en liðið tapaði. Manchester City hóf tímabilið í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu með góðum útisigri á Wolves, 3:1, þar sem Kevin De Bruyne kom mik- ið við sögu. Hann skoraði fyrsta markið úr vítaspyrnu eftir að brotið var á honum og átti þátt í hinum tveimur sem Phil Foden og Gabriel Jesus skoruðu. Raúl Jiménez hleypti spennu í leikinn þegar hann minnk- aði muninn í 2:1 þegar stundar- fjórðungur var eftir af leiknum. Ezri Konsa tryggði Aston Villa sigur á Sheffield United, 1:0. Emi- liano Martínez, sem Villa keypti af Arsenal á dögunum, varði víta- spyrnu í fyrri hálfleik frá John Lundstram. City byrjaði á útisigri Góður Kevin De Bruyne skorar fyrsta mark City gegn Wolves. Rúnar Alex Rúnarsson, landsliðs- markvörður í knattspyrnu, skrifaði í gær undir fjögurra ára samning við enska félagið Arsenal sem keypti hann af Dijon í Frakklandi fyrir tæplega tvær milljónir punda. Rúnar Alex verður þar í baráttu við Bernd Leno, einn af landsliðs- markvörðum Þýskalands, sem er að- almarkvörður liðsins, en Arsenal seldi á dögunum argentínska mark- vörðinn Emiliano Martínez til Aston Villa fyrir 17 milljónir punda. Þriðji markvörður Arsenal er Matt Macey en reiknað er með að hann sé á förum og viðbúið að annar markvörður komi í hans stað til að veita Leno og Rúnari samkeppni. Þetta er í annað sinn sem íslensk- ur markvörður semur við enskt úr- valsdeildarfélag. Árni Gautur Ara- son var í röðum Manchester City í nokkra mánuði árið 2004. Hann spil- aði ekki í deildinni en lék tvo bikar- leiki. Reikna má með að það verði einmitt hlutverk Rúnars að spila bikarleiki og mögulega Evrópuleiki með liðinu. Á síðasta tímabili spilaði Leno 32 leiki og Martínez 22 af 54 mótsleikjum liðsins. vs@mbl.is Ljósmynd/arsenal.com London Rúnar Alex Rúnarsson er orðinn markvörður Arsenal. Samdi við Arsenal til fjögurra ára  Rúnar Alex kominn til London AFP

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.