Morgunblaðið - 19.10.2020, Síða 9

Morgunblaðið - 19.10.2020, Síða 9
Ljósmynd/Borgarbyggð Slökkvibíll Eldur kviknaði í Borgarfirði í gærkvöldi. Eldur kviknaði í íbúðarhúsi í uppsveitum Borgar- fjarðar í gærkvöldi. Bærinn sem um ræðir er skammt frá Reykholti. Slökkviliðsmenn frá öllum stöðvum voru sendir á vettvang eftir að tilkynning um eldinn barst skömmu fyrir klukkan sex. Bjarni Kristinn Þorsteinsson slökkviliðsstjóri sagði í samtali við mbl.is þegar slökkvistarfi var að ljúka að húsið hefði um tíma verið alelda. Ekki væri vitað til þess að neinn hefði verið í því þegar eldurinn kvikn- aði. Slökkvilið Borgarbyggðar hefur starfsstöðvar á Bifröst, Borgarnesi, Hvanneyri, Laugargerði og Reykholti. Alelda hús í Borgarfirði  Ekki talið að neinn hafi verið í húsinu þegar bruninn varð FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. OKTÓBER 2020 HVER restaurant á Hótel Örk er fyrsta flokks veitingastaður, fullkominn fyrir notalegar gæðastundir með vinum, fjölskyldu eða vinnufélögum. GIRNILEGUR OG SPENNANDI MATSEÐILL Pantaðu borð í síma 483 4700 | www.hverrestaurant.is DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is GÆÐI OG ÞÆGINDI SÍÐAN 1926 DUX 1001 - VÍÐÞEKKT ÞÆGINDI Byggt á fyrsta DUX rúminu sem var framleitt árið 1926, þetta er sannarlega það sem draumar eru byggðir á. Hundruð hafa tekið þátt í samfélags- miðlaherferð Ungra athafnakvenna og deilt ofurkonunum í lífi sínu á samfélagsmiðlum, undir myllumerk- inu #ofurkona. Tilgangur herferðar- innar er að endurskilgreina hugtakið ofurkona á jákvæðan hátt með því að minna á að ofurkonan þarf ekki að uppfylla kröfur samfélagsins. „Við viljum sýna fram á að konur geta verið ofurkonur fyrir að taka pláss, vera góðar vinkonur, einlæg- ar, hugrakkar eða að segja sína skoðun. Allar konur hafa eiginleika sem gera þær að ofurkonum,“ sagði Vala Rún Magnúsdóttir, formaður UAK, við mbl.is í gær. Vefráðstefnan Ofurkonan þú, í samstarfi við Hugrúnu geðfræðslu- félag, verður haldin á morgun. „Þar munum við meðal annars fjalla um gamla hugtakið „ofur- kona“, sem leiðir til kulnunar og streitu. Við ætlum að taka pressuna af konum og gera þeim kleift að þekkja einkennin á kulnun og láta þeim líða eins og þær þurfi ekki að gera allt heldur sinna því sem þær eru að gera hverju sinni,“ sagði Vala. Ofurkonur þurfa að passa sig á kulnun  Samfélagsmiðla- herferð sýnir ofur- konuna í nýju ljósi Ljósmynd/UAK Ofurkona Vala Rún Magnúsdóttir er formaður Ungra athafnakvenna. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Borgarráð hefur fallist á ósk menntamálaráðuneytisins um að ganga til viðræðna um sameiginlega framkvæmd ríkisins og Reykjavík- urborgar til að leysa húsnæðismál Menntaskólans í Reykjavík (MR). Framkvæmdasýsla ríkisins hefur samið greinargerð um frumathugun vegna húsnæðismála skólans. Þar er miðað við að leysa þarfir skólans með 2.220 fermetra nýbyggingu og endurbyggja 400 fermetra friðaðan hluta húss sem kallað hefur verið Casa Christi. Nýrri hluti hússins verði friðaður. Heildarkostnaður er talinn verða 2,626 milljónir króna, sem gerir um eina milljón á fer- metra. Innifalin í þeirri tölu eru kaup á búnaði. Í lögum um framhaldsskóla frá 2008 skal kostnaðarskipting vera þannig að ríkissjóður greiðir 60% en sveitarfélagið 40%. Miðað við kostnaðaráætlun Framkvæmda- sýslunnar yrði hlutur ríkissjóðs því 1.575 milljónir króna og Reykjavík- urborgar 1.050 milljónir. Framkvæmdasýslan áætlar að flytja þurfi starfsemi skólans annað meðan á 4-5 ára framkvæmdatíma stendur og að kostnaður við leigu, breytingar og rekstur á um 4.000 fermetra bráðabirgðahúsnæði verði 750-900 milljónir króna. Sá kostn- aður fellur á ríkissjóð. Í samþykkt borgarráðs segir að ljóst sé að greina þurfi á milli ný- framkvæmda og eiginlegs stofn- kostnaðar annars vegar og endur- gerðar eldra húsnæðis sem fellur undir viðhald hins vegar. Sömu sjónarmið eiga við varðandi end- urnýjun á búnaði. Semja þurfi um hver greiðsluþátttaka er, hvernig greiðslur dreifist miðað við fram- vindu og hvernig haldið skuli á kostnaðarfrávikum og fram- kvæmdaáhættu. Kennt í sjö húsum í dag Menntaskólinn í Reykjavík er framhaldsskóli þar sem boðið er upp á þriggja ára nám til stúdents- prófs á tveimur brautum. Skólinn er starfandi í 10 húsum og fer kennsla fram í sjö þeirra. Húsin mynda litla þyrpingu, sem afmark- ast af Lækjargötu, Amtmannsstíg, Þingholtsstræti og Bókhlöðustíg. Menntaskólinn í Reykjavík hefur verið í Reykjavík síðan 1846 en á rætur að rekja allt aftur til ársins 1056. Morgunblaðið/Styrmir Kári Skólasetning Nemendur MR ganga fylktu liði til skólasetningar. Í bak- grunni er hin sögufræga aðalbygging skólans sem tekin var í notkun 1846. Nýbygging MR mun kosta 2,6 milljarða króna  Skólastarfið flutt annað meðan á framkvæmdum stendur í 4-5 ár

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.