Morgunblaðið - 22.09.2020, Síða 29

Morgunblaðið - 22.09.2020, Síða 29
AF LISTUM Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Fjöllistahópurinn CGFC reið ávaðið undir merkjum Um-búðalauss, sem Borgar- leikhúsið hleypti af stokkunum síð- asta haust með það að markmiði að efla tengslin við grasrótina og gefa ungum sviðshöfundum tækifæri til að stíga sín fyrstu skref. Hópurinn, í samstarfi við raftónskáldið Halldór Eldjárn, frumsýndi Kartöflur í októ- ber í fyrra og uppskar í framhaldinu tilnefningu til Grímunnar 2020 fyrir leikrit sitt. Rýnir missti því miður af sýningunni í fyrra, þar sem hún var aðeins sýnd þrisvar í litlu rými með takmörkuðu sætaframboði, og gladd- ist því þegar tilkynnt var að sýningar yrðu teknar upp á ný þetta haustið, að þessu sinni á Litla sviði leikhússins í stað þriðju hæðar áður. Líkt og titillinn gefur til kynna er kartaflan í forgrunni í fjöllistaverki CGFC. Þau Arnar Geir Gústafsson, Birnir Jón Sigurðsson, Hallveig Kristín Eiríksdóttir og Ýr Jóhanns- dóttir, sem skipa CGFC, leggja upp í spennandi rannsóknarleiðangur í anda sviðslistahópa á borð við 16 elskendur, Kriðpleir og Ást og karókí, sem skömmu fyrir samkomu- bann í mars síðastliðnum frumsýndi Skattsvik Development Group, einn- ig undir merkjum Umbúðalauss. Eitt helsta einkenni heimildar- verka í sviðslistum er að fókusinn er fyrst og fremst á rannsóknina, sem veitir áhorfendum skemmtilega inn- sýn í vinnuferlið sjálft. Í Kartöflum fáum við til dæmis reglulega að heyra upptökur af símtölum og samtölum úr vettvangsferðum CGFC-liða í heimildaöflun þeirra sem gefur sýn- ingunni aukna vídd. Einnig er lesið upp úr tölvupóstsamskiptum, meðal annars við hið opinbera, og færslur af samfélagsmiðlum nýttar til að skapa dramatíska spennu á sviðinu. Tilraun fjöllistahópsins til að leið- rétta á vef Garðheima föðurnafn Helgu Gísladóttur kartöflubónda í Unnarholtskoti, sem náði snemma á síðustu öld að rækta upp sitt eigið yrki af kartöflum sem kennt er við hana, rammar inn sýninguna. Fyrir vikið hafa vafalítið fleiri áhorfendur en rýnir látið það verða sitt fyrsta verk eftir að heim var komið að skoða vef Garðheima til að athuga hvort ætlunarverk sýnenda hafi tekist. Hópurinn gerir sér mikinn mat úr jarðeplunum sem fylgt hafa mann- kyninu í nokkur þúsund ár frá því jurtin var fyrst ræktuð til manneldis í Suður-Ameríku þaðan sem hún barst til Evrópu um miðja 16. öld, en ekki var farið að rækta kartöflur hérlendis fyrr en upp úr miðri 18. öld. CGFC-liðar nýta sér sögulegt slúð- ur með skemmtilegum hætti til að kynna kartöfluverksmiðju Þykkva- bæjar til sögunnar og þar fer Arnar Geir á kostum sem hinn danski Erik K. Eriksen frá Munkebo sem nýtur aðstoðar Ýrar til að gera sig skiljan- legan áhorfendum. Ýr var einnig dásamlega umkomulaus í hlutverki kartöflu sem neyðist til að fara í skyn- mat. Birnir Jón flutti verðlauna- smásöguna um Kalla kartöflu af góðri innlifun með hjálp myndvarpa og Hallveig Kristín var þægilega af- slöppuð í frásögn sinni af búskap hjónanna Helgu og Hjörleifs í Unnar- holtskoti. Inn í verkið blandast síðan málverk ætlað atvinnuvega- og nýsköp- unarráðuneytinu og rannsókn á af- drifum beikonbugðunnar hérlendis sem leiðir hópinn í vettvangsferð í Hafnarfjörðinn og aftur tengir hann óvænt við snakkunnendur vestan- hafs. Þannig liggur rótarkerfi verks- ins víða og skýtur öngum á óvænt- ustu stöðum, áhorfendum til gleði og yndisauka. Samkvæmt leikskrá mun Kart- öflur vera níunda verk fjöllista- hópsins CGFC frá því hann tók til starfa 2015. Jafnframt er um fyrsta verk hópsins að ræða sem ratar á fjal- ir atvinnuleikhúss. Borgarleikhúsið á þakkir skildar fyrir að gefa þessum hæfileikaríka og skemmtilega hóp tækifæri til að gleðja leikhúsgesti með rannsókn sinni. Það verður spennandi að fylgjast með CGFC í framhaldinu, því undirrituð er nú svo sannarlega komin á bragðið. Gómsætur biti » CGFC-liðar nýta sérsögulegt slúður með skemmtilegum hætti til að kynna kartöfluverk- smiðju Þykkvabæjar til sögunnar og þar fer Arnar Geir á kostum sem hinn danski Erik K. Eriksen frá Munkebo. Ljósmynd/Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir Bragð „Það verður spennandi að fylgjast með CGFC í framhaldinu, því undirrituð er nú svo sannarlega komin á bragð- ið,“ segir í rýni um Kartöflur sem fjöllistahópurinn CGFC sýnir undir merkjum Umbúðalauss í Borgarleikhúsinu. MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 2020 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI AÐRAR MYNDIR Í SÝNINGU: * Harry Potter * Tröll 2 (ísl. tal) * Hvolpasveitin (ísl. tal) * The Secret : Dare to dream * The New Mutants SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI Frábær ný teiknimynd fyrir alla fjölskylduna. FYRSTA STÓRMYND ÁRSINS Nýjasta Meistaraverk Christopher Nolan ★★★★★ ★★★★★ ★★★★★ The Guardian The Times The Telegraph Emmy-sjónvarpsverðlaunin voru af- hent í fyrrakvöld og var það fyrsta slíka verðlaunahátíðin á tímum kór- ónuveirufaraldursins – sent var út frá meira en 100 stöðum þar sem margar stjörnur kvöldsins tóku við verðlaununum heima hjá sér á zoom en kynnirinn Jimmy Kimmel talaði til áhorfenda heima fyrir tómum sal. Þáttaraðirnar Watchmen, Succes- sion og Schitt’s Creek voru sigur- sælastar en verðlaun eru veitt í fjöl- mörgum flokkum. Schitt’s Creek hreppti öll helstu verðlaunin fyrir gamanþáttaröð, Succession að sama skapi helstu verðlaun fyrir drama- tíska þáttaröð og Watchmen var val- in besta stutta þáttaröðin og hreppti alls 11 verðlaun. Meðal annarra verðlaunahafa má nefna Last Week Tonight með John Oliver, RuPauls Drag Race var valin besta raunveruleikakeppnin og Billy Crudup fékk verðlaun fyrir leik í The Morning Show en það voru einu verðlaunin sem streymisveitan Apple TV+ hreppti. Athygli vakti að efni framleitt af og dreift á Netflix var tilnefnt til 160 verðlauna, sem er met, en hreppti aðeins 21 verðlaun. Efni framleitt af HBO hreppti hins vegar 30 verð- laun. AFP Þakklát Catherine O’Hara þakkar fyrir verðlaunin sem hún hlaut fyrir bestan leik í Schitt’s Creek. Schitt’s Creek hirti öll  Emmmy-hátíð í skugga veirunnar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.