Morgunblaðið - 19.10.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.10.2020, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. OKTÓBER 2020 Edge Duo Combi Fallegur vagn fra fc:e5ingu og allt a5 3 ara aldri. Vagn- og kerrustykki sem au5velt er a5 skipta um pegar barni5 stc:ekkar. 5 punkta oryggisbelti, endurskin, s61hlff, flugnanet, svunta, stillanleg handfong o.m.fl. d Stokke Trailz Fallegur vagn fra fc:e5ingu og allt a5 3 ara aldri. Vagn- og kerrustykki sem au5velt er a5 skipta um pegar barni5 stc:ekkar. 5 punkta oryggisbelti, endurskin, s61hlff, flugnanet, svunta, stillanleg handfong o.m.fl. Ewmabun�a NXT90F Frabc:er kerra, alstell mecl EasyFix festingu fyrir burclarrumicl, kerrustykkicl og bilst61inn. Stillanlegt handfang. Kerrustykkinu er hc:egt acl snua fram og aftur. Snuningshj61 acl framan og auclvelt er acl smella oxlum af pegar stellicl er sett i skotticl a bilnum ecla sett i geymslu. Frabc:ert urval af Fatnaai, 6ryggisv6rum og smavoru Kfktu via og Faou raoleggingar Via hofum 35 ara reynslu i solu a barnavorum fifa a/It fyrir bornin Dr13i6wfis britax --- doomoo· Nat14,..,IPlou,, ............... Faxafeni 8 1 08 Reykjavfk Simi: 562 6500 Opill: Manud. til fostud. 10-18 Laugard. 11-15 borð í vögnunum, eins og fjallað er um í rannsókninni. Þegar sóttvarna- aðgerðir hafa verið hvað mest íþyngjandi, í fyrstu bylgju og aftur nú, hefur aðsókn skiljanlega hrunið, þar sem allur þorri manna vinnur heima og nemar, mikilvægir við- skiptavinir, eru í fjarnámi. Betri öryggistilfinning „Önnur bylgjan í ágúst kom á mjög leiðinlegum tíma, þar sem við erum vön að selja nemakort. Það dróst mjög saman vegna ástandsins og gerir það svo enn frekar núna í þessari bylgju. Nemar í fjarkennslu og vinnustaðir í fjarvinnu þýðir aug- ljóslega færri farþegar,“ segir Guð- mundur í samtali við Morgunblaðið. Snorri Másson snorrim@mbl.is Kórónuveirufaraldurinn hefur haft veruleg áhrif á samgönguhætti um allan heim. Fjallað er um þróunina í nýrri úttekt alþjóðlega ráðgjafar- fyrirtækisins McKinsey, þar sem greina má verulegan mun á afstöðu fólks til m.a. al- menningssam- gangna fyrir og eftir að faraldur- inn skall á. Þar kemur fram að margfalt fleiri telji einka- bílinn eða það að fara ferða sinna gangandi örugg- ari kost en al- menningssamgöngur eða leigubíla á tímum faraldursins. Í Kína telja 76% einkabílinn öruggan kost með tilliti til Covid-19 en aðeins 6% treysta al- menningssamgöngum, á meðan hlut- fallið er þó nokkru hærra í t.d. Þýskalandi, þar sem mælist 14% traust. Á Íslandi hefur dregið allverulega úr aðsókn í strætó á tímum kórónu- veirunnar, eins og sést á grafi sem fylgir fréttinni. Sama tölfræði fyrir september og október er væntanleg, en þar varð hrunið ekki eins afger- andi, að sögn Guðmundar Heiðars Helgasonar, upplýsingafulltrúa Strætó. Hann telur að samdráttinn megi heldur rekja til breyttra lífs- hátta af völdum samkomutakmark- ana frekar en ótta við smithættu um Þrátt fyrir fjarvinnu telur Guð- mundur að fleiri fari í strætó núna en í síðustu bylgju, þar sem þá var vitað minna um veiruna. Grímuskylda og núverandi ráðstafanir veiti betri ör- yggistilfinningu en 20 manna tak- markanir og grímuleysi fyrstu bylgj- unnar. „Fólk var miklu smeykara þá en það er núna.“ Heimsfaraldurinn veldur bakslagi í þróun sem Guðmundur segir að hafi verið að verða í samgönguhátt- um hér á landi. Eins og sjá má á grafinu var aðsókn að aukast í jan- úar og febrúar frá árinu í fyrra en síðan knúði veiran dyra og rústaði þeim árangri. Nýir tímar en fyrst stuðningur Í könnun McKinsey eru þátttak- endur spurðir á hverju þeir byggja afstöðu sína til samgöngumáta. Gild- ismatið er stórbreytt eftir tilkomu kórónuveirunnar. Fyrir faraldurinn sögðust 17% taka tillit til almennrar smithættu þegar samgöngumáti væri valinn en eftir faraldurinn segj- ast 46% líta til þessa þáttar. Eftir faraldurinn má ætla að þessi þróun gangi til baka að einhverju leyti og Guðmundur hefur trú á því. Í millitíðinni þurfi stuðning frá ríkinu. „Við viljum helst komast hjá hvers konar niðurskurði. Ef við fáum ekki stuðning þýðir það bara niðurskurð eða lántöku til að reyna að vinna upp þetta tap. En ég ætla að vona ekki, því það er verið að leggja svo mikla áherslu á almenningssamgöngur á komandi árum, bæði með borgarlínu og nýju greiðslukerfi hjá okkur, sem er mikil fjárfesting.“ Síðustu ár hefur farþegum aðeins fjölgað, að sögn Guðmundar. „Við er- um á góðri vegferð og við erum að taka Strætó inn í nútímann.“ Þriðja bylgja skárri en fyrsta  Fólk telur almenningssamgöngur ekki öruggar á farsóttartímum  Helsta ástæðan fyrir hruni í aðsókn í strætó á Íslandi þó sögð fjarvinna og -kennsla Farþegafjöldi Strætó á höfuðborgarsvæðinu Þúsundir innstiga í janúar til ágúst 2019 og 2020 1.500 1.200 900 600 300 0 2019 2020 jan. feb. mars apríl maí júní júlí ágúst Heimild: Strætó 1.038 725 383 889 Guðmundur Heiðar Helgason Morgunblaðið/Valli Strætó Kallar eftir ríkisstuðningi í ljósi þungra búsifja í faraldrinum. Ísland er rautt samkvæmt nýrri flokkun sem ríki Evrópusambands- ins hafa komið sér saman um til að meta stöðu kórónuveirufaraldursins á milli landa. Fjöldi nýrra smita þyrfti að vera undir 6,4 á dag að meðaltali í tvær vikur til að komast á græna listann. Svæði eru ýmist metin rauð, gul eða græn eftir stöðu veirunnar, og hafa ríkisstjórnir sammælst um að farþegar frá grænum svæðum skuli ekki sæta ferðatakmörkunum. Flokkunin byggist á nýgengi veir- unnar (fjölda smita síðustu 14 daga á hverja 100.00 íbúa) en einnig hlut- falli virkra sýna af heildarfjölda. Seinna skilyrðinu er ætlað að taka á misgóðri skimun milli landa. Sé hlutfall jákvæðra sýna yfir 4% er það metið sem svo að skimun sé ekki nógu öflug og því gefi fjöldi greindra smita ekki nógu gott mat á útbreiðslu veirunnar. Flestum löndum er skipt upp í svæði og litið til stöðunnar á hverju svæði fyrir sig, en Ísland er ein heild. Græn svæði: Svæði þar sem ný- gengi veirunnar er undir 25 og hlut- fall jákvæðra sýna innan við 4%. Rauð svæði: Svæði þar sem ný- gengi er hærra en 150 ef hlutfall já- kvæðra sýna er undir 4%, og svæði þar sem nýgengi er hærra en 50 ef hlutfall jákvæðra sýna er yfir 4%. Gul svæði: Svæði á milli ofan- greindra marka. Mikið rautt Á Íslandi er nýgengi veirunnar nú 315,4 samkvæmt tölum frá Sótt- varnastofnun Evrópu, en inni í því eru tölur úr landamæraskimun (sem breyta þó litlu, eins og staðan er nú). Því er langt á græna listann fyrir Ísland. Eigi nýgengi veirunnar að komast undir 25 á Íslandi þarf tveggja vikna tímabil þar sem með- alfjöldi smita á dag er undir u.þ.b. 6,4. Til samanburðar greindust 52 smit innanlands í dag. Nýgengi veirunnar er sem fyrr langhæst á Íslandi af Norður- landaþjóðum. Í Danmörku er hlut- fallið 97,1, í Noregi 37,3, í Finnlandi 52,4 og í Svíþjóð 85,3. Ísland kemur þó betur út ef litið er til álfunnar í heild enda staðan víða verri. Hæst er nýgengið í Belgíu (700,8), Hol- landi (509,5) og Frakklandi (388,8). Flest lönd álfunnar eru raunar rauð á þessum nýútgefna lista, sem uppfærður er á föstudögum. Meðal undantekninga má þó nefna öll hin norrænu löndin, sem eru ýmist græn eða gul eftir svæðum, Þýska- land, Ítalíu og Grikkland. Ýmislegt bendir þó til að ástandið geti versn- að til muna á þessum svæðum á allra næstu dögum. alexander@- mbl.is Græni flokkurinn utan seilingar  Nýgengi smita mjög hátt hér á landi Morgunblaðið/Eggert Covid-19 Ísland er verst leikið af öllum norrænu löndunum þessa stundina. Samtals greindist 121 kórónuveiru- smit á föstudaginn og laugardaginn og af þeim sem smituðust voru í kringum 79% í sóttkví báða dagana. Það hlutfall er talið til marks um að Íslendingar séu að ná tökum á þriðju bylgju faraldursins. Á mið- nætti í gær voru einmitt liðnar tvær vikur frá því að mjög hertar sóttvarnaráðstafanir tóku gildi í landinu, en miðað var við að þær myndu sýna árangur eftir 10-14 daga. Engu að síður er gert ráð fyr- ir að sjúkrahúsinnlögnum geti enn fjölgað, enda er tæp vika frá því að stórar hópsýkingar greindust á höf- uðborgarsvæðinu. Hertar ráðstafanir á morgun Í reglugerð heilbrigðisráðherra sem tekur gildi á morgun er tveggja metra reglan gerð að reglu um allt land og ráðstafanir á höfuðborg- arsvæðinu enn hertar í þeim skiln- ingi að þar mega börn ekki lengur stunda íþróttir eða tómstundir þar sem meiri snertingar er krafist en tíðkast í hefðbundnu skólastarfi. Í reglugerðinni er einnig mælst til þess að íbúar höfuðborgarsvæð- isins haldi sig áfram innan svæð- isins næstu tvær til þrjár vikur. Í því felst að sleppa ferðastandi í vetrarfríum í grunnskólum. snorrim@mbl.is Lang- flestir í sóttkví  Fólk haldi sig innan höfuðborgarsvæðis ÁHRIF KÓRÓNUVEIRUNNAR Á ÍSLANDI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.