Morgunblaðið - 19.10.2020, Síða 12

Morgunblaðið - 19.10.2020, Síða 12
VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Miklar hræringar urðu á auglýsingamarkaði í kjölfar fjármálahrunsins fyrir röskum áratug. Sumir auglýsendur héldu að sér höndum í fjár- málakreppunni en aðrir fóru þá leið að auka vægi netauglýsinga á kostnað auglýsingakaupa í hefðbundnum miðlum. Nú er samdráttarskeið aftur runnið upp og verður áhuga- vert að sjá hver áhrifin verða – og hvað auglýsendur lærðu af síðustu niðursveiflu. Hreiðar Þór Jónsson er framkvæmdastjóri gagna- drifna birtingahússins Dat- era og stýrði m.a. birtinga- málum fyrir Fishmas-- herferð íslenskra sjávar- útvegsfyrirtækja. Hann segir að markaðurinn hafi þegar tekið miklum breytingum í kórónuveirufaraldrinum: „Er- lendu samfélagsmiðlarnir og leitarvélarnar selja auglýsingaplássin á uppboðsmarkaði og hefur verðið farið lækkandi því færri eru að berjast um plássið. Ákveðnir geirar, eins og t.d. ferðaþjónustan, eru sama sem horfnir út af markaðinum en fyrirtæki á öðrum sviðum hafa sótt í sig veðrið og fyllt upp í skarðið að hluta,“ segir hann. „Vefverslanir hafa t.d. staðið vel að vígi í faraldrinum og veitingastaðir sem áður reyndu að laða til sín gesti hafa núna fært áhersluna yfir á heimsendingu og freista þess að ná athygli fólks á netinu. Landslagið hefur líka breyst að því leyti að markhópar fyrirtækja eru ekki þeir sömu og áður. Þannig lagði ís- lenski veitingamarkaðurinn áður áherslu á að ná til erlendra ferðamanna en einblínir núna á innlenda neytendur.“ Keppinautarnir sæta færis Heyra má á Hreiðari að hann væntir ekki jafn afgerandi breytinga á auglýsingamarkaði nú og í kjölfar bankahrunsins. Hann segir aug- lýsendur m.a. núna betur meðvitaða um að það geta reynst dýrkeypt mistök að stöðva allt markaðsstarf í niðursveiflu. „Af þeim freisting- um sem þarf að varast í kreppu þá er sú hættu- legust að hugsa aðeins um budduna þá stundina og setja stopp á allt sem heitir markaðssetning. Reynslan og rannsóknir hafa sýnt það trekk í trekk að þau fyrirtæki sem draga saman seglin eða hætta jafnvel öllu markaðsstarfi þegar harðnar á dalnum verða fyrir meira tjóni til lengri tíma litið. Jafnvel ef aðeins um er að ræða stutt stopp – t.d. einn til tvo mánuði – má vænta þess að þegar aftur skapast eðlilegt ástand í hagkerfinu og auglýsingamálin komast í sama horf og áður muni þeim takast að stökkva hærra sem héldu áfram að minna á sig í niður- sveiflunni,“ útskýrir Hreiðar. „Sumir stjórn- endur reyna að réttlæta aðhaldið í markaðs- málum með því að fyrirtæki þeirra eða vara standi það vel að vígi að tímabundið hlé komi ekki að sök en dæmin sanna að það er einmitt þannig hugsunarháttur sem leiðir til þess að keppinautarnir koma út úr niðursveiflunum með meiri markaðshlutdeild.“ Ekki vera með allt á einum stað Hreiðar varar líka við því að beina öllu aug- lýsingafjármagni þangað sem birtingarnar eru ódýrastar, eða einblína á þá auglýsingamiðla þar sem auðveldast er að mæla árangurinn. Hann segir aftur hægt að vitna í rannsóknir sem sýna að með því að blanda saman ólíkum miðlum náist meiri árangur en ef öllum auglýs- ingum er beint á einn stað. „Að vera t.d. bæði á neti og í sjónvarpi, eða bæði í prentmiðlum og útvarpi, verður til þess að einn plús einn verða þrír. Ólíkir miðlar snerta fólk með ólíkum hætti og hughrifin verða sterkari þegar auglýsingar á einum stað styðja við auglýsingar annars stað- ar,“ segir hann. „Hættan er sú að stjórnendur átti sig ekki á þessu samspili, og sjái t.d. að auglýsing á Face- book eða mbl.is skili sér í svo og svo mörgum smellum og sölu og halda að þess vegna eigi að beina öllum auglýsingakaupum þangað. En raunin er að smellirnir sem netauglýsingarnar fá gætu verið afleiðing af samspili auglýsinga þar sem viðskiptavinurinn var áður búinn að sjá eða heyra sömu skilaboð á öðrum stað,“ útskýr- ir Hreiðar. „Því hefur verið vinsælt hjá okkar viðskiptavinum að fá stafrænt mælaborð með yfirliti yfir markaðsaðgerðir í öllum miðlum.“ Það er hins vegar upplagt að nota viðbrögðin við netauglýsingum til að móta framsetningu markaðsefnis fyrir aðra miðla og segir Hreiðar að hjá Datera tíðkist t.d. að prufukeyra nokkrar útfærslur af netauglýsingum til að sjá hvaða skilaboð eða hönnun fá besta svörun. „Niður- stöðurnar má svo nýta til að vísa veginn í við- komandi herferð og láta t.d. auglýsingar í blöð- um, sjónvarpi eða strætóskýlum taka mið af því sem við lærðum með því að prófa mismunandi auglýsingar á netinu.“ Getur verið dýrt að draga úr auglýsingakaupum í niðursveiflu  Varasamt að færa allar birtingar á einn stað  Útkoman best þegar ólíkir miðlar eru notaðir saman AFP Flóra Listamaður málar auglýsingu á vegg í Berlín. „Að vera t.d. bæði á neti og í sjónvarpi, eða bæði í prentmiðlum og útvarpi, verður til þess að einn plús einn verða þrír,“ segir Hreiðar. Hreiðar Þór Jónsson 12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. OKTÓBER 2020 Draghálsi 14 -16 · Sími 4 12 12 00 · www.isleifur.is Þú finnur gæðin! Skoðaðu úrvalið í netverslun isleifur.is ● American Airlines mun ræsa Boeing 737 MAX-þotur sínar og nýta til far- þegaflutninga í lok desember. Flug- félagið greindi frá þessu á sunnudag en til að byrja með verður flogið einu sinni á dag á milli Miami og New York, og aðeins frá 29. desember til 4. janúar. Reuters greinir frá og segir ákvörðun flugfélagsins gerða með þeim fyrirvara að flugmálayfirvöld hafi veitt Beoing öll tilskilin leyfi. Byrjað verður að selja í flugið 24. október. Boeing 737 MAX-vélarnar hafa verið kyrrsettar á heimsvísu frá því í mars á síðasta ári eftir að galli varð þess valdandi að tvær farþegaþotur fórust og 346 létu lífið. ai@mbl.is Hyggjast nota 737 MAX-vélar í árslok AFP Óvissa Um stutta tilraun verður að ræða. Nýtt markaðssetningartæki hefur bæst við vopnabúr auglýsenda frá því í síðustu niðursveiflu. Áhrifavaldarnir hafa gert strandhögg á undanförnum árum og mörg íslensk fyrirtæki nýtt sér þjónustu þeirra með ágætum árangri. „Á tímabili varð greinileg sprengja þar sem virtist eins og allir og amma þeirra væru að keppast við að verða áhrifavaldar. Vissulega hjálpaði þetta tæki mörgum fyrirtækjum en að sama skapi allur gangur á því hversu fag- lega áhrifavaldarnir störfuðu. Í kjölfarið var eins og fólk fengi leið á áhrifavöld- unum og bylgjan tók að dala. Nú hefur orðið ákveðin hreinsun og eftir standa að- ilar sem sinna hlutverki áhrifavaldsins vel og eru samkvæmir sjálfum sér,“ segir Hreiðar og leggur á það áherslu að oft geti markaðssetning í gegnum áhrifavalda ver- ið mjög góður kostur. „Skiptir þá mestu máli að velja réttu áhrifavaldana sem bæði hafa trú á vörunni og ná til rétta markhópsins.“ Hreiðar bendir á að líkt og áhrifavald- arnir fjölguðu valkostum auglýsenda á undanförnum áratug þá sé nýr auglýs- ingavettvangur að verða til með vaxandi vinsældum hlaðvarpsþátta. „Framleið- endur hlaðvarpsþátta og auglýsendur eru enn að finna rétta taktinn en möguleik- arnir mjög spennandi enda hlustar fólk með virkum hætti á hlaðvarp og skila- boðin sterk ef þáttastjórnandi mælir með vöru eða þjónustu.“ Er tími áhrifa- valdanna liðinn? HLAÐVARP SKAPAR NÝJA VÍDD Agi Tísku-áhrifavaldurinn Virginie Grossat að störfum. Á tímabili vildu allir vera áhrifavaldar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.