Morgunblaðið - 22.09.2020, Side 32
Töfrar eldhússins
byrja með Eirvík
Eldhúsið er ekki bara herbergi,
heldur upplifun
Hvort sem þú leitar að innbyggðum heimilistækjum
gæddum nýjustu tækni, rómantískri eldavél í sumar-
bústaðinn, litríkum matvinnslutækjum í eldhúsið eða
nýrri fallegri innréttingu erum við með frábæra valkosti
fyrir þig. Vöruúrval Eirvíkur er afar fjölbreytt og ættu
allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Af hverju
að vera eins og allir hinir - þegar maður getur verið
einstakur!
Eirvík Suðurlandsbraut 20, Reykjavík,
sími 588 0200, eirvik.is.
Opnunartími mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl. 11-15
Í dag hefst í kirkjunni
San Carlo al Lazza-
retto í Mílanó á Ítalíu
gjörningur Ragnars
Kjartanssonar „Him-
inninn í herbergi“. Í
rúman mánuð munu
söngvarar leika í sex
tíma á dag á orgel
kirkjunnar og syngja
látlaust sömu útsetn-
inguna á frægu Lagi
Ginos Paolis frá 1960, „Il cielo in una stanza“. Gjörn-
ingur Ragnars var upphaflega fluttur í Wales en hug-
myndina að flutningnum nú á þessum stað á ítalskur
sýningarstjóri við New Museum í New York. Kirkjan í
Mílanó hefur áður komið við sögu í alvarlegum farsótt-
um en Covid-19 lék íbúana þar í kring illa í vor. Gjörn-
ingurinn hefur vakið mikla athygli, meðal annars var ít-
arleg umfjöllun um hann, með viðtali við Ragnar, í The
New York Times.
Mánaðarlangur gjörningur Ragnars
Kjartanssonar hefst í Mílanó í dag
ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 266. DAGUR ÁRSINS 2020
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 697 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
Valsmenn léku Stjörnuna grátt í Pepsi Max-deild karla í
fótbolta í gærkvöld með því að skora fimm mörk á
fyrsta hálftímanum. Lokatölur urðu 5:1 og Stjarnan
tapaði sínum fyrsta leik á tímabilinu. FH-ingar virðast
vera eina liðið sem gæti veitt Val keppni um titilinn.
Átta stig skilja liðin að en þau mætast á fimmtudag. FH
vann Fylki, KR vann Breiðablik, ÍA vann Gróttu en Vík-
ingur og HK skildu jöfn. »26
Valsmenn fóru á kostum í Garðabæ
ÍÞRÓTTIR MENNING
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Þátturinn Heima með Helga í beinni
útsendingu Sjónvarps Símans létti
landsmönnum lund í samkomubann-
inu vegna kórónuveirufaraldursins
og listafólkið hélt uppteknum hætti í
þriðju seríu, sem hófst síðastliðið
laugardagskvöld. „Það var gaman að
koma inn í þetta,“ segir Matthías
Stefánsson, fiðlu- og gítarleikari,
sem lék í fyrsta sinn með Helga
Björns og Reiðmönnum vindanna í
þáttunum.
Samstarf Matthíasar og Helga
Björns er samt ekki nýtt af nálinni.
„Ætli fyrsta giggið með Helga hafi
ekki verið á 20 ára afmælistón-
leikum Sssól í desember 2007,“ segir
hann. Bætir við að hann hafi verið í
Reiðmönnum vindanna í upphafi og
spilað á plötum bandsins. „Ég hef
lengi verið á kantinum hjá Helga.“
Kvöldvaka Helga er með öðrum
hætti nú en fyrri seríur. Ingólfur
Sigurðsson lék til dæmis á venjulegt
trommusett á laugardag en ekki á
cajun-trommurnar og ný vídd kom
með Matthíasi, sem tók í fiðluna og
gítarinn jöfnum höndum. „Ég held
að strákarnir hafi viljað breyta að-
eins hljómnum með því að fara yfir á
settið, bæta við rafgítar og fá mig
inn,“ segir hann um innkomuna.
Bætir við að það sé alltaf sérstakt að
vera í beinni útsendingu sjónvarps
og það krefjist aukakrafts. „Orkan
leynir sér ekki og það er alltaf
spennandi þegar græna ljósið kvikn-
ar. Eftir það verður ekki aftur snú-
ið.“
Nýtt lag á Spotify
Matthías er enginn nýgræðingur í
tónlistinni. Hann hefur starfað sem
tónlistarmaður frá því hann lauk
burtfararprófi frá Tónlistarskól-
anum í Reykjavík 2002 auk þess sem
hann hefur reglulega kennt á fiðlu
og gítar. Hann hefur unnið með
mörgum af þekktustu tónlistar-
mönnum landsins, meðal annars
með Björk, SigurRós, Björgvini
Halldórssyni og Siggu Beinteins, og
spilað á yfir 150 geisladiskum. Enn-
fremur hefur hann tekið þátt í fjölda
tónlistaruppfærslna hjá Þjóðleik-
húsinu, Borgarleikhúsinu, Íslensku
óperunni, Íslenska dansflokknum,
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands,
Caput og Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands.
Fyrir um áratug gekk Matthías í
hljómsveitina Papa frá Vestmanna-
eyjum og kemur bandið reglulega
fram við ýmis tækifæri. „Svo spila
ég líka með Sycamore Tree.“ Við
þetta má bæta að Matthías spilar
reglulega í jarðarförum, en þær
voru ekki á döfinni í fyrstu. „Ég
byrjaði fimm ára að læra á þessa
spýtu og hef sargað á hana síðan,“
segir hann um fiðluleikinn. „Móð-
ursystir mín er fiðluleikari, systir
mín spilaði á selló og ég var settur á
fiðlu.“ Um fermingaraldurinn hafi
gítarinn komið til sögunnar. „Móð-
urbróðir minn sagði að ég ætti ekki
að vera að glamra á fiðlu, gítarinn
væru miklu flottari. Hann kenndi
mér fyrstu gripin og við tókum
„House of the rising Sun“ í ferming-
arveislunni.“
Matthías hefur lengst af spilað
meira fyrir aðra en sjálfan sig. „Fyr-
ir bragðið á ég mörg lög sem hafa
orðið út undan, en vegna kórónu-
veirufaraldursins hef ég gefið mér
tíma til að skoða í kistuna og á dög-
unum setti ég lagið „Beginning of
the End“ inn á Spotify.“ Hann út-
skýrir að lagið hafi verið hugsað sem
forleikur að stærra verkefni, sem
hann hafi hugsað sér að gera en ekk-
ert orðið enn úr.
„Veiran hefur gert það að verkum
að ég hef haft tíma til þess að dusta
rykið af hinu og þessu og fleiri lög
eru væntanleg inn á Spotify á næst-
unni.“
Áfram á grænu ljósi
Ljósmyndir/Mummi Lú
Heima með Helga Björns Matthías Stefánsson fór á kostum á fiðlunni.
Matthías aftur með Helga Björns og Reiðmönnum vindanna
Fjölhæfur Matthías byrjaði að spila á gítar í fermingarveislunni.