Morgunblaðið - 19.10.2020, Qupperneq 1
M Á N U D A G U R 1 9. O K T Ó B E R 2 0 2 0
Stofnað 1913 246. tölublað 108. árgangur
MINNIR
Á GAMLA
ÞÝSKALAND FÉKK HOLLRÁÐ Á BARNUM
HÖFUNDUR
SEM KEMUR
SÍFELLT Á ÓVART
EINVÍGI ALLRA TÍMA 28 BÓKADÓMUR 29FARSÓTTARFERÐALAG 6
Notalegt haustveður hefur verið á landinu síðustu daga og
margir því notað tækifærið til útivistar. Margir voru á gangi á
Norðurbakkanum í Hafnarfirði, meðfram sjónum þar, þegar
í gegn þótt stundum blási á móti. Þannig virðast nú vera vís-
bendingar um að kórónuveirufaraldurinn á landinu sé í rénun
þótt veiran sé enn víða á sveimi.
þessi mynd var tekin. Yfir bænum var blýgrár skýjabakki en í
gegnum rofið helltust sólstafirnir og sendu geisla sína á
mannfólkið. Sú sýn staðfestir að alltaf er von og geislarnir ná
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Á göngu undir blýgráum skýjum á Norðurbakkanum
2.214 eru í sóttkví
á höfuðborgar-
svæðinu, sem er
um 1% heildar-
fjölda íbúa á
svæðinu. Hlutfall
þeirra sem eru í
sóttkví er hvergi
nærri eins hátt
annars staðar á
landinu, þó að
íbúa sé að finna í
öllum landshlutum í sömu stöðu. Að-
eins fjórir eru í sóttkví á Austurlandi
og aðeins eitt smit hefur greinst hjá
einstaklingi með lögheimili þar, en
hann var ekki búsettur þar.
Um 79% þeirra sem greindust
með Covid-19 á föstudag og laug-
ardag voru í sóttkví. 26 liggja á
sjúkrahúsi og fjórir eru í gjörgæslu-
meðferð.
Þær hertu aðgerðir sem tóku gildi
á Íslandi fyrir tveimur vikum eru
endurnýjaðar með reglugerð heil-
brigðisráðherra frá og með morgun-
deginum og gilda að mestu leyti
áfram óbreyttar fram til að minnsta
kosti 3. nóvember. Þá verður staðan
endurmetin. »4
Eitt prósent
borgarbúa
í sóttkví
Óbreyttar aðgerð-
ir til 3. nóvember
Svandís
Svavarsdóttir
Fríverslunarviðræður Íslands, Noregs og Liechtensteins
við Breta munu halda áfram, jafnvel þótt ekki náist sam-
komulag á milli Bretlands og Evrópusambandsins fyrir
næstu áramót. Óviss staða er nú uppi í fríverslunar-
viðræðum Breta við Evrópusambandið, en fyrir helgi
bárust þau skilaboð frá breskum stjórnvöldum að til-
gangslaust væri að halda þeim áfram nema Evrópusam-
bandið gæfi eftir sumar af helstu kröfum sínum. Breski
ráðherrann Michael Gove lét hins vegar í veðri vaka í
gær að dyrunum hefði ekki verið lokað heldur hurðin ein-
ungis „felld að stöfum“ og munu aðalsamningamenn
Breta og ESB ráðfæra sig í dag um framhald málsins í
óformlegum viðræðum.
Vonar að reynt verði til þrautar
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir í
samtali við Morgunblaðið að Íslendingar hafi frá upphafi
verið meðvitaðir um að þessi staða gæti komið upp og
hagað undirbúningi sínum í samræmi við það. „Engu að
síður vona ég að Bretland og Evrópusambandið reyni til
þrautar að ná samningi, það er ekki aðeins í þágu þeirra
sjálfra heldur milliríkjaviðskipta almennt.“
Guðlaugur áréttar að viðræður Íslendinga muni halda
áfram jafnvel þótt viðræður Breta og ESB skili ekki
árangri. „Við erum í sjálfstæðum viðræðum og höfum
alla möguleika og fullt frelsi til að gera fríverslunarsamn-
ing við Bretland á okkar forsendum.“
Bretar eru næststærsta viðskiptaþjóð Íslendinga á eft-
ir Bandaríkjamönnum og meira en helmingur allra út-
flutningstekna af viðskiptum við Bretland skapast við
sölu á ferskum fiskafurðum. Guðlaugur segir því brýnt
að tryggt sé að ferskur fiskur komist áfram hindrunar-
laust til Bretlands.
Ýmsar breytingar munu fylgja því þegar undanþága
Breta vegna útgöngunnar rennur út um áramótin. Evr-
ópska sjúkratryggingakortið mun til dæmis ekki gilda
lengur í Bretlandi og þurfa ferðamenn þangað því að
huga að ferðatryggingum sínum. Þá munu Íslendingar
sem vilja flytja til Bretlands ekki njóta neinna sérrétt-
inda líkt og ef um ríki innan EES væri að ræða. »2
Brýnt að tryggja
aðgang að Bretlandi
Útlit fyrir að Bretar og ESB nái ekki saman um útgöngu
AFP
Brexit Útlit er fyrir að Bretar og ESB nái ekki saman
um fríverslunarsamning fyrir næstkomandi áramót.
Gert er ráð fyrir því að ríkissjóður
greiði 750-900 milljónir króna í leigu
og rekstur á bráðabirgðahúsnæði
fyrir Menntaskólann í Reykjavík á
4-5 ára tímabili, á meðan hluta starf-
seminnar þarf að flytja af skóla-
svæðinu vegna framkvæmda þar.
Húsnæðið þarf að vera rúmgott, um
4.000 fermetrar, enda verður veru-
legur hluti af núverandi skóla-
húsnæði undirlagður framkvæmd-
unum á tímabilinu. Þær ættu að
hefjast bráðlega.
Til stendur að rífa þann hluta
Casa Christi sem ekki er friðaður og
þar með ryðja veginn fyrir nýja
2.200 fermetra byggingu þar sem
aðstaða verður fyrir mötuneyti og
skrifstofur sem nú eru til húsa í
Gamla skóla. »9
Nám fjarri
skólasvæðinu
MR tekur húsnæði
á leigu í 4-5 ár
Morgunblaðið/Styrmir Kári
MR Framkvæmdir eru fram undan.